Þjóðviljinn - 03.12.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.12.1964, Blaðsíða 7
Finuntudagur 3. desemtaer 1964 ÞltoVILIINN SIÐA bokmenntir Sögur Jakobínu Jakobína Sisurðardótt- ir. PUNKTUR A SKÖKKUM STAÐ, Heimskringla 1964, •137 blaðsíður. Jakobína Sigurðardóttir er löngu kunn fyrir þau kvæði sem hún hefur sent okkur að norðan. Þetta hafa gjarna ver- ið römm ádeilukvæði, borin uppi af einlægni og skaphita, og stefnt gegn hemámi lands- ins og margvíslegri vesal- mennsku sem því hefur fylgt. Og nú kemur semsagt á daginn, að Jakobína lumar á fleiru en Ijóðum. Hún hefur gefið sér tíma til að glíma við það vandasama form stuttr- ar sögu, en öllum ber víst saman um að til þess þurfi furðulega bjartsýni á Islandi samtímans. Grunntónninn í þessum sög- um er gjarnan tregi, söknuð- ur, samúð með því mannlífi á íslandi sem er að hverfa, með öldruðu fólki sem á sér' ekki lengur stað í heiminum, með Ijúfsárum minningum þeirra sem hafa orðið að yfir- gefa afskekktar og erfiðar byggðir. Fyrsta sagan í bók- inni, „Þessi blessaða þjóð” segir til að mynda frá gamalli konu og blindri, sem talar við ungan mann, um forfeður hans, afreksfólk og hetjur £ mörg- um raunum. En hún talar fyr- ir daufum eyrum — ungi maðurinn hefur nokkumveg- inn eins lítinn áhuga á kveð- s.kap afa síns og hetjudauða ömmu sinnar og hugsanlegt er; hinsvegar er hann fullur áhuga um leið og bóndinn á bænum birtist með áhyggjur sínar af vélakosti nútímans. Á svipaða strengi er slegið í sögunni „Ekki frá neinu að segja“ — sögu um konu sem lifði alla ævi ( eyðilegri byggð við yzta haf, og vill ekki af- henda minningar sínar þaðan málglöðum kvenfélagskelling- um kaupstaðarins. Fyrst af öllu verður það sagt Jakobínu til lofs, að húW hefur vald á þeim veruleika sem hún hefur kosið sér að fjalla um, hefur sannað að hún kann að velja sér verk- efni og kann að vinna úr þeim. Ekki svo að skilja, að ekKi megi ýmislegt að sögunum ' finna. Þær eru misjafnar — misheppnuð er til dæmis sag- an sem bókin dregur nafn sitt af, dapurlegt ævintýri úr „ástandinu". Skírskotunin verður of almenn, fátækleg. Annað er, að stundum gefur höfundur persónum sínum ekki nægilegt sjálfstæði. Það er sem hún taki öðru hvoru af persónum sínum orðið — beint Kápumyndin eða óbeint — til að gera mat sitt Ijósara, tilganginn auð- skildari, andstæðurnar skarp- ari. En segir þá helzt til mikið. En — eins og áður er sagt — Jakobína þekkir sitt fólk ágæta vel og mun varla hafa um það ósönn orð. Og hún sýnir þessu fólki þann s.kiln- ingsgóða, hlýlega áhuga sem dugar til að sanna lesaranum þýðingu þess. Og bezt koma þessir kostir fram ( sögu sem nefnist „Stella". Sögu um hjón, sem þióðfélagsleg velgengni hefur sniðgengið, og vonlit.la viðleitni þeirra til að bræða þann (s sem margvísleg von- brigði hafa steypt utan um þau hvort um sig. Það er meiri hreyfing í þessari sögu en öðrum og túlkun höfundar é persónum er hvergi fyllri og næmari en einmitt hér A.B. íslendingur meðal Kúrda Erlendur Haraldsson. Með uppreisnarmönn- um í Kúrdistan. Skuggsjá, 182 bls. Þessi bók er til orðin með sögulegum og skemmtileg- um , hætti. Ungur Islendingur kemst í Berlín í kynni við Kúrda og sjálfstæðishreyfingu þeirra. Og nokkrum vikum síðar er hann kominn til Bag- dad í írak og nær þar sam- bandi við menn úr leynisam- tökum Kúrda þar í borg. Þeir smygla honum til fjallahéraðn ( norðausturhluta landsins þar sem Kúrdar hafa st.ökkt á brott fulltrúum hins arabfska ríkisvalds og lifa undir eigir stjórn. Þeir skýra fyrir hon um sögu sína og viðhorf op sýna honum vegsummerki beirrar styrialdar sem þeir heyia fyrir frelsi s.ínu við af- skanlega erfiðar aðstæður. TJm hessa hluti hefur Er- lendur Haraldsson sett saman bók — bók um furðulegt ferða- laa fslendings . og bnk til að vekia samúð með mélstað Og vonandi tekst Erlendi að vekia slíka samúð og færi bet- ur að hún lýsti sér í nokkru verkí Því Kúrdar eiea sann- ast sagna formælendur fáa og munar u’m hvern sem bæt- ist í bann hóp. Kúrdar eru hraust og greind en snauð-bændaþjóð, enda hafa heir lengst af búið við erlenda áþján. Þeir eru all- fjölmennir — máske einar tólf miljónir. Brash Breta og Frakka með lönd hins tvrk- neska heimsveldis í lok fyrir heimsstvrialdar tókst ekki bet- ur en svo. að Kúrdum var skipt á milli fjögurra rík.ia — Tyrklands. traks. Sýrlands og Persíu. Og hér við bætist, að margvísleg loforð og skuid- bindingar um réttarbætur oa sjálfsst.iórn til handa Kúrdum í bessum löndum hafa hvað efti.r annað verið svikin á herfilegasta hát.t. Og hvað eft- ir annað hafa Kúrdar risið upp geen yfirgangi og kúgun, fyrst einkum gegn Tyrkjum en á síðari árum bæði gegn persneskum og írönskum yfir- völdum. Þessar uppreisnir hafa «.eidtogi Kúrda, Barzani, ásanit kúrdiskum trúalciðtoga. verið bældar niður með mik- illi grimmd og með miklu blóðbaði. Nema hin síðasta — Kúrdar í írak undir forystu kappans Barzaní halda full- komlega velli gegn her Bag- dadstjórnar, þótt ausið sé sprengjum og benzínhlaupi yf- ir fátæk leirkofaþorp Kúrda. Sú barátta hefur staðið f nokkur ár og stendur’ enn. Fáir hafa fleiri ástæður til að gera uppreisn: Kúrda- þéruð eru afskipt af rafvæð- ingu og iðnvæðingu, sára- þröngan aðgang hafa Kúrdar að menntun — og þá aðeins á annarri tungu en þeirra eig- in, mál þeirra er ekki viður- kennt, hvorki í skólum né ann- arstaðar, og öll útgáfustarfsemi a því varðar við lög. Það er sannarlega leitun á þjóðum sem eru verr settar en þeir. (Einu Kúrdarnir sem njóta iafnrar aðstöðu til menntunar á við aðra borgara og hafa bóká- og blaðaútgáfu á sínu máli er það smáa þjóðarbrot (60—80 þús. manns) sem býr f Sovét-Armeníu). Og því eru Kúrdar svo illa settir, að allir voldugir aðilar hafa ekki haft áhuga á þvi að gera þelrra málstað að sín- um. Bretland, Bandarikin, Sovétríkin — öll hafa þessi stórveldi slíkra hagsmuna að VARLAASTINOG DAUÐINN eftir stutta ástarnótt með elsk- unni sinni í afskekktu gisti- húsi (Næturgisting). Slík eilífðarmál enj sjálf- sagt freistandl, en þau eru um leið næsta varasöm. Guðmund- ur Frímann skrifar lipurlega, hann býr óneitanlega yfir nokkurri ’ bókmenntalegri reynslu. En hann gerir sig sek- an um alláberandi yfirsjónir. Erótíkin, sem áður var nefnd, spillir mikið fyrir, hún er oft vandræðalegt bros við þeim smekk sem afþreyingarrit hafa skapað: löng læri, stinn brjóst og annað sælgæti. Hann ger- ir og óþægilega mikið af því að tilkynna lesendum hátíðlega að nú séu mikil og skelfileg tíðindi á næstu grösum („Þessi óljósi örlagadraumur átti eftir að rætast“ (bls. 15) „þó átti sá leikur eftir að verða háska- legri“ (144); „öðrum var ætíað að skila sér austur úr skarð- inu, hinum ekki“.). Þessir hlut- ir og aðrir verða til þess, að ekki hefst af efniviðnum ris- mikill skáldskapur, þau stór- tíðindi sem frá greinir verða ekki sönnuð með áþreifanleik og öryggi. Frágangur er góður. A.B. Karlotta Lövenskjöld eftir Selmu Lagerlöf og f/eiri jjýddar bækar frá Setbergi gæta í hinum olíuríku Araba- löndum, að stuðningur við Kúrda kemur varla til greina af þeirra hálfu. Sovétríkin hafa að vísu reynt að sýna einhverja viðleitni, einkum eftir að Kassem var kálað £ Irak, og blöð þar hafa for- dæmt grimmdaræði Bagdad- hersins gegn Kúrdum. En samt hefur Sovétmenn brostið kjark til að fylgja þessari samúð eftir — til dæmis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þessvegna reyna Kúrdar nú hvað þeir geta til að fá stuðn- ing hlutlausra ríkja, sem ekki hafa beinna hagsmuna að gæta í Kúrdistan — fá þau til að vekja athygli á baráttu þeirra og á þeim svívirðulegu aðferðum sem þeir eru beitt- ir og fá þau til að bera upp mál sín fyrir S.Þ. Og er hér sannarlega kom- ið ágætt tækifæri fyrir hið nýfrjálsa smáríki ísland að gera eitthvað það á alþjóðleg- um vettvangi sem sómi er að. Ekki mun veita af að hressa upp á mannorðið. Erlendur Haraldsson hefur sett saman hlýlega bók og lipurlega skrifaða. Hann hefur að mínu viti byggt bókina hyggilega upp — ( henni skipt- ast á kaflar úr htnni óvenju- Framhald á 9. síði'- Guðmundur Frímann. SVARTARDAUSSOL IN, Almenna bókafé- Iagið, 1964. 174 bls. Guðmundur Frímann, hof- undur allmargra ljóðabóka, hefur í fyrsta sinn látið frá sér fara smásagnasafn. I þessari bók er Guðmundur Frímann allháður liðnum tíma, eldri hefð. 1 henni finnum við sögur sem hefðu flestra hluta vegna getað verið s.krifaðar hvenær sem var á okkar öld1 —: og jafnvel fyrr. Til dæmis „Feðgarnir á Vindási": fyrsta kaupstaðarferð ungs drengs með föður sínum, eftirvæntingin, ævintýrið í mynd hafsins og nýrra leikfanga, Og brenni- vínsdrykkja föðurins sem brýt- ur ævintýrið í rúst, Eða „Tveir raftar“, saga af þrjózkum sí- bölvandi karli, sem býr í svo hrörlegum þæ og af sér gengn- um, að hann hryndi ef hann væri . ekki studdur miklum rafti úr strönduðu skipi, Og karlinn má ekki heyra nýbygg- ingar eða aðrar breytingar nefndar, i þessu hreysi ætlar hann að drepast — og gerir bað reyndar með miklum til- þrifum um leið og bærinn hrynur í flóði, Margar þessara stuttu sagna færast í vitund lesarans nær nútíðinni, einkum vegna áber- andi veikleika höfundar fyrir erótík og það heldur vafasamri. Hvað hefði Guðmundur á Sandi sagt? En svo mikið er víst, að Guðmundur Frímann hefur ekki sett sér það verkefni, að brjóta undir bókmenntir ný svið ’islenzks veruleika. Nei, 'hann, hefur áhuga á eilífum hlutum. Hann hefur áhuga á þeim stórtíðindum . sem gerast þegar ást, heift og dauði mæt- ast, Einkum á. nábýli ástar og dauða. Ung og glæsileg kona, gift rosknum bónda, á stuttan ástafund í kirkju á nýjársnótt — stundu síðar hefur ástmaðurinn hrapað nið- ur í gljúfur á heimleið (Svart- árdalssólin). Tveir menn eiga samleið yfir skarð, annar hef- ur gert ,heitkonu hins bam — og aðeins annar þeirra „skilar sér austur úr skarðinu". (Sam- fylgd). Strokufangi, reyndar morðingi, fremur sjálfsmorð \\\AAAAAAAAAAAA\\AAAAA\AA\\\\\\\AAAN\\\\AAAA\AAA\A\A\AA\AAAA'VV\VVAA\\A\A\VA\\\V\\\\VWVVVVVVVVVVVVVVVVWVAA\'VVV\AAAAAAAAA II AF 500 LITU INN Á 22 ÁRUM Til viðbótar því sem sagt hefur verið í fréttum Þjóð- viljans um nýjar útgáfubæk- ur Setbergs skal nú getið þessara bóka; Karlotta Lövenskjöld eftir Selmu Lagerlöf í þýðingu Arn- heiðar Sigurðardóttur. Selma Lagerlöf er mikils- virtur rlthöfundur og samdi fjölda skáldrita á langri ævi. Fjölmörg verka hennar hafa verið þýdd á í&lenzku, þeinra á meðal Gösta Berlingssaga og Jerúsalem. 1 skemmtilegu viðtali við skáldkonuna, sem birtist í sænsku dagblaði sama árið og hún andaðist, víkur hún að þvi í gamansömum tón, hversu sumar af sögu- persóoum sínum hafi reynzt sér baldnar og óstýrilátar við nánari kynni og samskipti. Nefnir hún þar fremstan í flokki Karl Arthúr, eina af sögupersónunum í Karlottu Lövenskjöld. Um hann segir hún, að hann hafi blátt á- fram neitað, að segja sumt, er hún hafði ætlað að legg.ia honum i munn. Varð þá sú hugsun niður að falla. Kar- lottu Lövenskjöld gefur hún hins vegar þann vitnisburð. að hún væri gull af manni. Skáldsagan Skólaástir eftir Signe Útne í þýðingu Guðrún- ar Guðmundsdóttur er saga um æskufólk í menntaskóla, bók fyrir stúlkur á áldrinum 13—18 ára. Henry Ford — bóndasonur- inn sem varð bílakóngur — eftir Sverre S. Amundsen, er fjórða bókin í ''"Þafiokknum „Frægir menr' Tmar eru; „Ævintýrið um ært Schw- eitzer’’ — „Edison” — og „Frið- þjófur Nansen“. Ritstjórn og þýðingu annast Freysteinn Gunnarsson, fyrrverandi skóla- stjói'i. Bókin er prýdd mörg- um myndum. Dularfulla fegurðardrottn- inerin, eftir Sylvia Edwards í þýðingu Guðrúnar Guðmunds- dóttur, er fyrsta bókin í nýj- um flokki, sem heitir „Bæk- urnar um Sallý Baxter fregn- ritara"; Sandhóla-Pétur eftir A. Chr. Westergaard í þýðingu Eiríks Sigurðssonar, er um röskan og duglegan dreng, spennandi frá upphafi til enda. Bókin flytur þann holla boðskap, að þótt gaman sé að hressilegum útileikjum, þá er vinna þó móðir hamingjunnar. Halldór Pétursson gerði teikningar f bókinni. Grímur og leynifélagið eftir Richmal Ci'ompton í þýðingu Guðrúnar Guðmundsdóttur, er fimmta bókin um Grim grall- Framhald á 9. síðu. r~| Handritamálið er enn ofarlega á baugi í Danmörku og ekki munu um- ræður um það minnka nú, þegar ein af starfsnefndum danska þjóðþingsins tekur það til meðferðar í dag- | | Mjög eru skiptar skoðanir þeirra fjölmörgu sem skrifað hafa lengri og styttri greinai um'málið í dönsku blöð- in. í SF, vikublaði Sósíalíska þjóð- flokksins (flokks Axels Larsens) hafa menn t.d. lýst bæði andstöðu sinni og samþykki við afhendingu íslenzku handritanna. Einn af þeim, sem skrif- að hafa um málið í áðurnefnt viku- blað, Christian Erahm menntaskóla- kennari, hefur m.a bent á að af 5C0 dönskum vísindamönnum. sem mót- mælt hafi afhendingu handritanna. hafi aðeins 11 — ellefu — komið í Árnasafn til rannsókna á handritunum þar á árunum 1935 til 1957. — Hvað um hina 489? spyr greinarhöfundur, og bætir við: — Kannski hefur málakunn- áttan vafizt fyrir þeim? Christian þessi Frahm er ekki einn um að lýsa samþykki sínu við af- hendingu íslenzku handritanna í SF- blaðinu. Formaður flokksins. Axel Lar- sen,, hefur hvað eftir annað lýst af- dráttarlausri skoðun sinni í blaðinu og á þjóðþingi: Handritin á að afhenda og NS með því skilyrði að þau verði áður Öll Ijósmvnduð í Kaupmannahöfn og gert við þau sem nauðsvnlegt er, en betta verk t.elur Larsen að taki minnst 'ildarfjórðung. AWWWWW'V XWWVWWWWVWV.WWVWWWWVWWW WWVWWVWWWWWWWWWWVWWWWWVWWVVWVWWWWWWWWWI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.