Þjóðviljinn - 20.07.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.07.1965, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. júlí 1965 ÞJÓÐVXLJINN SIÐA 5 Sextugur í dag GunnarJóhannesson Kseri starfsbróðir. Gunnar Jóhannesson, þú verður að fyrirgef a mér það, þó ég ávarpi þig opinberiega að þessu sinni en éstæðan er sú að þú fyllir í dag sjötta tuginn, eins það er kallað á þessari lífsgönguheiði okkar mannanna. Ég raunar veit það, að þú hefð- ir kosið að hafa það eins og tveir þínir nánustu samstarfs- menn, sem sluppu yfir sjötta tuginn síðast liðið ár. án þess að þeirra væri minnzt í rituðu máli. En til enj þeir menn, sem sleppa ekki svo auðveld- lega. Ekki sízt þeir. sem viða hafa komið við á félagsmá'a- sviðinu og em þekktir að fórn- fýsi: En ekki meira um það í bili. Það er bezt að reyna að leita í gengin spor þessa sextuga af- mælisbarns og vita livað við sjáum í þeim gengnu sporum. Gunnar Jóhannesson er fæddur 20. júlí árið 1905 'að Undirtúni í Helgafellssveit og vom foreldrar hans þau Jó- hannes Einarsson og Guðbjörg Jónsdóttir, ,er bæði voru kynj- uð og sprottin af alþýðuættum á Snæfellsnesi. Þau hjónin börðust hart fyrir afkomu sinni, sem engin nýlunda var á póstmaðuir þeim ámm, ekki sízt hjá hjón- um með 13 börn á framfæri eins og í þessu tilfelli, því að Gunnar var einn af 13 bömum þeirra. Það þarf því engan að undra að er hann var ársgam- all iá leið Gunnars frá föð’ir- túni og var hann á ýmsum bæjum til sjö ára aldurs, en þá fór hann að Haukabrekku á Langadal á Skógaströnd. I Haukabrekku var Gunnar fram yfir tvítugt eða þar tll hann fór að Hvanneyri. Eftir veru sína þar lágu spoi hans ekki að slaðaldri heim í Langadal. þótt honum hefði verið það kærast, því að Skóga- ströndin átti hug hans allan. Árið 1931 fór Gunnar til R- víkur og stundaði byggingar- vinnu og annað sem til féll. En þrátt íyrir hið breytta umhverfi og nýtt fólk hafði Gunnar sig vel áfram og höndlaði gæfuna árið 1934 er hann giftist Mál- fríði Gísladóttur ættaðri af Austfjörðum. Og nú hófst lífsbarátta hans við nýjar og breyttar aðstæður, og ég get ekki betur séð, en hann hafi á undraverðan hátt fleytt sér og sínum gegnum brim og boða hinna illræmdu kreppuára, einmitt þegar mörg- Gunnar Júhannesson. um féllust hendur. Og því er það annálsvert hvernig pau hjónin hafa komið upp sjö mannvænlegum börnum og komið þeim til mennta. Slík hjón hljóta að hafa ver- ið samhent, og hafa gefið bjóð- félagi voru mikil verðmæti. Hustið 1937 gekk Gunnar í póstþjónustuna og hefur unnið®" þar síðan. Undirritaður kynntist Gunn- ari árið 1955 og hafa kynni okkar verið allmikil á Pósthús- inu í Reykjavík, m.a. höfum við unnið 3 ár á sömu deild, af 1 þeim tíu árum sem við höfum' verið stéttartoræður. I Ég hef oft furðað mig á þvi, hvað Gunnar hefur getað haft margt á sínum höndum auk starfs síns. Þar kemur til ó- venjuleg fórnfýsi, sem honum er meðfædd og einnig trúlega þjálfuð frá æskuárum hans við Breiðafjörð. Það er því engin furða, að á Gunnar hafa hlað- izt ýmisleg störf innan póst- mannastéttarinnar. Hann hef- ur m.a. verið í stjórn P.F.l, og í ótal nefndum í því félagi frá upphafi. Einnig er mér kunn- ugt um, að hann hefur unnið mikið í félögum utan stéttar- innar, eins og t.d. í Snæfell- ingafélaginu, sem honum mun sérstaklega annt um. Ég ve>t líka að Gunnar á sín hugðar- mál, einkum er það tónlistin. sem þar á hug hans. Hann er rrrjög hljómvís maður að mér hefur verið tjáð og hefur sung- ið<í kirkjukórum um fjölda ára, Bíú. þegar Gunnar er sextug- ur getur hann með stolti litið í gerngin spor, allt til þeirra ára, er Hann var einmana sólsk ns- drerngut- á Skógaströnd. Ég segi sólskánsdrengur, vegna þess að ég hief tekið eftir því þegar hann isér börn. að svipur hans veröur' slíkur. að ekki er hægt að líkj(a honum við annað. Og við þarmig svip eru börnin ekki Framihald á 7. síðu. titför Jakohs Krist- inssonar gerð í dag tftför Jakobs Kristinssonar fyrrum fræðslumálastjóra, verður gerð í dag, en hann lézt í sjúkrahúsi í Reykjavík fyrra sunnudag, 11. júlf, 83 ára að aldri. Jakob Kristinsson var fædd- ur 13. maí 1882 í Syðri-Dals- gerðum í Eyjafirði og voru foreldrar hans hjónin Kristinn Ketilsson bóndi á Hrísum í Eyjafirði, Ketilssonar bónda á Litla-Eyrarlandi, Sigurðssonar, og Salóme Hólmfríður Páls- dóttir bónda á Hánefsstööum í Svarfaðardal Jónssonar. Jakob las til stúdentsprófs utanskóla og lauk því vorið 1911, en hóf um haustið nám í guðfræðideild Háskóia ís- iands og lauk kandídatsprófi með 1. einkunn eftir þriggja vetra skólasetu, 15. júní 1914. Hann var kallaður til prests- starfa í nokkrum byggðum Vestur-íslendinga í Vestur- heimi, Kanada, þegar að guð- fræðiprófi loknu og vígður, 26. júní 1914 til Quill-Lake-, Vatna-, Sólheima- og Foam- Jakob Kristinsson. Lakesafnaða í Saskatchewan í Kanada, þar sem löngum hafa verið fjölmennar byggðir manna af íslenzku bergi. Prests.þjónustu vestanhafs gegndi Jakob síðan til ársins Framhald á 7. síðu. Sverrir Guðmundsson vinsœlastir skartgripir jóhannes skólavörSustíg 7 * í öllum kaupfélagsbúdum NAF KVEÐJA Þann 11. V þ.m. lézi Sverrir Guðmundssom, Álftamýri 46 hér í borg. Hann andaðist á Siglufirði þas- sem hann starf- aði á vegum Fiskideildar At- vinnudeildar Háskólans. Lát hans kom ölhwn á óvart, þar sem ekki var um að ræða und- anfarandi vekindi, en bana- mein hans vaa- heilablóðfali. Sverrir GnCmundsson var fæddur í Reykjavík 16. marz 1927 og var þwí aðeins 38 ára þegar hann lézt. Foreldrar hans voru GuBmundur GuS- mundsson, skipstjóri og Guð- laug Grímsdótör, kona hans. Faðir hans lézt fyrir tveim ár- um, en moöár bans er á lífi. Sverrir var yngstur f imm bræðra, en auk þess átti basm tvær hálfsystur. Með Sverri er genginn góð- ur drengur, er’ allir rnunu sakna, sem þekktu hann náið. Ég átti því láni að fagna að eiga hann að vini allt frá því við vorum ungir drengir. Á þá vináttu féll aldrei skuggi, allt frá fyrstu kynnum. Þegar hann var fimm ára gamall dvaldist hann í næsta nágrenni við mínar æskustöðv- ar suður með sjó. Næstu 5 sumur kom hann þangað til sumardvalar og taldi sig síðan eiga þangað að rekja sínar beztu minningar æskuáranna, enda þótt á þessum árum hafi lífið ekki alltaf verið dans á rósum. Hinsvegar áttum við margar ánægjulegar samveru- stundir, þegar tóm gafst til leikja eða gönguferða á íjörum Suðurnesja. Sverrir lagði gjörva hönd á margt, enda þótt starfsævi hans hafi ekki orðið lengri en þetta. Að loknu barnaskóda- námi gekk hann I Reykhotts- skóla og dvaldist þar 2 vetur; þá hóf hann nám í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar og tók það- an gagnfræðapróf, sem veitti honum rétt til menntaskóla- náms. Hann hvarf frá mennta- skólanámi og settist í Sjó- mannaskólann. Fyrst lauk hann fiskimannaprófi og síðar far- mannaprófi með frábærri frammistöðu. Sverrir var stærðfræðingur með ágætum og hefði eflaust komizt langt á þeirri braut ef aðstæður hefðu leyft, að hann gæti sinnt þeim hugðarefnum sínum. ' Með skólagöngu sinni og á sumrum vann hann marghátt- uð störf, sem til féllu á hverj- um tíma. Hann ték störf sín ætíð alvarlega og ræddi um þau og gagnrýndi það sem honum þótti ábótavant. Síðar hneigðist hann að sjómennsku eins og hann átti kyn til. Hann sigldi í nokkur misseri, fyrst á fiskiskipum og þó lengur á farskipum. Þrátt fyrir allt held ég að leit hans að því að finna sjáifan sig í starfi hafi ekki borið árangur fyrr en fyrir tæpum 9 árum, er hann hóf starf hjá Fiskideild Atvinnu- deildar Háskólans. Vann hann þar ýmist við aðstoðarstörf í landi eða á rannsóknarskipum á hafi úti. Stundum stjórnaði hann fiskibátum sem leigðir voru á vegum Atvinnudeildar- innar. Ekki vissi ég annað en hann kæmi sér vel í störfum þessum, enda sýndi hann þeim Sverrir Guðtnundsson átiuga. Hann starfaði lengi með Jakobi Jakobssyni, fiskifræð- ingi, og dáði hann mjög. Grun- ur minn er sá aS þar hafi Sverrif heitinn fundið mann sem kunni að meta hæfileika hans. Sverrir var alltaf að brjóta með sér það sem fyrir augu og eyrH bar. Hann var fyrst og fremst leitandi maður og í- hygli hans og skarpleiki lciddi af sér að ekki voru allir reiðu- búnir að fylgja honum að mál- um og lenti hann þessvegna oft í rökræðum, sem margur varð að láta sér lynda að bíða lægri hlut í. Sverrir heitinn hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og lét sér t.d. annt um félagsmál starf- andi sjómanna. Lét hann oft til sin taka á þeim vettvangi bæði í ræðu og riti. Að öðru leyti fylgdi hann að málum róttækum öflum og lét sér yf- irleitt ekkert mannlegt óvið- komandi. Þeir sem stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni áttu öruggan og sannan málsvara þar sem Sverrir Guðmundsson var. Sverrir var með létta lund og stytti mörgum stundir með snjöllum athugasemdum og: þeirri skarpskyggni sem houm var svo eðlislæg. Hann var op- inskár og hreinskilinn ogmunu sjálfsagt margir hafa r ''skilið hann, sem þekktu hann að tak- mörkuðu leyti. Það væri hægt að skrifa langt mál um þann mann, sem við erum nú að kveðja í dag, enda þótt þessar fáu línur verði að nægja. Sverrir var kvæntur Önnu Guðjónsdóttur, ættaðri úr Daiasýslu, hinni ágætustu konu og lifir hún mann sinn ásamt þremur drengjum þeirra, 12, 8 og 4ra ára. Var ævinlega gott til þeirra að koma, enda voru þau sam- hent í því að gera öllum gott, sem sóttu þau heim. Þau bjuggu lengst af við takmörk- uð efni, en fyrir rúmu ári tókst þeim að kljúfa það að komast í eigið húsnæði og höfðu komið sér þar vel fyrir, en það útheimti mikla vinnu af beggja hálfu. Kæri vinur, ég kveð þig að lokum með þá von í huga, að ‘ allir vinir ykkar muni leggjast á eitt með að styrkja þá sem þér stóðu næstir, í þeirra þungu sorg. Er minningamar um okkar mörgu samverustundir koma fram í hugann, verður mér hugsað til æskustöðvanna, þar sem okkar fyrstu kynni urðu til. Við lékum okkur £ fjöru- borðinu við það að láta öld- urnar elta okkur upp fjöru- sandinn. Stundum hættum við okkur nokkuð langt í útsoginu og vú er mér innanbrjósts eins og þú hafir hætt þér feti framar en tjcrt var, í þessum leik, og aldan hafi tekið þig með sér og skilið okkur hin eftir í flæðarmálinu, þar sem við horfum út á hafið og fá- um ekki skilið, hvers vegfia þú þurftir að hverfa svona fljótt frá okkur öllum, sem mátum þig svo mikils. Minningin um þig mun aldr- ei fyrnast. Þinn vinur Gunnar R. Magnússon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.