Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						g SlÐA — ÞJÓÐWLJTNN — Þriðjudaigur 28. MB 1970.
Hnúðlax er veiddur undan strönd Kamsjatkaskaga en það er haft strangt eftirlit með þeim veiðum til þess að vernda stofninn
Á Sjómannasíðu Morgun-
blaösins 18. júlí er skritfað urn
fiskiðnað og eðli hans eftir
þeim skilningi sem höfundurinn
hefur á málinu. Höfundurinn
segir, að þegar talað sé um
fiskiðnað, þá sé oftast átt við
frystiiðnaðinn og að hann geri
það í sinni grein. Náttúrlega
er það alrangt hjá höfundi
Morgunblaðsgreinarinnar    að
orðið fiskiðnaður spanni aðeins
yfir frystiiðnaðinn og nægir þar
að nefna saltfiskþurrkun og
niöur&uðu, sem hvort tveggja
eru miklu eldri iðngreinar á
þessum  vettvangi.
Ég vil þó hér þakka höfundi
Morgunblaðsgreinarinnar fyrir
að hafa gefið mér sérstakt
tilefni til að ræða um frysti-
iðnaðinn í þessum þætti Fiski-
mála. En áður en ég sný mér
að því verkefni, þá vil ég koma
lítillega inn á þá hlið Morgun-
blaðsgreinarinnar sern snýr að
sölu á nýjum fiski á erlendum
mörkuðum. Það gæti aldrei
,orðið ofan á í því máli sem
nein  lausn,  að  flytja  fisk  í
lufverk fiskiðnaða
í nútíma þjóðfélagi
r
stórum stíl óunninn á erlenda
markaði eins og við gerum nú
með söluferðum togaranna á
brezkan og þýzikan markað.
Hitt er ekki ótrúlegt að á næstu
árum verði þróun þessara mála
sú að flutningur fiskflaka,
hrogna, nýrrar lifrar og fleiri
slíkra hálfunninná fiskafurða
ófrosinna fári vaxandi. Þessi
þróun hefur nú þegar hafizt í
næstu löndum við okkur, svo
sem Noregi cg Danmörku. En
þó þessí starfsemi auikist nokk-
uð í framtíðinni, þá eru henni
takmörk sett og hún gæti aldrei
orðið þess umkomin að leysa aí
hólmi í neinum teljandi mæli
þær greinar í fiskvinnsiunni
sem rúmast innan orðsins „fisk-
iðnaður".
Hugtakið iðnaður, það merkir
vinnslu á vöru fyrir neytenda-
og notendamarkaði. Það er
kallaður trjávöruiðnaður, þegar
tré sem hafa verið höggvin
upp í skóginum eru söguð niður
til margvíslegra nota. Eins er
það kallaður fiskiðnaður, þegar
nýjum fiski er breytt í marg-
vislegar afurðir fyrir neytenda-
markaði  I  því tilfelli er  það
nýi fiskurinn sem er hraefnið.
Ef við tökum hraðfrystiiðn-
aðinn þá er frumstig þess iðn-
aðar, að fisfcurinn er ftakaður
og fiökin fryst. Hástig þess iðn-
aðar er hins vegar fullkomin
matreiðsla fisksins, þar sem
hann er alveg tilreiddur á borð
neytandans. En til þess að
koma honum þangað, þá er
hraðfrystiaðferðin notuð sem
geymsluaðferð. Hver treystir rér
t. d. til að afneita því sem
iðnaði, þar sem hráefnið er
fiskur, þegar Findusfyrirtækið
í Hammerfest og Vinnsluverk-
smiðja Frionor í Þrándheiimi
breyta hraðlfrystuim fiskiiblokk-
um í meira en 100 tegundir af
fiskiréttum sem þeir síðan selja
á mörkuiðuim f jölda landa? Eða
þegar fiskhryggjum sem venju-
lega eru notaðir i fiskiimjöl, er
breytt í mangar gerðir af fiiski-
súpum fyrir neytendamarkaði í
fjöldafraimieiðslu? Eí þetta við-
urkennist ekki sem iðnaðuir, þá
gaabum við strikað það orð burt
úr málinu.
I kínverskri menningu, gegn-
um þróun áriþúsunda, var mat-
reiðslan talin til listgreina og
svo er enn. Fullkomin mat-
reiðsla er líka algjör undirstaða
góðs fiskiðnaðar á hæsta stigi
og það skilja þeir líka sem að
þessairi framleiðsliu vinna, þvi
að þar eru það matreiðslu-
mennirnir sem vinna ekki hvað
þýðingarminnsta hluitverkið, að
gmjndvalla bnaigð og útliit hinnia*
hóþróuðu fiskiðnaðarvöru fyrir
markaðina. Það er ekki hsegt
að fullkominn matvælaiðnað
nema með vinnu matreiðslu-
meistara.
1 hraðfrystiiðnaði skortir
okkur þetta hástig fiskiðnaðar-
ins hér á landi. En okfcur ber
tvimælaiaust að vinna að þvi
ölluim árum, að við stöndum
ekki lengur að baki keppinaut-
um ofckar á fiskmörkuöunum á
þessu sviði. Svo lengi sem við
gerum það, þá erum við ekki
fullkomlega samkeppnisfærir.
I Noregsferð minni í marz-
miánuði s. 1. fékk ég að vita,
að eina árið sem Findusfyrir-
tækið sýndi tap var 1968, og
það tap var etoki talið fyrst og
fremst tilkomið vegna verðfaills
á markaði frosinna fiskiblokka,
heldur vegna þess, að fyrir-
tækið skorti fólk til að fuli-
vinna fiskblokkir í tilbúna
fiskrétti fyrir marfcaðina. Þetta
segir sína sögu af því, hvað
fullvinnslan, hástig fiskiðnaðar-
ins, hefur mikið að segja um
afkomu eins fyrirtækis. Það er
ekki lægsti tilkostnaður sem er
eftirsóknarverðastU'r í fiskfram-
leiðslunni, heldur fullkomið ör-
yggi um gegnuimgangandi sörmi
gæði framleiðslunnar, þannig að
aldrei komi kvörtun á vöruna,
sagði framleiðslustjóri hjá Fin-
dusfyrirtækinu við mig, begar
hann var að útsfcýra hvaða
gildi það hefði í matvælafram-
leiðslu að láta vinna á vöktum
oig útiloka yfirvinnu, sem hann
taldi skaðlega fyrir öryggið.
Því míður skilja of fáir þenn-
an sannleika hér á Islandi. Það
er talið skaðlegt að maður und-
ir áhrifum áfengis aki bifreið,
vegna þess að hann er ekki
dómbær á ástandið. Nákvæm-
lega Miðstætt örygigisleysi sfcap-
ast í hálþróuðum fiskiðnaði, þeg-
SKiMÁL
Stríðsrekstur samkvæmt áætlun
Hinn þekktí bandaríski háðfugl, Art Buch-
wald, fjallar í eftirfarandi pistli um efni sem
er reyndar ekki oft haft í flimtinffum: ásíand-
ið j Austurlöndum nær.
Ætla Bandaríkin að selja
Israelsmönnum þær 125 or-
ustuflugvélar sem þeir hafa
beðið um? Enginn veit það
með vissu. En orðrómur geng-
ur um það í Washinton, að
menn vilji ekki afhenda Isra-
elsmönnum nýjar flugvélar til
viðbótar þeim sem fyrir eru.
Hins vegar muni menn reiðu-
búnir til að láta þá hafa
flugvélar í stað þeirra sem
skotnar eru niður fyrir þeim.
Ef þetta er rétt, getum við
búizt við allt öðru orðbragði
en því sem nú hljómar dag-
lega frá Tel Aviv og höfuð-
borgum  Araba.
Líklega verða fréttirnar ,þá
eitthvað á þessa leið:
TEL AVIV 10. júlí. Talsmenn
/sraelska flughersins tilkynntu
í dag að ráðizt hefði verið á
ísraelskar flugvélar yfir Súez-
skurði og hefðu 27 þeirra
verið skotnar niður, en 30
aðrar sneru til bækistöðva
sinna mikið laskaöar. Þetta er
mesta tjón sem ísméismenn
hafa orðið fyrir  til  þessa.
KARIO 11. júlí. Stjórn
eygpzka hersins bar í dag til
baka í afdráttariausri yfirlýs-
ingu orðróm um að ísraelskar
ílugvélar hefðu verið skotnar
niður yfir Súezskurði.
— Fluigmenn okkar geiguðu
langt hjá markiniu, sagði
Gamal Emer hershöfðingi.
—  Við ráðum yfir ljos-
myndum, teknuim úr lofti,
sem sýna að ailar ísraelsku
fiugvélamar sneru heálar á
húfi til bækistöðva sinna án
þess að kæmi á þær skotgat,
hvað þá meir.
Emer herslhöfðingi haetti því
við, að hann hefði orðið fyrir
miklum vonbrigðum með
rússnesk flugskeyti af SAM-
gerð, sem ekki hefðu getað
hitt hinar ísraelsku árásar-
sveitir. „Svo virðist sem það
sé alveg vonlaust, að við get-
uni nokkurn tíma skotið nið-
ur ísraelska vél".
HAIFA, lsrael, 15. júl>. Haft
er eftir heimildum, sem taid-
ar eru áreiðanlegar að skyndi-
árás ísraelsmanna við landa-
mæri Sýrlands hafi mistekizt
gjörsamlega. Vtfirherstjórnin
hefur viðurkennt, að flugher
Sýrlands hafi sJcotið niður 23
orustuflugvélar Israelsmanna.
Þar með hafa Israelsmenn
tapað 50 flugvólum á einni
viku. Eftir þessa ósigra hefur
Moredkai Rashnik hershöfð-
ingja verið vikið úr stöðu
sinni.
DAMASKUS 16. júlí. Tii.
kynningar um að sýrlenzkar
orustuflugvélar hefðu leitað
uppi og skotið niður 23 ísra-
elskar flugvélar yfir Golan-
haeðum leiddu í dag til heift-
úðlegra mótmælaaðgerða.
A fjoldafiumdi á Damaskus-
torgi leiddu leiðtogar airaib-
ísfcra þjóðernissinna fjölda
sýrlenzkra fluigmanna til vitn-
is. Allir voru þeir á einu máli
um það, að þeir hefðu snúið
við um leið og þeir komu
auga á eina ísraeiska flugvél.
— Við börðumst alls ekki
við þær, sagði Abdulah Jafed
liðþjálfi hinum æsta múgi.
Þessi zíonistasvin misstu ekki
eina einustu flugvél. Þeir
skutu hins vegar niður fimm
af okfcar vélum.
Orðum þessum var tekið
með miklum fögnuði. Kröfu-
göngunni lauk með því að
sendiráð Jórdaníu var brennt.
TEL AVIV 25. júlí. Golda
Meir forsætisráðherra harm-
aði það i sjónvarpsræðu í
dag, að 30 ísraelskar flug-
vélar hefðu verið skotnar nið-
ur í dag yfir Líbýu af Mirage-
þotum, smíðuðum í Frakk-
landi. Gerðist þetta í lengstu
árásarferð Israelsmanna til
þessa. Með því að sýnt var
fram á það eftir útsendinguna
að 'Frakkar hefðu enn ekki
afihent Líbýu Mirage-þotur
leiðrétti frú Meir ummæli sín:
ftir. ^ói^anm
ar þreyttur maður er létinn
vinna störfin; þetta sagði hinn
vel menntaði framleiðslustjóri
hjá einu fullkomnasta fiskiðn-
aðarfyrirtæki heims þegar ég
ræddi þessi mál við hann.
Höfundiir greinarinnar á Sjó-
mannasíðu Morgunblaðsins tal-
ar um að hraðfrystingin sem
geymshiaðferð rýri gæði nýja
fisksins. Hann segir orðrétt: „I
frystiiðnaðinum gerist ekkert
nema fiskbragöið dofnar og
fis;kurinn rýrist að gæðum".
Sannleikurinn er sá, að enigin
geymsluaðferð hefur ennþá ver-
ið uppfundin, sem fær sé um
að varðveita eins vel nýja-
bragð fisksins eins og hrað-
frystingin. Hraðfrystitækni hef-
ur líka stórlega fleygt fram á
síðustu árum, svo að hún er
efcki sambærileg við það sem
hún var í upphafi. Sé giænýr
fisfcur, sem áður hefur verið
kældur niður í 0 stig á Celsíus,
hraðfrystur með fulikomnustu
tækjum þannig að hann gegn-
umfrjósi á skemmri tíma en
tveimur klukkusitundum, þá
verða ísnálarnar sern myndast
í fiskivoðvanum við frystinguna
það smáar, að þær sundra ekki
hinum fímgerðu vefum fisJc-
vöðvans, en það er eitt af und-
irstöðuatriðum góðrar hrað-
frystingar. Fiskur sem þannig
hefiur verið meðfarinn og síðan
settur í lofltþéttar uimlbúðir,
hann á að halda upprunaiegu
bragði um langan tima i góðri i
frystigeymslu.
Það er ekfci sök hraðfrysti-
tækninnar eins og hún hefur
skilyrði til að vera fullkomnuBt,
þegar fiskurinn er ekki kældur
niður, fyrir frystingu, ekki unn-
inn og settur í frystingu á með-
an nýjabragð hans er sem
ferskast, eða hann er frystur á
oflöngum tiima við lélegar að-
stæður. Slíkur fiskur er dæmd-
ur til að missa bragð og rýrast
að verðgildi á sama tíma sem
hinn rétt með farni fiskur held-
Framhald á 9. síöu.
Mér urðu á mistök, sagði hún.
Flugvélar okkar urðu bensín-
lausar.
AMMAN,  Jórdaníu  26.  júlí.
Hússein konungur fór þess á
leit í dag við Sameinuðu
þjóðirnar að þær tækju að
sér að telja þær ísraelsfcar
fiuigvélar sem farast í bardög-
um. Konungur sakaði Israel
um fláræði og sagði: Það
verður aldrei komið á friði
hér í Austurlöndum nær með-
an Israelsmenn halda áfram
að missa fluigvélar sem þeir
xhafa aldrei átt.
KAIRO, Egyptalandi 1. ágúst.
Það kemur fram í sameigin-
legri yfiriýsingu frá Nasser
forseta og sovézkum hernað-
aryfirvöldum, að öllum flug-
vélum Araba hefur verið
bannað að fljúga og þá hefur
loftvarnaliðinu verið skipað
að beita ekki byssum sínum
þar til annað verður ákveðið.
Er með þessum hætti reynt
að koma í veg fyrir að Israel
ttlkynni meira flugvélatjón.
EINHVERS STABAR 1 NEG-
EVEYÐIMÖRKINNI  2.  ágúst.
Erlendir fréttamenn heimsóttu
í dag leynilega ísraelska her-
bækistöð í Negev-eyðimörk-
inni. Þar höfðu áður aðsetur
sitt 45 orustuþotur. I dag er
engin eftir.
Art Buchwald
Er spurt var, hvað hefði
orðið af þeim, svaraði ísra-
elskur ofursti á þessa leið:
Við misstum þær allar í
mDrgun. Þær voru skotnar
niður með rifflum yfir Dauða-
hafinu.
Þegar athygli hans var vak-
in á því, að á þrem vikum
hefðu ísraelsmenn misst 125
flugvélar — nákvæmlega
jafnmargar og þeir höfðu
beðið Bandarík.iamenn um.
svaraöi ofurstinn: Æ, þetta er
víst það sem kallað er hunda-
heppni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12