Þjóðviljinn - 28.07.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.07.1970, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÖÐVELJTNN — 'Þriöjudaigtr 28. júM 1970. Hnúðlax er veiddur undan strdnd Kamsjatka-skaga en það er haft strangt eftirlit með þeim veiðum til þess að vernda stofninn Hlutverk fiskiðnaðar í nútíma þjóðfélagi Á Sjómannasíðu Morgun- blaðsins 18. j-úlí er skrifað um fiskiðnað og eðli hans eftir þeim skilningi sem höfundurinn hefur á málinu. Höfundurinn segir, að þegar talað sé um fiskiðnað, þá sé oftast átt við frystiiðnaðinn og að hann geri það í sinni grein. Náttúrlega er það alrangt hjá höfundi Morgunblaðsgreinarinnar að orðið fiskiðnaður spanni aðeins yfir frystiiðnaðinn og nægir þar að nefna saltfiskþurrkun og niðursuðu, sem hvort tveggja eru miklu eldri iðngreinar á þessum vettvangi. Ég vil þó hér þafcka höfundi Morgunblaðsgreinarinnar fyrir að hafa gefið mér sérstakt tilefni til að ræða um frysti- iðnaðinn í þessum þætti Fiski- mála. En áður en ég sný mér að því verkefni, þá vil ég koma lítillega inn á þá hlið Morgun- blaðsgreinarinnar sem snýr að sölu á nýjum fiski á erlendum mörkuðum í>að gæti aldrei ,orðið ofan á í því máli sem nein lausn, að flytja fisk í stórum stíl óunninn á erlenda markaði eins og við gerum nú með söluferðum togaranna á brezkan og þýzkan markað. Hitt er ekki ótrúlegt að á næstu árum verði þróun þessara mála sú að flutningur fiskflaka, hrogna, nýrrar lifrar og fleiri slíkra hálfunninná fiskafurða ófrosinna fari vaxandi. Þessi þróun hefur nú þegar hafizt í næstu löndum við ökkur, svo sem Noregi og Danmörku. En þó þessi starfsemi auikist nokk- uð í framtíðinni, þá eru henni takmörk sett og hún gæti aldreí orðið þess umkomin að leysa aí hólmi í neinum teljandi mæli þær greinar í fiskvinnslunni sem rúmasf innan orðsins „fisk- iðnaður". Hugtakið iðnaður, það merkir vinnslu á vöru fyrir neytenda- og notendamarkaði. Það er kallaður trjávöruiðnaður, þegar tré sem hafa verið höggvin upp í skóginum eru söguð niður til margvislegra nota. Eins er það kallaður fiskiðnaður, þegar nýjum fiski er breytt í marg- vislegar afurðir fyrir neytenda- markaði 1 því tilfelli er það nýi fiskurinn sem er hráefnið. Elf við tökum hraðfrystiiðn- aðinn þá er frumstig þess iðn- aðar, að fiskurinn er fiakaður og flölkin fryst. Hástig þess iðn- aðar er hins vegar fulTkomin matreiðsla fisksins, þar sem hann er alveg tilreiddur á borð neytandans. En til þess að koma honum þangað, þá er hraðfrystiaðferðin notuð sem geymsluaðferð. Hver treystir rér t. d. til að afneita því sem iðnaði, þar sem hráefnið er fiskur, þegar Findusfyrirtækið í Hammerfest og Vinnsluverk- smiðja Frionor í Þnándlheimi breyta hraðfrystum fiskiblokk- um í meira en 100 tegundir af fiskiréttum sem þeir síðan selja á mörkuðum f jölda landa? Eða þegar fiskhryggjum sem venju- lega eru notaðir í fiskimjöl, er breytt í margar gerðir af flski- súpum fyrir neytendamarkaði í fjöldaframleiðsilu? Bf þetta við- urkennist ekiki sem iðnaður, þá gætum við sitrikað það orð burt úr málinu. I kínverskri menningu, gegn- um þróun árþúsunda, var mat- reiðslan talin til listgiredna og svo er enn. FuUkomin mat- reiðsla er líka algjör undirsitaða góðs fiskiðnaðar á hæsta stigi og það skilja þeir líka sem að þessari framleiðslu vinna, því að þar eru það matreiðslu- mennimir sem vinna efcki hvað þýðingarmánnsta hlutverkið, að grundvalla bnaigð og útlft hinnar héþróuðu fiskiðnaðarvöru fyrir markaðina. Það er efcki hægt að fullkominn matvælaiðnað nema með vinnu matreiðslu- meistara. í hraðfrystiiðnaði skortir okkur þetta hástig fiskiðnaðar- ins hér á landi. En okfcur ber tvimælalaust að vinna að þvi öllurn árum, að við stöndum ekki lengur að baki kep>pinaut- urn ökkar á fiskmörkuðunum á þessu sviði. Svo lengi sem við gerum það, þá erum við efcki fullkomlega samfceppnisfærir. I Noregsferð mdnni í marz- mánuði s. 1. féldc óg að vita, að eina árið sem Findusfyrir- tækið sýndi tap var 1968, og það tap var ókki talið fyrst og fremst tilkamið vegna verðfalls á marfcaði frosinna fiskblokka, heldur vegna þoss, að fyrir- tækið sfcorti fólk til að fiull- vinna fislcblokkir í tilbúna fiskrétti fyrir markaðina. Þetta segir sína sögu af því, hvað fullvinnslan, hástig fiskiðnaðar- ins, hefur mikið að segja um afkomu eins fyrirtækis. Það er ekki lægsti tilkostnaður sem er eftirsóknarverðastur í fiskfram- leiðslunni, heídur fullfcomið ör- yggi um gegnumgangandi sörrau gæði framleiðslunnar, þannig að aldrei komi kvörtun á vöruna, sagði framleiðslustjóri hjá Fin- dusfyrirtæfcinu við mig, þegar hann var að útskýra hvaða gildi það hefði í matvælafram- leiðslu að láta vinna á vöktum ag útiloka yfirvinnu, sem hann taldi skaðlega fyrir öryggið. Því míður skilja öf fáir þenn- an sannleika hér á Islandi. Það er talið skaðlegt að maður und- ir álhrifum áfengis aki bifreið, vegna þess að hann er efcki dómbær á ástandið. Nákvæm- lega hliðstætt öryggisleysi sfcap- ast í háþmuðum fiskiðnaði, þeg- ar þreyttur maður er látinn vinna störfin; þetta sagði hinn vel menntaði framleáðslustjóri hjá einu fullkomnasta fiskiðn- aðarfyrirtæki heims þeigar ég ræddi þessi mál við hann. Höfundur greinarinnar á Sjó- mannasíðu Morgunblaðsins tal- ar um að hraðfrystingin sem geymsluaðferð rýri gæði nýja fisksins. Hann segir orðrétt: „I frystiiðnaðinum gerist ekkert nema fiskbragðið dofnar og fisifcurinn rýristt að gæðum“. Sannleikurinn er sá, að engin geymsluaðferð hefiur ennþá ver- ið uppfiundin, sem faer sé um að varðveita eins vel nýja- bragð fisksins eins og hrað- frystingin. Hraðfrystitækni hef- ur líka stórlega tfileygt fram á síðustu árum, svo að hún er efcki sambærileg við það sem hún var í upphafi. Sé glænýr fískur, sem áður hetfur verið kældiur niður í 0 stig á Celsíus, hraðfrystur með fullkomnustu tæfcjum þannig að hann gegn- umfrjósi á skemmri tíma en tveimur klukfcusibundum, þá verða ísnálamar sem myndast í fiskvöðvanum við frystinguna það smáar, að þær sundra ekki hinum fíngerðu vefúm fisk- vöðvans, en það er eitt af und- irstöðuatriðum góðrar hrað- frystingar. Fisfcur sem þannig hefiur verið meðfarinn og síðan settur í löftþéttar umlbúðir, hann á að halda upprunalegu bragði um langan tifna i góðri frystigieymslu. Það er ékki sök hraðfirysti- tækninnar eins og hún hefur skilyrði til að vera fullllkomnust, þegar fískurinn er efcki kældur niður, fyrir frystin.gu, efcki unn- inn og settur í frystingu á með- an nýjabragð hans er sem ferskast, eða hann er fírystur á ofiön.gum tíma við lélegar að- stæður. Slíkur fisfcur er dæmd- ur til að missa bragð ög rýrast að verðgildi á sama tíma sem hinn rétt með fami fiskur heM- Framhald á 9. síðu. Stríðsrekstur samkvæmt áætlun Hinn þekkti bandaríski háðfugl, Art Buch- wald, fjallar í eftirfarandi pistli um efni sem er reyndar ekki oft haft í flimtingrum: ástand- ið í Austurlöndum nær. Ætla Bandaríkin að selja Israelsmönnum þær 125 or- ustuflugvélar sem þeir hafa beðið um? Enginn veit það með vissu. En orðrómur geng- ur um það í Washinton, að menn vilji ekki afhenda Isra- elsmönmun nýjar flugvélar til viðbótar þeim sem fyrir eru. Hins vegar muni menn reiðu- búnir til að láta þá hafa filugvélar í stað þeirra sem skotnar eru niður fyrir þeim. Ef þetta er rétt, getum við búizt við allt öðru orðbragði en því sem nú hljómar dag- lega frá Tel Aviv og höfuð- borgum Araba. Líklega verða fréttirnar ,þá eitthvað á þessa leið: TEL AVIV 10. júlí. Talsmenn ísraelska flughersins tilkynntu í dag að ráðizt hefði verið á ísraelskar fflugvélar yfir Súez- skurði og hefðu 27 þeirra verið skotnar niður, en 30 aðrar sneru til baekistöðva sinna mikið laskaðar. Þetta er mesta tjón sem Israelsmenn hafa orðið fyrir til þessa. KARIO 11. júlí. Stjóm eygpzka hersins bar í dag til baka í afdráttariausri yfirlýs- ingu orðróm um að ísraelskar filugvélar hefðu verið skotnar niður yfir Súezskurði. — Fluigmenn okkar geiguðu langt hjá markimu, sagði Gamal Emer hershöfðingi. — Við ráðum yfir ljós- myndum, tefcnum úr lofti, sem sýna að allar ísraelsku flugvélamar sneru heálar á húfi til bækistöðva sinna án þess að kæmi á þær skotgat, hvað þá meir. Emer henshöfðingi bætti því við, að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með rússnesk flugskeyti af SAM- gerð, sem ekki hefðu getað hitt hinar ísraelsku árásar- sveitir. „Svo virðist sem það sé alveg vonlaust, að við get- um nókkum tíma skotið nið- ur ísraelska vél“. HAIFA, ísrael, 15. júlL Haft er eftir heimildum, sem tald- ar eru áreiðanlegar að skyndi- árás Israelsmanna við landa- mæri Sýrlands hafi mistekizt gjörsamlega. Ylfirherstjómin hefur viðurkennt, að flugher Sýrlands hafi slcotið niður 23 orustuflugvélar Israelsmanna. Þar með hafa ísraelsmenn tapað 50 flugvéílúm á einni viku. Eftir þessa ósigra hefiur Moredkai Rashnik hershöfð- ingja verið viikið úr sitöðu sinni. DAMASKUS 16. júlí. Til- kynningar um að sýrlenzkar orustuflugvélar hefðu leitað uppi og skotið niður 23 ísra- elskar fluigvélar yfir Golan- hæðum leiddu í dag til heift- úðlegra mótmælaaðgerða. A fjöldafundi á Damaskus- torgi leiddu leiðtogax arab- ískra þjóðemissinna fjölda sýrlenzkra flugmanna til vitn- is. Allir vom þeir á einu máli um það, að þeir hefðu snúið við um leið og þeir komu auga á eina ísraelska flugvél. — Við börðumst alls efcki við þær, sagði Abdulah Jafed liðþjálfi hinum æsta múgi. Þessi zíonistasvín misstu efcki eina einustu flugvél. Þeir skutu hins vegar niður fimm af okkar vélum. Orðum þessum var tekið með miklum fögnuði. Kröfu- gönigunni lauk með því að sendiráð Jórdaníu var brennt. TEL AVIV 25. júlí. Golda Meir forsætisráðherra harm- aði það í sjónvarpsræðu í dag, að 30 ísraelskar flug- vélar hefðu verið skotnar nið- ur í dag yfir Líbýu af Mirage- þotum, smíðuðum í Frakk- landi. Gerðist þetta í lengstu árásarferð Israelsmanna til þessa. Með því að sýnt var fram á það eftir útsendinguna að Frafckar hefðu enn ekki afihent Líbýu Mirage-þötur leiðrétti frú Meir ummæli sín: Mér urðu á mistök, sagði hún. Flugvélar okkar urðu bensín- lausar. AMMAN, Jórdaníu 26. júlí. Hússedn konungur fór þess á leit í dag vift Sameinuöu þjóðimar að þær taakju að sér að telja þær ísraelskar fflugvélar sem farast í bardög- um. Konungur sakaði Israel um fláræði og sagði: Það verður aldrei komið á friði hér í Austurlöndum nær með- an Israelsmenn halda ófram að missa flugvélar sem þeir , hafa aldrei átt. KAIRO, Egyptalandi 1. ágúst. Það kemur fram í sameigin- legri yfirlýsingu frá Nasser forseta og sovézkum hemað- aryfirvöldum, að öllum flug- vélum Araba hefur verið bannað að fljúga og þá hefur loftvarnaliðinu verið skipað að beita ekki byssum sínum þar til annað verður ákveðið. Er með þessum hætti reynt að koma í veg fyrir að Israel tdlkynni meira flugvélatjón. EINHVERS STAÐAR I NEG- EVEYÐIMÖRKINNI 2. ágúst. Erlendir fréttamenn heimsóttu í dag leynilega ísraelska her- bækistöð í Negev-eyðimörk- inni. Þar höfðu áður aðsefur sitt 45 orustuþotur. I dag er engin eftir. Art Buchwald Er spurt var, hvað hefði orðið af þeim, svaraði ísra- elskur ofursti á þessa leið: Við misstum þær allar í mörgun. Þær voru skotnar niður með rifflum yfir Dauða- hafinu. Þegar athygli hans var vak- in á því, að á þrem vikum hefðu Israelsmenn misst 125 flugvélar — nákvæmlega jafnmargar og þeir höfðu beðið Bandaríkjamenn um. svaraði ofurstinn: Æ, þetta er vist það sem kallað er hunda- heppni. t t i i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.