Þjóðviljinn - 28.05.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.05.1966, Blaðsíða 4
4 SÍBA — ÞJÓBYILJINTí — Laugardagur 28. maí 19«6. Otgefaixli: Sameixjlngarflokkur alþýðu — Sásialistaflokk- urinn. , Ritstjórar: Ivax H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguróur GuOmundsson. Fréttaritstjóri: Siguröur V. E'riðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur J<"'annesson. Ritstjórn. afgreiósla, auglýsingar. prentsmiðja Skóiavörðust. 19. Sími 17-500 (5 tínur). Áskriftarverð kr. >5.00 á' mánuði. Menn en ekki vé/ar l\Ju um skeið hafa ýmsar undirnefndir verið að störfum á vegum verklýðsfélaga, atvinnurek- enda og stjórharvalda, til þess að rannsaka og reikna ýmsa þætti sem að gagni • mega koma í væntanlegum kjarasamningum. Þar er vafalaust fjallað Um breytingar á þjóðarframleiðslu og þjóð- artekjum, greiðsluþol ýmissa atvinnugreina, verð- bólguþróunina, breytingar á kaupmætti launa og þar- fram eftir götunum, og er vonandi að öll sú könnun auki mönnum nytsamlegan fróðleik og stuðli að vaxandi raunsæi. Hins vegar skyldi eng- inn ímynda sér að unn’t' sé að leysa stéttabarátt- una af hólmi með aukinni tækni í tölvísi eða að rafeindaheilar muni senn koma í stað verklýðs- samtaka og atvinnurekendafélaga og skila óve- fengjanlegum niðurstöðum sem allir megi vel við una, eins og einn af frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykja- vík, Þórir Kr. Þórðarson guðfræðiprófessor, virt- ist ímynda sér er hann sagði í viðtali við Morgun- blaðið tveimur dögum fyrir kosningar: „Tæknin leysir hirta slagorðakenndu verkalýðsbaráttu af hólmi, en það hefur víst gerzt í Hollandi (!)“ Tækni og tölvísi eru aðeins hjálpartæki, en það sem sker úr um þróunina er enn sem fyrr mann- legur vilji, stefnufesta og bará’tta íklædd holdi og blóði. Vjð erum sem betur fer énn manrieskjur en ekki vélar, meira að segja Hollendingar! J^egar verklýðssamtökin voru stofnuð á íslandi fyrir hálfri öld var það ekki aðeins tilgangur beirra að tryggja verkafólki tímabundnar kjara- bætur, heldur settu þau sér það mark að breyta bjóðfélaginu; hugsjónir sósíalismarts um þjóðfé- lag réttlætis og * jafnaðar voru í fyrirrúmi. Það takmark á nú að vera þeim mun nær verklýðs- samtökunum sem þau eru öflugri en nokkru sinni fyrr. Hin voldugu alþýðusamtök mega aldrei sætta sig við það hlutskipti að taka aðeins við árangri af útreikningum sem miðast við þær for- sendur að þjóðfélagsbyggingin megi ekki hagg- ast; öllu heldur ber verklýðsfélögunum að ganga svo langt í kröfum sínum að það sem úrelt er og rotið fái ekki haldizt við. Þótt einhverjir langlærð- ir útreikningsmenn sanni til dæmis með tölum að sumar atvinnugreinar rísi nú ekki undir kjara- bótum, er sú staðreynd ekki röksemd gegn málstað verkafólks. heldur krafa um bæ'tt stjórnarfar. Við skulum ekki gleyma því að stjómarvöldin miklast nú af því að ísland sé eitt af mestu velmegunar- ríkjum veraldar; séu lífskjör launamanna ekki í samræmi við þá staðreynd ber að breyta þeim. TT'n breytingar fást aðeins með lifandi bará’ttu; ekki með því að bíða eftir útreikningum og varpa öllum áhyggjum á forustumenn, hversu ágætir sem þeir eru. Verkafólk mun nú sem fyrr ná beim árangri einum sem það vinriur fyrir sjálft með starfi og athöfnum. — m. Þórunn Ástríður Björnsdóttir 25/3 1895 — 9/5 1966 Margan gamlan Hafnar-ís- lending setti hljóðan við þá fregn að Þórunn Ástriður Bjömsdóttir væri látin eftir skamma sjúkrahúsvist. Hún fór ung af landi burt, giftist Jóni Helgasjmi, síðar prófessor, vor- ið 1923 og átti síðan heima í Kaupmannahöfn til dauðadags, að undanskildu árinu 1926—27 þegar maður hennar var kenn- ari við háskólann í Osló. Þórunn var dóttir merkis- bóndans Björns Bjarnarsonar í Grafarholti og konu hans, Kristrúnar Eyjólfsdóttur frá Stuðlum í Reyðarfirði; hún var alin upp i rammíslenzku and- rúmslofti aldamótakynslóðar- innar og hvikáði aldrei frá þeim arfi sem hún hafði úr föðurhúsum. Enda þótt hún lifði mestan hluta ævinnar f framandi landi hélt hún fast við sitt íslenzka hugarfar, sína íslenzku afstöðu til flestra hluta, varð aldrei heimamaður í Kaupmannahöfn í eiginlegum skilningi. Heimili hennar var alla tíð hluti af íslandi þótt á erlendri grund væri. Sú gestrisni sem lengi þótti góðúr siður á þessu landi var henni í blóð borin; heimili hennar stóð sífellt opið íslend- ingum, og þeir voru margir sem þangað leituðu, þó að er- indi væru oft ekki brýnni en þau að komast eina kvöldstund í íslenzkt andrúmsloft þar sem allur heimilisblær kom gestum til að gleyma því að þeir væru staddir fjarri ættjörð. sinni. Þórunn skildi vel hvers virði þetta gat verið ungu fólki, og sjaldan var hún glaðari en í miðjum hópi ungra gesta. Atvikin höguðu því svo að ég var heimagangur á heimili Þórunnar um nær tuttugu ára skeið, frá því að ég kom þar fyrst ungur stúdent og fram yfir síðustu stríðslok, og varð þannig einn af mörgum sem ,áttu. jjenni fneiri þakkarskuld upp að inna en tekizt hefur að gjalda, En gestrisni hennar og góðvilji var ekki af því tagi sem ætlast til endurgjalds. Þórunn gerði aftur á móti aðr- ar kröfur til æskumanna, þó að hún léti þær ekki ávallt uppi berum orðum; hún ætlað- ist framar öllu til þess að þeir yrðu landi sínu og þjóð nýtir menn. Enda þótt hún væri hlé- dræg að eðlisfari og frábitin því að láta á sér bera á nokk- urn hátt, gat hún verið ákveð- in í skoðunum þegar hún ræddi um menn og málefni við þá sem henni voru kunnugir. Hún fylgdist mjög vel með öllu sem fram fór hér á landi og var ómyrk í máli um margt sem henni þótti ganga úrskeiðis og þá menn sem brugðust vonum hennar í því sem henni þi,i máli skipta. Jafnt sýndar- mennska sem undirlægjuháttur var eitur í hennar beinum;hún var stolt vegna þjóðar sinnar og þoldi ekki að því stolti væri misboðið, hvorki af íslending- um né öðrum. Þórunn var trygglynd kona og sleit ekki vináttu við þá sem farnir voru burt frá Kaup- mannahöfn þó stundum liði langt milli endurfunda. En margir gamlir Hafnar-Islend- ingar heimsóttu ávalit þau hjón þegar leið þeirra lá um Kaupmannahöfn og fengu pá sömu góðu viðtökur og áður. Nú er þar skarð fyrir skildi. Svo mjög sem vinir Þórunnar mega sakna hennar er þómeiri harmur kveðinn að manni henn- ar og1 börnum, sem miklu gjör mega vita hvers þau hafa misst. En þau eiga samúð mannmargs hóps þeirra sem áttu því láni að fagna að telja Þórunni til vina sinna. Sá hóp- ur geymir minningu hennar í þakklátum huga. Jakob Benediktsson. ★ Hér hef ég setið við sólar- lagsglugga minn meðan vestur- loftið hrannast fögrum skýjum og stef skálds míns endurómar í þessari þögn — stefið um leið móti Ijósi, hinztu sól við haf, burt úr heimi, og vakna nú upp endurminningar og birtir fyrir hugskotsaugum, og mynd síðan fyrrum kemur fram eins og á tjaldi, méð ýmsum svipbrigðum (en aldrei lítur hún á mig, hvað veldur?) og hún er svo fríð og felur í hverju sínu svip- -------------------------------^ Minningarorð SOFFIA BECK Þann 22. maí andaðist Soffía Beck húsfreyja i Keflavík. Hún var fædd 22 marz 1896 í Litlu- Breiðuvík í Reyðarfirði, dóttir Hólmfríðar Sigurðardóttur og Þorvaldar Beck bónda þar. Árið 1920 gjftlst hún Jóhanni Ólafssyni sjómanni frá Reykja- vík, sem þá eins og fleiri Sunn- Jendingar stundaði sjóróðra yf- ir sumartímanii á Austfjörðúm. Þeir hafa eflaust verið margir fleiri en Jóhann, sunnlenzku sjóararnir sem tóku meira með sér en bátshlutinn einan þeg- ar heim var snúið, en fáir hafa verið fengsælli tn hann. Soffía Beck var bæði falleg og mynd- arleg stúlka en þó umframallt góð stúlka í fyllstu merkingu þess orðs, enda hvers manns hugljúfi. Hennar milda bros vermdi og hlýjaði eins og sól- argeislinn. Þá væri gaman að lifa ef eiginleikar hennar og reyndar margra annarra henni likra væri allsráðandi. Það væri góður heimur. Þau hjónin mjmduðu heimili í Keflavík og bjuggu þar unz leiðir skildust. Mann sinn missti Soffía fyrir fimm árum/ og sú eina dóttir sem þau eignuðust er búsett úti í Ameríku, svoein- manaleg hafa þau verið henni síðustu árin; þó efa ég ekki að kunningjahópurinn hafi létt henni róðurinn. Meiri hlutann af búskapar- ámm sínum vann Soffía úti auk heimilisstarfa, þvi bóndi hennar gekk aldrei heill til skógar. Þó ég þekki ekki þá atvinnurekéndur i Keflavík, sem hún vann hjá, þá er ég sannfærður um að þeir hafa ekki þurft að kvarta undao handtökunum hennar. Ég læt svo þessum kveðjuorðum lokið. Vertu blessuð, kæra vinkona og frænka, hafðu beztu þakkir fyrir löngu liðnar ánægjustund- ir frá æskuárunum. — Samúð- ar kveðjur fylgja þessum lín- uni til dótturinnar og systkina. Einar Andrésson. brigði sénstakt ágæti, Qg ekki laust við að þar sé I bland ei- lítið spé. Nú þykist ég skilja hver hún var —r það gerist stundumþeg- ar langt er um liðið að þá skilst betur. Huldukona var hún í húsi sínu úti við vatnið og átti sér töfur — á þeim staf kunni hún slík tök að enginn vissi að hún færi með hann, en fyrr en varði birti manni óskiljan- lega fyrir augum og veröldöll fríkkaði, og þar sem borgin gat áður verið köld og dauí eyðimörk útlendum einstæðingi, fór nú eins og segir í kvæði, að þar „spruttu rósir ævarandi og loguðu glaðir eldar hvert sem litið var“. Eftir þetta verð- ur hver stund stutt, tækifærin ótalmörg, borgin heillandi, sjúkleiki léttbær, sjúkrahús ekki fangelsi heldur þolanleg- ur dvalarstaður, og auðvelt að gjalda brosi og góðu geði hvað- eina — líka það sem leggja hefði mátt út á verri veg. Þetta gerði hún fyrir mig. Ég ætla að taka af því eitt dæmi. Við gengum einu sinni sam- an um garð þar sem allt stóð i blóma í þessu sólsæla blæja- logni á síðsumri. Þá gerist það að blómskrautið skiptir um svip (töfurinn!) og fær á sig yfirbragð þess urtagarðs sem María mey gætir væntanlega á hirnni sínum og gat ég þá ekki orða bundizt um að fagur þaétti mér garðurinn enda væri víst vel að honum hlúð. En Þórunn Björnsdóttir var þá nýkomin úr ferðalagi um þau héruð — Skaftafellssýslur — þar sem ekki þarf til að hlúð sé að garði, þvi það hér- að, sá skrúðgarður er fullkom- inn gerður af náttúrunni og svipmeiri hverjum garði «4 mannahöndum gerðum, og fannst henni færra um Have- selskabets Have en mér. Enda átti ég 'engan- staf-fheð urtdtif'-*‘ samlegu bliki á /oddinum — ég var víst tómhent næsta. Svona getur huldukona og galdra verið máttug, og mikil er heimska manns og vanþakk- læti að gleyma þassu nokkurn- tíma, þessari auðlegð á vöxt- um, því birtan af töfri henn- ar dofnar ekki. með tímanum, heldur dreifist víðar og víðar, um Island allt, aftur í aldir, fram eftir öldum. Varla hefur hún vitað þetta sjálf, eða hélt hún að hún væri nokkuð annað en Þórunn Bjömsdóttir. ættuð af Islandi, húsfreyja á Kjær- strupvej 33? En það er engu að síður satt. Lét hún mig njóta þess að ég var íslendingur? Eða óvanda- bundinn ættingi manns henn- ar? Eða sýndi hún öllum hina'' sömu alúð, hina sömu fögru kurteisi, þeim sem hún annars skipti sér af? Fór hún þá ekki heldur i manngreinarálit? Lík- lega ekki, nema hún hafi met- ið sjúkan mann og éinstæðan og lítils ’ megandi ekki lægra fyrir það. Einu skýt ég inn i: hún hafði þunnt eyra fyrir tungutakj ílenzks fólks (mitt var ugglaust vont, svo ekki naut ég þess). Ég held hún hafi haldið móðurmál sitt vera það dáindi og þann dýr- grip að því mætti ekki mis- bjóða, ekki fremur en hún hefði viljað láta bræða upp og steypa í annað mót skartgripi sína forna, sem fyigt höfðu ætt hennar í mgrgar aldir og einn- ig nafni, sem hún bar ekki sjálf, heldur systir hennar og svo dóttir. Ekki • þarf til að maður sé andaður að hann verði óhand- samlegur sem ljós ef honum skal lýsa í orðum, lifandimenn skreppa undan penna manns engu síðúr og það er sama þó til eigi að tjalda öllu lýsing- arorðaflóðinu, sem til er í mál- inu, svo gott sem það annars er, jafnvel því verr geti tekizt til sem fleiri orð eru höfð. Og ætla ég þetta raunar óvinnandi verk. Það er kristins mannsskylda og venja að vera stúrinn við andlát og jarðarför og setja þá ýmsir á sig þann svip sem •jbykir við eiga, — siimar kóftör gráta og kallast grátkonur. En hver stund sem líður er um leið orðin mianing,, og, ^ejgs er hver maður, hann er minn- ing um leið og hann hverfur þér. Sú minning getur verið björt og því skyldi þá vera á- stæða til hryggðar? Minningin um\ Þórunni er björt og hún hryggir ekki neitt, ekki svíður undan henni heldur. Ekki mig. Samt get ég- ekki að því gert að fyrir mér hefur ekki vakað annað fremur síöan ég heyrði lát hennár en línur þessar úr kvæði eftir skáld sem þreyði hið síðasta skamm- degi ævi sinnar í Kaupmanna-' höfn, og orti hann þetta kvaeðí um látna höfðingskonu: . . . þú brosir og burtu snýr. Kvöldgustar kula. Málfríður Einarsdóttir. ÚTGERÐARMENN! Gúmrnikidbuu kraftblakkarhjc Vönduð vinna Fljót afgreiðs1 GÚMMÍVINNUSTOFAN H.K Skipholti 35, Reykjavík - Símar 31055 og 30688 A 4 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.