Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						4 SfÖA — I*JÖ0vTLJINN — FSstaidagttr 3. Júlí 1970.
— Málgagn sósíaiisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi:	Qtgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjóri:	Eiður Bergmann.
Ritstjórar:	Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson
	Sigurður Guðmundsson
Fréttaritstjóri:	Sigurður V. Friðþjófsson
Ritstj.fulltrúi:	Svavar Gestsson.
Auglýsingastj.:	Ólafur Jónsson.
Rítstjórn, afgreiðsla, auglýeingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuöi. — Lausasöluverð kr. 10.00.
Skamma stund
Díkissíjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks-
ins hefur enn sýnt hug sinn til lögverndaðra
réttinda verkalýðshreyfingarinnar, með því að
grípa inn í kjaradeilu stýrimanna, vélstjóra, loft-
skeytamanna og bryta á farskípunuim, banna verk-
fall þeirra með bráðabirgðalögum og setja á fót
gerðardóm til að skammta þessum atvinnustéttum
kaup og kjör. I stað hins frjálsa samningsréttar,
sem lögverndaður er-á íslandi, kýs ríkisstjórn í-
haldsins og Alþýðuflokksins að beita ofbeldi og
þvingunarlögum. Hvað eftir annað hefur verið
minnt á það hér í Þjóðviljanum, að slíkur verkn-
aður jafngildir því að svipta þessa starfshópa
samningsrétti í reynd. Skipafélögin sem rakað hafa
saman gróða undanfarin ár draga hverja kjara-
deilu á langinn, beinlínis neita að samja um hóf-
legar kjarakröfur, vegna þess að þau vita ríkis-
stjórn íhaldsins og Alþýðuflokksins eins og út-
spýtt hundsskinn þeim til geðs og gróða. Og þeg-
ar kemur til kjaradeilu finnst enginn munur á
„samvinnufyrirtæki" Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga og gróðafyrirtækjunum undir íhalds-
stjórn. ÖU „þiggja" þessi fyrirtæki að ríkisstjórnin
beiti ofbeldi til að kveða niður kjarakröfur stýri-
manna, vélstjóra, loftskeytamanna og bryta á skip-
unum og svipti þá samningsrétti, sem á að eiga sér
vörn í íslenzkri löggjöf og réttargæzlu.
Ctarfsstéttirnar sem þannig eru beittar órétti eru
ekki hátekjufólk og kröfur þeirra settu hvorki
skipafélögin né þjóðfélagið á annan endann. Um
þjóðhagsgildi starfs þeirra á farskipaflota íslands
og fiskiskipaflota er ekki deilt. En íhaldsforkólf-
urinn Bjarni Benediktsson og Alþýðuflokksráð-
herrarnir Gylfi, Eggert og Emil telja rétt að taka
einmitt þessar starfsstéttir út úr, og láta opinber-
an aðila skammta þeim kaup og kjör, þvert ofan í
hinn lögverndaða samningsrétt. J>að á eftir að sjást
hvílík fásinna þetta er; þessar starfsstéttir, jafn
ómissandi og störf þeirra eru íslenzku þjóðinni,
láta einfaldlega ekki bjóða sér slíka meðferð. Stýri-
menn, velstjórar, loftskeytamenn og brytar ís-
lenzka flotans hafa þegar stimplað þetta gerræði
Alþýðuflokks- og íhaldsráðherranna sem óhæfu;
mótmælt bráðabirgðalögum stjórnarf lokkanna
sem „svívirðilegri valdníðslu ríkisvaldsins." Þeir
hafa falið stjórnum félaga sinna, Stýrimannafé-
lags íslands, Vélstjórafélags íslands, Félags ís-
lenzkra loftskeytamanna og TTélags bryta „að segja
upp úrskurði gerðardóms strax og lög leyfa og
hefja kjarabaráttu að nýju, og verði þeirri kjara-
•baráttu ekki hætt fyrr en laun farmanna eru orðin
sambærileg við það sem greitt er í landi". Og þeir
hafa langflestir mótmælt með því að segja upp
störfum sínum með tilskildum 3ja mán. fyrirvara.
Dáðherrar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks-
ins hafa enn kosið að beita valdníðsiu starfs-
stéttir sjómanna í löglegri kjarabaráttu. Hér mun
sannast að skamma stund verður hönd höggi
fegin. — &,
bæjar-
pósturinn
Um háð og mishermi í grein um tónleika
Led Zeppelin.
Blaðinu hefur borizt eftir-
farandi bréf frá Ingu Þórðar-
dóttur, og æskir hún þess að
það verði birt í Bæjarpostin-
um sern leiðrétting á skrifutm
gþe um Mjórnleika Led
Zeppelin í Laugardalshöllinni.
Hr. ritstjóri.
Ég hef lesið umimæli í blaði
yðar um hljómleika Led
Zeppelin og fann hvernig
andúöin? (Ég segi andúðin,
vegna þess að ég finn ekki
annað orð yfir hugarfar grein-
arhöfundar) skein svo að
segja úr hverri líriu. Ég veit
ekki, hvers vegoa þessi mann-
eskja, sem greinina skrifaði,
bar þungan hug til komu
hljómsveitarinnar hingað eða
hljómsveitarinnar sjálfrar, en
háðtónninn í greininni fannst
mér satt að segja ekki passa.
Þar að auki fór hún með
ósannindi, og það er ástæöan
fyrir þessu bréfi Þar á ég
við, þar sem hún segir í grein
sinni: „Svo kom kynnirinn
fram og tilkynnti, að þeim
fyndist asnalegt að hneigja
sig og þeir astluðu ekki að
gera það og vaeru að fara."
Með þessum „þeim" á þessi
kvenpersóna við Led Zeppe-
lin að því er ég bezt fæ séð,
en þetta er alls ekki rétt
„ÞEIR" (Led Zeppelin) sögðu
aldrei, að þeim fyndist asna-
legt að hneigja sig. Hins veg-
ar sagði kynnirinn, aö HON-
UM sjálfum fyndist það asna-
legt og hér með leiðréttist
þetta.
Þetta er kannski ekki stórt
atriði til að rífast yfir, en
þetta er samt rangfærsla á
orðum eða réttara sagt mein-
ingu í orðum og er ekki það
eina í greininni, sem fært er
í stílinn kannski af misskiln-
ingi, kannski EKKI. Og ég
endurtek það, að einhvern
veginn fannst mér lýsa úr
þessum skrifum persónuleg
andúð á komu Led Zeppelin.
Þetta er kannski misiskilning-
ur, en maður fær þetta á til-
finninguna, þegar maður les
greinina.
Mér finnst að við Islending-
ar ættum að vera Led Zeppe-
lin þakklátir fyrir komuna
hingað, að minnsta kosti þeir,
sem á hlýddu. Og ég held
ekki, að allar hljómsveitir
mundu slá af venjulegu
gjaldi, um það bil 2 miljón-
um króna sem og Led Zeppe-
lin gerðu. Þeir komu hingað
fyrir 360 þúsund krónur en
mér er sagt, að þeir taki
venjulega um 3 miljónir
króna. En nú er ég komin
út fyrir efnið.
Ef ég hef á einhvern hátt
missikilið hug greinarhöfundar
til þessa máls, þá bið ég hana
afsökunar á því. En samt...
Ég held að varla sé hægt að
misskilja þann anda, sem í
greininni  rfkir.
VirðingarfyHst,
Inga Þórðardóttir.
Bæjarpóstinum bótti rétt að
gefa „þessari kvenpersónu''
tækifæri til að bera hönd fyr-
ir höfuð sér eftir þessa dembu
og hér kemur svarið:
Mér þykir mjög fyrir því,
að hafa valdið þessum voða-
lega úlfaþyt með greininni um
daginn. Mér skilst að hún
hafi orðiö tilefni til fjöl-
margra bréfa í Bæjarpóstinn,
og það eina góöa við þetta
er kannski, að hann sélast
ekki úr ófeiti á meðan.
En svo að maður snúi sér
að þessu bréfi, þá er það mis-
skilningur hjá stúlkunni, að
ég hafi farið i Laugardals-
höllina full andúðar í garð
hinna frægu tónlistarmanna,
Ég he£ lítt fylgzt með ferli
þeirra, þannig að hvorki
hrifning né andúð flæktist
fyrir mér, enda skiptir mín
persónulega skoðun mjög litlu
máli í þessum efnum, eins og
svo oft í almennri blaða-
mennsku.
Ég fór þarna á staðinn eink-
um til að kanna viðbrögð
unglinganna og greinin var
skrifuð út frá því sjónarhorni
eingöngu. Þetta var því ekki
tónlistargagnrýni, en þeir fag-
menn, sem skrifuðu um tón-
leikana í önnur blöð voru
greinilega sama sinnis og ég,
— að stemmningin hefði ekki
verið tónlistarmönnunum í vil,
enda reynir Inga Þórðardóttir
ekki  að  hrekja  það.  Grein-
ina reyndi ég að skrifa í létt-
um tón, eins og við átti, og
ég sé ekki, hvar í ósköpunum
, Inga sér háð út úr henni. Hitt
er annað mál, að mér fannst
grátbroslegt inn við beinlð að
sjá hópa af smákrökkum, er
höfðu borgað morð fjár fyrir
miðana sína, stritast við að
hafa gaman af tónlistinni,
sem þeir þekktu alls ekki
nógu vel til að geta notið.
Það er nú einu sinni þannig,
að það þykir bæði fínt og
sjálfsagt að hafa gaman af
beathljómlist; ég efa ekki að
margir njóta hennar innilega,
og sjálf hef ég mikla skemmt-
un af mörgum tegundum
hennar. En það er ekki ör-
grannt um, að það sé einhver
gervikeimur af þessum áhuiga,
— þetta minnir jafnvel sfcund-
um á leiðinlega múgsefjun.
rjig slagorðið „frægasta pop-
hljómsveit í heimi" mun
áreiðanlega hafa trekkt fleiri
áhorfendur að tónleikunum en
sannur og einlægur áhuigi.
Þetta er nú mín skoðun á
málinu, Bæjarpóstur minn, og
ég vona, að henni Ingu Þórð-
ardóttur verði eitthvað hug-
arhægra, þegar hún sér að 4g
er ekki bara illkvittið sikass.
Svo bið ég hana afsökunar á
þessu mishermi, sem hún
minntist á, sem var alls ekki
af ásettu ráði, helduir heyrði
ég ekki betur í skarkalanum
þarna um  kvöldið.
Guðrún Þ. Egilson.
ugleiðingar í verkfa
Það hvarfla margvíslegar
hugsanir að mönnum og ekki
sízt í langvarandi verklföllum,
eins og þeim sem nú hafa stað-
ið og standa yfir. Og það er
einmitt þeas vegna sem ég ætla
að reyna að koma nokkrum
þeirra á framfæri.
Þá er fyrst að Jiefna þögn
forystumanna verkalýðshrejrf-
ingarinnar um framferði og
huigsunarhátt íslenzkra atvinnu-
rekenda og svokallaðs Vinnu-
veitendasambands Islands. En
það virðist hafa shka járnkló
að geta haldið atvinnu- og
athafnaiífi, jafnvel meðlima
sinna, í heljargreip sinni,
þannig að þeir stórkvarta sjálf-
ir undan og sjá fyrir stórfeilt
tap eða jafnvel hrun atvinnu-^
reksturs síns. Og hvað kostar
heljartakið þjóðima?
Forsvarsmenn flugfélaganna
og ferðaskrifsitofa hafa reyndar
lýst því sjálfir, hver fyrir sig.
Margra ára auglýsinga- og ,upp-
byggingarstarf er lagt í rúst
vegna afstöðu Vinnuveitenda-
sambandsins til þeirra hógværu
launakrarflna, sem vinnandi
menn um land allt hafa sett.
fram nú í vor til að mæta þeim
áföllum vegna gengisfellinga og
óðaverðfaækkana, sem skollið
hafa á þessa þjóð hvað eftir
annað á undanförnum árum.
Og jaínvel æðsti maður Al-
þýðuisambands Islands hefur
lýst drengilegustu leið út úr
ógöngunum, sem dunið hafa á
þjóðinni. Ja Hvers vegna?
Náttúruhamfara? Aflabrests?
Eða verðhruns á erlendum
mörkuðum á afurðum okkar?
Nei. Það eru okkar duiglegu
athafnamenn sem byggt hafa
stónhýsi tíi iðnreksturs, hvort
sem er til vinnslu sjávarafla
eða iðnaðanframleiðslu annarr-
ar. Og þá helzt hjá gamalgrón-
um fyrirtækjum eins og í járn-
eða trésmíði. Þeir "hafa sem
sagt flutt í stór og góð hús. En
hugurinn er ennþá í bílskúrn-
um. Þetta hefur blasað við okk-
ur sem höfum stundað verk-
fallsvörzlu nú að undanförnu
hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Verkstæðisbyggingar upp á
nokkrar hæðir, 4—500 m2
standa hlið við hlið. Og alls
staðar er sama framleiðslan.
Ein og ein innrétting og
kannski útihurð af og til eftir
því sem til fellur. Eða kannski
er það húsgagnaverkstæðið, en
það er engin munur. Þar er
verið að framleiða innréttingar,
eina og eina eftir pöntun.
SkipulaigBleysið eða hagræðing-
arieysið, svo að ég noti / nýtt og
nær óþekkt orð, blasir alls stað-
ar við.         i
Ég er ekki nógu kunnugur til
að láta álit mitt á fiskvinnsiki-
málum í ljós. En mér er nær
að halda að þar sé sami skúra-
eða     hjallahugsanahátturinn
rikjandi. Það eru fryst flök,
saltaður fiskur eða hengt upp
tli herzlu, nákvæmlega eins og
var fyrir nokkrum áratugum.
Framfarir og nýjungar engar,
nema síður sé. Með vaxandi
veiðitækni og gegndarlausum
uppmokstri á ungviði úr sjón-
um, að áliti fiskifræðinga, fæst
ekki annað en lakari vara,
verðminni til sölu og jlla hæf
til annarrar vinnslu en bræðslu.
Þetta sér hver maður, það þarf
ekki sérfræðing tíl að sjá þetta.
En það er þagað yfir öllu þessu.
Gagnrýni í blöðum er næstum
óþekkt fyrirbrigði.         >
Hvert fara allir okkar lærðu
menn á sviði viðskipta, hag-
fræði og að ég tali nú ekki
um þá fáu sem útskrifast í
ýmis konar verkfræði, t.d. efna-
fræði? Þeir þegja líka, þangað
til allt í einu að upp skýbur há-
lærðum visindamönnum, og þaö
íslenzkum, sem fást við að
rannsaka veður og gróðurfar á
norðurhveh jarðar tugþúsundir
ára aftur í tímann. Þá vaknar
þjóðarsitoltið: „Þetta varð úr
honum, aldrei datt mér það í
hug".
Á annað hundrað Islendingar
réðust til vinnu í Sviþjóð á s. 1.
Fraimhaild á 7. síðu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10