Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Undirskriftir
gegn kynórum
KAUPMANNAHÖFN, 30/5 —
Alls 87121 danskir borgarar
ihafa skrifað undir mótmæla-
skjal gegn því hve kynferðis-
lífi er gert hátt undir höfði á
öllum sviðum þjóðlífsins. Hafa
þeir sent plagg þetta til Jens
Otto Krag, forsætisráðherra.
Meðal þeirra sem undir rita
eru 2415 kennarar og 582 prest-
ar.
Aðild Spánar að
EBE rædd
BRÚSSEL, 30/5 — Haft er
eftir góðum heimildum í Briiss-
el, að fulltrúar Efnahagsbanda-
lagsins muni í næstu viku taka
ákvörðun um undirbúningsvið-
ræður þar sem rædd verði um-
sókn  Spánar í bandalagið.
Jafnframt þessu er svo frá
skýrt, að Frökkum og Vestur-
Þjóðverjum hafi nú tekizt að
vinna bug á andstöðu Belga við
umsóknina. Það var í febrúar
1962, sem Spánn lagði fram
umsókn að aufeaaðild að banda-
laginu. Umsóknin hefur hins-
vegar ekki verið rædd fyrr en
í marz í ár. Lýstu þá Belgir,
Hollendingar og Italir sig and-
snúna því, að Spánverjum sé
hleypt inn í bandalagið. Töldu
þeir, að Spánverjar gætu ekki
gert sér vonir um aukaaðild
heldur aðeins verzlunarsamning
við EBE.
Fundur um
Mulasíu
DJAKARTA, 30/5 — Salvador
Lopez, sáttasemjari Filipseyja
\ ^M^asíu deilunni, lét svo um
mælt í gærftvöld eftir samtal
við Súkarnó, forseta Indónesíu,
að haldinn verði í Tókíó um
miðjan júní fundur æðstu
manna þeirra ríkja, er aðilar
eru að deilunni.
Filipseyjar, Indónesía ogMal-
asía munu formlega, hver í
sínu lagi, fara þess á leit við
Thailand, að það hafi eftirlit
með því að Indónesia dragi til
baka skæruliða sína af svæðum
Malasíu. Áður en fundur æðstu
manna hefst, munu viðræður
fara fram með embættismönn-
um viðkomandi ríkja.
Varð fyrir
1 gær var slys á Álfhólsveg,
maður að nafni Sigurður J. Ól-
afsson varð fyrir bifreið. Meiðsli
hans eru ókunn.
Logar á Heíðmörk
Slökkviliðið var kvatt upp í
;Heiðmörk í gær, en eldsvoði þar
j gróðri reyndist mjög smávægi-
legur og var búið að ráða nið-
urlögum eldsins áður en slökkvi-
liðið kom á vettvang.
Börn að leik í Hallargarðinum
Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd í Hallargarðinum fyrir helgina. Börnin hafa brugðið á Ieik í
góða veðrinu og kliírað upp í tré hvort sem þau eru nú að leika Tarzan eða ekki. Vonandi hafa þau
ekki skemmt tréð en svona Ieikur getur verið varasamur ef óvarlega er  farið,  því  að  alltaf  geta
greinar rifnað af eða brotnað. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).
Loftleiíir taka við rekstri
fíugstöðvarinnar í Kefíavík
¦ í dag, 30. maí, var undirritaður samningur, milli rík-
isstjórnait íslands og varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli,
þar sem samið er um að íslendingar taki við flugstöðvar-
byggingunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 1. júlí 1964,
og öllum rekstri hennar.
Þá var einnig undirritaður
samningur milli utanríkis-
ráðuneytisins og Loftleiða h.f.
um leigu, afnot og endurbæt-
ur á flugstöðvarbyggingunni
á Keflavíkurflugvelli.
Samninganefndir þessara
aðila hafa unnið að áður-
nefndum samningi, sem felur
í sér þessi meginatriði:
1. Loftleiðir leigja og taka að
sér að reka hótel og veit-
ingasölu í flugstöðvarbygg-
ingunni á Keflavíkurflug-
velli.
2.  Mik'lar skipulagsbreytingar
og endurbætur verða gerð-
ar á fmgstöðvarbygging-
unni innamhúss, og er á-
ætlunarftostnaður við þær
um 6,5 miljónir króna.
3.  Loftleiðir taka við áður-
nefndum rekstri, sem nú er
í   höndum   varnarliðsins,
þann 1. júlí 1964, og gildir
samningur þessi til 1. júní
1974.
4. Loftleiðir fá aðstöðu . til
flugvélaviðgerða á Kefla-
víkurflugvelli.
(Frá  Utanríkisráðuneyt-
inu, varnarmáladeiid.)
DiomnuiNN
Sunnu/3agur 31. mai 1964   —   29. árgangur   —   120.  tölublað.
Japanir vilja fá
yfirráð Kúrileyja
Þriðjudaginn 26. maí sl. af-
hentu nokkrar systur Rebekku-
stúkunnar „Bergþóru " IOOF
Styrktarfélagi lamaðra og fatl-
aðra, Sjafnargötu 14, að gjöf
kr. 35.000,oo til sundlaugar-
byggingar við sumardvalar-
heimili félagsins í Reykjadal,
Mosfellssveit.
TOKYO, 30/5 — Forsætisráð-
herra Japan, Hayato Ikeda, hef-
ur í orðsendingu til Krústjofs
tjáð sig reiðubúinn að undir-
skrifa friðarsamninga við Sov-
étríkin, en ekki hefur enn tek-
izt að kojna slíkum samning
saman þótt nítján ár séu frá
stríðslokum. Ikeda setur það
skilyrði fyrir samningi að Sov-
étríkin  afhendi  Japönum  aftur
landsvæði er þeir réðu áður.
Þetta eru allharðir kostir, þvi
hér er um að raaða hálfa eyna
Sakhalín og allar Kúríleyjar.
Rússar höfðu áður ymprað á
því að til mála kæmi að af-
henda Japönum eitthvað af
syðstu eyjum í Kúrileyjaklasan-
um, en hann teygir sig frá
strönd Hokkaido til Kamtsj-
atkaskaga  í  Austur-Síberíu.
Veitingamenn á
aðalfundi
Aðalfundur Sambands veit-
inga- og gistihúsaeigenda var
haldinn að Hótel Sögu 25. maí
s.1.
Farmaður S. V. G. Lúðvík
Hjálmtýsson flutti skýrslu
stjórnarinnar og skýrði frá
þeim helztu viðfangsefnum, sem
stjórnin og skrifstofa S. V. G.
hafði með að gera á liðnu kjör-
tímabili.
Skýrði formaðurinn í upphafi
frá samningsviðræðum og
samningum sem Samband veit-
inga- og gistihúsaeigenda stóðu
í frá því, að seinasti aðalfund-
ur fór frarn, en samningar við
þau félög, sem S. V^ G. semur
við hafa yfirleitt verið stór
liður í starfsemi S. V. G.
Fram kom á fundinum ein-
róma og mikil óánægja með þá
ráðstöfun borgaryfirvalda R-
víkur að svifta veitingamenn
rétti. sem þeir í skjóli síns
veitingaleyfis hafa haft um tugi
ára og hér átt við sölu sælgæt-
is á veitingastöðum og hótel-
um, en slíkt bann var látið
ganga í gildi, er breytingarnar
um kvöldsöluna náðu fram að
ganga.
„Aðalfundur S. V. G. hald-
inn að Hótel Sögu 25. maí 1964
mótmælir eindregið þeim breyt-
ingum, sem gerðar hafa verið á
aðgreiðsluháttum í veitinga- og
gistihúsum með tilkomu nýrra
ákvæða í 79. gr. lögreglusam-
þykktar Reykjavíkur, sem tóku
gildi 1. apríl s.l. Fundurinn lít-
ur svo á að þessi ákvæði skerði
verulega rétt, sem veitinga- og
gistihúsaeigendur hafa átt um
áratuga skeið.
Framangreind ákvæði hafa
haft það í för með sér. að
veitinga- og gist;húsin hafa
verið svift rétti til sölu á sæl-
gæti o.fl.. sem fundurinn telur
að sé Hður í sjálfsagðri þjón-
ustu við viðskiptamenn, enda
eru aðrar kröfur gerðar til veit-
inga- og gistihúsa en almennt
er gert um sölubúðir. Með til-
vísun til framanritaðs og þeirr-
ar almennu óánægju, sem með-
limir S. V. G. hafa orðið var-
ir við hjá gestum sínum, skorar
fundurinn á háttv. borgarstjórn
að færa til fyrra forms 78. gr.
lögreglusamþykktar    Reykja-
víkur".
Br formaðurinn hafði skýrt
frá starfsemi á liðnu kjörtíma-
bili, ræddi hann um tvenn
merk lög, sem Alþingi hefur
samþykkt og gengið hafa í gildi
á þessu ári.            ,--.....
Lög þessi eru hin nýju lög
um veitinga- og gistihúsahald
o.fl., sem gengu í gildi 1. jan.
s.l. en gömlu- lögin um þetta
efni, sem mjög voru orðin úr-
elt, voru frá árinu 1926. Áttu
veitingamenn 2 fulltrúa í
nefnd, er samdi lög þessi.
I undirbúningi er og reglu-
gerð byggð á þessum Iðgum og
verður hún í 70 greinum og hin
ítarlegasta m.a. að því er varð-
ar aðbúnað á hótelum.
Veitinga- og hótelmenn hafa
átt mikinn þátt í að semja
þessa reglugerð.
Einnig ræddi formaðurinn
um gagnmerka löggjöf, sem ný-
lega er gengin í gildi og er það
hin nýja löggjöf um ferðamál.
Hótel- og veitingamenn
vænta mikils góðs af þessari
nýju löggjöf og þá ekki hvað
sízt þeim nýmælum laganna,
sem kveður á um stofnun
ferðasjóðs, en hlutverk hans er
að stuðla að byggingu gisti-
húsa og veitingastaða í landinu
og með því móti bæta mótttöku
og þiónustu við innlenda . og
erlenda ferðamenn, en á slíkt
skortir. einkum út á lands-
byggðinni.
Hvítasunnukonur og Reimar póstur
Hún heitir Sólveig Bjarna-
dóttir og er búsett á Flateyri
við önundarfjörð. Við náð-
um stuttu spjalli af henni á
dögunum hér í höfuðborginni
og spurðum almæltra tíðinda
að vestan.
Hvaða kona er þetta eigin-
lega segir líklega mitt he'ma-
fólk segir hún hlægjandi við
mig. Það eru ekki margir
sem þekkja mig undir fullu
nafni, þrátt fyrir áratuga bú-
setu á staðnum. En spurðu
um Veigu Bjarna og þá k pp-
ir fólk við sér.
Hvernig ev fiskiríið hjá
Flateyrarbátum ?
Tólf trillur hafa stundað
handfæraveiðar undanfarnar
brjár vikur undan Barðanum
og gerðu það gott fyrstu tvær
vikurnar.
Síðustu vikuna hefur afli
verið rýr, og bræla er þessa
iagana.
Af stærri bátunum er það
að frétta, að Hinrik Guð-
mundsson er kominn til
Hafnarfjarðar   og   ætlar  að
stunda humarveiðar þar í
sumar.
Tveir bátar eru nú að búa
sig undir síldveiðar fyrir
Norðurlandi. Það eru Mummi
og  Sæfell.
Hvað er það helzta núna á
döfinni í þorpinu?
Núna um mánaðamótin
opnar barnaheimilið að Görð-
um og dvelja þar tíu ti!
fimmtán börn í sumar. Það
eru tvær sænskar hvíta-
sunnukonur, sem reka þetta
barnaheimili og fer það vel
úr hendi.
Þarna bjó áður Magnús
Reynaldsson með konu s'nni
Guðmundu Sigurðardóttur og
áttu þau sex börn. Magnús
var sonur Reynalds Kristj-
ánssonar, pósts og sjósóknara
á Kaldá.
Magnús Hjaltason, barna-
kennari og skáld lætur vel af
honum í dagbók sinni og tel-
ur hann einn bezta vin sinn.
En dagbók Magnúsar er uppi-
staðan i skáldverkinu um Ól-
af Kárason Ljósviking, og
þar   er   Reynald  kallaður
Sólveig  Bjarnadóttir.
Reimar póstur. Elzta dóttir
Magnúsar og sonardóttir
Reynalds heitir Anikka og er
deildarstjóri í bókabúð Máls
og menningar hér í Reykja-
vík.
Svona þróast nú mannlífið
áfram, segir Veiga Bjarna.
Þá hefur verið komið upp
myndarlegum barnaleikvelli
v'ð Lómatjörn og verður
hann opinn í sumar. Er bú-
ið vel að börnunum í pláss-
inu. Þá er einnig komið í
gagnið góður íþróttavöllur og
sundlaug hjá Goðahól og fyr-
r sex árum var byggður
'iarna stór og góður barna-
-kóli.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10