Þjóðviljinn - 24.10.1969, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.10.1969, Blaðsíða 1
Föstudagur 24. október 1969 árgangur — 233. tölublað. Bílaskatturinn ti. diægri um- ferJar framlengdur til 1972 Ríkisst jórnin Ieg-gur til á Al- I inn vcgna hægri umferðar verdi þingi að tekin verði í umferð ýt- | framlengdur um tvö ár, til 1912, arleg lagaákvæði um starf um- j og m.a. varið til að kosta starí- ferðarmálaráðs, og að bílaskattur- | semi ráðsins. Sýning handrita um 30 rithöfunda í Landsbókasafni f tilefni af ri'thöfundaþinigi, sem nú 'er haldið, efnir Lands- bókasafn til sýningar í anddyri Safnahúss á handritum unigira skálda og rithöfunda. Á sýning- unni eru handirit að verkum rúmlega 30 höfunda um og inn- an við fimmtugsaldur, en hand- ritin hafa þeir látið safninu í té í þessu skyni. Hinn 24. október eru liðin 100 ár frá fæðingu Guðmundar Frið- jónssonar skálds á Sandi. í minningu þess hefur ritum skáldsins, handritasýnishornum og ritgerðum um Guðmund Frið- jónsson einnig verið komið fyr- ir í anddyri safnsins. (Frá Landsbókasafni íslands). Skiphéismáíið í athagun í dóms- málaráðnneytinn Þjóðviljinn snéri sér í gær til dómisimálaráðuneytisins og spurð- ist fyrir om það, hvort búið værí að afgreiða umsiókn veitingahúss- ins Skiphóls í Hafnanfirði nm vínveitingarleyfi. Eins og kunnugt er tóik bæjarstjóm, Hafnárfjarðar ekki afstödu til imálsins en lét fara fraim skoðanakönnun um það meðal kjósenda í bænum og lýsti meirihluti þeirra, sem í henni tóku þátt, sig fylgjandi þvx að húsdð fengi vínveitingaleyfi. Var umsóknin ásaimt niðurstöðum skoðanakönn unarinnar síðan send dómsmálaráðungytinu til úrskurð- ai’. Ölaflur W. Stefánsson deildar- stjóri varð fyrir svöruim og sagði hann, að málið væri enn í athug- um hjá ráðuneytinu en yrði vænt- anlega afgreitt á næstunni. Verð- ur þetta mik'la deilumál Hafn- firðiniga þvi brátt til lykta leitt a hvom veginn sem úrskurður ráðuneytisins verður. Þing INSÍ sett í dag kl. 14 síðdegis 27. landslþing Iðnnemasam- band Islands verður sett ' í samkomusal Dómus Medica M. 14 í dag. Tillaga flutt á Alþingi: , Skipuð veréi rannsóknarnefnd vegna Búrfellsvirkjunarinnar • Tveir þingmenn, Magnús Kjartansson (Alþýðubandalagið) og Þórarinn Þórarinsson (Framsókn) flytja í neðri deild Alþingis til- lögu til þingsályktunar um rannsóknarnefnd vegna Búrfellsvirkjunar. Er tillagan þannig: • Neðri deild ályktar að skipa nefnd sam- kvæmt 39. gr. stjórnarskrárinnar til að rann- saka allar staðreyndir um byggingarkostnað Búrfellsvirkjunar, rekstrarkostnað nú og síðar og samninga virkjunarinnar um orkusölu. Skulu nefndarmenn vera fjórir, einn tilnéfnd- ur af hverjum þingflokki. Nefndin skal hafa rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréf- legar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Að loknum störfum skal nefndin gefa neðri deild skýrslu um niðurstöður sínar. Dámismiálaráðherra Jóhann Haf- stein rnaelti fyrir tveimur stjóm- ai-frumvörpum á fundi neðri deildar Alþingis í gær- Var ann- að frumivaip um bi-eytingu á lög- unum frá í fyrravor um hægri hamdar uimferð. Er þar kveðið á um fraimíleinigingu bílaskattsins sem ætlað var að standa undir kostnaðinum af umferðarbreyt- in-gunni. Ráðherrann skýrði frá, að heildarkostnaðux'inn hefði orðdð meiri en gert var ráð fyrir eða um 71 miljón kr. Til að sitanda undir heildarkostnadinum leggur ríkisstjiórnin til að uimferðabreyt- ingargjaldið verði framlengt ó- breytt eins og það hefur verið 1968 og 1969, og verði það inn- hedimt til ársins 1972. Er áætlað að skatturinn miuni nema alls um 88 miljónum króna- Jafnframit er nú lagt til að skatturimv verði notaður til að standa undir kostn- aði af starfi umferðarmálaráðs, sem sett var á fót með reglugerð er framkvæmdanefnd hægri um- ferðar lét af störfum. Hitt frumvarpið er um breyl- Framh-ald á 9. síðu. Stjórnarfrumvarp um utanríkismálaráðuneytið og sendimenn íslands erlendis Alþingi á að beita sér meira að meðferð utanríkismálanna □ í umræðum á Alþingi í gær um breýtingar á lögunum um utanríkisþjónustuna hvatti Magn- ús Kjartansson til þess að þær breytingar mörk- uðust ekki sízt við ákvæði, sem tryggðu aukna þátttöku Alþingis og þingflokkanna í utanríkis- málum íslands og alþjóðamálum almennt. Utanríkisráðherra Emil ’jónsson flutti á fundi ncðri deildar Al- þingis í gær framsöguræðu fyrir stjórnarfrumvarpi um utanríkis- þjónustu Islands. Var þingsálykt- un satmlþykkt 1968 um endurskoð- un laga frá 1941 sem ráðherr- ann sagði að 'hefðu þá verið hugs- uð til bráðabirgða, er Islendingar urðu í sitríðsbyrjun að taka ut- anríkismálin í eigin hendur í skyndingu, en þau lög um ut- anríkisráðuneyti Islands og full- trúa þess erlendis hefðu nú verið í gildi í 28 ár- Sagði í'áðherrann að nefnd sem skipuð var samkvæmt þi'ngsálykt- unartillögunni, hefði samið tfrum- varp það sem nú er lagt fyrir þingið, og hefðu átt sæti í nefnd- inni Benedikt Gröndal, Gils Guð- mundsson, Ólafur Jóhannesson, Sigurður Bjarnason og Agnar Kl. Jónsson. Ekk'i kvað ráðherrann veruleg nýmæli felast . í nýja frumvarpinu- Þó væri gert ráð fyrir að heimilt væri að sikipa viðskiptatfulltrúa við sendiráðin, skipaður yrði eftirlitsmaður sendi- ráða, og gert ráð fyrir að ríkið Áskorun íbúa Seláss- og Árbæjarhverfis: Vilja leikfimishús við barna skólann strax næsta haust □ 1008 íbúar í Sellás- og Árbæjarhverfi hafa undirritað áskorun til borgarstjómar Reykjaví'kur þess efnis, að hún beiti sér fyrir því, að byggingu íþróttahúss við Árbæjar- skóla verði hraðað svo, að hægt verði að taka það í notk- un næsta haust. 1 hréfi sem fylgdi með undir- skriftunuim og öllum borg'anftúll- trúum hefur verið sent atfrit aí' sérstaklega, segja fbúarnir að á fundi í hvertfinu í september sl. hafi fræðslustjói'i upplýst það, að ekki viæri gert ráð fyrir, að f- þróttahús við Árbæjarskólann yrðd ti'libúið til notkunar fyrr en síðla árs 1971. Þessu segjast íbú- arnir ekki vilja unavMinna þeir á að leikfilmtf sé skyllduiniáimisgrein í skólium, þrátt fyrir Iþað að fjöldi barna hafi lokið fullnaðarprófi án þess að hatfa fengið noklcra kennsiu í henni, og hafd börn hvertfisdns farið á mds við þenn- an þátt skólafræðsiunnar, er stuð'la eigi að bættri líkamsrækt- Segjast bréfritarar að lokum vonast til þess' að borgarstjórn taki vel á málaieitun þeirra og sjái svo til að bygigingu íþirótta- hússins verði hraðað srvo að það veröi tilbúið til no'tkunar næsta haust. Því má bæta hér við, að það er víðar pottur bTOtinn en í Ár- bæjarhverfi hvað varðar íþrótta- kennslu í skóluon borgarinnar, t. d er engin íþróttakennsla við Hvassaleitissfcóila, a.m-k. fyrir neðri bekikina, og enigin xþrótta- kennsla er heldur við Breiðagerð- isskólann nýja. Hefur jafnan ver- ið hafður sá háttuir á við bygig- ingu nýrra skótta í borginni, að leikfimisalir hafa verið reistir síðastir og leikfimiikennsla í skól- unuim því oft verið gloppótt af þeim sökum mörg fyrstu stairfs- ái' hvers skótta. Verður fróðlegt að sjá, hvernig borgárstj óma r- meirihlutinn bregst við þessiari á- skorun íbúa Árbæjar- og Selás- hvertfis. tæki þátt í kostnáði sendiráð.s- starfsmanna við að senda börn í skóla heima í’Islandi. Minnti i'óðherrann á að Islend- ingar hefðu ekki efni á því að hafa sendiráð eins víða og æski- legt væri og væri m-a. bjargazt við víðtask kerfi kjöx'ræðismanna sem flestir hverjir ynnu gott starf fýrir íslenzku þjóðina. Frumvarp frá 1968 Magnús Kjartansson minnti á; frumvarp um utanríkisþjónustuna sem hann hefði flutt 1967 ásamt Lúðvík og Hannibal, og talað hefði verið um að tekið yrði til athugunar aí milliþinganefndinni. Þar hefði ekki verið um að ræða neima allsherjarendurskoðun á lögunum, en aðalefni frumvarps- ins verið í tveimur greinum. Hefði hin fyrri verið á þessa leið: „TJm allar meiriháttar ákvarð- anir í utanríkismálum skal ráðu- neytið hafa samráð við utanríkis- málanefnd Alþingis, bæði meðan Allþingi er að störfum og milli þinga. — Sendinefnd Islands á Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna er skipuð af ráðherra til eins árs í senn, og skuiu þingfiokkarnir hafa rétt til að tilnefna einn fulltrúa hver í nefndina. Árlega skai ráðherra gefa Al- þingi skýrslu um viðliorf rikis- stjórnarinnar til utanríkismála og um störf íslenzku sendinefndar- innar á þingi Sameinuðu þjóð- anna, ásamt rökstuddri greinar- Frambald á 9. siíðu. Beckett híaut Nébelsverélaun írsika rithöfundinum Samuel Beekett vax- í gær úthlutað bók- mieruntaverðlaunum Nöbels Sjá frétt á btts. 3. Sovézk herskip koma í opin■ bera heimsókn tii Rvíkur í dag koma tvö sovézk her- skip til Reykjavíkur í opinbera heimsókn o.g verða liér til þriðju- dags. Leggjast sikipin aðr brygigju i Sundahötfn f. hádegi. í dag heim- sækir yfirmiaður þeirra, Solovjof varaaðmírá'lil, ýmsa ísilenzka em- bættismenn, þ.á.m, utanríkisráð- herra, lögreglustjóra og borgar- stjóra. A morgun miilli kl. 10 og 11 leggja skipsmienn blómsveig að minnisvarða óþekkta sjó- miannsins en annað fcvöld k'l. 9 og á mánudagskvöld efna þeir til hljómleika í Háskólabíói mcí blandaðri dagskró söngvara, dans- ara og hljómsveitar. Almenningi vei'ður getfinn kost- ur á að skoða ákipin á sunnudag kl. 15-17 og á mánudagsmorgur ki. 10-13. Skipin halda héðan á þriðjudag sem fyrr segir. Hér er um tvo tundurspilla að ræða sem eru um 3500 smál. hvor og er hinn stærri 144 m að lengd, Þetta er fyrsta sovézka fflotaheim. sóknin til Islands i sögu dipló- matískra samskipta n’kjanna. IV. þing Verkamannasam- bandsins hefst á morgun □ 4. þing Verkamannasambands íslands ve'rðuo: sett á morgun kl. 2 e.h. í Lindarbæ af formanni sambandsins, Eðvarð Sigurðssyni. Rösklega 80 fulltrúar frá 38 sam- bandsfélögum hafa rétt til þingsetu. Þórir Daníelsson framfcvæmda- stjóri Verkamannasamibandsins skýrði Þjóðviljanuim svo frá í gær, að atvinnumólin o-g kjara- málin yrðu aðalmál þessa- þings. Þá li'ggja fyrir þinginu laga- breytingar, sem gerðar eru til samxæmis við skipulagsbreyting- ar Alþýðusambands íslands- Þá sagði Þórir, að á þingihu yrði kynntur undirbúningur að stofn- un lífeyi'issjóðanna. I þinglok verður svo kjörin ný sambands- stjórn til næstu tveggija ára, en þing sambandsins eru haldin annað hvert ár. Þórir kvaðst ekki vita enn með vissu hve margdr fulltrúar myndu sækja þingið, en rétt til þingsetu hefðu rúmlegá 80 full- trúar frá 38 félögum. Hefur sam- bandsfélögunum fjölgað um eitt frá því síðasta þing var haldið og eru þau nú orðin 38 að tölu með samtals um 15 þúsund félags- menn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.