Þjóðviljinn - 26.10.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.10.1965, Blaðsíða 7
Þridjudagur 26.. C'któber 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 7 Stórbæta þarf afgreiðslu- skilyrði í Reykjavíkurhöfn - sagði forstjóri Eimskips í ræðu við komu „Reykjafoss" á laugardag Óttar Möllcr, forstjórl Eirtiskipafélags íslands, (lengst tii hægri á mynclinni) flytúr ræðu sína við komu m.s, Kcykjafoss á laugar- daginn. Næstur honum, á miðri mynd, er Jónas Böðvarsson, skip- stjórinn á hinu nýja skipi, og lengst til vinstri er Einar B. Guð- mundsson hrl., formaður stjórnar Eimskipafélags ísiands h.f. — Sfðustu árin Óttarr Möller drap í ræðu sinni á nokkra þá meginþætti í rekstri Eimskipaíélagsins á undanförnum árum sem fram- ar öðru hefðu sfcuðlað að auk- inni reksturshagkvæmni og jaínframt gert félaginu kleift að sinna betur en ella hlut- vérki ■ sínu - sem frá upphafi hefði verið að veita lands- mönnum beztu mögulega þjón- ust-u á sviði vöruflutninga og samgangna á sjó. 1 því sam- bandi gat forstjórinn þess að fengizt hefðu leiðréttingar á farmgjöldum, ný skip hefðu verið keypt til að sinna sér- staklega og bæta úr þörfum byggðarlaga úti á landi, elztu skipin í eigu félagsins hefðu verið seld og ný, fullkomin skip fengin í staðinn, áætl- unarsiglingar teknar upp milli úlanda og nokkurra tiltekinna aðalhafna á landinu, atvinnu- öryggi hafnarverkamanna í þjónustu félagsins bætt með fastráðningu ákveðins hóps manna o.s.frv. Eins og búast hefði mátt við hefðu ékvarð- anir stjórnenda Eimskips um ýmsar þessar fyrirkomulags- breytingar á rekstrinum verið gagnrýndar, t.d. aðalhafnaá- kvörðunin, en forstjórinn ing við lestun og losun skipa í Reykjavíkurhöfn og bætt að- staða til allrar afgreiðslu þar. Kvaðst fonstjórinn vita að fullur slkilningur væri meðal núverandi stjórnenda Reykja- víkurhafnar á nauðsyn bættr- ar ^aðstöðu og vissulega yrðu menn að sýna sanngjarna bið- iund, ekki mætti búast við því að unnt væri að gera allt i einu, en þó væri ekki hægt að bíða lengi eftir hinni bættu hafnaraðstöðu. Til enn frekari hagræðingar í rekstri félagsins væri líka stefnt með þvi að taka í notkun betri og hagkvæmari tæki við hafnarvinnuna. leiðis er skipið smíðað sám- kvæmt ítrustu kröfum al- þjóðareglna frá 1960 um ör- yggi mannslífa á sjó og um hæfni til siglinga hvar sem er á úthöfum. Skipið er smíðað úr stáli með tveim þilförum, er ná eft- ir því endilöngu, og svonefndu skutþiifari (poopdeck). Það er búið öflugum hlífðarlisfcum á báðum hliðum, eins og önnur nýjustu skip félagsins, tfl þess að verja skipshliðarnar skemmdum, þegar legið er við bryggju í slærrru veðri. Auk þess er sktokkur skrpsins að ýmsu leyti styrktur umfram kröfur Lloyds, sem reynslan Eins og áður er getið kom „Reykjafoss" í fyrsta sinn til Reykjavíkur síðdegis á laugar- daginn. Samið var um smíði skips- ins í ágúst 1963 við skipasmiða- stöðina Alborg Værit í Ála- borg í Danmörku, en kjölur skipsins var lagður hinn 15. febrúar 1965. Skipinu var hleypt af stokkunum 25. maí sl. og afhent Eimskipafélaginu 3. október að lokinni reynslu- ferð. „REYKJAFOSS" er smíðað- ur samkvæmt ströngustu kröf- um Lloyds Register of 3hip- ing. Allur styrkfeiki skipsins er miðaður við, að nota megi það hvort heldur sem opið eða lokað hlífðarþilfarsskip (shelt- erdecker) og er styrkt til sigl- inga í ís samkvæmt finnskum íssiglingareglum I.B. Sömu- hefur leitt í ljós að er heppi- legt á þeim erfiðu siglinga- leiðum í Norður-Atlanzhafi, sem skip félagsins sigla. Stórar Iestar í skipinu eru tvær vörulest- ar framan við yfirbyggingu þess, sem er öll aftast í skip- inu. Báðar lestamar eru mið- aðar við flutninga almennrar stykkjavötu og stórilutninga og eru jafnframt sérstaklega hent- ugar til flutnings á ópakkaðri vöru, komi, salti, áburði o.fi. Rúmmál þeirra er samtals 171.000 rúmfet.' Lestarop eru tvö, afar stór, 7 m á breidd og 21.44 á lengd. Efstu lestar- opunum er lokað með stólhler- um. Má opna lestaropin með einu átaki og raðast hileramir við það upp framan við fremra lestaropið og aftan' við aftara lestaropið. Lestarhlerarnir eru með sérstökum þéttiútbúnaði, þannig að þegar lestamar eru lokaðar, eiga hlerarnir að vera það þéttir, að ekki á að þurfa að nota neinar segldúksyfir- breiðslur. Lestar skipsins eru stórar og mjög rúmgóðar, vegna þess að í þeim eru ekki hinar venju- legu styrktarstoðir, en í þeirra ■ Stjóm H.f. Eimskipafélags íslands hefur lil at- hugunar ýmsar áætlanir varðandi framtíðar- rekstur félagsins og má þar til nefna undirbún- ing að smíði nýs farþegaskips og sérstakra fragt- skipa til að annast ákveðna sérgreinda vöruflutn- inga, ennfremur endurnýjun hinna eldri skipa félagsins jafnóðum og þau ganga úr sér og bætta aðstöðu við lestun og affermingu og afgreiðslu í höfnum innanlands og erlendis. Eitthvað á þessa leið fórust Óttari Möller, forstjóra Eim- skipafélagsins, orð á laugar- daginn, er hann flutti ræðu um borð i ,,Reykjafossi“, nýj- asta skipi félagsins sem þá kom í fyrsta sinn til Reykja- víkur. Um leið og forstjórinn bauð skipið velkomið til lands- fcns, ásamt skipstjóra og áhöfn, kvaðst hann vona að það ætti alltaf eftir að koma heilt í höfn og þjóna landi og þjóð af trúmennsku eins og gert hefði Eimskipafélagið á lið- lega hálfrar aldar starfsferli. kvaðst sannfærður um að breytingarnar yrðu landsmönn- um til góðs og menn myndu almennt sjá það er fram liðu stundir. Hafnaraðstaða Eitt brýnasta verkefnið 6em vinna þarf að nú, sagði Ótt- arr Möller, er aukin hagræð- Á stjórnpalli m.s. Reykjafoss, er skipið sigldi inn á Reykjavíkur- höfn á laugardaginn. Næstur er Ágúst Jónsson, 1. stýrimaður, fjaer hafnsögumaður. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). stað kermur, að fjórða hvert band í skipinu eni sérstaklega gerð djúpbönd, sem veita þann styrkleika, er stoðimar ella hefðu gefið. Greiðfært er um milliþilfarið, þar sem rammar lestaropanna ganga að öilu leyti niður fyrir þiifarið gagn- stætt því, sem áður hefur þekkzt, að þeir hafa náð bæði upp og niður fvirir þilfarið. Má því hindrunarlaust aka um allt þilfarið hvers konar tækj- um, sem notuð eru við ferm- ingu og affermingu. Akstur er einnig greiður um gólf undir- lestar, þar sem stálgrindar- rammi með asfaltfyllingu hef- ur verið lagður yfir botn- geymana. 2614 brúttótonn Á skipinu eru tvær siglur og er annarri þeirra komið fyrir fremst á skipinu en hinni miðskipa. • - m Alíúr útbúnaður til ferming- ar og affermingar á vörum er mjög fullkominn. Á skipinu eru 8 vökvavih'díiif (spil), 'sem ' hver um' sig getur lyft alit: að- 5 tonna þunga. Einnig er skjpið útbúið 8 lyftiásum (bóm- um) fyrir 5 tonna þunga og einum 20 tonna lyftiási. Helztu mál „REYKJAFOSS“ eru þessi, miðað við að skip- ið sigli sem lokað hlífðarþil- farsskip: metrar Mest lengd 95,59 Lengd milli lóðlína 85,4 Breidd 13,42 Dýpt að efra þilfari 7,93 Dýpt að miilili-þilfari 5,64 Djúprista 6,6 Deadweight tonn 3.870 Nettó tonn 1.629,69 Brúttó tonn 2.613,95 Aðalvél skipsins er 5 strokka Dieselhreyfill, 2500 hestöfl, smíðuð af Burmeister & Wain, og má gera ráð fyrir 14 sjó- mílna ganghraða, þegar skip- ið er fullhlaðið, en í reynslu- ferð varð hraði skipsins mest- ur 15 sjómílur. Hjálparvélar eru 3, einnig af Burmeister & Wain gerð og smíðaðar þar. 26 manna áhöfn Skipshöfnin er 26 manns, og búa allir skipverjar í rúmgóð- um og vel búnum eins manns herbergjum. Á brúarþilfari eru stjórnpallur, kortaklefi, loft- skeytastöð og íbúð loftskeyta- manns." Á næsta þilfari fyrir neðan eru íbúðir skipstjóra, stýrimanna, yfirvélstjóra >5g bryta. Þar er einnig setustofa yfirmanna, sjúkraklefi með baði svo og eitt tveggja manna fárþegaherbergi, einnig. með sérstöku baði, en samtals eru 4 baðklefar á þessu þilfari. Á þilfari .næst fyrir neðan eru íbúðir vélstjóra og aðstoðar- ..vélstjóra, matsveins, báts- manns'og 2ja þerna. Þár er auk þess 1 eins manns klefi, sem. nota má fyrir hafngögu- máhn, eða. til annarra þarfa. Énnfremur er þar eldhús og borðstofur undirmanna og yf- irmanna. Loks er milliþilfarið. Á þvi eru íbúðir 10 undirmanna. >ar er einnig baðklefar, salerni, þvottahús og þurrkklefar og ennfremur frystigeymslur bryta, sem klæddar eru ryðfriu stáli og eru mjög til fyrirmyndar hvað frágangi viðvíkur. Veggir í fbúðarherbergjum eru allir klæddir plastþiljum, en húsgögn öll eru úr harð- viði, mahogni í herbergjum yf- irmanna, en eik í herbergjum undirmanna. Áklæði er víðast úr óeldfimu plastefni. Loftskeytastöðin er af nýj- ustu gerð og uppfyllir allar ströngustu kröfur, sem gerðar eru til stöðva í skipum £ dag. Framhald á 9. síðu. I t Hversvegna tollheimtu á Keflavíkurveginum? Samgöngumálaráðuneytið skýrir sín sjónarmið □ Reglugerðin um vegatollinn á Keflavíkurveginum nýja var birt á laugardaginn, eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, og um leið sendi samgöngumálaráðuneytið frá sér fréttatilkynningu þá sem hér fer á eftir: Framkvæmdir við Iagningu hinnar nýju Reykjanesbrautar hófust 22. október 1960. Nú er lagningu vegarins lok- ið. að undanskildum stuttum kafla við Setbergslæk ofan við Hafnarfjörð, og er nú ákveð- ið að ópna hinn nýja veg til almennrar umferðar n.k. þriðjudag 26. þ.m. kl 10. fyr- ir hádegi. Kostnaðarverð Reykjanes- brautar allrar, að meðtöldum þeim kafla. sem frestað hef- Ur verir við Setbergslæk, mun verða nær 270 miljónir króna. Yfir 90i% kostnaðar er greitt með lánsfé. Steinsteypa er endingarbetri en malbik en miktam mun dýrari. Þannig kostar hver kílómetri með steyptu slitlagi á Reykjanesbraut meira en tvöfatt samanborið við malbrk- að sliöag. Þegar feÆröng vegarins hófst. var að þvi horfið að hafa slitlag hans úr steinsteypu. Sú ákvörðun var m.a. á því byggð, að hagkvæmt værj að nýta umframframleiðslu Sements- verksroiðju ríkisins og spara jafnframt erlendan gjaldeyri með notkun innlendra hr^- efna. Þegar taka skyldi ákvörðun Um gerð slitlágs á kaflanum frá Kúagerði til Keflavikur, snemma á þessu ár; voru að- stæður verulega breyttar vegna bættrar tækni v> I malbikun, og kom þá sérstaklega til álita að velja malblk enda þótti ó- hætt að treysta að miðað við daglegt umferðarmagn á Reykjanesbraut væri slíkt slit- lag fullnægjandi og einnig sýndu hagrænar athuganir. að arðsemi dýrari kostsins. þ.e. steinsteypts slitlags. var langt undir því marki sem rétt þyk- ir að setja um slíkar frarn- kvæmdir. Er á átti að herða, var það sótt mjög fast af hálfu ibúa byggðarlaganna á Suðumesj- um. að steypt slitlag yrði einn- ig á þessum hluta vegarins, enda þótt þeim væri gert ljóst, að ef dýrari kosturinn yrði tekinn hlyti því að fylgja, að umferðargjald, sem ákveðið var að taka. yrði að vera mun hærra en ella. Aðalforsenda ákvörðunar- innar um að nota hina al- mennu heimild 95. gr. vega- laga' sem samþykkt var ein- róma á Alþingi, og taka um- ferðargjald á Reykjanesbraxit, er sú að eins og áður er sagt hc fur fjár til framkvæmdanna að langmestu leyti verið afl- að með lánsfé og verður þvi greiðslubyrði af lánum vegna ve«p.rins þung meðan verið er að greiða lánin upp. Framlag til hraðbrauta er aðeins 10 ml!j. kr. árlega til 1968. sam- kvæmt gildandi vegaáætlun, þar af 6,8 milj. til Reykjanes- brautar og ekki unnt að hækka það, nema í sambandi við end- urskoðun eða samningu nýrr- ar vegaáætlunar, og yrði þá minna fé til annarra fram- kvæmda, sem aðkallandi er að sinna. Önnur forsenda gjaldsins er sú. að talið er að umferðinni muni sparasfc mikið fé við til- komu hins nýja vegar. Þegar lagning hans var hafin, var dagleg umferð um Reykjanes- braut orðin það mikil, mjög torvelt var að halda veginum nægilega vel við. Var oft bent á, að hið slæma ástand vegar- ins ylli slysahættu og mikilli aukningu á viðhaldskostnaði bifreiða þeirra. sem um hann aka. Verður því vart í móti mælt. að við tilkomu nýja veg- arins mun mikig sparast bæði í viðhaldskostnaði og eidsneyt- iskostnaðj þeirra bifreiða. sem veginn nota. Reynsla Norð- manna i þessum efnum leið- ir í ljós, að á malarslitlagi sé ökukostnaður bifreiðar, sem nokkum veginn samsvarar bif- reiðum, sem greiða umíerðar- gjald samkvæmt I. fl. gjald- skrárinnar, kr. 3,67 pr. km. en á malbiks- eða steypuslit- Lgi kr. 2,82 pr. km. Hjá bif- reiðum. sambærile«n~2 við þær, sem taldar eru i in. £L gjaldskrárinnar, eru samsvar- andi tölur kr. 6,67 og 4,43. pr. km. , Nýi vegurinn frá Engidal við Hafnarfjörð til Keflavíkur er 2 km styttri en gamli vegurinn .(37,5 km móíi 39,5 km). Spamaður ökutækja við að aka hinn nýja veg samanborið við hinn gamla myndi því hjá léttum bifreiðum. sem greiða 20 kr. hvora leið, nema kr. 39,21 hvora leið en kr. 97,37 hvora leið hjá þungum bif- reiðum. sem greiða 50 kr. hvora leið. Er þá bæði reikn- að með minnkuðum reksturs- kostnaði og spamaði vegna skemmri tíma, bæði sakir skemmri vegar og meiri með- alhraða. Hjá öðrum tegundum bif- reiða mun spamaðurinn vera hlutfallsiega sambærilegtrr þeim dæmum sem nefnd eru hér að framan, miðað við umferðaTgjald. Samkvæmt þessu nemur uiM- ferðargjaldið yfirleitt hehningi spamaðar í rekstri þeirra bif- reiða. sem afea nýja vegmn, mfðað við akstur nm malar- veginn. Samgöngurnálaráðuneytið, 23. október 1965**, I \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.