Þjóðviljinn - 19.06.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.06.1968, Blaðsíða 1
s Miðvikudagur 19. júní 1968 — 33. árgangur — 123. tölublað. Asmuiidur /v/!< .J/V Jón X Fundurum Atlanzbanda- lagið og endaíok þess Sósíalistafélag í Reyk.iarvík heldur almennan félagsfund í kvöld klukkan 20.30 í Tjam- argötu 20. Fundarefni: 1. Atlanzhafsbandalagið og endalok þess.. Frummæl- endur Ásmundur Sigur- jónsson og Jón Kannes- son. 2. Önnur mál. Félagar f jölmennið. Stjórnin. Verkfall á síldar- flotanum skollið á • í gær kom til framkvæmda verkfall það sem flest sjómanna- félög landsins höfðu boðað á sildarskipunum. Samningafund- « ur var boðaður kl. 8.30 í gærkvöld, en næsti fundur þar á und- an var sl. föstudag, og miðaði litt í átt til samkomulags. • Aðeins örfáir bátar munu hafa verið komnir á síldveiðar, þar sem bræðslusíldarverðið hefur enn ekki verið ákvéðið, þótt lög segi til um að það skuli ákvarðað ekki síðar en 10. júní. Þessir bátar eru að veiðum við Hjaltland og sigla með síldina á markað erlendis. í gærkvöld ætluðu formenn sjómannafélag- anna að ræða um hvort kalla skyldi þessa þáta heim vegna verkfallsins. Yfirmenn á bátunum: Kref jast samninga og verðlagningar □ Yfirmenn á bátaflotanum héldu fjölmennan fund á Hótel Sögu sl. sunnudag þar sem fram kom megn óánægja með að hvorki skuli hafa verið samið um kjör sjómanna á síldveiðum í sumar né bræðslusildarverðið ákveðið þótt langt sé komið fram yfir þann tíma sem lög segja til um að verðákvörðun sé tilkynnt. □ Á fundinum voru eftirfarandi ályktanir samþykktar einróma: L o f tskey tastöð- in í Reykjavík 50 ára 17. júní ) • Loftskeytastöðin í Reykjavik (Reykjavíkur radíó) varð 50 ára hinn 17. júní sl. og þar með radíóþjónustan við skip á fslandi sem frá upphafi hefur veri'ð snar þáttur í öryggismál- um s.iómanna. 1. júlí 1916 var samlð við Marconifélagið í London að reisa loftskeytastöð í Reykjavík og var húsJnu fengin lóð á Melunum. Var byggingu stöðvarhússins lokið vorið 1918 og stöðin tekín í notkirn 17. júní það ár. Var stöðvarstjórinn eini starfsmað- urinn við stöðina fyrst í stað, en brátt fjölgaði starfsliðinu eftir því sem verkefnum fjölg- aðl. Var Friðh.iöm Aðalsteins- son fyrsti stöðvarstjórinn en núverandi stöðvarstjóri er Stefán Arndal. • Upp úr 1930 hóf landssím- inn að smíða talstöðvar fyrfr íslenzk fiskiskip og talaf- greiðsla milli skipa og sím- nntenda í Iandi hófst 10. maí 1938. TJpp úr 1950 var öll stuttbylgjuafgreiðsla við skin- ín flutt úr Melastöðinni að Gufunesi og 1953 voru hin ytóru Ioftnetsmöstur flutt af Melunum á R.iúpnahæð. Ir*ks var öll afgrciðsla Loftskevta- stöðvarinnar í Revkja-eík flptt að Gufunesi árið 1963 og Melastöðín lögð niður. Er myndin af húsi stöðvarinnar í Gufunesl. ^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i „Fundur haldinn í Reykjavík með yfirmönnum síldveiðiskipa 16. júní 1968 átelur harðlcga þau vinnubrögð sem viðhöfð eru við verðlagningu bræðslusíldar og krefst þess að verðið sé ákveðið tafarlaust, og í framtíðinni verði ckki höfð þau vinnubrögð við verðákvörðun sem undanfarið hafa verið viðhöfð. Vill fundur- inn visa til laga um Verðlagsráð en í þeim segir mcðal annars: Verðlagsrá’ð skal hafa ákveðið verð á sumarsíld fyrir 1. júní ár hvert, þó skal heimilt ef yfir- nefnd fær verðið til ákvörðunar, að verðákvörðun sé tekin síðar. Þó ekki seinna en 10. júní fyrir bræðslusíld. Nú er liðið Iangt fram yfir þau tímamörk er lögin heimila og ekki verið tilkynnt um að frestur hafi fengizt til að draga ákvörðunina á langinn. Furadojr yfirmanna bátaflotams haldimn 15. júní 1968 saimlþykkir eftirfarandi tiillögu: Þar sem ekki eru fyrir hendi samningar fyrir síldveiðar á f jarlægum miðum og sildarsöltun um borð í veiðiskipum, telur fundurinn auðsynlegt að gengið verði frá þessum atriðum án taf- ar. Að öðrum kosti telja félögin sig hafa frjálsar hendur til stöðv- unar á þessum veiðum með Iög- Iegum fyrirvara." Stærsta stúdentahópurinn til þessa: 436 stúdentar brautskrábir frá fimm skólum þetta vor □ Stærsti nýstúdentahópurinn til þessa var brautskráð- ur úr fimm skólum liandsins þetta vor eða alls 436 stúd- entar. Við skólaslit í menntaskólunum undanfama daga útskrifuðust alls 379 stúdentar, þar af 231 frá MR, 122 frá MA og 26 frá ML og frá Verzlunarskóla íslands var braut- skráður 31 stúdent. Áður höfðu lokið stúdentsprófi frá Kennaraskóla íslands 26 nemendur. Mcnntaskólanum á Laugar- vatni var saigt upp föstudaiginn 14. júní og voru. brautskráðir þaðan alls 26 stúdentar, II úr máladeild og 15 úr stærðfræði- deild. Hæstu einikunn við stúdents- próf hlaiut Miattihías Haraldsson, nemandi í máladeild, ág. 9,61. Næstar varð Steinaar Matthías- son, einnig úr máladeild, 9,41. í stærðfiræðideild varð hasstur Óm Lýðsson með 9,28. Jóhann Hannesson hélt ræðu við skólaslit og afheniti nýstúd- entum prófskírteini sin. Gerði hann í ræðu sinni grein fyrir starfi skólans og breytimgum sem þar ætti að reyna, þ.e. val- greimakerfinu. Tíu ára stúdemtar voru mætt- ir við skólaslit og bafði Arnór Látið skrá ykkur í Keflavíkurgönguna 23. júní □ Svo sem kunnugt er hafa Samtök hemámsandstæðinga opnað skrifstofu í Aðalstræti 12 vegna fyrirhugaðrar Keflavík- urgöngu 23. júní. Starfsmaður er Eyvindur Eiríksson og ræddi Þjóðviljinn við hann í gær. Lagt verður af stað í KÍflavík- urgönguna kl. 7.45 n.k. sunnudags- morgun frá ýmsum stöðum í Reykjavík og verða þeir auglýstir námar síðar svo og önnur atriði i sambandi við gönguna. Göngumenn verða ávarpaðir við flugvallarhliðið og síðan hefst gang- an um kl. 9.30, — Leiðinni til Reykjavíkur hefur verið skipt nið- ur í áfanga, Verður stanzað á fimm stöðum á leiðinni: Vogum, Kúa- gerði, St/raumsvík, Hvaleyrarholti og Kópavogii Á þessum stöðum fara fram dagskráratriði: upplestur og stutt ávörp. Eins og áður hefur komið fram geta þátttakendur lát- ið skná sig tdl gönigunnar með þessa áfangastaði í huga. * , Göngunni lýkur með útifundi við Miðbæjarskóla sem hefst kl. 22.45. Þar verða flutt ávörp og verður skýrt frá ræðumönnum næstu daga Þá sagði Eyvindur að f.járhagur Samtakanna væri bágborinn og hefði nýljega verið tekið lán til að standa straum af kostnaði við göng- una. Minmtj hann alla hina ágætu stuðningsmenn Samtakanna á að brýn nauðsyn væri á fjárhaigsleg- um stuðningi og stendur yfir fjár- söfnun vegna gönigunnar. Að lokum bað E.yvindur fólk um að bafa samband við skrifstofuna, sem er opin frá kl. 13-19 og kl. 20.30 - 22. — Síminn ea* 24701. Karlsson orð fyrir þeim og faarði skólanum að gjöf vamdaða smásjá. Fimm v ára stúdenfar sendu bókagjöf. Að athöfndnini lokinni sátu nýstúdenitar og gesf- ir kaffisamsœti i skólanum og 16. júní var haldið mót Lauigar- vatnsstúdenta í Sigitúní í Rvik. 15. júnd var lasrdómsdeild Verzlunarskóla íslands slitið og brauts'kráður þaðan 31 stúd- ent. Jón Gíslason skólastjóri skýrði frá st’arfmu á liðnum vetri, en alls voru 70 nemendur í lærdómsdeild skólans, þar af 30> í 6. bekk og 40 í 5. bekk’ og voru báðir bekkir tvískiptir. Allir nemendur 6. bekkjar stóðust stúdentspróf, auk þess einn utanskól'anem'andi. Hæstu einkunn við stúdentspróf fékk Gunnar Helgi Guðmundsson, 1. ág. 7,50 Cgefið er eftir Örstdds- kerfi). Annar varð Öm Áðal- steineson með 7,42 og síðan Guð- mun<Jur Hannesson með 7,41. Cand. jur. Kristinn Guðmunds- son þæjiairstjóri í Hafnairfirði talaði í rnafni allra afmælisár- ganiga skólams, fór viðurkenn- imgairorðum um starf s'kólans og skólastjóra og afhenti 17 þús. króna penimgagjöf sem renna skal í raunvísindiasjóð skólans. í kveðjuávairpi til ' nemerada sdnna minnti Jón Gíslason skóla- stjóri á arð Benedikts Gröndals skálds: „Maður á aldnei að halda sér til anraars en þess sem er ágætt“ og kvaðst vona að skóla- visti n hefði gert þau hæfari en Frarrfhald á 3. síðu. Nína Tryggva- dóttir látin í fyrrinótt andaðist í sjtikra- húsi í New York Nína Tryggva- dóttir listmálari 55 ára að aldri. Níraa var í hópi fremstu mynd- listam'annia okkar og hafði hlot- ið margbáttaða vdðurkenraingu og verið falin mikiilvæg verkefni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.