Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						'
AUKABLAÐ
Bústaður
Jóns f orseta
afhentur
Alþingi
fslendinga
Á horni Austurveggs og Stokk-
hússgötu í ÍCaupmaranahöfn stend-
ur hús það, er Jón Sigurðsson • átti
lengst heima í meðan hann bjó í
\ Danmörku. TSTánar til 'fekið bjó fór-
seti hér frá hausti 1852 til dauða-
dags, 1879. Carl Sæmundsen, for-
stjóri í Kaupmannahöfn, kom hing-
að til lands í gær. Erindi hans er
það að afhenda Alþingi íslendinga
til eignar bústað Jóns Sigurðssonar.
Ætlun hans er sú að afhendá ís-
léndingum þessa veglegu gjöf á
þjóðhátíðardegi þeirra.
Tiinini'iMnmigg
Austurveggur heitir á dönsku
Östervoldgade, á þriðju hæð
húss númer átta er íbúð for-
seta. Heldur þætti sú íbúS ó-
hentuglega teiknuð á vorum
dögum, herbergin- sjö talsins
en íbúðin annars dimm og
ranghalamikil. Helzt nýtur úr-
sýnis út að Austurvegg, og þar
eru líka þrjár samliggjandi
stofur er skiptast í bókaher-
bergi forseta, stofu og dag-
stoíu. Þessi dagstofa er um
leið skrifstofa forseta, þangað
er boðið gestum hans.
Helmingur íbúðarinnar veit
að Stokkhúsgötu, sem kennd
er við eitthvert. illræmdasta
fangelsi fyrri tíma í Danaveldi,
sannkallaða Þrælakistu. Þar
hefur margur íslendingurinn
mátt sitja við kost sem jafnvel
er talinn Brimarhólmsvist verrii
Og   margan   landann   hittir
Jón á leið sinni niður í toll-
búð. „Til Jóns Sigurðssonar;
með htwium til Kleins; geng-
um; foorðuðum á Toldbörs. Mik-
ið ógn eru danir heimskir".
Þetta gefur að líta í dagbók
eins samtíðarmannsins.
En landarnir eru ekki allir
Jóni jafn hliðhollir, milli hans
og Konráðs Gíslasonar er> forn
kali. Benedikt Gröndal er
beggja vinur, og hann hefur
látið okkur í té þennan eftir-
farandi samanburð þessara
tveggja manna:
„MeSaÍ allra íslendinga bar'
mest á Jóni Sigurðssyni og
Konráði, raunar meira seinna
en á þessu tímabili. Engin vin-
átta var milli þeirra, eins og
ég hef getið um, enda voru
þeir í flestu ólíkir. Jón var
meira  lesinn  í  íslenzku  en
Konráð, því fyrir utan það, að
Jón lagði sig eftir sögunum og
las flestar seinipi tíma bækur,
$>á var hann nákunnugur lög-
unum, en það var Konráð ekki,
og hann þekkti varla neinar
hinar yngri bækur vorar; Jón
var og á allt öðru málfræðis-
legu sjónarmiði en Konráð og
spillti það milli þeirra. Hvor-
ugur var víðlesinn í evrópa?iskri
literatur. J6h var aldrei iðju-
laus,. alltaf að vinna. Konráð
var latur rrieð köflum, gerði
ekkert vikum saman, en vann
með rykkjum; Jón var póli-
tískur og stjórnfræðingur,
Konráð hafði óbeit á öllu þess
konar og vildi hvergi nærri
koma; enda var honum sá einn
kostur nauðugur, þar semhann
gerðist danskur embættismað-
ur. Konráð kastaði fram kviðl-
ingum og lausavísum (enritaði
þær raunar aldrei upp); Jón
hefur aldrei ort vísu. Konráð
var bráðlyndur og þoldi enga
mótsögn, rauk upp með fauta-
skap og ójöfnuði; Jón kunni
að stjórna sér, var rólegri og
ritaði aldrei skammargreinir.^.
Báðir voru svo vél viti bornir,
að þeir gættu þess, að þeim
lenti aldrei saman; báðir voru,
eða gátu verið, undirförulir og
pukrarar. Jón var stórkostleg-
ur ^og mikilhæfur, Konráð
snyrtilegur og smásmugulegur.
Konráð var mjög gefinn fyrir
að láta stjana við sig og brúka
menn og borgaði iHa eða ekki,
án þess þó hann yæri ágjarn
eða sérplæginn; Jón var einnig
gefinn fyrir að brúkaxmenn,
en borgaði vel. Jón var góður
búhöldur, Konráð því fráleit-
ur. Jón var afhaldinn af is-
lendingum og mjög mikið sam-
an við þá og eftirsó'ttur. Kon-
ráð einangraði sig og forðaðist
þá, og komu mjög fáir. til
hans. Jón sleikti aldrei upp
danska fiokkinn, Konráð var
corollarium háskólans".
Þannig segist Gröndal frá.
Myndin hér að ofan er tekbi
fyrir fám árum þegar afhjúp-
aður var minnisskjöldur á hús-
inu númer átta við Austuryegg
í Höfn.
Hátíðahöldin í
Reykjavík í dag
Dagskrá þjóðhátíðarinnar í
Reykjavík er birt annars stað-
ar í blaðinu, hér skulu aðeins
rifjuð upp fáein atriði.
Hátíðin hefst með samhljómi


JÓN SIGURÐSSON:
Ávarp til
endinga
Jón Sigurðsson uiigur.
... En máske menn bíði
þess, að hinir svo nefndu
fyrirliðar þ'jóðarinnar, yf-
irvöldin, gangi á undan og
leiði þá til frelsis og far-
sældar? — Þá megið þér
að vísu lengi bíða, bræð-
ur góðir! Því svo er langt
frá, að þeir sé líklegir til
að gerast oddvitar, að þeir
fara varla f flokk yðvarn,
nema neyðin þrýsti að
þeim, það leiðir af stöðu
þeirra og hugsunarhætti,
um það mætti reynslan
hafa sannfært oss nogsam-
lega ... Menn ættu ekki
að skilja, fyrr en það heit
wæri handfest allra á
milli, að hver í sinni sveit
geri það honum' er unnt
til að kveikja þjóðlífið í
héruðum, efla samheldni,
framkvæmdir og dugnað,
og enginn gangi úr þeim
félagsskap upp frá þessu,
meðan hann endist til, fyrr
en vér höfum með góðu
og löglegu móti öðlazt full-
komin þjóðréttindi og
þjóðírelsi í sambandi við
Danmörku.
íslendingar! Ef þér sitj-
ið nú af yður þetta tæki-
færi, það bezta færi sem
f ram hef ur boðizt um mörg
hundruð ár til að ná frelsi
og" þjóðréttindum, þá er
hætt við, að slíkt komi
ekki oftar, og þá lifir sú
smánarminning þeirrar
kynslóðar, sem nú er uppi,
að fyrir dáðleysi hennar
og ósamheldni hafi fsland
enga viðreisn fengið, því
þeir hafi beðið sjálfir um
að leggja á sig ánauðarok-
ið. (Ný félagrít IX. 1849).
i
!
kirkjuklukkna kl. 10, en 10,15
mun frú Auður Auðuns leggja
blómsveig Reykvíkinga á leiði
Jóns Sigurðssonar. Um svipað
leyti, eða kL 10,30, leika lúðra-
sveitir barna og unglinga við
tvö elliheimili, gamla fólkinu
til ánægju, en fæst af þvi á
þess kost að njóta hátíðahald-
anna, nema að takmörkuðu
leyti.
Af skrúðgöngum er það að
segja, að safnazt verður sam-
an*við Melaskóla, Skólavörðu-
torg og Hlemm og fara fána-
borgir skáta fyrir skrúðgöng-
unum en lúðrasveitir leika.
Síðan verða hátíðahöld „út við
grænan Austurvöll, sem angar
lengi á vorin" eins og í Al-
þingisrímum stendur. Valgarð
Briem, form. Þjóðhátíðarnefnd-
ar, setur hátíðina, en guðs-
þjónusta verður í Dómkirkj-
unni og messar í þetta sinn,
sóknarprestur " Vestmannaeyja,
síra Þorsteinn Jónsson. Forseti
íslands mun síðan leggjablóm-
sveig frá íslendingum að minn- j
isvarða Jóns Sigurðssonar og
þjóðsöngurinn verður leikinn.
Dr. Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra, flytur ávarp sitt
af svölum Alþingishússins, en
á eftir honum kemur f jallkon-
an, í þetta skipti er ávarpið
ort af Guðmundi Böðvarssyni,
en fjallkona verður leikkonan
Margrét Guðmundsdóttir.
Barnaskemmtunin  verður  á
Arnarhóli að vánda. Þar mun
Framhald á 7. síðu.
s
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8