Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Þriðjudagur  2.  apríl  1963
Wmi;M^--""^y^:Mim
HÖOTUÍNN
SlDA  ^
Seyðfirðingar    minnast  ^v
Otto  Wathnes  enn  með  *—r-
mlkilli aðdáun og viirð-
ingu.    Þennan    minnisvarða
hafa þeir reist honum við sjó-
inn  í  miðjum  bæ  síum.
//
BRENN
Flóinn var spegilsiéttur og
kyrr. Það var eins og bátur-
inn liði um grábláan síhvikan
mjúkan dúk. Við höfðum far-
ið í skugga Hyrnunnar, en svo
opnaðist sólglitaður fjörður-
inn,. er teygði sig elns og mjór
iingur inn milli fjallanna. Við
þennan mjóa fjórð milli
hrikalegra fjalla hefur ýmis-
legt gerzt — þótt vart . verði
þetta talin sögurík byggð.
Þarna á ströndínni blasir t.d.
við tukthús þeirra fjárðar-
manna, þar sem eínn hrepp-
stjórinn geymdi fvrrum pil£,
einn er hafði hiv "i sér mat,
— geymdi hann í ókleifri berg-
kví móti hafi. Nokkru irmar
við fjörðinn geymist saga um
annan pilt, er ekki var heldur
of vel haldinn — en aðeins
utar blasir við eyri sögufræg
fyrir þau feikn af mat er þar
bárust á land. Gegnt eyrinni
gamalt, nafnkunnugt hófðingja-
býli og annað slikt inni við
fjarðarbotn. En hér ætla ég
hvorki að rekja morðsögur né
hetjusögur. Þessari söguþekk-
ingu hefur samferðamaður
minn miðlað mér, en hann er
að skrifa sögu þessarar þyggð-
ar, enda hverjum manni fróð-
ari í þeim efnum. Þið verðið
að bíða með söguna þangað
til hann hefur lokið þvi verki!
Við stefnum utarlega á
ströndina austanmegin^ Við
blasa hamrar og brattar hlíðar:
skriður og klettar frá brúna-
hömrunum allt i sjó niður. Hér
munu ýmsir hafa lokið göngu
sinni er þeir voru að reyna að
brjótast til næsta bæjar á vetr-
um.. Nú er strönd þessi mestöll
í.eyði. Á einstaka stað yfirgefin
hús. Við lendum við klöpp i
lítilli vík yzt á tanganum. Fyrir
ofan grænt tún og nokkrar
byggingar. Þetta er einn af-
skekktastur staður á landinu.
Hér hefur síðustu áratugina
. verið búið til bess eins að
standa vörð um velferö sæfar-
enda. Erindi mitt á þennah
stað er að hafa tal af vöku-
manni á einu afskekktasta út-
nesi landsins. Það er ekki úr
vegi að rjúfa aðeins þögnina
um líf og störf þeirra varð-
manna.
Samferðamaður minn og fé-
lagi, Sigurður Helgason rithöf-
undur, er hingað kominn í
tvennum tilgangi: heimilda-
könnun og nokkurskonar píla-
grímsferð; hér er hann fseddur,
hér lék hann sér á klöppunum
— hann er að hálfu leyti al-
inn upp i vitanum! við erum
komnir til Dalatanga.
Hér á Dalatanga er unnið
fjölþætt starf fyrir öryggi sæ-
farenda o. fl. Ótaldir eru þeir
sjómenn er horfa og hlusta
eftir vitanum á Dalatanga, það
eru ekki aðeins þeir sem eiga
leið til Norðfjarðar eða Seyð-
isfjarðar, heldur og þeir sem
utar sigla. Og enn fleiri eru
þeir, sem hlusta eftir veðurf rétt-
unum frá Dalatanga dag hvern.
Þótt saga vitanna í heiminum
nái yfir meir en hálf þriðja
þúsund ára skortir elzta vitann
á Islandi nokkuð til að verða
100 éra. Egyptar eru sagðir hafa
reist vita fyrstir manna, á
Pharos-eyju 331 ári áður en
Kristur frelsari vor fæddist.
Hann kvað hafa verið 56 m
hár, og stóð fram á 13. öld.
Talið er að fyrsti viti á Norð-
' urlöndum hafi verið á Falster-
bo í Skáni, gerður um 1200.
Árið 1560 var reistur viti á Jót-
landsskaga og 1655 á Líðandis-
nesi  i  Noregi,
Þótt Danir byrjuðu að byggja
vita heima sjá sér um miðja 16.
öld voru þeir enn, þrem öldum
síðar, frekar tregir til að byggja
vita á „den danske koloni. Is-
land",  enda  auðséð  á  svari
þeirra að þeir töldu ekki þörf
annarra vita á íslandi en þeirra
sem komu skipum kaupmanna
þeirra sjálfra að notum á sumr-
in.
Á fyrsta þinginu eftir að fjár-
veitingavaldið var flutt inn i
Jandið hreyfði Halldór Friðriks-
son (þm. Rvík) og Snorri Páls-
son (þm. Eyfirð.) því að reisa
vita á Reykjanesi.
v Grímur Thomsen taldi þá að
danska ríkið ætti að byggja
þann vita, þar sem vitabygging-
ar heyrðu undir danska flota-
málaráðuneytið. Frumvarp um
vitabyggingu var því fellt, en í
þess stað samþykkti Alþingi að
senda „Állraþcgnsamlegast á-
varp um að hans hátign allra-
mildilegast vildi sjá svo f.vrir,
að fé verði veitt úr ríkissjóði
<il vitagjörðar á Reykjanesi m.
m.".
Flotamálastjórnin     danska
svaraði 2. sept. 1876 að hún
gæti ekki fallizt á skoðun Al-
þingis í þessu máli og tekur
fram að hún telji vita óþarfa
vlð Island frá 15. mai til 1.
sept., en frá 1. des. til 15. maí
Hggi allar siglingar niðri — og
þvi engin þörf fyrir vita! Auð-
séð á svarinu að þörfin fyrir
vita er miðuð við þarfir dönsku
kaupmannanna er sigldu til Is-
lands á sumrin. Auk þess segir
danska flotamálaráðuneytið að
í haesta lagi 70 skip muni hafa
gagn af vitanum á ári. Reynsl-
an sýndi að t.d. á timabilinu
frá 1. ágúst til 15. maí 1881
fóru 813 skip fram hjá Reykja-
nesvitanum.
1 Reykjanesvitamálinu varð
þó niðurstaðan að Alexander
Rothe verkfræðingur var send-
ur til að athuga þar staðhætti
1877. Gerði hann áætlun um
vitabyggingu. A fjárlögum Al-
bingis 1878—1870 voru veittar
14000,00 kr. til byggingar vita
á  Reykjanesi  og  12000,00  á
„Brennið þið vitar" er brennandi ósk, baeði á sjó og landi.
Undir því að vitamir séu í lagi getur líf manna á sjónum verið
komið. En til þess að vitarnir geti lýst, aðvarað og leiðbeint í
myrkri, byljum og þóku þarf oftast mann til að stjórna þeim og
vakta. Og ekki aðeins mann, heldur samvizkusaman og dug-
andi mann.
Ymsa hef ég heyrt öfunda vitaverðina — sem lengstafdvelj-
ast f jarri öðrum mannabyggðutn — öfunda þá af mákmdunum
og iðjuleysinu! — Vilduð þið kannski vakna á þriggja stunda
fresti allan sólarhringinn — eða standa og þurrka vitaglerin án
afláts í slyddubyljum?
dönsku fjárlögunum, — og var
þarmeð fengið hægilegt fé til
vitaþyggingarinnar.
Rothe hóf starf við vitabygg-
inuna 6. maí 1876 og afhenti
vitann um haustið og var fyrst
kveikt 6. honum 1. des. 1878.
Reykjanesvitinn, i'yrsti vitinn á
Islandi var tekínn til starfa.
Var hann að heita mátti eini
vitinn á Islandi í tvo tugi ára.
Ástæðan til þess hve seint
gekk að byggja vita á íslandi
var þó síður en svo, að vita
væri ekki þörf, heldur réði þar
féleysi landsmanna, þjftöar er
lotið hafði erlendri undirokun
um aldir, og algert skeytingar-
leysi herraþjóðarinnar um
raunverulegar þarfir Islendinga.
Austur á fjörðum voru Norð-
menn um þessar mundir allat-
hafnasamir. Einna athafnasam-
astur var Otto Watbne, maður
sem ekki var aðeins gróðamað-
ur heldur mannkostamaður, og
minnast Seyðfirðingar hans enn
í dag með virðingu og aðdáun.
Bjarni Sæmundsson segir frá
því er hann fór til Kaupmanna-
hafnar 1889, að hann hafi þá
séð Dalatangavitann „er Otto
Wathne lét reisa 1878". (Um
láð og lög. Rvík 1942, bls. 192).
SenniZega er hér um misritun
eða misprentun að ræða, því
bréf mun til er Otto Wathne
ritaði Alþingi 19. niftí 1895 um
að landsjóður greiði kostnað við
væntanlegan vita á Dalatanga,
er Wathne telur að muni geta
tek'tð til staxfa 1. sept. þá um
sumarið. Hinn 19. júlí sama ár
skrifar sr, Einar Jónsson þm.
Austf. Alþingi einnig bréf þar
sem hann staðfestir að Wathne
sé að láta byggja vita fyrir eigin
fé, ög muni vitinn geta tekið
til starfa 1. sept. þá um sum-
arið, og muní rekstrarkostnaður
verða 500 kr. á ári og er fylgj-
andi  því að landsjóður greiði
egnsamk gast ávarp um að
hans hátign alltamildilegast... "

imiHMir ^manmwÉiiíWTOiu
þann kostnað.
Alþingi 1895 veítti 500 kr til
reksturs vita^ns, er skiptist
þannig að 300 kr. Voru laun
vitavarðar, en 200 kr. fyrir oliu
og lampakveiki — enda verði
þarna þokulúður er vitavörður-
inn þeyti.
Asmundiir Jónsson gerðist svo
fyrsti vitavörður á Dalatanga
og er erindisbréf hans dagsett
21. ágúst 1896, og segir þar m.a.
svo:
Vitavörður, Ásmundur Jóns-
son, Grund.
Samkvæmt fyrirlagi lands-
höfðingjans yfir Islandi skipa
ég yður Ásmundur Jónsson
Grund í Dalakjálka (rétt: Dala-
kálki) til þess að gæta vitans
á Dalatanga-----" Undir skrifar
sýslumaður N.-Múlasýslu.
Asmundur Jónsson var þó
ekki vitavörður nema rúmt ár,
því 18. nóv. 1897 fór hann að
leita að hagalömbum uppi í
fjalli fyrir norðan Grund. Hafði
frosið í fjallinu og síðan fallið
snjór yfir og gengu lambaleit-
armennirnir því á broddum.
Ásmundur fannst hrapaður, og
var haldið að urgan í öðrum
broddanum hefði bilað.
Vitavörzluna tók Hclgi Há-
varðsson, bóndinn á Grund, þá
að sér og hafði haria á hendi
í aldarf jórðung, eða þar til
hann iézt 1922. (F. 19. nóv. 1866,
d. 22. júlí 1922).
Hefst með þessu saga vita-
vörzlunnar fyrir sæfarendur, á
einum afskekktasta útkjálka
landsins Þess gerist ekki þörf
að spyrja Sigurð um föður hans,
því í Ægi 1923 skrifaði vita-
málastjórinn Thorvald Krabbe
eftirfarandi:
„Helgi Hávarðsson bjó á
Grund í Dalakálki fyrir autan,
þegar ég kom þangað fyrst, á
marzmánuði 1907, og hafði þá
búið þar lengi. En afskekktur
er staðurinn. Eina leiðin liggur
'gcgnum Dalaskriður, cinn af
þessum manndrápsvegum, scm
íyrir austan Iiggja í fjallahlíð-
unuin gegnum urðir, en urðin
cndar á klettabrún beint ofan
í sjó. Nærri má geta hvernig
slíkur vegur er yfir veturinn,
enda höfðu, þegar ég kom þar,
flcstir ábúendur á jörðunum i
Dalakálki gefizt upp og flutt
burt. En Helgi var eftir og
þó með hálfum huga. Heimilið
var mannmargt og því ekki
sjaldan að senda þurfti í kaup-
stað, en í slæmu veðri um há-
vetur er það háskaferð. —
Hann bjó í lítilli baöstofu á
leigujörðinni, og til stóð að
hann færi og Grund legðist í
eyði. Síðan 1898 hafði Helgi
stundað þann litlá vita sem
Wathne gamli lét setja upp þar
— og ég hygg, að þetta litla
ljós  hafi   átt  sinn   bátt  í
Halldór  Kr,  Friðriksson
þingmaður  Reykvíkinga
Snorri  Pálsson
þingmaður  Eyfirðinga
að Helgi hafi L brátt fyrir
allt — verið tregur til að
yfirgefa Dalatangann. Síðan
var — 1908 — nýi vitinn,
stærri og fullkomnari, reistur
og 1918 komu þokulúðursstöðinj
sem Helgi tók einnig að sér
með aðstoð sona sinna. Hvort
tveggja var honum mjög annt
um, enda var ætíð mesta unun
að koma til hans. allt var fag-
urt og hreint. I smáu og stóru
var hann nákvæmur og pössun-
arsamur og sérstaklega spar-
saraur. Honum leið illa þegar
eitthvað fór öðru vísi en það
átti að fara. Og ég þykist vita
að hann í sinum einkamálum
hafi haft sömu góðu eiginleik-
ana -----"
I þessari sti^ttu frásögn hefur
Thorvald Krabbe ekki aðeins
lýst Helga Hávarðssyni heldur
og mjög vel því hvernig var
að búa og starfa á þessum stað.
— Næst skulum við svo for-
vitnast nokkuð meira um Dala-
tanga.
J.B.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12