Þjóðviljinn - 26.01.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.01.1965, Blaðsíða 12
I I í ■ Fyrir einu ári var Francisco Lazaro óþekkt- ur 'starfsmaður plastverksmiðju einnar 1 Barcelona á Spáni; nú er hann talinn í hópi hinna fremstu yngri tenórsöngvara heims, ferðast land úr landi og heldur söngskemmtan- ir og syngur við óperusýningar. Hann kom um helgina hingað til Reykjavíkur ásamt umboðs- manni sínum H. R. Rothenberg og í kvöld og á fimmtudagskvöldið heldur hann tónleika með Árna Kristjánssyni fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói. Afengi, tóbak og kvenfélk á bannlista tenórsöngvara! Það hefur verið haft eftir Rothenberg f blaðaviðtölum erlendis, að Lazaro eigi ekki skjótan frama frábærri rödd sinni einni að þakka. Og þetta kosti ekki aðeins vinnu, vinnu og aftur vinnu, heldur krefjist líka mikilla fóma. Söngvari, segir Rothenberg, verður að lifa einna helzt eins og munkur eigi hann að halda til frambúðar sæti sínu á hátindinum, og umfram alla aðra verði tenórsöngvarar að fylgja ströngum meinlæta- reglum. Þeir mega ekki reyna um of á sig, segir Rothen- berg; íþróttir eru þeim t.d. eins og forboðinn ávöxtur, líka áfengi, reykingar og kvenfólk — allt getur þetta haft slæm áhrif á röddina. Að þessu og ýmsu fleiru var vikið í gær, er blaðamenn ræddu við þá Lazaro og Rot- henberg, einkum þó hinn síð- amefnda sem er maður ákaf- lega mælskur — söngvarinn hins vegar hlédrægur. Francisco Lazaro heldur sem fyrr segir fyrri söng- skemmtun sína fyrir styrktar- félaga Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói kl. 7 í kvöld, en síðari tónleikamir verða á sama tíma á fimmtudaginn. Ámi Kristjánsson aðstoðar söngvarann á píanó bæði skiptin. Á söngskránni eru eingöngu óperuaríur, margar af hinum frægustu tenórarí- um tónbókmenntanna: Addio alla mamma, úr Cavalleria rusticana, eftir Mascagni, Cel- este Aida, úr Aidu og Questa o quella, úr Rigoletto eftir Verdi, aríur úr Carmen eftir Bizet, Turandot og Tosca eftir Puccini, Andrea Chenier eftir Giordano, Gioconda eftir Ponchielli og I Pagliacci eftir Leoncavallo. ! Verkfall bandarískra hafnarverkamanna -<s> fc/VWA/WWWWWWVWWWWWWWVWWVVA Sjó&bullandi lækir niður Klapparstíg ■ Dm 10 Ieytið í gær- kvöld sprakk hitaveituæð á gatnamótum Skólavörðu- stígs og Týsgötu og streymdi snarpheitt vatnið í bullandi iækjum undan brekkunni niður Klappar- stíg og Skólavörðustíg góða stund áður en við- gerðarmenn hitaveitunnar komu á vettvang og skrúf- uðu fyrir. Strax þá um nóttina var hafizt handa um viðgerð en ekki vitað hvenær henni yrði lokið né hversu alvarleg bilunin væri. Hér mun vera um all- stóra götuæð að ræða og snertir bilunin þvi stórt bæjarhverfi. í gærkvöld var ekki kunnugt um að vatnsflaumurinn hefði vald- ið skemmdum í nærliggj- andi húsum. í *VWWWWVWWWWVWWWWWWWWW\A ...................... STAL ÚRUM FYRIR UM 20 ÞÚS. KR. Um kl. 6 á sunnudags- morgun varð vaktmaður í Verzlunarbankanum þess var að verið var að fremja innbrot í skartgripaverzl- un Búa Jóhannssonar í Þingholtsstræti 1, gerði hann lögreglunni aðvart en þjófurinn hafði forðað sér er hún kom á vettvang. -k Þjófurinn hafði brotið rúðu í sýningarglugga verzlunarinnar og tekið 6 eða 7 úr sem í glugganum voru. Voru það karlmanns- úr af gerðunum Certina og Pierpont. Nemur verð- mæti þýfisins sennilega um 20 þúsund krónum en rannsóknarlögreglan vissi ekki nákvæmlega um verð úranna er Þjóðviljinn átti tal við hana í gær. NEW YORK 25/1 — 1 dag hófst þriðja vika verkfalls hafn- arverkamanna, sem hefur lamað hafnir á austurströnd Banda- ríkjanna og við Mexicoflóa að undanförnu og enn er ekki út- lit fyrir lausn á deilunni, sem talið er að kosti bandarískt at- vinnulíf 25 miljón dollara á dag. Fulltrúar skipaeigenda og verkfallsmanna héldu í gær fundi með sér í New Orleans, Baltimore, Philadelphia og Gal- vestone, en hvorugur aðili lét það upp á fundum þessum að þeir væru reiðubúnir að fallast á málamiðlunarlausn. En í Boston samþykktu verka- menn að fallast á sömu kjör og hafnarverkamenn í bfew York samþykktu á fimmtudaginn var. En vinna verður hvorki hafin aftur 1 New York eða Boston fyrr en verkamenn sem eru i öðrum hafnarborgum hafa náð samkomulagi við vinnuveitendur á hverjum stað. Á sunnudag var næstum eng- in hreyfing í höfninrri í New York, þar sem ella er æfinlega mikið um að vera. 97 skip lágu f höfn, en það var ekkert unnið í þeim. Almennt er talið að verkfall- inu ljúki ekki fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Samkvæmt síðustu tíðindum er 350 skip stopp vegna verkfalls- ins. Thor Thors minnzt é þingi SÞ A fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna er haidinn var 18. þ.m. var Thors Thors ambassadors og formanns íslenzku sendi- nefndarinnar á þinginu minnzt. Forseti þingsins ávarpaði þingheim og minntist Thors og fyrrverandi forsætisráðherra Burundi, Pierre Ngendandumwe, og bað menn votta minningu þeirra virðingu sína með einna.r mínútu þögn. Hannes Kjartansson aðalræðismaður þakk- aði þinghelmi virðingarvottinn fyrir hönd ísl. sendinefndarinnar og er myndin tekin af honum við það tækifæri. Sex slösuðust í hörðum bif- reiðaárekstri Um tíu leytið síðastliðið laug- ardagskvöld lentu tvær bifreiðir úr Reykjavík í hörðum árekstri á Reykjanesbraut sunnan Hval- eyrarholts. 6 manna fólksbifreið var ekið norður Reykjanesbraut- ina og ætlaði .ökumaður að hemla skyndilega, en sökum fljúgandi hálku sem var þama á steypta veginum tóku heml- amir ekki jafnt í og urðu afleið- ingamar þær að bifreiðin lenti af miklum krafti á vörubifreið sem ekið var suður Reykjanes- braut. 1 fólksbifreiðinni var 6 manns og var fólkið allt flutt á Slysavarðstofuna. Bílstjóra og farþega vörubifreiðarinnar sak- aði ekki. Báðir bílamir voru ó- ökuhæfir eftir áreksturinn. Osvaldur Knudsen kjör- inn heiiursfélagi Fl Þriðjudagur 26. janúar 1965 — 30. árgangur — 20. tölublað. Jazzkynning: L. Armstrong Á sfðasta skemmtifundi F.l. var tilkynnt, að félagsstjóm- in hefði kjörið Ósvald Knudsen málarameistara, heiðursfélaga í Ferðafélagi fslands. Svo sem kunnugt er, hefur Ósvaldur gert margar merkilegar kvikmyndir af landi og þjóð og með þeim bæði kynnt fjölda manna feg- urð og mikilleik íslenzks lands- lags og náttúru, og ekki síður bjargað miklum fróðleik um lífs- kjör fólks og forna atvinnuhætti, sem nú eru sem óðast að hverfa. f því sambandi má minna á •kvikmyndir hans frá Horn- ströndum, Ullarband og Jurta- litun, Vorið er komið, Tjöld í skógi, Sogið, um Heklugos og Öskjugos og nú síðast Sveitin milli sanda, auk fjölda annarra kvikmynda Þetta landkynning- arstarf inn á við er mjög í anda stefnuskrár Ferðafélassins. og auk þess hefur Ósvaldur alla tíð verið mikill vinur félagsins og leyft því að frumsýna flestar myndir sínar. Ferðafélag fslands hefur áð- ur kjörið 7 heiðursfélaga, þá Ög- mund Sigurðsson skólastjóra, Daniel Bruun höfuðsmann, Vil- hjálm Stefánsson landkönnuð, Björn Ólafsson fyrrv. ráðherra, Skúla Skúlason ritstjóra, próf- essor N. E. Nörlund og Þorstein Þorsteinsson sýslumann. B í kvöld kl. 20,30 verður Jazz-kvöld á vegum Æskulýðsfylkingarinnar. Þar mun Vernharður Linnet kynna listamanninn Louis Armstrong og leika plötur með honum. ® Eins og kunnugt er kemur hinn heimskunni trompetleikari hingað til lands í tónleikaför innan skamms. Æskulýðsfylkingin gefur því jazz-áhugamönnum hér með einstakt tækifæri til að kynnast lífi hans og list. ■ Jazzkynningin verður uppi í félagsheimili ÆFR. ■ Jazzáhugamenn fjölmennið. — ÆFR. Úr hugarheimi - ný bók um sálarfræbi H Nýlega er komið út hjá Heimskringlu nýtt íslenzkt rit um sálfræði: Úr hugarheimi, þættir um afbrigðilega og klíníska sálarfræði, eftir Sigurjón Bjömsson sálfræðing. Forseti íslands, sem nú er staddur í London, hefur sent eft- irfarandi samúðarskeyti til Lady Churchill vegna andláts Sir Winston Churchill. „f tilefni af andláti Sir Winston Churchill sendi ég inni- 'egar samúðarkveðjur frá ís- 'enzkú þjóðinni-, sem eins og svo margar aðrar þjóðir á honum nðikla þakkarskuld að gjalda.” (Frá skrifstofu forseta fslands) 1 formála fyrir bókinni segir höfundur m.a. svo um efni henn- ar: „Afbrigðileg sálarfræði (abnorm- al psychology) er sú grein sál- fræðilegra vísinda, sem fjallar um sálarlif andlega vanheils eða afbrigðilegs fólks. Hún reynir að finna fræðilegan grundvöll, sem hægt sé að styðjast við í hag- nýtu starfi. Hagnýting afbrigði- legrar sálarfræði er venjulega nefnd klínísk sálarfræði (clinical psychology). Riti þessu er ætlað að reifa þessar tvær greinar sálarfræð- innar að nokkru. Þótt margt hafi verið ritað sálfræðilegs efnis á íslenzku á síðustu áratugum, er enn þá engin bók til, sem algjörlega er helguð þessum fræðum. Vilji menn kynna sér þessar greinar, verða þeir að tína efnið saman úr mörgum ritum, sumum nokk- uð úreltum. Margt er það einnig, sem hvergi er að finna. Á seinni árum hefur áhugi manna á sálarfræði aukizt til mikilla muna. Menn spyrja: Hvað getur sálarfræðin kennt um andlega vanheilsu? Hvaða ráð kann hún til úrbóta? Á hvaða forsendum reisir hún ráð' stafanir sínar? Hversu traust er hún sem fræðigrein? Það er ekki nema sanngjamt að ætlast til þess, að sálfræð- ingar leggi spilin á borðið og segi: „Svona eru fræði okkar. Þetta er grundvöllurinn, sem við reisum störf okkar á.” Það er ekki nema sanngjamt, en það ætti auk þess að geta orðið til gagns fyrir sálfræðingana og þá, sem þjónustu þeirra njóta, því að einnig ætti að koma f ljós við hve.rs konar aðstæður sál- fræðileg vísindi og sálfræðileg þjónusta getur skilað beztum ár- angri. Það getur orðið áhrifa- mönnum hvatning til að bæta úr því sem ábótavant er. Af þeim sökum taldi ég tíma- bært að efna til þessa yfirlits- rits.” Bókin skiptist í sex kafla sem nefnast Yfirlit, Rannsóknarað- ferðir, Kenningar, Sálsýki, Sál- lækningar og Geðvemd en auk þess fylgir henni heimildaskrá, orðaskýringar, nafna- og atrið- isorðaskrá og er það fremur ó- venjulegt að íslenzkar bækur séu svo vel úr garði gerðar en slíkt er að sjálfsögðu mjög til hag- ræðis fyrir lesendur. Einnig eru í henni nokkrar myndir til skýr- ingar efninu og frágangur bók- arinnar að öðru leyti allur hinn vandaðasti. Er hún prentuð í Hólum. Bók þessi fjallar um merkilegt og mikilvægt rannsóknarefni og er mikill fengur að henni fyrir bá sem áhuga hafa á sálarfræði. Er ástæða til þess að fagna því að höfundurinn sem er ungur og efnilegur fræðimaður á þessu sviði skuli hafa „lagt spilin á borðið“ með samningu bókar- innar. Trésmiðir á • i e Trésmiðafélag Reykjavíkur heldur félagsfund í Breiðfirð- ingabxíð í kvöld, þriðjudag. Á dagskrá fundarins er samkomu- lag það við meistara, til sam- þykktar eða synjunar, sem tókst fvrir miliieöneu sáttasemiara á samninirafundinum sl. laugar- dagsmorgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.