Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						4 SÍDA — ÞUÖ0VEUJIÍNN — Þriðijuidagluir 20. október 1970.
— Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis >
Útgefandl:
Framkv.stjóri:
Ritstjórar:
Fréttaritstjóri:
Ritstj.fulltrúi:
Otgáfufélág ÞjóSviIjans.
Eiður Bergmann.
Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson
Sigurður Guðmundsson
SígurSur V. Friðþjófsson
Svavar Gestssoa
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmíðia: Skólavörðust. 19. Símt 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 a mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00.
Næríngarskortor
Í stjórnarblaðinu Vísi birtist fyrir nokkrum dög-
um bréf frá öryrkja sem komst m.a. svo að orði:
„llann tók kipp, læknirinn, sem skoðaði mig ekki
alls fyrir löngu og sagði svo: „Þetta er nær-
ingarskortur, sem er að þér maður". En sá, sem
þarf að lifa af örorkulífeyri plús nokkur hundruð
króna framlagi bæjarsjóðs á mánuði, verður ekki
hissa eins og læknirinn, þótt næringarskortur geri
vart við sig hérna innan um annars vel nært fólk.
Það fást nefnilega nokkuð færri máltíðir fyrir
5.000 krónur núna, heldur en fengust hérna fyrir
síðustu áramóí . . . 5.000 krónur hrökkva ekki ein-
staklingi, sem þarf að kaupa sinn mat tilbúinn, fyr-
ir fæði yfir mánuðinn, hvað þá fyrir lúxus eins og
vetrarfrakka til hlífðar, þegar maður norpar á
biðstöðvum strætó. Að maður tali nú ekki um
aukakostnað, eins og lyfjakaup eða læknisaðstoð,
sem leggjast imjög oflt á 75% öryrkja eins og mig
— svo sem eins og vegna næringarskorts o.fl."
fjessi ömurlega lýsing á því miður við um fjÖÍ-
marga einstæðinga, aldrað fólk og öryrkja, í því
þjóðfélagi sem kennir sig við jöfnuð, neyzlu og
velferð. Hún er ekki aðeins prentuð upp hér til þess
að minna á ömurlega og óviðunandi meinsemd í
samfélagi okkar, heldur einnig til þess að mót-
mæla siðlausri forustugrein sem birtist í Alþýðu-
blaðinu fyrir nokkrum dögum. Þar var gumað al-
veg sérstaklega af ástandinu í tryggingarmálum
og komizt svo að orði að þær upphæðir sem varið
væri til trygginga væru 'til marks um það „að á
íslandi er félagslegt velferðarríki" og því bætt
við „að þau lögmál, sem öðrum fremur móta ís-
lenzkf þjóðfélag séu lögmál félagshyggjunnar, —
þær hugsjónir jafnréttis, félagslegs og efnahags-
legs öryggis sem jafnaðarmenn voru frumkvöðlar
að hér á landi og hafa borið fraim til sigurs".
Alþýðublaðið er þannig hjartanlega ánægt með
þær upphæðir sem aldrað fólk og öryrkjar fær
frá tryggingunum, það telur að íslenzkt þjóðfélag
sé næsta fullkomið á þessu sviði. Samt er það s'tað-
reynd að greiðslur til aldraðs fólks og öryrkja er
um þessar mundir ekki nema svo sem helmingur
þess sem tíðkast annarstaðar á Norðurlöndum,
enda þótt þjóðartekjur á mann séu mjög hlið-
stæðar hér og þar. Þetta ástand er mjög þungur á-
fellisdómur yfir leiðtogum Alþýðuflokksins sér-
staklega, því að þeir hafa farið með stjórn trygg-
ingamála um langt skeið og talið það verkefni sér-
svið sitt. Og það fer naumast milli mála eftir lof-
söng Alþýðublaðsins um hið fullkomna ástand
trygginganna, að leiðtogum Alþýðuflokksins er
ekki treystandi til að knýja fram óhjákvæmileg-
ar lagfæringar á því sviði. — m.
Reykjavíkurmótið í handknattleik:
Framslappmeðskrekkinn
Marði sigur yfir 2. deildarliði Ármanns 10:9
Madur veröur ekki oft vitni
að jafn miklum heppnissigri og
sigri Islandsmeistaranna Fram
yfir 2. deildariiði Armanns í
Reykjavíkurmótinu í hand-
knattleik s. 1. sunnudagskvöld.
Þegar flautan gall til merkis
um leikslok var staðan 10:9
fyrir Fram og það var gamla
kempan Guðjón Jónsson, sem
nú Iék sinn fyrsta leik með
Fram í haust, sem sigurmarkið
skoraði aðeins nokkrum sek-
úndum fyrir leikslok. Ef til vill
voru það ekki úrslitin sjált
sem ntesta athygli vöktu, held-
ur hitt, að Armanns-liðið hafði
frumkvæðið í leiknum allan
tímann og hafði forystu í mörk-
um allt þar til 5 mínútur voru
til leiksloka.
Hörður Kristinsson skoraði
fyrsta mark leiksins og þrátt
fyrir það að hann hafi oft leik-
ið betur en að þessu sinni, þá
er hann slítour ógnvaldur, að
hvert lið verður að fórna ein-
um ákveðnum manni á hann i
vörninni og það verður til þess
að betur losnar uim fyrir sam-
herja hans að sækja. Eftir að
Sigurður Einarsson hafði skor-
að tvö mörk í röð og þannig
náð fbrustinni fyrir Fram strax
á 3. mínútu, náðu Ármenning-
arnir að jafna fljótlega og síðan
að komast yfir og forustunni
héldu þeir, eins og áður segir,
allt þar til 5 mínútur voru til
leiksloka með örfáuim undan-
tekningum að Fram tókst að
jafna. I leifchléi var staðan 5:4
Ármanni í vil.
1 síðari hálflelknum fóru tvö
vítaköst forgörðum eitt hjá
hvoru liði, og áfram hélzt tví-
sýnan um úrslitin. Þegar 5
mínútur voru til leiksloka náði
Axel Axelsson að jafna fyrir
Fram og með mjög stuttu milli-
bili skoraði Fram tvö mörk í
viðbót og náði þá í fyrsta sinn
tveggja marka forustu, en hún
stóð stutt, því næstu tvö mörk
skoruðu Ármenningarnir og
staðan jöfn 9:9 og aðeins mín-
úta til leiksloka. Guðjón Jóns-
son hefur oft skorað mark á
miikilvægu augnabliki, bæði fyr-
ir félag sitt og landsliðið. Nú
sýndi hann þetta einu sinni
enn með því að skora sigur-
markið fyrir Fram þegar aðeins.
30 sekúndur voru til leiksloka
íslaidsmótið í
handknattlelk
hefst 25. nóv. nk.
Akveðið hefur verið að 1,
deildarkeppni íslandsmótsins í,
handknattleik hefjist 25. nóv-
ember nk. Raðað hefur verið I
niður í fyrri umferð keppn-
innar og leikdagar ákveðnir
og er niðurröðunin sem hér
segir:
25/H 1970.
Fraim — Valur
Haukar — l.R.
29/11 1970.
F.H. — Víkingur
Valur — Haukar
16/12 1970.
Fraim — F.H.
l.R. — Víkingur
10/1  1971.
Valur —  F.H.
Fram — Í.R.
13/1  1971.
Haukar — Víkingur
Vaiur — l.R.
17/1  1971.
Fram — Víkingur
Haukar — F.H.
24/1  1971.
Valur  —  Víkingur
Fram — Haukar
og lauk því leiknum með sigri
Fram 10:9. MikiU heppnissigur
það.
Tvæcr munu bafa verið aðal
orsakir fyrir erfiðleikum Fram.
I fyrsta lagi vanmat á and-
stæðingnum og í öðru lagi það,
að Ármenningarnir léku af
þeirri skynsemi að halda bolt-
anum eins lengi og mögulegt
var og skjóta ekki nema í
dauðafæri. Þetta fór greinilega
í taugamar á Fram-liðinu og
þegar það loks fékk boltann, þá
lá því svo mikið á að skora, að
það gaf sér ekki tíma tdl að
skapa sér almennilegt mark-
tækifæri, heldur reyndi skot í
tíma og ótíma. Ég held að ekki
sé ástæða til að geta neins
leikmanns Fram sérstaklega
nema Guðjóns Jónssonar fyrir
dýrmætt mark á réttu augna-
bliM.
Það fer ekfci á milli mlála að
Ármannsliðið er i mikilli fram-
för og til stórræða liklegt í 2.
deild í vetur. Tveir menn skara
framúr í liðinu en það eru þeir
Hörður Kristinsson og Björn
Jólhannsson og þegar Vilberg
Júlíusson kemur inn í liðið,
«»fitur eftir þau meiðsii, er haní
hlaut nýlega, verður liðið
skeinuhætt hvaða liði sem er.
— S.dór.
Bikarkeppnin: Breiðablik — Ármann 4-0
Breiiablik hafli yfirburði
Er nú kominn í 3[u umferð mætir næst KR
Það lék aldrei neinn vafi á,
hvort liðið, Breiðablik eða Ar-
mann, myndi sigra í þessum
leik, heldur var spurningin hve
stór sigur Breiðabliks yrði. I
fyrri hálfleik meðan Breiðablik
lék undan allsterkum vindi er
varla hægt að segja að Ar-
menningar hafi komizt fram
fyrir miðjan völlinn, og mest-
allur leikurinn fór frani inni í
vítateig Ármanns. Þrátt fyrir
það tókst Breiðabliksmönnum
ekkí að skora nema tvö mörk í
fyrri hálfleiknum og ástæðan
fyrir því var sú, að þeir sóttu
of stíft, í stað þess að draga
Armenningana út úr vítateign-
um og dreifa sókninni.
Rúmlega 20 nm'nútur liðu þar
til Breiðabr.ksmönnum tókstað
skora fyrsta markið, en það
gerðd Heiðar Breiðfjörð upp úr
þvögu er myndaðist fyrirfraim-
an Ánmiainnsmairkið. Það liðu
svo ekki nema 8 mtínútur í við-
bót, þar till Guðmundur Þórðar-
son sfkoraði annað markið með
glæsilegu sfcoti fyrir utan víta-
teig og hafnaði boitinn í aniairk-
horninu, aUsióverjandi fyrir
miarkvörð Ármanns. Menn voru
að gera því skóna, að þessi 2
mörk dygðu Breiðabliki skammt
þegar Armenningar hefðu vind-
inn með sér í síðari hálfleikn-
um, en það fór á aðra leið. Rétt
fyrir leákhlé lenti miðvörður
Ármanns, Kristinn Petersen, í
orðaskaki við dómarann ogvair
Kristni vísað af leikveilli fyrir
vikið. Þar með má seigja að
síðustu vonir Ánmanns t'J að
vinna upp 2ja marka forskot
væru úr sögunni, því að senni-
lega hefði það orðið þeim nógu
erfitt 11, hvað pá þegar þeir
voru aðeins 10 eftdr á veffin-
um
Enda kom það strax í Ijós í
síðari hálfleiknum að siókn
Breiðabliks var sízt iminnigegn
rokinu. A 25. mínútu vair Guð-
mundur Þórðairson koimiinn einn
innfyrir Ármannsvörninai, en
var brugðið harkalega og víta-
spyra réttilega dæmd og úr
henni skoraði Magnús Stein-
þórsson 3ja markið. Guðmundur
Þórðarson bætti svo fjórða
markinu við á 35. mínútu eftir
nokkuð grof mistök miarkvarðar
Armanns.
Guðmiundur Þórðarson ber
höfuð og herðar yfir aðra leik-
menn Breiðabliks, og hún er
fyrst og fremst honuim að þakka
vedigengnl liðsins í sumar.
Enda þótt Armenningar settu
Kfe
einn mann í það að elta Guð-
miund, var þaö til einskis. Jón
Hermannsson fékk þetta hlut-
verk í Armannsliðinu en Guð-
mundur lék sér að honum hvað
efitir annað, svo að þetta varð
Armenningunum nánast til
einskds. Kristinh Petersen, sem
vísað var af leikveHi, ejvijaing-
sterkasti varnartmaðua- Armanns
og efKar að bans naut ekki leng-
ur við var varnarlejkjir^ Ár-
manns í miotan.
Dómari var Ragnar Magnús-
son og dæimidi leikinn ágæflega1,
en mér fannst hann gera stóra
skyssu, þegar hann visaði
Kristni útaf. Það er svo alvar-
legur atburður að vlsa manni
af leikvelli, að sldkt á ekki að
gera fyrir orðaskak eitt saman.
Mér fjnnst óafsakanilegt að vdsa
manni af ledkvelli fyrir orð en
ekki afihöfn. — S.dór.
Valur sigraði Þrótt 17:8
Auðve
Þrdttur megnaði aldrei að
veita Vals-Iiðinu neina verulega
mótspyrnu í Reykjavíkurmótinu
f handknattleik s. I. sunnudags-
kvöld og sigur Vals var sízt of
stor. Það var aðeins f byrjun
leiksins að Þróttur hélt í við
Val, en smám saman jók Vals-
liðið forskotið unz lokastaðan
varð 17:8.
Valur komst í 3:0 og voru
þeir Jón Karlsson, Bergur
Guðnason, sem að þessu sinni
léku 'sinn 199. leik með meist-
araflokki Vals og Agúst ög-
mundsson þar að verki, en
Þróttararnir skoruðu því næst
tvö mörk í röð og stuttu síðar
var staðan 4:3 Val i hag. Uppúr
því fór bilið að breikka. f
leikhléi var staðan orðin 8:3
fyrir Val.
Og enn jókst bilið í síðari
hálfleiknum, unz lokastaðan
varð 17:8 og hefði sigur Vals
allt eins getað orðið stærri. Það
sem mest bar á milli þessara
liða var úthaldið. Vals-liðið lék
af sama hraða allan leikinn.
en greinilegt var að Þróttar-
liðið var búið með sitt úthald
fyrir mið.ian síðari hállfleikinn.
Þeir Gunnsteinn Skúlason.
Bergur Guðnason og Ólafur
Jónsson  skoruðu  megnið  af
sigur Vals
mörkum Vals og voru lang-
beztu mienn þess, en Bjarni
Jónsson lék ekki með að þessu
sinni og vantar þá mikið 1 liðdð
þegar hann vantar. Elkki er
hægt að dæma Vals-liðið að
neinu marki eftir þessum leik
né Ieiknum gegn Armanni um
síðustu helgi, en greinilegt er
þó, að liðið er mun betur undir-
búið nú en það var í fyrrahaust
og má sennilega búast við
miklu af þvi í vetuf.
Þróttar-liðið er eins og áður
hefur verið sagt frá, gerbreytt
frá síðasta keppnistímabili og
er hvergi nærri fullmótað enn.
Halldór Bragason er í sérflokki
í liðinu og án hans væri það
efeki upp á marga fiska. En
ungu mennirnir, sem inn í liðið
hafa komið í haust lofa góðu.
— S.dór.

MmM
Ólafur  Jónsson  var  sem  fyrr
bezti maður Vals-Iiðsins í leikn-
um gegn Þrótti, en Valur vann
leikinn 17:8
Kaupum
léreftstuskur
Prentsmiðja
Þjóðviljans
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12