Þjóðviljinn - 14.08.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.08.1962, Blaðsíða 1
MOSKVU 13/8 — Síðan á sunnudagsmorgun hafa tvö mönnuð geimför verið á braut umhverfis jörð- ina. Kl. 8,02 eftir íslenzkum tíma, þegar geimfar Nikolaéffs majórs hafði farið sautján umferðir um jörðu, var Vostok 4. skotið á loft með félaga hans, Pavel Popovitsj ofursta, innanborðs. Hafa þeir síðan fylgzt að á ferð sinni um geiminn. Þetta síðasta afrek Sovétríkjanna í geimvísindum hefur vakið feikna athygli og aðdáun lærðra sem leikra urn allan heim og þykir staðfesta yfirburði þeirra á þessu sviði. Aðeins örlitlu munar að geim- förin fari á nákvæmlega sömu braut umhverfis jörðu. Vostok 3. íer umferðina á 88 mínútum, Vostok 4. á 88 mín. cg 5 sek., braut Vostoks 3. hallar frá mið- baug um 64 gráður og 59 mínút- ur og liggur milli 180 og 230 km, en braut Vostoks 4. hallar um 65 gráður. og liggur milli 180 cg 255 km. Þótt nokkru muni á brautunu.m sýnir þó hinn örlitli munur að sovézkir vísindamenn háfa náð ævintýralegu öryggi og nákvæmni í geimskotum. Nokkurra sckúndna ferð á milli Skömmu eftir að Vostok 4. var komið á loft, tilkynnti Nikolaéff að hann sæi til geimfars Popo- vitsj, enda mun þá ekki hafa verið meira en nokkurra sek- úndna ferð á milli þeirra á hin- um mikla hraða gervitunglanna, um 8 km á sekúndu. Athugana- s'töð' í Tokio tilkynnti á mánu- dagsmorgun að mælingar hennar hefðu sýnt að um 120 km væru á jnilli geimíaranna, en þetta bil hefði þó síðár breikkað í rúmlega 600 km. Töluðust við Popovitsj hafði ekki verið lengi á lofti þegar radíósamband tókst með honum og Nikolaéff. Töluð- ust þeir 'við um stund og einnig saman við fyrsta sovézka geim- farann, Gagarín, sem var í einni sovézku f jarskiptastöðinni á jörðu niðri. Báðir sögðu að þeim liði vel og gengi allt að óskum, öll tæki störfuðu eins og ætlazt væri til og hitastig í geimförun- um héldist mátulegt, 15.5 stig. Sjálfvirk mælitæki sýndu að lík- amsstarfsemi þei.rra var með öllu eðlUeg þrátt fyrir óvenjuleg skil- yrði, andardráttur mældist um 15 á mínútu og púls 60—65. Allt gekk að óskum Þeir unnu ölj störf sem fyrir þá höfðu verið lögð og gekk vel. Þeir losuðu sig úr sætum sínum og gengu um geimíörin, en af því má ráða að ekki mun vera um neina smásmíði að ræða, gerðu líkamsæfingar eins og fyrir þá hafði verið lagt. Þeir höfðu stöð- ugt samband við jörðu og Popo- vitsj ræddi m.a. við Krústjoff forsætisráðherra sem árnaði hon- um allra heilla. Myndum af þeim í geimförunum var sjónvarpað til jarðar og fengu menn í flestum Evrópulöndum að fylgjast með þeim. Mötuðust og sváfu vel Þeir mötuðust á tilsettum tímum og að loknu ærnu dagsverki lögð- ust þeir til hvílu. Þá var klukk- an 21-21.30 að Moskvutíma. Þeir sváfu í um sjö klukkustundir værum svefni og vöknuðu á mánudagsmorgun hressir og til- búhir að taka til starfa að nýju. Meðan þeir sváfu íylgdust hin sjálfvirku tæki með líðan þeirra. Hafa farið lcngst aVra manna Þegar á sunnudag hafði Nik- olaéff majór verið lengur úti í geimnum og farið meiri vega- lengd en nokkur maður á undan hcnum. Sovézki geimfarinn Tít- off fór fyrir ári 17 umferðir um- hverfis jörðu og um 700.000 km, en á sunnudagsmorgun hóf Nik- olaéff 18. umferð sína og hann hafði kl. 2.2 á mánudagskvöld fari.ð 42 umferðir og rúmlega 1.700.000 kílómetra. en Popo- vitsj 26 umferðir og rúmlega Framh. á 10. síðu llm.] Einar Olgeirsson, formaöur Sameiningarflokks alþýðu — sósíalistaflokksins, er sextugur í dag, 14. ágúst. Þjóðviljinn árnar Einari, fyrsta ritstjóra blaðsins, allra heilia á afmælis- daginn, og þakkar honurn störf í þágu Þjóðviljans fyrr og isiðar. Einar er staddur eriendi.s, en nokkrir fé'agar hnas senda honum kveðju hér í blaðinu í dag, Lúðvík Jósepsson, varaformaður Sósíalistaflokksins, Kristinn E. Andrésson. Jó- hannes úr Kötlum, Eggert Þorbjarnarson og Björn Þor- steinsson. Myndirnar hcr á 'síðunni fckk Þjóðviljinn símsendar frá Moskvu í gær. Efri myndin eir af Pavel Popovitsj ofursta í gcimfarabúningi sínum og var hún tckin ,rétt áður en hann lagði upp í feri> sína. Myndin að neðan er af Andrian Nikolaéff majór ,í geimfarinu og vair henni sjónvarpað lil jarðar. Því miður var Ihún nokkuð dauf eins og við fengum hana í hendur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.