Þjóðviljinn - 16.08.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.08.1967, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Midvikudjagur 16. ágúst 1S67. r Islandsklukka Halldórs Lax- ness er komin út á grúsisku íslandsklukka Halldórs Lax- ness er nýlega komin út á grúsísku, sem er ein af elztu menningartungum heims. Eiga Grúsíumenn sér samfellda bókmenntahefð jafngamla ís- lenzkri að minnsta kosti. For- lagið „Literatura da Khel- ovneba" gefur bókina út i 25 bús. eintökum í þýðingu • Akakís Gelovanis. Höfundur ritar sjálfur for- mála að grúsísku útgáfunni og kemst þar m.a. svo að orði: ..Kæru grúsísku lesend- ur mínir — getið þið gert ykkjir í hugarlund furðu mína og ánægju er mér barst í hendur þýðing skáldsögu minnar á grúsísku. Og mér var tjáð að Literatura da Khelovneba væri að prenta hana í 25 þús. eintökum. Þetta gerist á sama tíma og í öðrum „smáum“ ríkjum eins og Belgíu. Danmörku, Hollandi og Noregi prenta menn bækur mínar í 1—2 þús. eintökum. Svipað verð- ur uppi á teningnum þegar litið er til landa eins og Bandaríkjanna, Frakklands, Indlands og Kína þar sem bækur minar hafa verið gefn- ar út í óveruiegum eintaka- fjölda. ísland er með smæstu lönd- um í heimi. Og ef hamingj- an brosir við höfundi selst bók hans þar í 5000 ein- tökum, en það þýðir að 25ti hver fullorðinn maður kaupir bókina. í dag, þegar ég frétti að bók mín muni koma út i mjög stóru upplagi í menn- ingarlandi eins og Grúsíu, vefst mér tunga um tönn að láta í Ijós gleði mína. 1 dag er ég í því skapi að ég vi'ldi helzt að hér bæri eins marga Grúsíumenn að garði og fyrir komast með nokkru móti í herbergjum mínum . . “ Höfundur lætur þess getið að þýðari óg forlag hafi sýnt sér mikinn heiður með út- gáfu þessarj og að sovézk stjómarvöld hafi lagt kapp á að koma verki hans á framfæri. (APN). Til hægri: Titilblað grúsisku þýðingarinnar. Gísli H. Erlendsson skáld Fáein kveðjuorð Að flosi grænnar foldar hné minn tregi. er faðmv/r skuggans lukti um hlíð og stekk, í moldarbæ til mín að loknum degi hin mjúka hvíld jrjá.. draum§ins sölum gekk. G.H.E. • Gísli Hermann Erlendsson fæddist að Bakka í Brekkudal í Dýrafirði 23. des. 1905, yngst- ur af tólf alsystkinum. For- eldrar hans voru Erlendur Jó- hannessón bóndi og kona hans Gíslína Jónsdóttir. Ólst Gísli upp í foreldrahúsum og varð að vinna æskuheimili sínu all- lengi; hann komst ekki til framhaldsnáms nema einn vet- ur í alþýðuskólann að Núpi í Dýrafirði. Mun hann þó hafa langað í skóla; þótti snemma á því bera að hann væri ó- venju vel gefinn og hagmælsk- ur. Mágkona hans, Lilja Bjömsdóttir, segist hafa kennt honum undir fermingu og hafi hann verið „afbragðsskýr ung- lingur“, einkanlega verið prýð- isvel að sér í íslenzku, og hafi sr. Sigtryggi á Núpi þótt mik- ið til hans koma af þeim sök- um. Enda hafði hann lesið feykimikið, allt frá bamsaldri. En snemma var hann dulur og fáorður svo til var tekið, eitt sinn þegar mágkona hans fann að því við hann svaraði Gísli: „Það tala nógu margir þó. ég tali lítið". Vöm manna gegn átroðningi er með ýmsu ipóti; þeir sem eru næmgeðja og auðsærðir þurfa þykka skel. Auk allrar algengrar sveita- vinnu stundaði Gísli öðru hvoru sjó á ungum árum; í Þjóðviljanum birti hann einu sinni eftirminnilega frásögn af sjóferð, svo og aðrar greinar og kvæði sem athygli vöktu. ---------------------------,$> Fleiri þeldökka í þjóðvarðliðið Um 200.000 manns sem voru að mótmæla athæfi hvítra mála- liða í Austur-Kongo fóru um göt- umar og lögðu eld í hús og bíla sem voru í eigu útlendinga. Frá æskusveitinni lá leið Gísla til Eeykjavíkur eins og svo margra jaijnaldra hans. Hér kvæntist hann og eignuð- ust þau hjónin fjögur börn, tvö þeirra eru á lífi. Gísli vann löngum verkamannavinnu eftir að suður kom. var lengi í bæjarvinnunni, en heilsan bilaði og margs konar raunir sóttu að honum eftir að líða tók á ævina. Hann lézt 6. ágúst, sextíu og eins árs að aldri. ★ Eftir Gísla H. Erlendsson hafa víða birzt Ijóð og grein- ar. í tímaritum og blöðum, imdanfama áratugi. Eina kvæðabók hans (Ljóð, 1954) var gefin út að tilhlutan Stef- áns Ögmundssonar, prent- smiðjustjóra í Prentsmiðju Þjóðviljans. Þar er margt at- hyglisvert að finna og hver sá sem þá bók les, kynnist höfundinum allnáið. Sterkur þáttur í ljóðum hans eru á- deilukvæði gegn auðvaldi og yfirgangi, og ólíklegt má telj- ast að verkalýðshreyfingin láti gleymast baráttuhvöt hans, kvæðið „Verkfair s‘em Gísli orti í hörðum verkfallsátökum Þar í er þetta: Hætta um stund að hlaða vlgl handa þeim sem við oss berjast, vekja þá sem völd sín byggja, á voru starfi. Báta stoppa snöggvast, bræður; rísann blinda, vinnu vora. Hætta um stund, og hugsa, spyrja: hvaðverður af auðlindunum sem upp í voru striti spretta, renna þær allar út í sandinn, snikjusandinn? Snauðu menn Gísli. H. Erlendsson ♦ er það ekki ógn og voði, eða synd gegn heilögum anda starfs og skilnings, að skapa auðinn og skeyta ekki um hann meir? Visna i fúlum vondum hreysum og vera allt sitt lif að byggja, birgja landsins búr að gnægðum brauðs og fata, — nema sitt. Stanza ögn hjá staðreynd- unum: stræti, hafnir, brýr og vegir, hallir og skip úr steini og stáli slungið voru eigin lífi hugsjónum og heitum þrám. Ei; ekki sem á oss horfi ásakandi, raunalega þessi sterku og stoltu verk, andstæðingsins varnar- virki, ævi vor í efnið greypt. Gísli lifði lífi reykvísks verkamanns og skildi baráttu þeirra, én af ljóðum hans mætti ætla að í raun hafi hann alltaf átt sér draumaheim og heimkynni annars staðar frem- ur en í borgarumhverfi. Hann yrkir ástarljóð til Jands og tungu, síðasta erindið í kvæð- inu „Landið þitt'* er svona: Og svo er mál þitt mjúkt sem blær á vori, svo magni þrungið eins og hafsins raust svo hlýtt sem titri hjarta af æskuþori, svo hreint sem barnsins sál og fölskvalaust. Svo frjótt sem land í legi mildra sæva, svo ljúft sem draumaskin á fjarri strönd, svo dult sem nótt, svo dýrt sem mannsins gæfa, sem dagur ljóst og blítt sem móðurhönd. En svo eru önnur kvæði sem tjá einkalega lífsreynslu; og því fer fjarri að kvæðin séu öll í tregatón, kímni og glettni koma þar líka við sögu, en hitt er máttugra, hugsunin um líf og hæfileika sem ekki fá notið sín vegna óblíðra örlaga, sú hugsun er tjáð með sárum hljómi í kvæðinu „Við veginn“: Mér virtist oft til vors og ljóss svo veglaus myrkrahrönn, og von mín Iagði veik og smáð á vetrarlanga fönn, sem feimið ljóð er fylgzt ei gat með fleygri tónasveit og blóm er aldrei verndað var af vorsins aldinreit. í töfrum alls, sem tapað var eg takmark lífsins sá, og fyrr en varði æskan eins og örskot liðin hjá. Og torfær reyndist tregans braut og tómlát hennar svið, um auðnir margra ára sótt. hvert andartak af frið. Eg stend við auðnir íss og báls á ævihafsins strönd. og spyr í draumi djúpin víð hvar döggvuð rísi lönd: sem villtur fugl, er vængnum slelt í von um fagra hlíð. en öræfanna féll f fang svo fullt af myrkri og hríð. Svo bersögull gat hinn fá- orði maður og duli orðið í ljóði sínu, — og minning hans mun verða það eitt. S.G. / Dánarminning Einar Ástráðsson fyrrverandi héraðslæknir 1 fyrradag var jarðsettur í Eieytkjavík Einar Ástráðsson fymverandi hénaðslaaknir á Eskifirði. Einar fæddist í Reyfcjavík árið 1902. Harmvarð læknir árið 1929, . en gerðist héraðslæknir í Eskifjarðarhér- aði árið 1931. Þar var Ein- ar héraðslæknir f 25 ár og vann þvi mest af sínu ævi- starfi þar. Ég kynntist' Einari fyrst árið 1936 eða um ‘það leyti, sem ég hóf þátttöku i pólitfekri þaráttu í Suður- Múlasýslu. Kjmni mín af Ein- ari og heimili hans urðú náin, eftir þvi sem tfmar liðu. A heimili hans dvaldi ég oftidög- um saman og.jafnan stóð það mér opið, þegar ég leitaði þang- að. Læknisstörf Einars Ástráðs- sonar voru mikil og margvís- leg þann tíma sem hannstarf- aði á Austurlandi. Einar gegndi Hengi hluta úr Fáskrúðs- fjarðarhéraði jafnhliða héraði sínu. Hann starfaði einnigsem læfcnir á Fljótsdalshéraði «g alloft sinnti hann sjúkrakalli frá Norðfirði, þegar svo stóð á. Starfssvœði Einars var þvi oft mjög stórt og ferðalög voru mikil og stundum erfið. Einar vat einstaklega viljugur til læknisferða og lagði oft á sig mikið erfiði vegna langra og erfiðra ferðalaga. Einar Ástráðsson og kona hans Guðrún Guðmundsdótti r eignuðust marga vini ogkunn- ingja á Austuriandi. Vegna starfa Einars víða um Fijóts- dalshérað og um firði þekktu bau flestir Austfirðingar, enda mátti það gttöggt sjá og finna á heimili þewra^ á- Eskifirðii Segja má að læknisheimilið á Eskffirði hafi verið eins og opið hús fyrir fjölda fólks, sem. bangað leitaði, ekki aðeins f beinum lækniserindum, heldur einntg vegna vináttu og ljúf- mennsku þeirra hjóna. Á þeim tfma, sem ég kom oftast á læfcnisheimilið á Eski- firði, undraðist ég mjög allan bann fjölda af gestum sem bangað sóttu. Ég skildi að vísu. að vinir og kunningjar lækn- ishjónanna vildu gjaman heimsækja þau, en mér var ljóst að allur sá gesjagangur hlaut að auka á vinnu og erfiði og þreyta önnumkafna hús- ráðendur. En Einar Astráðsson og kona hans undu þessu vel. Þau voru vinir vina sinna og við þá skyldi ekkert sparað. Einar Ástráðsson var greindur maður og víðlesinn. Hann var ættfróður og mannglöggur og vel að sér í sögulegum efnum. Einar var frjálslyndur f skoðunum. Hann var alltaf einlægur vinstrimaður, ekki kreddubundinn, en þómeðfast- mótaða lífsskoðun. Einar átti um tíma saeti í hreppsnefnd Eskifjarðarhrepps og í sýslu- nefnd Suður-Múlasýslu. Einar fék'kst því við margvfsleg störf í þyggðarlagi sínu, önnur en þau sem þeinlínis fllokkuðust undir aðalstarf hans. . Þegar Einar Ástráðsson lét af störfum sem- héraðslæknir á Eskifirði, fluttist hann suður. Fyrst tók hann við héraðslækn- isembættinu f Keflavík, en sfðar tók hann að sér kennslu við Hjúkrunarskólann. Með Einari Ástráðssyni lækni er fallinn góður drengur op einn af þeim ágætu héraðs- læknum, sem um áratuga skeið þjónuðu dreifðum þyggðumvið erfiðar aðstæður af trúmennsku og skyldurækni. Einn af þeim sem vann vegna tryggðar við starf sitt og vegna samúðar með þvl fólki sem á störfum hans þurfti að halda, en án gróðahyggju og sérhagsmuna- streitu Einar Ástráðsson var héraðs- lætknir á þeim árum, þegar heimskreppan mikla eftir 1930 þjarmaði harðast að efnalittoi fólki. Það voru ekki mikil pen- ,.,Ííigaráð hjá verkamöhnpm, ^fíS sjómönnum í Eskifjarðarlækn- ishéraði á þeim árum. Þá voru heldiur efcki komin til nein sjúkrasamlög og' engin trygg- ingalöggjöf. Þá varð oft að sinna læknisstörfum þó að vit- að væri að engin greiðsla væri fyrir hendi. Á þeim árum var oft erfitt að vera héraðslæknir og starfsaðstaðan öll önnur en nú er. Þessi erfiðu ár áttu sitt í að móta Einar Ástráðsson og viðhorf hans til þeirra sem hans hjálpar þurftu að leita. Ég votta minningu Einars Ástráðssonar virðingu mína og konu hans og bömum votta ég samúð mína. Lúðvík Jósepsson. Sýningu Elríks Smiths var vel tekíð í London Allan júnímánuð stóð yfir f Alwin Gallery í London sýn- ing Eiríks Smiths listmálara. Var þetta áttunda einkasýn- ing Eirfks og á henni 25mál- verk — öll ný eða nýleg. Sýningunni var vel tekið og seldust tvö málverk. Þess ber til að mynda að geta, að tima- ritið Arts Review birti stóna litmynd af einu málverka Ei- rífcs og listtimaritið Studio bírti sömuleiðis aðra mynd hans í umsögn um yfirstand- andi sýningar í London. Lon- don er mikil sýningaborg og þvi hlýtur það að tedjast veru- legur fengur að vera tekinn með í reikninginn i blöðum sem þessum. Umsögnin í Arts Review er eftir kunnan gagnrýnanda, Cottie Buriand. Honum farast m.a. svo orð: „Talsvert sterk- ar sýningar eru f Alwin Gali- ery, sérstaklega Islendingurinn Eirikur Smith. Efnismiklar lóðréttar litastrokur, klettar. fossar eða hvað sem hverjum Eiríkur Smith finnst það vera, og sumsstaðar í hinu efnismikla formi er lögð áherzla á smáatriði þegar bet-. ur er að gáð. Þessi form eru án málamiðlunar; þau tala sínu máli í hreinleik litarins og túlka meira en það sem ligg- ur á yfirborðinu." t j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.