Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						C SÍÐA — WÖÐVILJItNN — Laugjardaiguir 20. niówenifoeir 1060.
25 ár liðin frá valda-
töku alþýðu í Albaníu
ZZy-7'V-Z-^^W-JvýZ
Q í dag minnast Albanir þess að liðinn er
réttur aldarfjórðungur frá því að síðasta vígi
innrásarherja Hitlers-Þýzkalands og banda-
manna þess, á albanskri grund, féll í hendur
þjóðfrelsishersins og allt land innan marka Alb-
aníu komst í fyrsta skipti í sögunni í hendur
réttra eigenda, alþýðunnar í landinu.
Þessi sögufrægi atburður gerð-
ist með töku borgarinnar Shko-
der í Norður-Albaníu hinn 29-
nóvember árið 1944 og þennan
dag hafa Albanir gert að þjóð-
hátíðardegi sínum.
Saga Albana greinir frá alda-
langri, þrodausri baráttu smárrar
þjóðar fyrir frelsi sínu og sjálf-
Eftirfarandi skeyti sendi
stjórn' Menningartengsla Al-
baníu og íslands (MAÍ) til
Albáníu í tilefni hátíðahald-
anna þar:,
Jf tilefni þess að 25 ár eru
liðin frá frelsun lands ykkar
undan oki fasismans senda
Menningartengsl Albaníu og
íslands árnaðaróskir og bar-
áttulcveðjur til albanskrar al-
þýðu og stjórnmálasamtaka
hennar, Verkalýðsflokks Al-
baníu. Þrátt fyrir þá staðreynd
að þjóðir okkar búa í mikilli
f jarlægð hvor frá a'nnari, næst-
um eins mikilli og tvær Ev-
rópuþjóðir geta búið, þrátt
fyrir ólíkan uppruna þjóða
okkar og ólíkar tungur, eiga
þær margt' sameiginlegt. Báð-
ar þjóðirnar eru meðal þeirra
smæstu í heiminum, báðar
hafa þær um aldaraðir búið
við erlenda kúgun og áþján
ög báðar öðluðust þær sjálf-
stæði sitt um svipað leyti.
Af áhuga fylgdumst við
með hetjulegri baráttu ykkar
við ítalska fasista og þýzka
nazistaheri öll stríðsárin og af
áhuga fylgjumst við í dag
með tryggð ykkar við hinar
byltingarsinnuðu hugsjónir
marx-Ieninismans og þeirri
stefnufestu sem flokkur ykk-
ar og albönsk alþýða hefur
ávallt sýnt.
F. h. stjórnar MAÍ
Ólafur Jónsson."
stæði, baráttu hennar við ofur-
efli erlendra innrásarherja, sem
dyggilega voru studdir af yfir-
stétt landsins á hverjum tíma.
Þetta er saga mikilla þjáninga,
stórra fórna, harðrar baráttu, saga
ósigra og ávinninga, saga hetju-
þjóðar.
Þessari sögu verða að sjálf-
sögðu ekki gerð skil hér, aðeins
lítillega vikið að því skeiði henn-
ar, sem segir frá atburðum þeim,
er drepið var á í upphafi þessara
hugleiðinga og því, sem kalla má
bakgrunn þeirra.
Arin eftir heimsstyrjöldina
fyrri voru ár mikillar ólgu og
tíðra uppreisna í Albaníu, eins
og víðar um heim. Albanska rík-
ið, sem stórveldin höfðu raunar
ekki viðurkennt fyrr en sumarið
1920 átti við mikla örðugleika að
etja bæði á sviði stjórn- og efna-
hagsmála.
Þjóðin sundruð; annars vegar
örsnauð og fákunnandi verkalýðs-
stéttin að meirihluta sveitafólk,
sem átti ekkí lófastóran blett til
að ganga á, en þegar hér er kom-
ið sögu, að byrja að skynja mátt
sinn og megin og því í uppreisn-
arhug; hins vegar hinir ríku jarð-
eigendur ásamt fámennri stétt
stórborgara í nokkrum smábæj-
um Iafandi við völd í krafti hers
og lögreglusveita í landi sem
víða var rústir einar eftir styrj-
öldina.
Stjórnarfarið var allt ótraust
enda í fyrstu óákveðið hvort
landið yrði konungsríki eða lýð-
veldi.
Við þessar aðstæður reyndist
stjórnmálamanni einum Achmed
Zogu að nafni, tiltölulega auð-
velt, eftir að hafa tryggt sér
stuðning hersins og yfirstéttar-
innar, að hrifsa til sín völdin og
brjóra á bak aftur hin ungu og
máttlidu samtök róttækra afla í
Iandinu.     /
Þeir atburðir gerðust árið
1925.
Afskipti Zogus af albönskum
stjórnmálum urðu með all sér-
stæðum hætti, hann kallaði sig
forseta landsins eftir valdarán sitt
(raunar sá fyrsti, sem borið hefur
slíkan titil í Albaníu), en var bú-
inn að taka sér nafnbótina „kon-
ungur Albana" þrem árum síðar.
En Zogu þessum var fleira til
Iista lagt, sem nú skal greina.
Um líkt leyti og Zogu útnefndi
sig forseta Albaníu náði fasista-
stjórn Mussolínis undir sig öll-
um völdum á ítalíu. Vel fór á
með Zogu.og höfðingjanum vest-
an við Adríahafið pg gerðu þeir
brátt með sér bandalag, sem raun-
ar var beint gegn Júgóslavíu.
Hófust þegar væringar með
Júgóslöfum og Albönum, sem
aftur leiddu til þess að þeir síð-
arnefndu hölluðu sér þeim mun
fastar að ítölum.
Gerðu ríkin með sér varnar-
sáttmála árið 1927- Jafnframt
náðu ítalskir auðmenn tökum á
efnahagslífi Albana og r,éðu, inn- .
an skamms lögum og Iofum í
landinu.
Tók nú mjög að va^a ,andúð
allrar alþýðu á Zogu og árið
1935 var gerð uppreisn gegn
stjórn   hans,   sem   þó   mistókst.
Árið eftir gerir svo Zogu-
stjórnin samning við ítali þar
sem albanski herinn var settur
undir eftirlit ftala og árið 1938
fengu þeir einkarétt á allri utan-
ríkisverzlun Albana.
7. apríl árið 1939 gera svo
hersveitir Mussolínis skyndilega
innrás í Albaníu, Ieggja undir sig
landið á fáum dögum, enda varð
lítilli vörn við komið.
Achmed Zogu flýði úr landi
og hefur án efa þótzt bera lítið
úr býtum fyrir dygga þjónustu
við hið fasistíska stórveldi.
Munu fáir Albanir hafa harm-
að kóng þann, og er hann úr
sögunni.
Með innrás ftala hefst sá kapí-
Áburðarverksmiðja í bænum Laci í Norður-AIbaníu. —. (Superfosfat).
tuli albanskrar sögu sem hvað
mestum Ijóma er vafin, þrátt fyr-
ir allt. .
Hann fjallar um það hvernig
ein minnsta þjóð veraldar, 1,2
irýlj. manna, í Jandi sem er aðeins
29 þús. km2 að stærð, barðist
linnulaust öll stríðsárin við stór-
veldin ítalíu og Þýzkaland, marg-
falt ofurefli liðs, búið fullkomn-
ustu vígvélum þess tíma, og sigr-
aði.
Albönsk alþýða réði loks ein
Iandi feðra sinna og það án þess
að einn einasti erlendur hermaður
kæmi inn í landið henni til að-
stoðar.
Af þessari framgöngu mega
Albanir svo sannarlega vera stolt-
ir,
En alþýðan nær aldrei völdun-
um með hugrekkinu einu saman.
Hún þarf að eiga sér öflug póli-
tísk samtök og byltingarsinnuð,
staðfasta og einarða forustumenn,
trúa fólkinu og föðurlandinu.
Og það var gæfa albanskrar
alþýðu að eiga einmitt slíka
menn, þegar mest á reyndi.
Hina Iöngu baráttu stríðsár-
anna leiddu albanskir kommún-
istar undir forustu foringja sinna,
Envers Hoxha og félaga hans.
Nöfn þeirra munu verða skráð
gullnu letri á festingu hinnar
stríðandi alþýðu um heim allan,
um ókomnar aldir.
Þann aldarfjórðung sem al-
bönsk alþýða hefur nú ráðið ríkj-
um í landi sínu hefur hún sýnt
að hún er ekki síður fær um að
stjórna í friði heldur en í stríði.
Það hefur þurft meira en orðin
tóm að breyta hinni gömlu Al-
baníu í þá nýju Albaníu sem nú
blasir við sjónum þeirra sem
sækja heim landið.
Það mun ekki of sögum sagt, að
Albanía hafi verið skemmst á veg
komin allra Evrópuþjóða í menn-
ingar- og efnahagslegu tilliti, er
heildarleikurinn mikli hófst Og
ekki várð styrjöldin lyftistöng
framfara í Iandinu, því segja má
að það lida, sem ekki minnti á
miðaldir hafi verið eyðilagt með
öllu.
2,5% þjóðarinnar lét lífið eða
28800 manns, 11.600 særðust og
urðu örkumla og að auki þús-"
undir sem . urðu fórnarlömb
jStríðsins á einn eða annan hátt
t.d. fluttar í þýzkar fangaoúðir.
Eignatjónið var einnig geysi-
Iegt, 37% allra bygginga í land-
inu- eða 61.000 talsins voru
brenndar eða eyðilagðar á annan
hátt. Þriðji hluti alls kvikfjár var
felldur eða var rænt, 40% allra
ávaxtatrjáa og vínviðar var eyði-
lagður og að auki allar námur,
hafnarmannvirki, vegir,> brýr og
að ekki sé talað um þann Iítla
vísi að iðnaði, sem til var í land-
inu.
Þannig leiknu tóku útlagarnir
úr skógum og fjöllum Albaníu
við landi sínu að stríðinu loknu.
Þeir lögðu byssuna til hliðar,
þó ekki Iengra frá en svo, að hún
væri fljótlega tiltæk, og hófu
að byggja á rústunum.
Langflesta þessa menn skotti
kunnáttu í hinum nýju störfum,
Fraimihaild á 9. síðu.
Becttokfcar 6r albanska  bjóðfrelsishernum á getxgu veturian 1942.
Menningar- og íþróttaböUin við háskólann í lirana.
,     I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12