Þjóðviljinn - 02.02.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.02.1967, Blaðsíða 4
4 SlBA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 2. febrúar 1967. OFT HAFA vindar loftsins skemmt sér vel í Reyk’javík, en sjaldan eins og núna síðustu vikurnar. Hraðinn hefur þó ekki verið meiri en gengur og gerist um þetta leyti árs, og ryk- gusumar oft myndarlegri hér áður fyrr, en skemmtiatriðin orðin miklu fjölbreyttari. Það er ekki amalegt fyrir norð-austan kaldann að taka í fangið á Miklatorgi forsíðu-mynd úr basarblaði af fáklæddri stúlku, sveifla henni hátt á loft, og hefja svo sprækan dans vestur Hring- braut með dömunni, nokkrum tóm- um sígarettupökkum, plastpokum og karamellubréfum, að maður tali nú ekki um fjörið ef gömul skóhlíf bætist í hópinn við Þjóðminjasafn- ið. — Þá hefur vestan stormurinn lifað margar glaðar stundir í mið- bænum með Morgunblaðinu og Þjóðviljanum frá í gær og sunnu- dagslesbók Tímans, og þó sérstak- lega Alþýðublaðinu sem alltaf er svo létt á sér með allskonar sprell. Svo kemur suð-austan rokið og sæk- ir það sem á vantar í partíið, tómar mjólkurhyrnur, bréfpoka og brauð- skorpur, i troðfullar öskutunnur sem bíða þess gapandi bak við hús að einhver komi að létta á þeim, og luma ef til vill á gömlum nær- buxum og nöguðum sviðakjamma, ef hressilegur sviptibylur ætti leið hjá. • • • EN ÞEGAR hlé verður á blæstrin- um andartak ofbýður gamalli konu á Skólavörðuholtinu ástandið á gangstéttinni sinni, . —; tekur sér kúst í hönd og þrammar út að sópa. — Sú er nú galin þessi, hugsa veg- farendur og hafa nokkuð til síns máls, konan berst nefnilega vonlít- illi baráttu, ekki aðeins gegn vind- um loftsins, heldur líka vinum og samherjum þeirra, harðvítugum Subbudubbuher í höfuðborg ís- lands, einhuga sveit með óþrjótandi birgðir af nýtízku rusli til að dreifa í kringum sig á strætum og gatna- mótum, og einn og einn skæruliði með vondan sóp að vopni má sín lítils gegn ofureflinu. Meirihluti borgarbúa hinsvegar hlutlaus í stríðinu, en borgarstjórnin ráðþrota eins og fyrri daginn, með fámennt og vanmáttugt gæzlulið sorphreins- unarmanna til málamynda, og hef- ur enda öðrum og mikilvægari störfum að sinna, hver sem þau nú eru. Kannski er Geir líka alveg f ÚTLÖNDUM verða kollegar hans þá fyrst verulega hreyknir þegar þeir eru búnir að hreinsa og snurf- usa höfuðborgina sína. Peng Sén í Peking var ekki settur af fyrir sóðaskap, og þegar ein miljón rauðra varðliða var búin að hrak- yrða hann á Torgi hins himneska friðar, sá þar ekki snifsi að fundi loknum, ekki svo mikið sem eina blaðsíðu úr Maó. Rússar skrúbba Moskvu hátt og lágt allar nætur, og á daginn liggja lögregluþjónar í leyni við húshorn og grípa á stundinni hvern þann er ffeygir síg- arettustubb á götuna, — gott ef hinn seki er ekki umsvifalaust sendur í saltnámurnar í Síberíu. Við getum nú tæplega tekið okkur þessar austrænu aðferðir til fyr- irmyndar, en gætum kannski lært eitthvað vestar. Lordmerin í Lund- únum lætur sekta litter offenders, þá sem fremja sóðaglæpi, um 10 til 20 pund, 'og hefur líka fullt af sorpkössum út um allar trissur, og heyrzt hefur að bílstjóri sem leyfði sér að hvolfa úr öskubakka sínum við gangstéttarbrún eða á bílastæði í Washington, yrði þar með sviptur ökuleyfi ævilangt, — enda kemur slíkt ekki fyrir þar í sveit. • • • ÞAÐ VÆRI ef til vill athugandi að skipa nefnd til að rannsaka hvaða aðferðir ættu bezt við ís- lenzkar aðstæður í þessu máli, hún gæti skilað áliti fyrir næstu borg- arstjórnarkosningar og mætti prenta það í Bláu bókinni. Svo má líka að skaðlausu prófa enn einu sinni að- skapa sterkt almennings- álit, þó það hafi sjaldan gefið góða raun fram að þessu, hvorki í and- legum-, veraldlegum né bindindis- efnum, og einstaklingsframtakið dugar víst skammt, þó það sé gott í frysti-iðnaði og togaraútgerð. í fljótu bragði virðist þrátt fyrir allt vænlegast að borgarstjórnin geri skyldu sín-a, komi sér upp tækjum og mannskap til að annast sorp- hreinsun í borginni, þá gæti líka farið svo að æ fleiri hlutleysingjar snerust gegn Subbudubbuhernum, sem yrðu smám saman að hörfa undan og lúta í lægra haldi og þá færi að hilla undir hrein torg og fagra borg sem Geir dreymdi um fyrir síðustu kosningar. Að öðrum kosti munu vindar loftsins halda áfram að skemmta Sér betur og bet- ur á leið sinni um höfuðborgina, og stíga æ villtari dans við draslið. KOLBEINN SVARTI. sama. Að selja togara J miðjum svartsýnissöng um tilgangsleysi togara- útgerðar á íslandi gerðust þau tíðindi í vetur að Maí frá Hafnarfirði sannaði aftur og aftur hversu stórvirk þessi framleiðslutæki eru. í tveim- ur veiðiferðum lagði hann á land í Hafnarfirði nær þúsund lestir, og reyndist það mikil björg í bú í bæjarfélagi þar sem atvinnuskortur var orð- inn nákominn verkafólki; þriðji mikli aflafengur- inn var seldur erlendis, og hafði togarinn þá afl- að verðmæta sem nema 5,8 miljónum króna í að- eins þremur veiðiferðum. En á sama tíma og þess- ir atburðir gerðust stóðu ráðamenn Hafnarfjarð- arbæjar í leynimakki til þess að reyna að selja Maí úr landi, en hinn væntanlegi kaupandi er brezki togarahringurinn Ross. ; ; n • JJvers vegna skyldi brezka stórgróðafélagið Ross telja sér fært að gera Maí út á veiðar frá Bret- landi á sama tíma og það er talið vonlaust gjald- þrotafyrirtæki að gera skipið út héðan? is þeirri spurningu verða allar röksemdir stjórn' arvaldanna um vanda togaraútgerðar á íslandi hreinni markleysu. Ekki þarf Ross á því að halda að stunda veiðar innan 12 mílna markanna um- hverfis ísland. Ekki virðast eigendur Ross sam- mála því að aflavon í Atlanzhafi sé orðin svo rýr að. togaraútgerð standi ekki undir sér. Eftirsókn brezka auðhringsins í íslenzkán tógara er óræk sönnun þess að vandi togaraútgerðar hérlendis er allur af mannavöldum, afleiðingar rangrar stefnu í efnahagsmálum, sjálfskaparvíti. Það sjálf- skaparvíti hefur á skömmum tiima kvistað niður helminginn af íslenzka togaraflotanum, og verði haldið áfram á sömu braut er ekki annað sjáan- legt en að togaraútgerð frá íslandi leggist gersam- lega niður á þessu ári, en þeir togarar sem seljan- legir eru stundi veiðar umhverfis ísland undir erlendum fánum. J’ogaraeigendur á íslandi hafa brugðizt furðu heimóttarlega við þessari öfugþróun; þeir hafa ekki verið menn til að rísa sameiginlega gegn hinni háskalegu gjaldþrotastefnu stjórnarvald- anna heldur látið kyrkja sig einn og einn. En auð- vitað hvílir meginábyrgðin á stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum. Sjálf- stæðisflokkurinn taldi sig eitt sinn merkisbera tog- araútgerðar á íslandi en sá tími er löngu liðinn; gróðamenn hans hugsa nú aðeins um að fá að hirða mola af borðum erlendrar stóriðju. Hins vegar hef- ur Alþýðuflokkurinn verið látinn bera formlega á- byrgð á ófarnaði togaraútgerðarinnar; uppdráttar- sýki hennar var skipulögð 1 valdatíð Emils Jóns- sonar, en síðan var Eggert G. Þorsteinssyni falið að kasta rekunum. Sé einhverstaðar líf í gamalli taug innan Alþýðuflokksins hlýtur nokkur sárs- auki að fylgja þeirri staðreynd, að verið er að leggja niður sjálfa bæjarútgerð Hafnarfjarðar og togari með nafninu Maí að lenda í klóm erlendra keppinauta okkar. — m. konu, og munu 9 af börnum þeirra á lífi. Árið 1917 flytur Erlingur til Reyk.iavíkur og nemur land í mýrinni neðan við Öskiuhlíð- ina og nefnir Haukaland. Næstu árin stundaði hann vélsmíði, en aðstoðaði iafnframt móður sína við grasalækningar henn- ar — og fór svo að þær urðu aðalstarf hans fram til síðustu stundar. Myndi það ótrúlegur fiöldi ef allir sem til hans leit- uðu vottuðu um góðan árang- ur þeirra lækninga, — þar á meðal menn er taldir höfðu verið dauðvona. Enda þótt ég muni Erling allt frá þeim tíma er dagleg leið hans lá um giallbrautina er var yfir mýrina sunnan Laufás- vegar fyrir nokkrum áratug- um, þá hófust kynni okkar ekki fyrr en löngu síðar, er hann þurfti að reka erindi við Þióð- viliann, og komst ég þá að því að þessi maður, — er ég hafði heyrt einhveria (sem vil.ia tolla í tízkúnni, líka með hugsana- gang) nefna sérvitring og „grasakuklara“, — var síður en svo sérvitringur, heldur þvert á móti einn fr.iálslyndasti maður er ég hef kynnzt. ósýkt- ur af hleypidómum og fyrir- framsannfæringu Áratuginn sem er að líða var ég nokkuð tíður gestur Erlings — þeirra stunda hefði ég ekki viliað vera án. Erlingur var þá alltaf veit- andinn, af menningu tímabils sem nú er horfið. Menningu er bar merki harðhn.iósku og erf- iðleika íátækrar lítillar þ.ióðar, en átti sinn sérstaka þokka og unað — ást og traust á manninum og þroskamöguleik- um hans sem siðgæðis- og vitsmunaveru. Framhald á 7. síðu. Erlingur Filippusson grasalæknir 13. des. 1873 — 25. jan. 1967 Erlingur Filippusson var um margt sérstæður maður — og mannlegur í bezta skilningi. Erlingur var fæddur í Kálfa- fellskoti í Fliótshverfi í Vestur- Skaftafellssýslu 13. des. 1873 og því á 94. aldursári er hann lézt. Hann var einn af 14 börnum peirra Þórunnar Gísladóttur (er var kunn „grasakona" á sinni tíð) og Filippusar Stefáns- sonar, sem bæði voru af Núps- staðarætt og Hlíðarætt. Tímabilið sem Erlingur ólst upp var hörð ár og fátækt i landi, en samt sóknarhugur í þióðinni. Erlingur var við nám í Eiðaskólanum, en af fram- haldsnámi varð ekki. Að því loknu gerðist hann farkennari í nckkra vetur. þá siómaður á Suðurnesium en nokkru fyrir aldamót flutti f.iölskyldan aust- ur á Fliótsdalshérað og hugð- ist setiast þar að, en þar sem fyrirhugað iarðnæði brást flutt- ist hún árið eítir til Seyðis- fiarðar. Þaðan lá leiðin að Skálanesi við Seyðisfiörð, þá til Brúnavíkur og svo til Borg- arfiarðar eystra. Það mun hafa verið 1912 að Erlingur fluttist. til Véstmannaeyia, til Gissurar bróður síns er lært hafði vél- smíði í Svíþióð og vann í tvö ár við að halda .vélunum í bát- um Eyjamanna í lagi. Einn vet- ur meðan þeir áttu heima eystra dvöldu þeir í Reykjavík við silfursmíði og höfðu verk- stæði á Laugavegi 4 — þar sem síðar varð verkstæði Jóns Sigmundssonar. Frá Vest- mannaeyjum fór Erlingur aft- ur austur á Borgarfjörð og bjó m.a. á Gilsárvöllum. í Borgarfirði giftist Erling- ur Kristínu Jónsdóttur, ágætri DIODVIIIINN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust- 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- t * t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.