Þjóðviljinn - 30.05.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.05.1964, Blaðsíða 1
Laugardagur 30. maí 1964 argangur 119. 'tölublað. Hvað verður um Indland? Á 7. síðu Þjóð- viljans í dag eru birt erlend tíðindi og ritar Magnús Torfi Ólafsson þar um JAWAHARL- AL NEHRU, hinn látna forsætisráð- herra Indlands, og ræðir stjórnmála- ástand og horfur í Indlandi og Asíu- málum við fráfall hans. Spellvirki unnin á sumarbústöðum ■ Að undanförnu hafa ver- ið mikil brögð að því að unnin hafa verið spellvirki i sumarbústöðum í landi nokkurra jarða í Mos- fellssveit. — Hafa verið brotnar rúður í allmörgum bústöðum og öllu umsnúið inni í þeim en ekki virðist neinu hafa verið stolið. Alls munu það vera 15 sumar- bústaðir sem orðið hafa fyrir heimsókn skemmdarvarga og eru sumarbústaðimir í löndum jarð- anna Laxness, Helgadals og Hraðastaða. Vart var við skemmdir á þremur þessara bú- staða I síðustu viku en nú á miðvikudaginn barst Hafnar- fjarðai-lögreglunni svo kæra yfir skemmdum á 12 öðrum bústöð- um. Fór lögreglan á vettvang og telur nú að þarna muni hafa verið að verki drengir um eða yfir fermingaraldur en ekki hafði hún haft hendur í hári spell- virkjanna er blaðið leitaði frétta hjá henni í gær. Helgi Fléventsson kominn á síld í fyrrakvöld hélt Helgi Fló- ventsson frá Húsavík út á síld- armiðin fyrir Norðurlandi og mun vera fyrsti síldarbáturinn. sem heldur út á miðin. Skipstjóri á Helga Flóventssyni er Hreiðar Bjamason. Hvarvetna er nú undirbúning- ur undir síldveiðar í fullum gangi og mikil aðsókn að dráttar- brautum til þess að hreinsa skip- in fyrir sumarið. Frá Skákmótinu í Amsterdam Nánari fregnir hafa nú borizt af úrslitum í 5. og 6. umferð á millisvæðamótinu í skák í Amsterdam. f 5. umferð gerðu þeir jafntefli Reshevsky og Port- isch, Evans og Lengyel, Vranesic og Spaaskí. Þá var það rang- hermt í blaðinu í gær að Gligor- ic hefði unnið Darga og varð sú skák einnig jafntefli. 1 6. umferð vann Spasskí Port- isch, Gligoric vann Tringov. Quinones vann Kerez og Berger Vann Rosetto. Biðskákir urðu hjá Lengyel og Vranesic og Reshev- sky og Evans. Eins og áður segir hefur engu verið stolið úr bústöðunum held- ur er hér um hreina skemmdar- starfsemi að ræða. Hafa rúður verið brotnar í öllum bústöðun- um með grjótkasti og í sumum bústaðanna hafa verið brotnar upp hurðir og öllu umturnað inni í bústöðunum. Er það svo sem ekki ný bóla að skemmda- vargar ráðist þannig á sumar- bústaði og önnur mannlaus hús og vinni á þeim stórspjöll. AlþýBubandalagið mófmœlti sölu HafnarfjarSartogarans Alþýðuflokkurinn og íhuldið selju Júní fyrir smúnurverð □ Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn samþykktu í gær á fundi í bæjarstjóm Hafnarfjarðar hina smánarlegu sölu á togaranum Júní, eign Bæjarútgerðarinnar. Var togarinn seldur úr landi fyrir 3.6 miljónir króna með öllum útbúnaði. Fyrri Rolls Royee flugvél Loftleiðu kom hinguð í gær □ Fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í bæjarstj. Hafnarfjarðar, Kristján Andrésson, mótmælti sindregið sölunni og var sini bæjarfulltrúinn sem atkvæði greiddi gegn henni. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hélt fund í gær. Fyrir fundinum lá tillaga frá meirihluta útgerðarráðs um sölu á togaranum Júní fyrír 3,6 milj- ónir króna. Hafði Kristinn Gunnarsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, framsögu fyrir tillögunni og taldi ekki annað að gera en selja togarann og selja hann á þessu verði. Virtist hann þó eiga mjög örðugt að finna nokkur rök fyrir þeim staðhæfingum. og þá þau helzt, að enginn grundvöllur væri fyrir togaraútgerð í land- inu! ★ Alþýðubandalagið mótmælir Kristján Andrésson, bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins, ítrekaði þá afstöðu sem hann hafði tekið í útgerðarráði þegar rætt var þar um söluna á Júní, og Þjóðvilj- inn hefur skýrt frá. Framhald á 2. síðu. ■ Rétt fyrir hádegi í gær lenti hin nýja og glæsilega Rolls Royce flugvél Loftleiða á Keflavíkurflugvelli eftir sex og hálfs tíma flug frá New York. Var mikill mann- fjöldi samankominn á vellinum til þess að fagna komu flugvélarinnar sem hlot.ið hefur nafnið Leifur Eiríksson. ■ Með flugvélinni kom fjöldi boðsgesta, þar á meðal Thor Thors ambassador, er flutti ræðu við komu vélar- innar. Áður en flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli tók hún á sig krók og flaug yfir Surtsey og Reykjavík og seinkaði komu hennar nokkuð af þeim sökum. Verkstjóraskipti hjú Eimskipaféhsginu Guðmundur Jónsson sem starf- : að hefur sem yfirverkstjóri hjá Eimskipafélaginu við Reykjavík- urhöfn frá því um áramótin 1858—59 hefur sagt upp því starfi sínu og fer úr því 1. júní. Þetta er e n umsvifamest!' verkstjórastaða i Reykjavík og er Guðmundur vel látinn og vin- sæll í starfi af öllum sem hjá bonum hafa unnið. Hann hefur verið ráðinn yfirverkstjóri hjá Hafskip h.f. og tekur við þvi starfi um mánaðamótin. Eftirmaður Guðmundar hjá Eimskip mun verða Valdimar Björnsson, núverandi skipstjóri á Goðafossi. Er flugvélin hafði lent gekk Thór Thórs fyrstur út úr vélinni og flutti nann stutt ávarp. Sagði hann m.a. að þetta væri stór stund í sögu íslenzkra flugmála. Stjóm Loftleiða með Kristján Guðlaugsson stjómarformann og Alfreð Elíasson forstjóra í broddi fylkingar tók á móti gestunum við landganginn og afhenti kona Alfreðs. frú Kristjana Thor- steinsson flugstjóra vélarinnar, Magnúsi Guðmundssyni, blóm- vönd. Með flugvélinni komu eins og áður segir boðsgestir þar á með- al íslenzkir blaðamenn er boðn- ir höfðu verið í þessa fyrstu ferð flugvélarinnar ennfremur marg- ir ferðaskrifstofumenn frá Banda I ríkjunum sem Loftleiðir höfðu boðið hingað til þess að kynnast starfsemi félagsins, landi og þjóð. Laust eftir hádegi í gær fór svo flugvélin í sýningarfiug með m.a. hér yfir borginni og vakti flug hennar mikla athygli borg- arbúa. Eins og áður segir hefur flug- vélinni verið gefið nafnið Leifur Eiríksson en flugvél sú er áður bar það nafn hefur verið skírð upp og heitir nú Bjarni Herjólfs- son. Einkennisstafir nýju flug- vélarinnar eru TF-LLF. Kristján Andrcsson Sjóstangaveiðimótið var sett í gærkvöld 1 gærkvöld var sett hér í Reykjavík fimmta alþjóða- sjóstangaveiðimótið sem haldið er hér á landi og er það fyrsta mótið sem haldið er hér í Reyk'javík, en fyrri mótin hafa öll verið haldin í Vestmannaeyjum. Þátttak- endur í mótinu eru um 60 ^ð tölu bæði innlendir og -rlendir. ROLLS ROYCE flugvélin á flugi Flestir þátttakendur í mótinu yfir Reykjavík í gærdag. — eru héðan úr Reykjavík en einn- íslenzka boðsgesti og flaug vélin (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason). , ig eru nokkrir þátttakendur frá Akureyri og Keflavík og víðar að af landinu. Ennfremur eru svo þátttakendur bæði frá Bret- landi og Bandaríkjunum. Má geta þess að meðal þátttakenda héðan úr Reykjavík er hinn kunni aflakóngur, Haraldur Ás- geirsson skipstjóri á Guðmundi Þórðarsyni. Farið verður í fyrsta róðurinn í dag og er lagt af stað kl. 9 en alls stendur mótið yfir i þrjá daga. Hafa 10 bátar verið leigð- ir til veiðanna og verða 6 kepp- ■'”dur í hverjum bát. Á mót'nu er keppt um fjöl- Framhald á 2. síðu. í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.