Þjóðviljinn - 23.08.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.08.1967, Blaðsíða 10
Um átta leytið í kvöld mun „Gullfaxi", Boeing-þota Flugfé- lags Islands lenda í fyrsta skipti á Akureyrarflugvelli, — ef veð- ur leyfir. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum hefur verið unnið að malbikun flugbrautarinnar á Ak- ureyrarvelli í sumar; því verki er nú lokið og þessvegna verður Mmmsvarði um norska sjómenn SI. laugardag var afhjúpaður að Sauðanesi á Langanesi minn- isvarði um 17 norska sjómenn, sem fórust með skipi sínu þar við land fyrir réttum 60 árum. Átta Norðmenn, frá heima- byggð sjómannanna, Tromsö, voru viðstaddir afhjúpun minn- isvarðans sem er granítsúla, en efst á henni er koparmynd af norskum selfangara og neðar nöfn þeirra 17 norsku sjómanna sem fórust og grafnir eru í kirkjugarðinum á Sauðanesi- SÍLDVEIÐi ureyrar í kvöld Vestmannaeyjar Víkingur 2:1 efnt til þotuflugsins norður í dag, en Akureyraflugvöllur mun í framtíðinni notaður sem vara- flugvöllur þotunnar. Flugfélags- mönnum hefur og þótt hlýða að gefa Akureyringum kost á að sjá hinn nýja farkost féiagsins nú strax og aðstæður eru fyrir hendi nyrðra, enda mun höfuð- staður Norðurlands alltaf verða nátengdur nafni Flugfélags Is- lands vegna forgöngu Akureyr- inga um stofnun félagsins þar fyrir þrem tugum ára síðan. Flugfélagið hefur boðið um 50 gestum í ferðina norður i kvöld, m.a. ráðherrunum Ingólfi Jóns- syni og Magnúsi Jónssyni, flug- ráði og fleirum. í gærkvöld fór fram úrslita- leikur í B-riðli n. deildar. Átt- ust þar við Vestmannaeyingar og Víkingur. Vestmannaeyingar unnu leik- inn með tveim mörkum gegn einu. Eru þeir nú komnir í úr- slit í 2. deild gegn Þrótti, sem sigraði í A-riðli. Nánar um leikinn á morgun. DMUINN Miðvikudagur 23. ágúst 1967 — 32. árgangur — 187. tölublað. Sextán arnarungar komust upp / sumar Nokkrir stjórnarmeðlimir Húsmæðrasambands Norðurlanda á fundi á Hallveigarstöðum í gær. Þriðja frá hægri er Agneta Olin, formaður sambandsins. — (Ejósm. Þjóðv. RH). Stjórn Húsmæðrasambands Norðurlanda í Reykjavík ■ Stjóm Húsmæðrasambands Norðurlanda hefur haldið með sér fund í Reykjavík undanfarna tvo daga. í stjórn- inni eru tveir fulltrúar fró hverju Norðurlandanna, for- maður er Agneta Olin frá Finnlandi. ■ Stjómarmeðlimimir hittast árlega og að þessu sinni var einkum rætt um húsmæðrafræðslu og undirbúning að ráðstefnu sem sambandið heldur í Helsingfors á næsta ári. Búist er við um 500 þátttakendum á þessa ráðstefnu. Af hálfu Kvenfélagasambands Islands hefur formaðurinn Helga Magnúsdóttir frá Blikastöðum setið fundinn og Jónína Guð- mundsdóttir, en á þessum fundi tók Sigríður Thorlacius við sæti Jónínu í stjórn Húsmæðrasam- bandsins. Á fundinum hafa því setið auk íslenzkra futtltrúa og varafulltrúa; Agneta Olin, Irja Viding og Margrete Törngren frá Finnlandi, Blse Gulstad frá Dan- mörlcu, Ruth Haaland, Gerd Hagen og Juliane Solbraa-Bey frá Noregi og Gullan Brann- ström og Margit Harvard frá Svíþjóð. Ein þessara kvenna, Juliane Solbraa-Bey, sem er blaðamað- ur að atvinnu, mun ritstýra blaði sem Húsmæðrasambandið hyggst gefa út á 50 ára afmæli sínu 1969. 1 bókinni verður skráð saga samfoandsins og verður veittur styricur úr Norræna menningarsjóðnum til útgáfunn- ar. Blaðamönnum gafst kostur að hitta stjiómarmeðlimina í gær- dag að Halttveigarstöðum og sagði formaðurinn, Agneta Olin nokk- uð frá starfsemi sambandsins. I Húsmæðrasambandi Norður- landa eru samtals um 270 þús- und meðlimir. Heldur sambandið þing fjórða hvert ár, það var síðast haldið í Noregi, en verður haldið næst í Helsingifbrs eins og áður var drepið á. Aðalverk- efnið á næsta þingi verður „Fjöl- skyldan í dag — þjóðfélagið á morgun". Verður þar m.a. rætt 25 plöntutegundir eru nú friðlýstar Náttúruverndarráð hefur í síð- asta Lögbirtingablaði, auglýst friðlýstar 25 plöntutegundir sem vaxa vilt hér á landi, og er það í fyrsta sinn að plöntur erufrið- lýstar. í auglýsingu ráðsins segir að telja megi mikilvægt að varð- veita þessar tegundir og forða þeim frá útrýmingu, og er hér með lagt þlátt þann við að hrófla við þeim á nokkum hátt, t.d. að slita af þeim sprota, blöð eða blóm, rætur eða að grafa þær upp. Plönturnar sem friðlýstar hafa verið eru þessar: Dvergtungljurt, skeggburkni, svartburkni, kletta- burkni, tunguskottlakamibur, hlíðaburkni, burstajafni, knjá- puntur, heiðarstör, trjónustör, villilaukur, ferlaufasmári, egg- tvíblaðka, línarfi, flæðarbúi, melasól, vatnsögn, bergsteinsbrjót- ur, hreistursteinbrjótur, þyrnirós, glitrós, súrsmæra, skógfjóla, dav- íðslykill og lyngbúi. Formaður Náttúruverndarráðs sagði Þjóðviljanum í gær að Fnamhald á 7 síðu. um hvaða áhrif útivinna giftra kvenna hefur á heimilislífið og sambandið milli heimila og skóla. Verður þátttaka í þing- inu bundin við 80 konur frá hverju dandi. Hinir norrænu gestir komu til Islands á laugardagskvöldið og sátu fundi í gær og fyrradag. 1 fyrradag sótu þær hádegisverð- arboð hjá menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni og í gærkvöld voru þær í kvöldverðarboð'i hjá frú Auður Auðuns. I dag var ráðgert að fara í kynnisför ixt úr bænum og á fimmtudags- morgun verða konurnar við- staddar er landsþing Kvenfé- lagasambands Islands verðursett í Neskirkju. upp hjá ÆFR Hcildarafli síldar á vertíðinni sunnan lands og suð-vestan er á þessu sumri orðinn 46.858 Iestir, en var á sama tíma í fyrra 37.227 lestir. Mjög lítill afli hef- ur verið á þessum miðum að undanförnu, 314 Iestir í síðustu viku, og eru nú flestir bátar hættir þessum veiðum og a.m.k- stærri skipin farin til veiða í norðurhöfum. Löndun aflans hefur verið á eftirfarandi stöðum: í lestum: Vestmannaeyjar 10.746, Grinda- vfk 7.232, Keflavík 8-187, Reykja- vík 5.953, Ölafsvík 370, Þorláks- höfn 3.369, Sandgerði 3.377, Hafnarfjörður 2.286 og Akranes 5.338. Alls hafa 63 skip komið með afla að landi af þessum miðum og hafa eftirfarandi skip fengið yfir 1500 Iestir: Geirfugl Grindavík 2467 lest- ir, Þórkatla II. Grindavík 2434, Isleifúr IV. Vestm.eyjum 1889, Huginn II. Vestm.eyjum 1857, Halkion Vestm. 1808, Kópur Vestm- 1805, Þorsteinn Rvík 1778, Gideon Vestm. 1639, Viðey Rvk. 1592, Keflvíkingur Keflavfk 1546 Og Gjafar Vestm. 1531. Ingimar Erlendur. ★ Gestur félagsheimilis Æ.F. R. n.k. fimmtudagskvöld verð- ur Ingimar Erlendur Sigurðs- son, rithöfundur. ■ár Ingimar mun iesa úr nýrri óbirtri skáldsögu, er hann nefnir Íslandsvísur. ★ Félagsheimilið, Tjarnar- götu 20 er opnað kl. 8,30. — Öllum opið. 0k á Ijosastaur Það slys varð fyrir hádegi á laugardaginn að Volkswagen- bifreið sem var á leið austur Hringbraut við Hljómskálagarð- inn, var ekið á ljósastaur. Bíln- um ók Amar Jónsson, leikariog var hann að rétta 2ja ára gömlu barni, sem sat í framsæti bif- reiðarinnar, hjálparhönd, bg mun hafa litið áf veginum með fyrrgreindum afleiðingum. Arnar lenti á stýrinu svo að það brotnaði og síðan á fram- rúðunni sem einnig brotnaði- Bamið skall einnig á rúðunaog meiddust bæði bamið og Arnar en rannsóknarlögreglunni var ekki kunnugt um hve mi'kið. Voru þau flutt á Slysavarð- stofuna af vegfaranda, en ekki í sjúkrabíl. Vissulega hefur veg- farandinn veitt þessa aðstoð í greiðaskyni, en rannsóknartög- reglan vill brýna það fyrirfólki að hreyfa e'kki við þeim sem slasast hafa í árekstrum heldur láta lögregluna tafariaust vita. Þjóðviljinn fékk þær upp- Iýsingar hjá Fuglaverxidunarfé- lagi Islands I gær, að á þessu sumri hefði farið fram talning á ömum og arxiarvarpstöðum og eftirlit haft með þeim. ★ Alls urpu 12 arnarhjón, 3 hreiður eyðilögðust, þar af eitt af völdum selveiðimanna, en tvö af óvissum orsökum. ★ t)r 9 hreiðrum urðu 16 ung- ar fleygir. 5 hreiður voru með 2 ungum hvert, 3 með einum unga hvert og eitt með 3 ungum, en það er sjald- gæft. Nú er vitað með vissu um 38 fufflorðna emi hér á landi, 6 ungir ernir sáust í sumar og eins og að ofan segir 16 ungar. Einn fullorðiim örn fannst dauð- ur við hreiðursvæði á sl. vetn. I frétt Fuglaverndunarfélags- ins segir að nú sé farinn að sjást árangurinn af eiturbann- inu, sem komst á 1964. Jafn- framt er tekið fram að forðast verði allt ónæði við varpstöðvar arnarins, amarstofninn hér á landi sé enn í mi'killi hættusvo að fullrar aðgæzlu sé þörf næstu ératugi. ðslandsmeistarar nú í 12 sinn í röð FH varð íslandsmeistari í handknattlcik utanhúss i 12. sinn í röð með því að vinna Fram í úrslitaleik í gærkvöld 14:13 mörkum. Leikurinn fór fram í Ilafnar- firði og var jafn og tvísýnn. í fyrri hálfleik liafði Fram 7 mörk gegn 6 mörkum. Hörð viðurlög viö óhreinkun sjávar í fréttatilkynningu frá skipa- skoðunarstjóra segir að eftir „Torrey Canyon“ slysið hafi víða verið hert á eftirliti með olíuóhreinkun sjávar, m.a. hafi Board of Trade í Bretlandi var- að sjófarendur við að dæla olíu í sjó við Bretlandsstrendur, og þar er haldinn strangur vörður, með skipum og flugvélum, svo að hætta á kærum og refsingu ef út af er brugðið er mikil. í frétt skipaskoðunarstjóra segir ennfremur: Engin hámarkstakmörk eru fyrir bótakröfum þeim, sem gera má á hendur skipstjórum, sem gerast brotlegir við hin brezku ákvæði um olíuóhroink- Þota Fí fer til Ak- un á svæðinu umhverfis Bret- land, kemur jafnvel fangelsis- refsing til greina. Sem dæmi um það, hve alvar- legum augum er litið á olíu- óhreinkun sjávar erlendis, má nefna að norskir skipstjórar hafa verið dæmdir í 400 ástr- alskra punda sekt fyrir óhreink- un sjávar nálægt höfninni í Melbourne og £50 sekt og £20 í málskostnað fyrir að ó- hreinka enska höfn. Ennfrem- ur hefur vélstjóri nokkur á norsku skipi verið kærður fyr- ir að lensa hreinu kjölfestuvatni í gegnum dælu og leiðslur, sem rétt áður höfðu verið notaðar við dælingu á dieselolíu. Enskur dómstóll hefur nýlega dæmt skipstjóra í £750 sekt fyr- ir að hafa dælt hráolíu í sjó við Bretlandsstrendur og senni- lega er að auk þess verði gerð- ar bótakröfur á hendur eigend- um skipsins að upphæð £27.000.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.