Þjóðviljinn - 20.10.1970, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.10.1970, Blaðsíða 5
Þriðjudíagur 20. októiber 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA Ij Bikarkeppnin: ÍBK — Valur 2:1 Mikil harka í leik ÍBK og Vals ÍBK skoraði sigurmarkið 4 mínútum fyrir leikslok □ Geysihörðum leik Vals og ÍBK sl. sunnudag lauk með verðskulduðum sigri ÍBK, 2:1, en sig- urmarkið var þó ekki skorað fyrr en aðeins 4 mínútujm fyrir leikslok og var Karl Hermanns- son þar að verki. Sigur ÍBK var verðskuldaður, því að tækifæri þess voru fleiri en Vals og var sem Keflvíkingarnir kynnu betur að notfæra sér aðstæður, sem voru slæmar, mikið rok og kuldi. Það má raunar segja að þetta hafi verið dæmigerður ro'kleik- ur, en vindur var mikill og stóð nær þvert á malarvöllinn í Kelflavík, þar sem leikurinn fór fram. Valsmennimir reyndu sinn stutta samleik en gekk það illa vegna aðstæðna, en Kefl- vÆkingamir aftur á móti notuðu langsendingar og reyndist sú leikaðferð mun árangursríkari. Þótt Valur ætti heldur meira i fjnni hálfleik, vom það samt Keflvíkingar sem skoruðu fyrst. Var það Birgir Einarsson, sem skoraði með skalla um miðjan fyrri hálfleik, og hélzt sú staða út hálfleikinn. Snemma í síðari hálfleiknum skoruðu Keflvikingar sjálfs- mank með þeim hætti, að skot- ið var að ÍBK-markinu og hugðist Einar Gunnarsson spyrna frá, en hitti holtann það illa að hann fór í mankið, án þess að Þorsteinn markvörður fengi nokkuð að gert. Smám saman náðu svo Kefl- víkingar betri tökum á leiknum í síðari hálfleiknum en tókst samt ekki að skora fyrr en 4 mínútur voru til leiksloka að Karl Hermannsson skoraði með ágætu skoti og þvi urðu úrslitin 2:1 fyrir Keflvíkinga. Á síðustu mínútu leiksins átti Valur gull- ið tækifæri á að jafna, en Ingi Björn Albertsson stóð á mark- teig en hitti ekki boltann, er hann hugðist spyrna og boltinn rann út fyrir endamörk. Nokfeur ágæt marktækifæri áttu bæði liðin í leiknúm, en þeirra bezt mun þó hafa verið tækifæri Jóns Ólafs, er hann komst einn innfyrir Valsvörn- ina og átti aðeins Sigurð Dags- st>n eftir, en Sigurður lokaði vel markinu og varði skot Jóns. Þarna átti Jón Ólafur eitt af þessum tækifærum, sem ekki á að vera hægt að misnota. Beztu menn ÍBK í leiknum voru þeir Guðni Kjartansson, Einar Gunnarsson, Grétar Magnússon og Karl Hermanns- son, sem lék sinn bezta leik um. langan tíma. Hjá Val voru það Halldór Einarsson og Jó- hannes Eðvaldsson. Leikinn dæmdi Guðmundur Haraldsson og hdfur otftast dærnt betur, en þess ber þó að geta að leikurinn var einn af hörðustu leikjum, sem lengi hafa sézt hér, og því mjög erfitt að dæma hann. Menn vildu halda því fram að Guðmundur hefði átt að vísa útaf fyrir sí- endurtekin gróf brot hjá nokkr- um ledkmönnum, en hann lét sér nægja að áminna og bóka síðan. — M. H./S.dór. Sviplítið HSÍ þing Valgeir Ársælsson var kjörinn formaður HSI Þing- Handknattleikssam- bands íslands var haldið s. 1. laugardag og það verður að segjast eins og er, að heldur þótti það sviplítið og engar merkar tillögur né ákvarðanir teknar. Tillaga sem fram kom um að fjölga liðum í 1. deild og önnur um að stofna til bikarkeppni í handknattleik, voru báðar settar í milliþiniga- nefnd fyrir næsta ársþing. Ársskýrsla sambandsins og reikningar þess voru lögð frarn og munum við segja nánar frá árskýrslunni og reikningum sambandsins síð- ar. Við stjómarkjör var Valgeir Ársælsson kjörinn formaður sambandsins, en Axel Einars- son, sem verið hefur formaður HSl um nókkurra ára skeið, gaf etoki kost á sér til endur- kjörs. Aðrir í stjóm HSl voru kjömir Jón Ásgeirsson, Jón Kristjánsson, Rúnar Bjama- son, Sveinn Ragnarsson, Einar Mathiesen og Stefán Ámason. Nokkuð var dedlt um fjölda fulltrúa nokkurra íþrótta- bandalaga á þinginu og var Akurnesingum brigzlað um að gefa upp cxf marga iðkendur handknattleiks til að fá fleiri fulltrúa, en fjöldi fulltrúa fer eftir skýrslum sérsamband- anna til ISÍ um iðkendafjölda. Hvort þessar ásakanir hafa við rök að styðjast eða ekki, fékkst ekiki úr skorið á þessu í þingi, en Axel EinarssPn s sagði ekki hægt að vé- * fengja þessar skýrslur. Þá var \ deilt noiklkuð á landsliðsæfing- \ ar, einkum æfingamar sjálfar í og svaraði landsliðsþjálfarinn / Hilmar Björnsson þvi með \ greinargóðri ræðu, sem kvað ^ þær deilur niður. Við mun- i um svo nánar skýra frá reikn- / ingum HSÍ og nokkrum atrið- \ um úr skýrslu sambandsins. \ Handknattlelkur: KR-liðið hefur sjaldan eða aldrei verið svona lélegt Bikarkeppnin: Fram — Hörður 7-1 Jón Úlafur átti bezta marktæki- færi leiksins í Kefflavík, þegar ÍBK og Valur Iéku þar í bikar- keppninni s. 1. sunnudag. Jón komst aleinn innfyrir en skaut beint í fang Sigurðar Dagsson- ar, markvarðar Vals Isaf jarðarliðið Hörður hafði ekki árangur sem erfiði, er það kom til Reykjavíkur og lék við Fram í bikarkeppninni því að Fram vann stórsigur 7:1. Mér er ekki kunnugt nm hvers vegna Isafjarðarliðin fara í sitt hvoru lagi í bikarkeppnina, en þessi úrslit sýna að vænlegra til árangurs fyrir þau væri að senda sameiginlegt lið, eins og þau gera í Islandsmótinu. Fram gekk þó ekki alltaf vel að finna leiðina að markinu í fyrri hélfleik og lengi vél stóðu Isfirðingamir í Fram og í leik- hléi var staðan aöeins 2:1 fyrir Fram. En í síðari hálfleiknum var um algera yfirburði Fram að ræða og leiðin að markinu opnari en í fyrri hálfleik. Þeir Amar Guðlaugsson og Krist- inn Jörundsson skoruðu báðir þrennu í leiknum. Þar með er Hörður úr leik, en FVam er komdð í 4ra liða úrslit ásamt ÍBV, sigurvegaran- um úr leik KR og Breiðabliks og IBK. — S.dór. Ársþing KKÍ háð Árslþing Körfuknattleákssain- bands íslands verður haldið í Reykjavík öagana 26. og 27. október næstkoimandi. Tillöigur sem leggja á fyrir þingið, verða að hafa borizt til Körfúknattleikssamtoands Is- lands, Iþróttamiðstöðinni, Laug- ardal, fyrir 20. október. Sigurbergur Sigteinsson, mið- vörður Fram skoraði, eitt af sjö mörkum Fram í leiknum gegn Herði frá Isafirði og var markið skorað með skalla. Mun þetta vera fjórði Ieikurinn í röð hjá Fram, sem Sigurbergur1 skorar skallamark. Stórkostlegur áragur ÍBV íslandsmeistari í 2. 3. og 4. flokki Vestmannaeyingar hafa unnið það stórkostlega afrek í knattspyrnu að lið þeirra urðu Islandsmeistarar í 4., 3. og 2. aldursflokki og þar að auki er meistaraflokksliðið komið í 4ra liða úrslit í bik- arkeppninni. S. I. laugardag Iéku Vestmannaeyingar og KR til úrslita í 2. aldursflokki, og unnu Eyjamenn 1:0, en nokkru áður höfðu þeir unn- ið úrslitaleikina í 3. og 4. fl. Þetta sýnir að Vestmannaey- ingar ættu ekki að þurfa að kvíða neinu í framtíðinni. Annars ber þessi einslæði árangur þeirra Eyjamanna á knattspymusviðinu forustu- mönnum knattspymunnar í VCstmannaeyjum glæsilegt vitni. Það getur ékki annað verið, en að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Þetta sannar enn einu sinni, að þar sem vel er unnið að fþrótta- málunum, lætur árangurinn ekki á sér standa, og vissulega geta Eyjamenn verið ánægðir með árangur sumarsins. Sá eini af yngri flokkunum, sem Vestmannaeyingar ekki unnu var 5. flokkur. Þar urðu Valsmenn Islandsmeistarar og segja þeir sem gerst þekkja, að 5. flokkur Vals sé einhver sá bezti 5. flokkur sem framhef- ur komið í mörg ár. Þar í flokki er einn piltur, sem menn segja öðrum efnilegri knattspyrnumann, og heitir sá Albert Guðmundsson. —S.dór. KR, sem fyrir nokkrum árum var í röð okkar beztu hand- knattleiksliða, er nú orðið svo lélegt, að menn efast stórlega um að því takist að komast upp úr 2. deild í vetur. Leikur þess gegn IR s. 1. sunnudag sýndi að GETRAUNAÚRSLIT Leikir 17. október 1970 1 X 2I Arsenal Evesrlon i V- - 0 Blackpool — HuddersPld X z - z Coventry — Nott’m For. i z - 0 Crystal Palace — WJJA. i 3 - 0 Derby — Chelsca z / - z Tpswich -r* Stoko i 2 - 0 Leeds —• 3Man. Utd. X Z - 2 Liverpool —• Burnley i Z - 0 Man. City — South’pton. X / - t West Ham — Tottenham X 2 - 2 Wolves — NewcasUo i 3 Z Cardiíf — Leicestér X Z - 2 Og IR vann auðveldan sigur 15:9 vissulega hafa menn rétf fyrir sér í þeim efnum. Það er eitt- hvað mcira en lítiö að í hand- knattlciksdeild KR, þvi að það er ekki nóg með að þetta iið sé nær æfingalaust, enda var ekki ráðinn þjálfari fyrr en rétt áður en Reykjavíkurmótið hófst, heldur virðast þeir ungu menn er fram komu í liðinu í fyrra, engum framförum hafa tekið, enda munu þeir leika hand- knattleik fremur sér til gamans en af alvöru, en alvaran ©r öll í knattspyrnunni hjá þeim. KR-ingarnir þyrjuðu leikinn gegn IR allvel oig höfðu yfir j ledkhléi 5:3, en svo gersamlega hrundi liðdð saman í síðari hálf- leiknum, að iR-imgarnir höfðu varla við að skora og síðari hiáMeitour endaði 12:4 fyrir ÍR t>g leikurinn í hedld þvi 15:9. ÍR-iliðdð hefur átt svo mis- jafna leitoi að undanfömu að mjög erfitt er að átta sig á hvemig liðið stendur miðað við önnur 1. deildarlið, sem maður hefiur séð leika í haust. Liðið er skipað mjög jöfnum og skemmtilegum leikmönnum, en þeir ná svo misjafnléga vel saman frá einum leik til ann- ars, að stundum gæti maður haldið að um tvö ólík lið væri að ræða. Lið sem hefur leik- menn eins og Ágúst Svavars- son, Vilhjálm Sigurgestsson, Ásigeir Blíasson, Þórarin Tyrf- ingsson og Brynjólf Markússon, ætti eikki að vera á flæðiskeri statt þegar það nær saman. Um KR-liðið er ekkert að feegja eins og er, annað en að það er mjög lélegt, og ef ékki verð- ur stórbreyting á því, verður það áfram í 2. deild eftir þetta keppnistímabil. — S.dór. Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA, JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð íekin á sólningunni. Kaupum nofaða sólningarhæfa nyion-hjólbarða. önnumsf allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÖÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. - Sími 30501. - Reyk{avík. i k L I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.