Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						|0 SÍBA — ÞJÓÐVELJINiN — í*rið!jfuidaguir 30. júní 1070.
JYTTE  LYNGBIRK
Tveir
dagar
1
nóvember
(Ástarsaga)
"Það var alveg rétt að það
vár betra að vera kominn af
stað. Með tmdrun fann hann til
einhvers sem minnti á gleði,
begar hann steig benzínið í botn
á löngum, beinuim vegarikafla og
fann hraðann gagntaka sig eins
og eftirvæntingu og spennu. Það
var gott að þjóta gegnwm myirkr-
fð, vitandi það að næsta andar-
tak var ófyrirsjáanlegt. Að það
var hægt að deyja núna eða
bráou'm, og vildi maður það ekkj
varð hann að taka mið af öllii
og gera það sem með þurfti.
Þetta varð allt svo einfalt, sýnd-
ist að minnsta kosti einfaldara,
því að aðalatriðið var að haga
sér þannig að hægt væri að lifa
af, og þegar hratt var ekið
komst ekki annað að en þessi
krafa.
Hraðinn  var  nógur  í  sjálfu
f   EFNI
J SMÁVÖRUR j
TÍZKUHNAPPAR l
HÁRGREIDSLAN
Hárgreiðslustofa
Kópavogs
Hrauntungu 31. Simi 42240
Hárgreiðsla. — Snyrtingar.
Snyrtivðrur.
Hár^riíiðslu-  og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18  III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
Perma
HárgreiðMn- og snyrtistofa
Garðsenda 21  SlMI *?3-9-68
sér. Hið innra með honum var
eins og eins konar ró kaamist
á, og hann fann að hann var
þarna sjálfur á hreyfingu gegn-
um myrkrið. Það var ekki ferð
eða flótti, því að hann var ekki
á leið butrtu frá einhverju eða
að eimhverju. Hann var bara
þarna á þessari stundu. Hann
fann að hann brosti og það kom
honuim á óvart, því að hann
mundi eftir andliti hennar, sem
hafði verið ósköp fðlt þegar
harm kveikti á bflljósunum
niðri á götunni.
Hljóðin ómuðu enn í eyrum
hans, fjarlægar hlæjandi ra<3d-
ir, bíllinn sem ók framhjá þeim
og Ijósin í hinum gluggunum,
þar sem enn var kveifct á út-
varpstækjunum og sjónvarps-
tækjunum og þarna stóð hún
og lyfti handleggnuim í kveðju-
skyni. Þetta var þarna enn allt,
saman, inni í höfðinu á henum,
minniiig um hljóð og Ijós, geymit
á eins konar spólu í heila hans,
svo að bann gæti munað það,
endurlifað það, en diaufara og
fjarlæigara.
Fölt andlit hennar framan við
rúðuna. Og eitthvað sem átti að
minna á bros. Stigagangurinn
bakvið hana, þar sem Ijósið
slokfcnaði meðan hann var að
horfa á hana og ræsti vélina,
— allt þetta leið gegnutn huga
hans meðan hann ók gegnum
dálítið skóglendi og bílljósán
skinu á yztu trrágreinarnar og
mynduðu ljósgöng undir myrkr-
irou.
Hann hafði ekið buit frá
henni og 'hann tók eftir því að
hann ók hægar, hann var hætt-
ur að-brosa og sat kyrr, líkt og
Mustandi. án þess að þrýsita á
benzínið svo að hraðinn var nær
emginn og grasið meðfram veg-
brúninni varð að gráum gras-
toppum, stökum stráum sem
hægt var að greina. Hann hafði
ekið burt frá henni, og þegar
hún horfði ekki á hann, hver
var hann þá? Þegar hún nefndi
ekki lengur nafn hans. hvað
varð þá um hann? Myndj hann
ekki hverfa, verða að engu í
þessu  orðlausa  myrkri?'
Hún gekk í áttina að Ráðhús-
torgi, gekk hægt á móti vind-
inum og var með .hendurnar í
vösum. Það var áliðið. >að var
hvergi nokkurt fðlk og í búð-
unum var búið að slökkva ljós-
in.
Ráðhústorgið var mannautt og
dimmt Þannig hafði hún ekki
fyrr séð það. Þetta var eins og
að ganga í framandi mann-
auðri borg, sem' átti ekkert skylt
við önnum kafna borg rúrwhelga
daesins sem hún þekkti.
Nú sá hún torgið atftur. Nú
var það stærra, það breiddi úr
sér kringum hana og henni féll
illa  að  aanga yfir bað.
Hún gekk í útjaðrinurn, fann
hvernig tómið sogaðist að henni,
hélt sig inn við húsið með verzl-
uninni með dimmu gluggunum,
þar sem glitti í stál og postulín
sem hengt var upp í einhver
kynjamynztur, meðan hún gekk
framihjé.
Síðan veitingaihúsið með djúpu
gluggunum og dauðum, aðdregn-
um gluggatjöldum fyrir tómum
sal, þar sem engir sátu lengur
kringum hvít borð og átu og
drukku og töluðu glaðlega sam-
an, en í staðinn var komin
dimma og tómleiki og allir á
bak og burt.
Engir bílar voru á ferð, engir
sporvagnar eða strætisvagnar.
Hún hafði verið skilin ein eftir
í yfirgefinni borg og hún var
hrædd við tómleika hennar,
fannst hann myndu gera henr.i
mein.
Hann var farinn. Hann var að
aka um óþekktan veg og þar
gæti eitthvað slæmt kiomið fyrir
hann og hún væri hvergi nærri,
myndi ekki fá að vita ef það
gerðist, gæti ekki hjálpað hon-
um ef hann þyrfti hjálpar við.
Rétt eins og hann gæti ekki
hjálpað henni ef þessi galtóma,
ógnandi borg gerði henni eitt-
hvað til miska, ef tómleikdnn
sogaðist alveg inn í hana og
gerði   hana  einnig  framandi
sjálfri sér. En hann varð að
vera í nánd. Hann varð að koma
henni til hjálpar.
Hann var farinn. Henni var
kailt, og Jiún reyndi að ganga ögn
hraðar, en til þess var hún of
þreytt og hún gekk hægt fram-
hjá kvikmyndahúsmiu með inn-
antómum brosandi risaandlituin-
um og innganginum með rimlum
fyrir.
Hann dró rúðuna dálítið nið-
ur. Hann var þreyttur. Þreytan
kom allt í einu yfir hann eftir
gleðina og hvítt andlit hennnar
í framrúðunni. Hann jók hrað-
ann, svo að golan og háreystin
mögniuðust og grasið fyrir utan
varð aftur eins og litlaust band.
>au höfðu ekki sofið sérlega
mikið nóttina á undian. Hún hafði
verið hjá honum og þau höfðu
legið hlið við hlið og talað um
hið sama upp aftur og oftur.
Gat það verið þetta sem var til-
gangslaust? Það var enginn til-
gangur! Það var ekki til nein
reglugerð um líf þeirra. Né um
neitt annað líf. Allt var álfka
tilgangslaust og þessi aðskilnað-
ur, sem var nauðsynlegur og þó
óþolandi. Þanníg leit hann á
málið.
Gátu þau ekki reynt einu
sinni enn? Gat hann ekki sýnt
að hann þarfnaðist hennar? Gat
hún ekki hætt að vera afbtrýði-
söm út í allt? Gat hann ekfci
sannað henni ást sína? Gat
hún ekk; lært að sfcilja Ijóðin
sem hann orti? Ekki sem eitt-
hvað henni andsnúið, a£ því
að það voru ekfci ástaljóðin sem
hún gerði sér vonir um, heldur
sem eitthvað sem hann varð að
sfcrifa, orð sem hann gat ekki
verið án til að ná sambandi við
s.iálfan sig og lífið sem hann
sá  í kringum  sig?
Gat hún ekfci hætt að ættast
til að hann sæi lífið og tilver-
una í jafnisnyrtilegu mynztri og
foreldrar hennar höfðu kennt
henni að sjá og hún trúði sjálf
á?
Nei. það gat hún ekki, og það
gat hann ekki. Þau höfðu reynt
það svo oft, en því lauk einlægt
með því að hinn' góði vilji til að
sannfæra hinn aðilann um nauð-
syn þess að vera eins og bann
var, breytti,st--í rifrildi- ¦ ellegar
þá að hann fór buirt eða hún
grét.
Ef þetta var að elska hvort
annað þá var það um leið að
eyðileggja hvort annað, og þau
vildu hvorugt eiga aðild að því
framar. Hvorugt þeirra vildi það,
því að þeim fannst það í senn
ömurlegt og tilgangslaust.
En að hvíla saman að nætur-
lagi, finna hlýjuna hvort frá
öðru, eiga líkama hvors annars
og halda fast í hendur hvors
annars og tafca þá áfcvörðuri að
skilja, var það ekki alveg jafn-
tilgangslaust? •
Þá var lífið þrátt fyrir allt
.jafn vonlaust og hann vildi
stundum vera láta en hún vildi
ekki viourkenna. Þá var til-
veran fráléit og sá sem hélt að
einhver gæti leitt hann út úr
tilgangsleysiniú, var annað hvort
barn eða brjálaður, því að
hvergi var neitt annað að finna.
Hana langaði til að trúa því
að einhver gæti hjálpað þeim.
Hún hafði ekki að fullu sagt
skilið við þá sannfæringu, að
foreldrar hennar stæðu utan til-
gamgsileysisiris "og giætu kippt
þessu í lag fyrir þau, svo að
þau gætu verið saman áfram.
Faðir hennar eða móðir eða
einhverjir aðrir, fullorðnir og
vitrir, sem tækju á sig ábyrgð-
ina og segðu þeim hvernig þau
ættu að fara að til að geta lifað
saman sael og ánægð til æviloka.
Þessi trú gerði hana sumpart
mjög sterika og e!f til vill var hún
ríkur þáttur í því sem hann
elskaði í fari hennar. En samt
fylltist hann örvílun yfir því að
hún  skyldi  geta  trúað  þessu.
En pabbi og mamma eru
haming.iusöm, hvíslaði hún í
myrkrinu; við getum líka orðið
það. Þetta verður allt saman
gott, það skal verða það!
Nei! Skömmu seinna var hún
farin að gráta og hann sat á
rúmstokknum og sneri í hana
bafci og vildi ekfci að hún gréti,
en hann gat ekki huggað hana,
hafði aldrei lært að hugga neinn.
Hann leit á grát hennar sem
sönnun; ekki sem neitt sem hann
gæti komið í veg fyrir. Hann
sannaði hið ömurlega eðli hans
sjálfs sem gerði hann þreyttan
og  hranalegan,  vegna  þess  að
24 bátar eru á
síldveiðum
við Hjaltland
24 íslenzkir síldarbátax eru nú
koiimir á veiðar á miðin norður
af  Hjaltlandi.
Báitarnir selja, sifildina mest á
markaði í . Danmörku ísiaða í
kassa. í hverjum kassa eru 35
kg. og bafa þeir fengið { 1-2
þúsund kassa í hverri veiðiferð,
en veiðiferðir eru oftast tvær í
hverri viku.
Ágætt verð' hefur fengizt fyr-
ir síldina, 15-16 kr. fyrir hvert
lcílo" " o'g er gert ráð fyrir að
meginfloti stæstu bátanna verði
við þessar síldveiðar við Hjalt-
land í sumar. Óvist er hvort
nokfcuð verður saltað um borð
einB og gert vaiir í fyrra, þar
sem sölumöguleikiar eru ekki
góðir. — Þó hefur Heimir frá
Stöðvarfirði komið tvívegis heim
með síld  til söltunar.
KORNEIÍUS
JÚNSSON
skótaviMrctoistig; 8
ÍP
M
carmen
J   ^- ,,  ¦ ^   \^M  a   *  MiáiúM  ^h- /¦iv>Hm •'¦|^  lUkfl   I i-Tf  *nMi r^tr   T  ^J                    -¦¦-, , ,—i—       ¦ -^¦-¦-i ¦   ¦¦¦¦>*
með carmen
s?
Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútúm.
Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með
Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er.
grf/Zrf*   Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk
^x    V__bjú ð i n og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630./^
j jj,J, ^>M*i«. i-'--:—...... fflfil               /
y <raimii
i  \^
HH
Frá Raznoexport, U.S.S.R.
MarsTrading CompanyM
Aog B gæðaflokkar
Laugaveg 103        sími  1 73 73
CEB0
Heimsþekkt
merki,
gæðavara
CEBO
I sveitina,
í ferðalögin,
í íþrótt-
irnar.
CEBO
Fástí
flestum
skóverzl-
unum.
Dömusíðbuxur — Ferða-
og sportbuxur karlmanna
Drengja- og unglingabuxur
O.L.
— Laugavegi 71 — sími 20141.
MANSIONHrósabón gefnr þægilegan ilm I stoíniaa
SÓLÓ-eldavélar
Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum
og gerðutn. — Emkum hagkvæmar fyrir sveita-
bæi, sumarbústaði og báta.
VARAHLUTAÞJÓNUSTA.
Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa
eldavélar fyrir smærri báta og litla sumarbústaði
ÍLDAVÉLAVERKSTÆÐI
ÍÓHANNS FR.
KRISTJÁNSSONAR h.f.
Kleppsvegi 62 - Simi 33069

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12