Þjóðviljinn - 09.05.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.05.1967, Blaðsíða 10
Minni fjárhagsgeta fólks Skuldabréfin seljast illa ★ Ríklssjóður bauð nýlega út 50 milj. kr. spariskírteinalán, og hófst sala skírteinanna 28. apríl sí. Þegar skuldabréf rík- issjóðs hafa verið boðin út áður', hafa þau venjulega selzt upp á tveim til þrem dögum, en nú bregður hins vegar svo við að 10 dögum frá því sala hófst er ekki nema ríflega helmingur bréfanna seldur. ★ Ástæðan er augljóslega minni fjárhagsgeta fólks nú þegar atvinna hefur víða dregizt saman. Ðrengur fyrir bíl á Snorrabraut Það slys varð i gær að 3ja ára gamall drengur varð fyrir Landrover-jeppa á Snorrabraut rétt norðan við Bergþórugötu. Hljóp Idrengurinn út á akbraut- ina og lenti þá framan á bíln- um, sem síðan ók yfir hann, en drengurinn mun hafa lent á milli hjólanna. Var hann fluttur á Slysavarðstofuna og þaðan á Landakotsspítala og mun hafa hlotið meiðsli á höfði. Drengur- inn heitir Baldur Borgþórsson, til heimilis að Skúlagötu 66. Ráðstefnan um vinnsfu sjávarafurða hafín ,Mei sviga lævi' — ný Surts• eyjarmynd Osvalds Knudsens □ Ferðafélag íslands frumsýniri annað kvöld kl. 8.30 nýja Surtseyjarkvikmynd eftir Ósvald Knudsen, sem nú hefur alls gert sér 60 til 70 ferðir til að kvikmynda gos- ið. Segir myndin frá gosi í og við Surtsey frá því um sum- arið 1965 þar til í fyrrahaust og auk þess er brugðið upp svipmyndum af starfi vísindamanna í Surtsey. Dr. Sigurður Þórarinsson sagði frá tilorðningu myndarinnar er blaðamönnum var gefinn kostur á að sjá hana í gær. Hann sagði að margt hefði gerzt síðan fyrri Surtseyjarmynd Ósvaldar lauk, síðla vetrar 1965, enda væri senn að því komið að þar hafi gos staðið lengur en annarsstað- ar á íslandi. Skipverjar á fiskibáti fundu lík Um níuleytið í fyrra- .;völd fundu menn á fiski- báti lik í sjónum vestur af Hafnarbergi, yzt á Reykja- neai. Ingólfur Þorsteinsson, lögregluvarðstj. tjáði Þjóð- viljanum að hér hefði ver- ið um nokkuð gamalt karl- mannslík að ræða. Væri ekki enn vitað af hverjum líkið væri en þó bjóst hann við að rannsóknarlögregl- an myndi komast að því innan tíðar. Blaðskák TR:TA SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorgeir Steingrímsson. abcdet gh a b c d e t g b HVÍTT: TR: Arinbjörn Guðmundsson Guðjón Jóhannsson 43. Ðg8t Kh6 Myndinni „Surtur fer sunnan" lauk á því að gosið er í rénun og lauk því 17. maí 1965. En skömmu síðar hefst gos fyrir austan eyna og verður þá til eyjan Syrtlingur, sem varð ein- ir 15 ha. þegar bezt lét, en það gos varð ekki langvinnt og var eyjan horfin í október; þar er nú 20 metra dýpi. En 27. des- sama ár hófst gos fyrir suð- vestan Surtsey og varð þar til eyja sú sem kölluð var Jólnir — er sýnd hörð barátta hennar fyrir tilveru sinni, fimm sinn- íhaídsframbjóð- andi tróð upp á Alþýðubandalags- fundi Alþýðubandalagið hélt al- mennan fund í Vestmannaeyjum í fyrradag, — fór hann fram síðdegis í Alþýðuhúsinu. Tveir framsögumenn höfðu verið boð- aðir á fundinum, — Karl Guð- jónsson og Lúðvík Jósepsson og héldu þeir báðir veigamiklar ræður. — fjallaði Lúðvík sér- staklega um sjávarútvegsmál. Einn af frambjóðendum í- haldsins í Suðurlandskjördæmi var mættur á þessum fundi, — Sigfús Johnsen, og bar hann fram nokkrar fyrirspumir um sjávarútvegsmál til Lúðvíks og fékk hann greið svör við þeim. Þakkaði Sigfús fyrir málefna- leg og skýr svör á fundinum. Nær hundrað manns voru á þessum fundi. Lcndspróf 1 dag hefst landspróf midskóla og þreyta það alls 1029 nemendur á öllu landinu, þar af 496 í R- vík. Fyxista prófiö er í stærð- fræði og tekur hluti nemenda próf í hinu nýja námsefni sem kennt er eftrr bókirmi Tölur bg mengi. um sökk hún i sæ en hófst aft- ur og í fyrravor var hægt að kvikmynda skemmtilegar göngu- ferðir um hana. Jólnir lét síðast til sín heyra í ágúst, en tíu dög- um síðar hófst gos aftur í Surts- ey sjálfri og hefur staðið síðan en er nú mjög í rénun. Mynd Ósvalds hefur verið nefnd „Með sviga lævi“ — en það er sú lína í Völuspá sem næst fer nafni fyrri myndar- innar: Sigurður Þórarinsson kvað gott til þess að vita að nógar nafngiftir mætti enn finna í því ágæta kvæði á nýja þætti þess- arar jarðfræðilegu framhalds- sögu. Auk þeirrar gossögu sem myndin skýrir frá er brugðið upp myndum af starfi vísinda- manna á Surtsey, einkum þeirra sem rannsaka landnám lífsins þar. Magnús Bl. Jóhannsson gerði tónlist við myndina og dr. Sig- urður Þórarinssen texta. Mynd- in verður sýnd á kvöldvöku Ferðafélagsins sem fyrr segir, sýningartími er 18 mín. Auk þess verður brugðið upp skugga- myndum frá Heklugosi, sem nú á tuttugu ára afmæli og það rifjað npp með skýringum og borið saman við Surtseyjargos. Sigurður Þórarinsson sagði að lokum að Surtur hefði hægt um sig nú, hraun rynni frá gígnum einungis um neðanjarðarrásir. Hann spáði Surtsey langlífi ■— sagði áð sjór hefði nagað af eynni um tíu hektara áður en gjósa tók aftur í fyrra, en það hefði nú verið bætt upp og meira til. ’ Ráðstefna Verkfræðingafélags ís- lands um vinnslu sjávarafurða hófst í Súlnasal Hótel Sögu í gærmorgun og stóð hún með stuttum hléum í allan gær- dag. Fluttu alls 13 menn fram- söguerindi í gær og einnig fóru fram almennar umræður um einstaka efnisþætti á milli erindanna. Dr. Þórður Þorbjarnarson sem • var fundarstjóri setti ráð- stefnuna en síðan var gengið til dagskrár. Var ráðstefnan fjölsótt. Ráðstefnunni verður fraiþ haldið í dag en henni lýkúr um hádegf* á morgun. — Myndirnar eru teknar á ráðstefnunni síðdegis í gær. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Kynning á skáld- verkum Jakobínu I kvöld, þriðjudag, efna Menn- ingar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna til bókmenntakynningar í Lindarbæ. Þar mun Arnheiður Sigurðar- dóttir magister tala um Jakobínu Sigurðardótltur skáldkonu og verk hennar, en síðan hefst upplestur. Auk Jakobínu lesa upp leikkon- urnar Bryndís Sohram, Helga Hjörvar og Guðrún Stephensen og Vilborg Dagbjartsdóttir kenn- ari. í upphafi bókmenntakynning- arinnar sem hefst klukkan 8.30 í kvöld mun formaður Menningar- og friðarsamtaka ísl- kvenna, Maria Þorsteinsdóttir, flytja á- varp í trlefni friðardagsins. — Kaffiveitingar verða á staðnum. ■ Álþýðubandalagið í Vest- mannaeyjum hefur opnað kosn- ingaskrifstofu á Bárugötu 9, sími 1570. — Skrifstofan verð- ur opin fyrst um sinn kl. 4-6 síðdegis daglega. Rótarafíi fyrir Norðurlandi Smábátar frá höfnum á Norð- urlandi hafa aflað mjög vel að undanförnu. — Þjóðviljinn hafði þær fréttir frá Húsavik í gær að þar væru 6 dekkbátar gerðir út á línu og auk þess nokkrir trilhibátar. Afli hefur verið mjög góður síðustu vikuna í apríl og það sem af er maí, og hafa bátarn- ir komizt allt upp í 18'tonn í róðri Fiskiðjan tók á móti 255 tonnum í síðustu viku og nokkr- ír aðrir aðilar taka einnig á móti fiski. Unnið er á kvöldin og fram á nóft með fólki sem stundar aðra vinnu á daginn. Frá öðrum stöðum á Norður- landi hafði Þjóðviljinn sömu fréttir, að bátar hefðu rótfiskað bæði á línu og handfæri og í net. Málfundur sésía!- ista annað kvöld Málfundi sósíalista sem halda átti í kvöld í Tjarnargötu 20 verður frestað þar til annað kvöld. miðvikudag, og hefst hann þá á sama stað kl. 21.00. Fúndurinn er öllum Opinn. Æ.F. Þriðjudagur 9. mai 1967 — 32. árgangur — 102. töHubtejð. Ný revía f rumsýnd í Austurbæjarbíói Revíuleikhúsið frumsýnir ann- að kvöld „ . . . úr heiðskíru lofti“ eftir Jón Sigurðsson og cr hann jafnframt höfundur tón- listarinnar. Verða haldnar mið- nætursýningar í Austurbæjarbíói og einnig er meiningin að sýna revíuna í nágrenni Reykjavíkur, á föstudaginn verður t.d. sýning í Stapa í Njarðvíkum. Reviían er í tveimur þéttum sem hver um sig samanstendur of mörgum ólíkum atriðum. Höf- undurinn, Jón Sigurðsson, hefur áður tekið þátt í því að semja reviur t.d. „Eitt lauf“ sem sýnt var í Reykjavík fyrir nokfcrum árum. Sjö manns flytja „ ... úr heið- skíru lofti“ auk hljómsveitar sem skipuð er fjórum mönnum. Þátttafcendurnir fara flestir með mörg hlutverfc hver, en þeir eru: Arnar Jónsson, Bjami Steiii- grímsson, Nína Sveinsdóttir, Oktavía Steifánsdóttir, Sigurður Karlsson, Sverrir Guðmundsson og Þórhildur Þorleifsdóttir, sem semdi dansana í revíunni. Leik- stjóri er Kevin Palmer og bún- inga og tjöld gerði Una eollins. Það er ætlun þátttakendanna að flytja mönnum ósvikið grín og reyna að vekja upp gamia reivíuformið þ.e. að sýna mörg óskyld atriði innan ákveðins ramma. Eins og áður var drepið á verður frumsýningin í Austur- bæjarbíói annað kvölld kl. 11,30, næsta sýniiig verður í Stapa f Njarðvíkum á föstudag og mið- nætursiýning verður í Austurtosej- arbíói á annan í hvítasunnu. Framvegis verður revian sýnd um helgar í bíóinu en á mánu- dagskvöldum, einu fríkvöldum leikaratnna verður farið á stærstu staðina í nágrenni Reyfcjavíkur, t.d. Akranes og Selfoss. Jófl Dáason látiflfl Dr. Jón Dúason andaðist að Vífilsstöðum sl. föstudag, 5. maí, á 79. aldursári. Jón Dúason fæddist 30. júlí 1888, varð stúdent í Reykjavik 1913, var við nám og störf í Kaupmannahöfn næsitu 12-13 ár- in. Hann lauk cand. polit. prófi 1919 og varði doktorsritgerð f lögum við Oslóarháskóla 1028. Eftir dr. Jón liggur mikill fjöldi rita og fjalla langfflest þeirra um Grænland og grænlenzk málefni og réttarstöðu Islendinga . á Grænlandi. Bretar mótmæla dómi yfir Newton Telja sfðari töku Brands óiöglega Daginn sem dómur yfir Newton skipstj. á b.v. Brandi var kveð- inn upp var Guðmundur 1 Guð- mundsson ambassador íslands í London kallaður til viðtals £ brezka utanríkisráðuneytið. Þar var honum tilkynnt það álit brezkra stjórnarvalda að taka togarans Brands í síðara sinnið hefði verið ólögleg samkvæmt þjóðarétti. Brezka blaðíð The Observer skýrði frá þessu máli í fyrradag Listi Óháða lýð- ræðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi 1 gær kom út 2. töhiblað Lög- réttu, blaðs hins nýja flokks Áka Jakobssonar, Öháða lýðræðis- flokksins, og er þar í>irtur fram- boðslisti flokksins f Reykjanes- kjördæmi við alþingiskosningarn- ar í júní. Listinn er þannig skipaður: 1. Ólafur Thordersen forstjóri, Njarðvík, 2. Guðmundur Erlends- son logregluþjónn, Hafnarfirði, 3. Gunnar. Steingrímsson verkstjóri, Kópavogi, 4. Gunnar Jónsson stýrimaður Sandgerði, 5. Árni Gunnlaugsson .hæstaró’ttarlög- maður Hafnarfirði, 6. Ragnar Haraldsson verkamaður, Mos- fellssveit, 7. Kristján Gunnars- son__ útgerðarmaður Séltjarnar- nesi, 8. Nanna Jakobsdóttir kenn- ari Hafnarfirði, 9. Ólafur Ás- geirsson sjómaður Kópavogi, 10. Eggert Ólafsson húsasmíðameist- ari Garðahreppi. og segir þar að þetta álit brezfcra stjómarvalda sé byggt á Genfar- samningunum 1958, þar sem segir að ekki megi leggja hald á skip á úthafi án óslitinnar eftirfiarar sem hefst innan lögsögumarka. Talsmaður brezika utanríkisráðu- neytisins sagði það nú þíða svars íslenzkra stjómarvalda. Níels P. Sigurðsson deildar- stjóri í utanríkisráðu.neytiruu sagði í viðtali við Þjóðviljarm i gær að mál þetta væri nú í at- hugun þar, en það hefði ekki fengið það formlega til meðferð- ar fyrr en þá um daginn. Taldi Níels að brezk stjómarvöld hefðu farið öðru vísi að en þau gerðu ef þeim væri alvara að mótmæla sterklega dómnum yfir Newton. Árshátíð Tékk- nesk-ísl. félagsiir er í kvöld á Árshátíð Tékknesk-íslenzka fé- lagsins verður haldin í kvöld 9. maí, að Hótel Borg og er dag- skráin fjölbreytt. Björn Þorsteinsson, formaður félagsins, setur samkomuna en því næst flytur Jaroslav Písarík sendifulltrúi. ávárp. Þá er söng- ur og aö honum loknum segir Jón Snorri Þorleifsson frá Tékkóslóvakíu. Næst koma fram tékkneskur dúett og tékkneskt strengjatríó. Þá fer fram á há- tíðinni verðlaunaafhending fyrir ritgerðarsamkeppni um sumar- dvöl í Tékkóslóvakíu og einnig verður efnt til happdrættis þar sem dregið verður um fjölda tékkneskra listmuna og annarra góðra grina. Að lokum veröur stáginn dans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.