Þjóðviljinn - 15.05.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.05.1964, Blaðsíða 1
diomnn Föstudagur 15. maí 1964 -— 29. árgangur — 108. íölublað. Munið Surtseyjar- ferð Æskulýðs- fylkingarinnar um hvítasunnuna ! Engar nýjar fréttir af árásarmálinu Nýjar fréttir eru engar af rannsókn árásarmáls- ins og að sögn Loga Ein- arssonar. yfirsakadómara sem hefur réttarrannsókn- ina með höndum, er þeirra ekki að vænta fyrr en stúlkan sem fyrir árásinni varð hefur verið yfirheyrð, en ekki er búizt við að af þeirri yfirheyrslu verði fyrr en eftir hvítasunnu. Tónleikar Osló- sveitar í kvöld Stúdentahljómsveitin frá Osló, skipuð 60 eldri og yngri háskólaborgurum, eða full- skipuð sinfóníuhljómsveit heldur tónleika í Háskólabiói í kvöld kl. 9. Efnisskráin er mjög fjöl- breytt, en á henni eru m.a. verk eftir mörg helztu tón- skáld Norðmanna. Auk þess syngur norska óperusöng- konan Eva Prytz, en hún er starfandi við óperuna í Stokk- hólmi, aríur með hljómsveit- inni úr óperunum „Don Gio- vanni“ og Brúðkaupi Figar- os og hina frægu „Alleluja" aríu eftir Mozart. Stjórnandi er Harald Brager-Nielsen. SAMEIGINLEG SAMNINGANEFND 24 FlLAGA Verkalýðsfélögin á Norðurlandi og Austurlandi hefja samninga Samningamál verkalýðsfélaganna á Norðurlandi og Austurlandi eru komin í fullan gang, en í dag, 15. maí, renna út kauptaxtar þeir sem gilda í flestum félögunum. Sameiginleg samninganefnd 24 verkalýðsfélaga norðan og austan stendur í samningunum, og hefur fengið heimild allra stærstu félaganna til að boða vinnustöðvun. Deilunni hefur nú verið vísað til sáttasemjara ríkisins. Þjóðviljinn snéri sér til BjörnS Jónssonar, formanns Verka- lýðsfélagsins Einingar á Akur- eyri, og bað hann að segja lesendum hvernig málin stæðu nú. — Það var um miðjan apríl að félögin á Norðurlandi og Austurlandi héldu ráðstefnu á Akureyri til að ráða ráðum sín- um um samningarnálin, og voru það Alþýðusamband Norður- lands og Alþýðusambands Aust- urlands sem til hennar boðuðu. Á þeírri ráðstefnu var lagð- ur grundvöllur að kröfum fé- laganna í sambandi við nýja samningagerð og lýst fylgi við meginstefnu Alþýðusambands lslands í samningamálunum. Boðað tíl stofnþings Landssambands málm- ogskipasmiða Landssamband málm- og skipasmiða verður stofnað í Reykjavík dagana 30.—31. maí, sam- kvæmt ákvörðun fjögurra iðnaðarmannafélaga, Félags jámiðnaðarmanna, Félags bifvélavirkja, Félags blikksmiða og Sveinafélags skipasmiða. Þjóðviljanum barst í gær þessi fréttatilkynning frá félögunum fjórum: H Síðastliðið ár hafa farið fram viðræður milli Félags járn- iðnaðarmanna, Félags bifvéla- virkja, Félags blikksmiða og Sveinafélags skipa*miða um nánara samstarf þessara stétt- arfélaga, en samstarf hefur oft Lík hjúkrunar- konunnar fannst í gær 1 gærmorgun fannst lík þýzku hjúkrunarkonunnar Freyju Bur- meister, en hennar hafði verið leitað síðan á föstudag. Leitar- flokkur fann líkið rmi við Voga, nánar tiltekið milli Stapa og Voga T ■'’,!ð var flutt til Reykja- víkur U’ 'mtfningar í gær. verlð með þessum félögum í kjaramálum. Ok Viðræðurnar leiddu til þess að ákveðið hefur verið að boða til stofnunar landsambands málm- og skipasmiða, og hafa þessi félög þegar kosið fulltrúa á stofnþingið. Ok Akveðið hefur verið að stofnþingið verði haldið í Reykjavík dagana 30. og 31. mai næst komandi. ■ Hliðstæðum félögum ann- ars staðar á Iandinu hefur ver- ið boðin þátttaka að stofnun sambandsins og eru líkur til að þátttakan verði almenn. a f>essar iðngreinar grípa oft hver inn á annarrar svið, vinnustaðir eru mjög oft sam- eiginlegir. kaup sem greitt er fyrir þessi störf er það sama, cn það er vikukaup. tk Allt þetta hefur undan- farin ár knúið mjög á um stofn- un landsambands þessar iðn- i grcina. -AH 31 félög hafa samþykkt Svo til öll félögin á svæðinu eru nú með kauptaxta sem renna út 15. maí. Ráðstefnan ákvað að leita til félaganna norðan og austan hvort þau vildu mynda sameig- inlega samninganefnd. Sú sam- eiginlega samninganefnd er nú komin á laggirnar og standa að henni 24 félög, þar á meðal ðll stærstu félögin, allt frá Skaga- strönd um Norðurland og Aust- urland. ÚH B>eimild til vinnustöðvunar Síðan hefur það gerzt að öll stærsbu félögin hafa gefið hinni sameiginlegu samninganefnd umboð til að lýsa yfir vinnu- stöðvun úr því að 20. mai er kominn. Samningafundir hófust á Ak- ureyri 6. maí og stóðu einnig næsta dag, uppstigningardag. Næst var svo samningafundur hér í Reykjavík sl. þriðjudag. Þar varð sú niðurstaða að vísa málinu til sáttasemjara ríkisins. Mun að öllum líkindum verða fyrsti sáttafundurinn með sátta- semjara hér annað kvöld, föstu- dag. Ekki er ákveðið hvar samn- ingafundimir verða framvegis. Verkfallsboðun ekki ástæða — Hafa félögin tekið ákvörð- un um verkfallsboðun? —Nei, félögin hafa ekki enn tekið ákvörðun um verkfalls- boðun. Það hefur verið dregið í lengstu lög til að betur sæist hverju fram vindur í samning- unum við atvinnurekendur og einnig i viðræðum þeim sem nú fara fram milli heildarsamtak- anna og ríkisstjórnarinnar. Frá þinglausnum í - gær. Forseti Islands í - ræðustól.-(Ljósm. Þjóðviljinn Ari. Kárason). ALÞINGI LAUK f GÆR SAT ALLS 218 DAGA ■ . Síðdegis í gær fóru fram þinglausnir á Alþingi, og las forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, forsetabréf þar að lútandi, en þingmenn hylltu forseta og fósturjörð með því að rísa úr sætum og hrópa ferfalt húrra. í upphafi þingfundar gaf for- seti sameinaðs þings, Birgir Finnsson, yfirlit yfir störf þessa þings, sem er 84. löggjafarþing fslendinga. Þingið hefur setið að störfum frá 10. október sl. eða alls 218 daga. Þingið hefur alls haft til meðferðar 230 mál, og hafa þingfundir orðið 270, þar af 80 í sameinuðu þingi, 90 í efri deild og 100 í neðri deild. Af- greidd voru sem lög frá þing- inu 39 stjórnarfrumvörp, 16 þingmannafrumvörp og einu frumvarpi var vísað til ríkis- stjórnarinnar. En 66 frumvörp döguðu uppi í meðförum þings- ins, eða nokkru fleiri en þau sem afgreidd voru. Af 91 þingsályktunartillögu, sem fram kom, voru 32 sam- þykktar, 2 felldar, tveim var vísað til rikisstjórnarinnar og 55 urðu ekki útræddar. Fyrtr- spurnir, sem fram komu á þing- inu vo;ru 29 og voru þær allar ræddar að einni undantekinni. Að loknu yfirliti forseta sam- einaðs þings um afgreiðslu mála, færði hann þingmönnum þakkir fyrir samstarfið, svo og öllu starfsliði þingsins og flutti þeirn árnaðaróskir sínar. Að lokum bað hann öllum íslendingum árs og friðar fyrir hönd Al- þingis. — Eysteinn Jónsson þakkaði forseta gott samstarf af hálfu þingmanna, og flutti honum og fjölskyldu hans árn- aðaróskir, en að því búnu sleit forseti fslands þinginu, sem fyrr segir. Hafii fyrirskipun LfÚ að engu! Þjóðviljanum barst í gær i fyrir þorskveiði með hring- þessi tilkynning frá Farmanna- nQ|;4 og fiskimannasambandinu: ■ Skorar Farmanna- og fiskimannasambandið á út— gerðarmenn að hafa þessa fyrirskipun LÍÚ að engu, en gera upp samkvæmt gild- andi hringnótasamningi. Samþykkt stjórnar Farmanna- og fiskimannasambands Islands um aflaskiptingu á hringnóta- veiðum og fiskverð. ■ Stjórn Farmanna- og fiskimannasamþands íslands hefur einróma samþykkt að nótmæla fyrirskipun LÍÚ- tjórnarinnar til útgerðar- manna varðandi uppgjör A Á fundi í stjórn F.F.S.f hinn 13. þ.m. var einróma sam þykkt að mótmæla ákveðið ein- hliða fyrirskipun Landsambands íslenzkra útvcgsmanna til út- gerðarmanna um að gera hring- nótaþorskveiði upp á sama hátt og þorskveiði með lagnetjum. Ob Fundurinn cr ákveðinn þeirrar skoðunar að aflaskipt- ing sú er sambandsfélögin sömdu um fyrir hringnót á síð- ustu áramótum gildi fyrir all- an þann fisk er aflast í þctta veiðarfæri. cnda hafa útgcrðar- menn gert upp samkvæmt ''ringnótasamningnum fram lil þessa. Samninganenfd L.l.t). sá heldur enga ástæðu til að semja sérstaklega um þetta atriði á síðustu áramótum, enda þótt vitað væri að hringnótaþorsk- veiðar mundu stundaðar á vetrarvertíðinni. ■ F.F.S.l. hefur borizt og er ennþá að berazt mótmæli frá félögum sínum í verstöðvunum útaf hinu óeðlilega Iága vor- síldarverði og jafnframt er gildandi fiskvcrði í heild mót- mælt sem alltof Iágu. ■ F.F.S.f. skorar því á við- komandi útgerðarmenn að hafa Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.