Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.05.1964, Blaðsíða 1
Hefja brátt hvalveiðar Þessa dagana er unnið af kappi að búa hvalveiðistöðina í Hvalfirði sem bezt undir komandi vertíð. Mun ætlunin að hvalveiði- bátarnir haldi út til veiða á sunnudaginn kemur, 22. maí Eins og undanfarin ár mun Hvalur h.f. gera út fjóra báta til veiðanna í sumar. Framkvæmdastjóri er Loftur Bjarnason. VERDUR BV. JUNI SELDUR íDAG? ■ Undanfarið hefur grískur togaraútgerðarmaður dvalizt hér á landi og hefur hann verið að leita eftir togara til kaups. Hann hefur gert kauptilboð í togarann Júní í Hafn- arfirði, eign Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og hljóðar það upp á 30 þúsund sterlingspund, þar með eru innifalin öll veiðarfæri svo og varahlutir í vélar og veiðarfæri. ■ Júní hefur verið í slipp tvo síðustu daga og hefur Grikkinn kynnt sér ástand togarans. Endanlega ákvörðun um sölu togarans verður tekin á fundi í dag og mun Þjóð- viljinn þá skýra nánar frá kaupum þessum. KLÁFFERJA Á FUNGNAÁ SETT UPP í SUMAR ■ Einhvern næstu daga verður hafizt handa um upp- setningu kláfferju á Tungnaá skammt fyrir ofan Hald, og á hún að geta flutt alla smærri bíla yfir ána. Þegar er búið að flytja talsvert af efni á staðinn og ætlunin er að hefja verkið í þessum mánuði og ljúka því fyrir júnílok. Tefur fyrirskipun LÍÚ um samningsbrot síldveiðaundirbúning? Sjómenn krefjnst uppgjörs snmkv. gildnndi snmningi -<*> Ilaan er einn af miljónum Kúbumanna sem s tanda vörð um frel»i þjóðar sinnar. Engar traustar fregnir af landgöngu Kúbumenn æðrulnusir — en við öllu búnir HAVANA 20/50 — I dag var fullveldisfagnaður Kúbu og höfðu útlagar haft í hótunum um að vekja á sér athygli með landgöngu á eynni og strandhöggi, en engar áreiðan- legar fréttir eru af slíkum aðgerðum af þeirra hálfu. Til- kynnt var í Havana að allir verkamenn í Orientefylki (Austurfylkinu) hefðu verið kvaddir til vopna til að verj- ast árásum gagnbyltingarmanna. Þjóðviljinn átti í dag tal við Snæbjörn Jónasson verkfræðing hjá Vegagerð ríkisins. en hann hefur teiknað kláfferjuna. Sagði hann að það hefði verið til um- ræðu um nokkurra ára skeið að koma upp kláfferju á Tungnaá Súkarno hótar Malasíu hörðu DJAKARTA 20/5 — Aður en þetta ár er liöið munum við hafa gengið á milli bols og höf- uðs á Malasíu, sagði Súkarno Indónesíuforseti á útifundi 100 þúsund manna í Djakarta í dag. Bluðburður Þjóðviljann vantar ungling til blaðburð- ar í Laugarás Afgreiðslan Sími 17-500 og á s.l. árí var lokið hjá Stál- smiðjunni stálsmíði í sambandi við framkvæmd þessa. Kostaði stálsmíðin um 600 þúsund kr. en áætlað er að það muni kosta um 1 milj. kr. að ljúka öllu verkinu. Verður heildarkostnað- ur við kláfferjuna því nokkuð á aðra miljón króna. Búið er að fara þrjár ferðir í vor með efni og fóru þrír bíl- ar í hvert skipti. Var það gert til þess að koma efninu norður yfir ána á meðan hún er lítil. Þeir aðilar sem að þessari framkvæmd standa eru þrír, héraðsbúar, Raforkumálastjóm- in og Vegagerðin en Vegagerðin sér um alla framkvæmd verks- ins en yfirsmiður verður Jónas Gíslason. Eins og áður segir á kláfferjan að geta flutt smærri bíla yfir ána en trukkar og stórir bílar eiga að geta farið yfir ána af eigin ramleik. Þá á ferjan einn- ig að vera til fjárflutninga. Vei'ður að ferjunni mikil sam- göngubót, en Tungnaá hefur löngum verið mikill farartálmi og ill yfirferðar. Er tiltölulega greiðfært fyrir bíla norður 1 land eftir að komið er yfir Tungnaá. Það spurðist að háttsettir for- ingjar í her Kúbu og ráðamenn í stjórn landsins hefðu komið saman í Santiago de Cuba, en hún er helzt borga í Oriente- fylki, og heföu þeir borið þar saman ráð sín um varnir lands- ins. Líklegast þykir að gagn- byltingarmenn muni gera árás- ir sínar á þessum landshluta, þar sem þar er aðalmiðstöð hins mikilvæga sykuriðnaðar landsins og staðhættir þannig að varnir eru þar erfiðari en annars stað- ar. Rólegt í Havana I Havana var annars allt með kyrrum kjörum, segir fréttarit- ari Reuters, og ekki bar meira á lögreglumönnum eða her- mönnum á götunum en endra- nær. Vestrænir blaðamenn hafa verið beðnir um að vera ekki á ferð í borginni næstu daga. 1 forystugrein blaðsins „Hoy” segir að ógnunum heimsvalda- sinna verði bezt mætt með auk- Framhald á 3. síðu. 1 Sjómannafélag Hafnar- "jarðar hélt fjölmennan fé- iagsfund í fyrrakvöld og var bar einróma samþykkt að ^kora á sjómenn að vinna ’kki við útbúnað til síld- æiða og skrá sig ekki á síld- æiðar fyrr en gert hefur ærið upp fyrir vetrarvertíð- na samkvæmt gildandi amningum. ^ Óeðlilegur dráttur hefur rðið á uppgjöri vegna hinn- tr alræmdu „fyrirskipunar“ LÍÚ-stjómarinnar, og getur það haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. ■ Fundurinn mótmælti einnig óeðlilega lágu fisk- verði og skoraði á sjómenn qð hefja ekki síldveiðar fyrr en verð á sumarsíld liggur fyrir. Þjóðviljinn spurði Kristján Jónsson, formann Sjómannafé- lags Hafnarfjarðar, hvort hann vissi til þess að Hafnarfjarðar- bátar væru búnir að gera upp og kvaðst hann ekki vita til þess. — Sjómenn eru hins vegar langeygðir eftir uppgjörinu, nú eru allt að tuttugu dagar frá þvi sumir bátanna hættu. og í samn- ingum stendur skýrum stöfum að gert skuli upp í vertíðarlok. — Hvernig líta hafnfirzkir sjó- menn á fyrirskipun L.I.Ú? — Það kom glöggt fram á fundinum, sem var vel sóttur og stóð í þrjá tíma, að hafn- firzkir sjómenn eru harðir á því að krefjast þess að gert sé upp algerlega samkvæmt samningum. Sjómannafélag Hafnarfjarðar átti líka hlut að mótmælum Sjó- mannasambandsins gegn fyrir- skipun LÍÚ. Það kom fram á fundinum að sjómenn ætla sér ekki að láta ganga á sama lag- ið og gert var með gerðardómn- um um síldveiðikjörin. Okkur þykir það léleg röksemd að rjúka eigi til og minnka afla- hlutinn í hvert skipti sem vel veiðist. Framhald á 3. síðu. íslandsmótið hófst í gær: FÉLL AF VINNUPALLI OG BEID ÞEGAR BANA ■ Um kl. 3.15 í gær varð dauðaslys við nýja vatnsgeyminn sem verið er að reisa í Öskjuhlíð. Verkamaður sem þar var að störfum féll af vinnu- paúi og beið samstundis ■ Maðurinn var að vinna við að losa steypu- fleka utan af geyminum og stóð hann á nokkurs konar vinnupalli sem hékk í krana. Utan með pallin- um var handrið en biti í því brotnaði með þeim af- leiðingum að maðurinn féll af pallinum um 6 metra fall. Var hann lát- inn er komið var með hann á slysavarðstofuna. Þar sem ekki hefur náðst til ættingja hins látna úti á landi verður nafn hans ekki birt að sinni. Beðið um blóð Havanaútvarpið sagði, að hver sá sem reyndi að ná Kúbu á sitt vald myndi mæta einhuga þjóð sent' myndi veita árásar- mönnum verðskuldaða ráðningu. Heilbrigðisráðuneyti Kúbu hefur hvatt menn til að gefa sig fram í sjúkrahúsum til blóðgjafa svo að þau séu við öllu búin. KR, ÍA og ÍK unnu fyrstu kuppleikinu Orlof afturkölluð Strandvirki og flugherinn héldu í dag æfingar við norð- vesturströnd Kúbu og voru skip og flugvélar vöruð við að nálg- ast ströndina á þeim slóðum hluta úr deginum. Allir hermenn höfðu fyrir- mæli um að halda kyrru fyrir í herbúðum sinum og öll orlof í hernum höfðu verið aftur- kölluð. ueiia ■» rviidi,i,bpyrnumot isxanas iyD-i — gærkvöld með þrem kappleikjum: á Laugardalsvelli í Reykjavík þar sem KR og Valur kepptu, í Njarðvíkum þar sem Keflvíkingar léku gegn Fram, og á Akranesi þar sem Akurnesingar áttu í höggi við Þrótt. ■ Urslit leikjanna urðu þessi: Akurnesingar ságruðu Þrótt með 3 mörkum gegn 1. í hálfleik var staðan 1:1. KR-ingar unnu Val með 2 mörkum gegn 1 (1:1 í hálfleik). Þá sigruðu Keflvíkingar Fram með 6 mörkum gegn 5. í hálfleik höfðu Framarar yfir 3:2. — Nánar á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.