Þjóðviljinn - 22.09.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.09.1970, Blaðsíða 10
'l 10 SlÐA — ÞJÓÐVIIaJINN — Þriðjudagur 22. september 1970. 22 — Fjandinn fjarri' mér. Get- urðu ekki verið alvarleg smá- stund. Hefðirðu vaknað ef Flurry hefði farið út úr svefnherberg- inu? — Sennilega hefði ég gert það. Jafnvel þátt við værum dálítið puntuð þegar við fórum í rúmið, svaraði hún kæruleysislega. — Og hvað eiga svo þessar spum- ingar að þýða? — Ég ætlaði bara að ganga úr skugga um að það hefði ekki verið Flurry sem laumaðist yfir í kofann minn og barði mig niður. Harriet hlö fagnandi. — Al- máttugur hvað þú ert indsell. Af hverju skrifarðu ekki alblóðugt leifcrit? — Bg skal viðurkenna að hann hefði varla ekið mér niður að strönd og skilið mig eftir í bíln- um. Þá hefði hann þurft að ganga alla leiðina til baka. — Einhver hefur verið með- sefcur honum, vertu viss, sagði hún og horfðd striðnislega á mig m ycjaae y/ EFNI / SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó ^augav. 188 III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslfu- og snyrtistofa Gar'ðastræti 21 SÍMI 33-9-68. og augun í henni voru eins og í hræddu barni. — Elsku, indæli, Dominic, stundum ertu þvílíbur dauðans einfeldningur að það er engu líkara en þú hefðir fæðzt i gær. Ætlarðu aldrei að verða fullorðinn? 1 sömu svifum kom Flurry til baka í fylgd með Seamus O’Donovan. Seamus óskaði mér til hamingju með að hafa sloppið svona vel frá þessu sem hann kallaði „óhappið" gegn betri vitund. — Atlt í lagi með það. Hann er bráðlifandi. Dominic, segðu Seamusi það sem þú varst að segja oklkuir áðan. Ég sagði honum það. — Hvað segirðu um þetta, gamli vinur; þú ert au®u og eyru Charlottestown, Seamus. Hefurðu nokkurn tíma heyrt minnzt á að bróðir minn væri flæktur í prakkarastrik öfgasinnanna hjá I.R.A.? Seamus fór sér að engu óðs- lega. Hann sat lengi og horfði út um gluggann þessum skæru bláu augum. — Það hef ég ekki heyrt nedtt .um, sagði hann eftir drykk- langa stund. — Ekki einu sinni minnsta ávæning? Seamus hristi höfuðið. — Ekki um hann. Annars er eniginn hö-rg- ull á pólitísku blaðri um eitt og annað. Þessir héma drjólar úr leynihemum í borgarastyrj- öldinni eru alltaf að reyna að koma af stað ólgu. Þeir kunna svo sannariega að gera fólkið logandi hrætt, svo að sumir eru jafnvel hræddir við sinn eigin skugga. En óg hef aldrei heyrt menn minnast á Kevin sem einn þeirra. — Hvað um þennan náunga sem herra Eyre heyrðí Kevin tala við — voru nokkrir ókunn- ugir í Charlottestown þennan dag? — Já reyndar. Nóungi sem kom yfir til Seans að taka ben- sín. Sean saigði að hann hefði flýtt sér eins og fjandinn væri á hælunum á honum — máitti SÓLUN-HJÓLBARDA- VIDGERDIR Sólum flestar stærðir hjólbarða á fólks- og vörubíla. Kaupum notaða sólning- arhæfa Nylon hjólbarða. Dnnumst allar viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. Góð þjónusta. Vanir menn. BARÐINN H.F. Ármúla 7, Reykjavík, sími 30501 varia vera að þvd að heilsa eða kveðja. — Um hvaða leyti ætli það haíi verið? spurði ég. — Um hálfsexleytið, sagði Sean. — Þá héfði það vel getað verið maðurinn sem ég heyrði Kevin taiLa við. — Minntist Sean nokkuð á út- lit hams? — Það gerði hann ekki, Flurry. En ég get svo sem spurt hann. Ég get líka reynt að komast að því hvort ffleiri hafa séð hann. — Já, gerðu það, Seamus. En sagan verður ekki nema hálf- sögð með því. Þeir hljóta að hafa verið tveir þessir drjólar, annar sem ók með Dominic í bílnum hans niður á ströndina og annar í eigin bíl, sem hinn komst undan í. — Trúlega hefur það gengið þannig til. Nema þessi besefi sem réðst á herra Eyre hafi bara lagt bílnum á ströndinni og síðan rölt leiðar sinnar á hestum postul- anna, heim til sín eða eittihvert annað. Það tók sinn tíma að ræða þetta mál. Eg var ekki spurður álits og mér fannst ég vera eins og Rauða Kross-brúða sem notað- ar eru á námskeiðum í hjálp í viðlögum. Þessar tvær fyrrver- andi frelsishetjur ræddu svo írjálslega um mig, að engu var líkara en þeir væru að tala um gamlan alfatnað, úttroðinn með sagi. Þeir héldu mér utan við samræðumar á svo andstyggilega kurteislegan máta, að ég var alveg að rifna af giremju. Þessir Irlendingar eru öldungis furðu- legur kynstofn. Þeir virðast svo blátt áifram og heiðarlegir og samt er ekki nokkur ledð að henda reiður á hvað þeir eru með á prjónumum. Þegar ég sagðist þurfa að fara heim, voru þeir enn svo niður- sokknir í samtalið að þeir tóku naumast eftir því að ég hvarf. Harry fylgdi mér spölkom á leið meðfram ánni. Þegar við vorum komin svo langt að ekki sást til ofckar frá húsinu, ýtti hún mér upp að tré og faðmaði mig með ofsalegri ástríðu. Eg kyssti hama, en amnars var ég heldur fláilátur. Ég gat ekki gleymt orðum föður Rresnihans og fékk síðbúið sam- vizfcubit gagnvart Flurry. — Hvað gengur að þér, ljúfur, ertu hættur að elska mig? — Auðvitað elska ég þig. En höfuðið á mér — ég er enniþá dálítið linu-r. Hún starði á mdg og mér varð ljóst að hún las í huga mér af ósvikinni kvenlegri eðlisávísun. Það er engim þörf flyrir lyga- mæli þegar konur em viðstaddar. Samt gerði hún ekki annað en brosa. — Má ég treysta því að þú verðir ökk.i eins linur ekki á morgun héldur hinn? Þá getum við hitzt hjá ánmi um kvöldið ef það er gott veður. Veiztu að það er rneira en vika liðin síðan sa'ðast? Hún beit fast í eyrað á mér og hivtíslaði um leið: — Ég er tryRt í Iþig, veslings, særða hetjan mín. Þú rétt ræður þvi hvort þú keimur ekki á stefnu- mótið, annams set ég hdmin og jörð á annan endann. Parðu var- lega þangað til. Og síðam fflögraði hún riauiandi frá mér aftur milli trjónna án þess að líta um öxl. Síðan hélt allt áfram eins og áður. Og þó ekki alveg eins og áður. Ástasamband okkar var etkki lengur unaðslegt, mikiu fremur óðagotslegt; samtímis var Harriet orðin máld og bliíö þegar við vomm saman og þannig hafði hún aidrei áður veirið. Hún var ekki þess konar kona að hún vildi fyrir hvem mun hanga á mór — það var edtthvað ailt annað sem ég gat stundum lesið úr auglum hennar, næstum biðj- andi, undirgefin hollusta. Sjálfur var ég alveg ofurseldur ástríðu minni. Stundum hellti ég mér yflr Harriet með rudöa- legum orðum, til þess eins að sýna vald mitt yfir henni. Ég reyndi ekki að kanna dýpt til- finninga hennar í minn garð. Ég vair búinn að skrifa Fhyliis og segja henni, að ég væri hræddur um að við ættum efcki saman; Harriet hafði aidred beðið mig að gera það og ég saigði henni ekkd einu sinni frá því. Phyllis svaraði um hæl og skrifaði mér án allrar beiskju að hún áliti sjálf beztu lausnina að við fær- um hvort sína leið. En mér datt aldrei í hug, að nú gæti ég gengið að eiga Harriet. Hún var eins konar hofgyðja í musteri ástarinnar og köllun hennar var að kynna mór leyndardóma ást- arinnar — og það giftist enginn hofgyðju. Hún beitti líka öllum brögðum til að sýna að hún væri reyndari en ég á svið-um kynlífs- ins með þeim affledðmgum, að mér fa.inst hún vera andstæð- ingur, jafnvel á vdðkvæmustu stundunum, sem ögraði mér til að sýna í sífellu hvers ég væri megnugur. Þetta hrokafuillla yfir- læti kom mér einlægt í uppnám og ég varð óður eins og tartfur um fengitímann en reyndi um leið að gæta þess (og þá hélt ég að mér hefði tekizt það) að hún yrði þess ekki vör að aðdráttar- afl hennar gagnvart mér var aðeins kynferðislegt. Ástarævintýri ganga yfirieitt fyrir sig á svipaðan hátt — þegar hámarki er náð fer að haJIa undan fæti, án þess að aðilarnir verði þess varir. Ég held við höfum náð hámarkinu í júlí. Til- finningar okkar voru ekki enn farnar að kólna, en þetta var ekkd len-gur eins rómantísikt, miklu fremur óðagotslegt Og blandið dálítilli angurværð; við vorum eins og haustblóm sem standa í litskrúði, jafnvel eftir að fyrsta frostið hetfúr boðað snarlega komu vetrarins. Ég var að verða ráðalaus og stríðsógnin og hæpin aðstaða mdn l Ohariottestown bættu ekki úr skók; en árangurinn varð aðeins sá að ég leitaði sifellt í armana ó Harriet og ég varð kaldhæðnari en nokkru sinni fyrr og gaf dauðann oig djöfulinn 1 Flurry. Bg fékk efcki ffleiri hótanir; það komu engar aðvaranir né nafn- iaus bréf. Mér fannst einhvem veginn sem hinir öþekktu fjand- menn miínir iétu sem ég væri ekki tíl. Faðir Bresndhan var k-uirteis en hélt sig í hæfilegri fjarlægð. Ég himsótti Kevin Leeson nokkmm sdnnum fyrstu 2 'Á 2sinnum LENGRI LÝSING neOex 2500 klukkustunda lýsing vi5 eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 HARPIC er Umandf e£ni sem hreinsar salernisskálfna og drepnr sýkla Hvað nefnist Ijóðabókin og hver er höfundurinn? i I I l 19. MYND Bókin nefnist •••••» •«••••*••••»••«•••'••«»••••••••«•••••••»«••••••«••••••• •••••••> Höfundurinn er Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari Sími 17041 — til kl. 22 e.h. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.