Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						g SlBA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðrjudagur 27. október 1970.
Skúli Guðjónsson, Ljótunnarstöðum:
Hugleiðingar um útvarpsdagskrána
og tillaga um búrekstur neytenda
Útvarpið viU hafa eitiihvað
fyrir alla, segja þeir oft við
hlustendurna, sem þar ráða
ríkjuim. Jafnframt ráðleggja
þeir okkur hlustendum að loka
fyrir það, seni við viljum ekfci
hlusta á. En allt of margir láta
þessa áminningu eins og vind
um eyrun þjóta og hafa útvarp-
ið opið, þótt þeir hiusti al&s
ekki. En svo, eru aðrir, sem
loka fyrir það sem þeir vilja
ekki hlusta á, hafa ekki áhiuga
fyrir, eða finnst leiðinlegt. Þeg-
ar ég renni huganuim yfir það,
sem ég loka tfyrir, er það asði
margt, en sfcal þó fétt eitt nefnt.
Eftir að hafa hlustað á veður-
skeyti kiukfcan fiimmtán mín-
útur yfir fjögur á laugardöguin,
er ég ávallt mjög handfljótur
að loka fyrir iþáttinn Á nótam
æsfcunnar, sömuleiðis bregð ég
skjótt við, þegar ég heyri nefnd
Lög unga fólksins. Af mæltu
máHi er ég alveg orðinn upp-
gefinn á þœttinum Kirfcjan að
starfi. Sömuleiðis er ég alveg
orðinn uppgefinn á ölluim
íþrottaiþáttum, að knattspyrnu-
leikjum ekki undanskilduin.
ösfcrin í þulnum og áhorfendum
eru alveg óþolandi. Þessi ófögn-
uður hefur aldrei verið jafn
áberandi í útvarpinu og á ný-
liðnu sumri. Honum er þrengt
inn í daigsfcrána á hinuim ólik-
legustu tírrmm.
Þrjá lestra hefi ég hlustað á
af sðgu, sem er þýdd og flutt
<J. Flosa Ölafssyni leifcara, og
' mun ekki hflusta á fleiri. Þar
fer allt saman, einkisnýtt sögu-
efni,. jóyandað mál þýðandans
og ankannalegur flutningur.
Það er annars furðulegt, hve
ágætir leíkarar misstíga sig oft
herfilega, þegar þeir lesa.
Barnabókahöfundum
til leiðbeiningar
Á eftir íbrystugreinuim dag-
blaðanna kemur Morgunstund
barnanna. Venjulega loka ég
fyrir hana. Þó kemur fyrir, að
ég hlusta, sóu sögurnar ekki
mjög fjarstæðukenndar. Ég hefi
orðið þess var, oftsinnis, að ís-
lenzkir bamabókaihöfundar eru
déiítið áttavilltir og ruglaðir í
rímínu, þegar þeir koma með
borgarbörnin í sveitina. Þegar
bðrnin koma í sveitina, fara
þau strax að sýsla við nýfædd
lomb úti í haganum. Þetta fær
ekkí staðizt í raun, og ber tvennt
til: 1 fyrsta lagi koma börnin
ekki í sveitina, eftir að skóla-
fa'minn var lengdur, fyrr en
allur sauðburður er um garð
genginn. 1 öðru lagi bera ærnar
yfirleitt í húsi, nú hin síðari
ár, eftir að veðrátta kólnaði.
Hitt er hvíta skeggið á hon-
um afa.
Þegar pabbi og mamma aka
upp í sveit með börnin til þess
að lofa þeim að hitta afa og
ömmu í sveitinni, þá er afi
undantekningarlaust með hvítt
skegg, geysimikið. Barn, sem á
að föður bíleiganda í borginni,
getur tæplega átt afa með hvítt
skegg £ sveitinni. Afdnn í sveit-
inni rakar sig að minnsta kosti
hálfsmánaðarlega, jafnvel á
viku fresti, þegar vel liggur á
honum og tíðin er góð. Hins
vegar er trúlegt að pabbinn í
borginni sé með skegg, að
minnsta kosti, ef hann er
menningarviti, eða listafrömuð-
ur. Og sé mamman í borginni
áhugasöm um réttindi kvenna,
er trúlegt að hún sé komin í
NámskeiB
fyrir
rjúpnaskyttur
Eins og undanfarin ár gengst
Hjálparsveit skáta í Eeykjavík
fyrir námskeiði í meðlferð átta-
vita og landabréfa fyrir rjúpna-
skyttur og aðra ferðamenn.
Einnig verða veittar leiðbein-
ingar um fatnað og ferðabúnað
almennt. Námskeið þetta stend-
ur yfir í tvö kvöld og hefst
annað kvöld miðvikudag.
Kennslan fer fram í birgðahúsi
sveitarinnar við Barónsstíg.
Nauðsynlegt er, að menn láti
skrá sig til bátttöku og fer
skráning fram í 3cít«Níðinnj v!"
Snorrabraut. =''™;  1"nAS
Þó námsk"'" ' ¦ "
aatlað rjúnn-
velkomnir  -''
að  hressa  '
kuinnáttu sína
Ólafur Jóhannesson
:: ¦ ¦"'¦ '. ¦' ¦             '         .  . ¦.  .'¦. -..:i:
Gylfi Þ. Gislason
rauða sokka og geri aumingja
ömmu í sveitinni alveg dol-
fallna.
Er þetta sagt barnabókahöf-
undum til vinsamlegrar leið-
beiningar.
Til margra hluta
nytsamlegir
Aldrei myndi mér til hugar
koma af$ lcka fyrir Pál Kolka,
eins og þeir gera fyrir sunnan,
að því er Austri segir.
Ekki Iokar Austri þó sjáilfur,
því honum bregður ekki við
voveitQega hluti. Það stendur
alltalf hressandi gustur af Páli.
Hann minnir mig ekki á hrossa-
brest, eins t»g Austra. Hinsvegar
kemur mér alltaf meistari Jón
í hug, þegar ég heyri til Páls.
Og má ef tíl vill til sanns vegar
færa um þá báða, Pál og meist-
ara Jón, að þeir séu hrossa-
brestir. En hrossabrestir eru til
margra hluta nytsamlegir, ems
og guðhræðslan.
Það skiptir mig engu máli,
þótt ég sé Páli oft hundrað
prósent ósammála. Ég met hann
jafn mikils fyrir því. Hann seg-
ir umbúðalaust og án allra
vafninga það sem honum liggur
á hjarta á kjarnmiklu máli.
Um  erindi  það,  sem  hann
flutti nú á bessu hausti, er það
"nnars að segja, að fyrrihluta
• ^««, K^m fíaiiaði um hersetu og
----,-,.-:-,,.,„  „pt ^p, g^j skrif-
--¦ -'^-ri hlutinn, þar
' i iri ræddi búvöruverð og
byggðaeyðingu,  var þörf hug-
vekja og tíimabær.
í sömu skorðum árið
um kring
Dagskrá þessa sumars hefur
verið mieð svipuðum hætti og
annarra sumra. Sumir þættir
haldast að vísu árið um kring,
eins og Dagur og vegur, Dag-
legt mál og Lundúnapistlar.
Dagur og vegur er ævinlega
gott sýnishorn þess og sönnun,
hve áhugamál manna eru <* *ð
margvíslegum hætti, sum okkur
svo fjarlæg, að við verðum
blátt áfram hissa á að nokkur
skuli nenna að gera þau að um-
talsefni, önnur með þeim hætti,
að við myndum vilja taka á
þeim með öðrum og ólíkum
hætti en fyrirlesarinn. Stundum
erum við fyrirlesaranum sam-
mála, s+undum á öndverðum
meiði. Og þannig á það líka að
vera í lýðfrjálsu landi. Aðal-
atriðið er og verður alltaf, að
menn kunni að segja það sem
þeim býr í brjósti, vafninga- OR
umbúðalaust. eins og Páll
Kolka.  *
Þátturinn Daglegt mál hefur
nú um a'Hsnrt skptð vprið flutt-
ur af Maenúsi Finnboc;asyni.
Maenús er dálítið hðt.frVieaur.
segir t. d. alltaf virðnlesu
ábfvrendur oa talar um herra
N. N. og frú N. N.. beear hann
vltiar í hréf hlnstendá Mér
f~-,^-* h„rn dplítið leiðínipaur
fvrt.t n^- j m ?kr»niefnir. ¦"n éH
er fyrir Ifnw b'íinn afl takn
hann í «»Sft= <"« Viof rn'kið af
hontun lært oa iafnvel meira
en a' fyrirrep*i"riim hans. hótt
hc\r h«J5 npstj'- verið léttari á
b-i-unni.
P^Il Heiðflr Jónsson segir
c.Vornrrfii^wa fr-í f sínum T-und-
únsr'istHim oR k'rnur að möran
<!Vi-lnT(>o-'i; í fari h"--^->r ípapt"
prannb'f^ðar okkí»r. En það
«.r.inir rlálít.ið fyrir honum. að
h^rin hefur tilaerðarleea rödd
og talar með iitienzinvm hreim.
Ég hafði rmkla ánæiaiu af því
í si'mar, að hlusta á minningar
Matthíasar frá Kaldrananesi.
sem Þorsteinn sonur hnns fl"tt;.
p-'da þekkti ég eða kannaðist
vift marat af hví sem Matthías
'•"gði frá. Ég minnist frá
bTnsku minni margra beirra
manna. er þar koma við sögu.
Minningar Eufemiu Waage.
sem Jón Aðils hefur nýlokið
við að lesa, voru einnig ágæt
dægradvöl. Einkum voru lýs-
ingar hennar á Beyk.iavík alda-
mótanna skemmtilega ljóslif-
andi. Síðari hluti bófcarinnar
var hinsvegar ekki eins áhuga-
verður, því að erjumar innan
T,eikfélagsins voru þar oft efst
á baugi.
Jðkull Jakobsson ætti að taka
sér hvfld frá því að labba um
götur höfuðborganna sunnan-
og norðanlands með vetrarkom-
unni.
Ljúfur verður leiður, ef lengi
si.tur annars fletjum á, segir f
Hávamálum, að þvi er mig
minnir.
Jökull hefur margt vel gert
í útvarpinu, en hann fer senn
hvað líður að þreyta hlustend-
ur.
Margir þessara gatnabátta
hafa verið góðir, en verða þó
hver öðrum líkir, begar tii
^pnadar lætur. Mennirnir sem
labba með Jökli, eru dálítifl
mis.iafnir, sumir góðir, aðrir
minna góðir, en undarlegn
keimlíkir. Því er líkast, að beir
spm síðar k*>mu, hafi lært af
bínum fyrri. Þó hafa beir allir
verið nokkurn veginn þol^nleg-
ir, að einum undanskildum, ör-
lygi Sigurðssyni. Hann er
óstöðvandi málkvöm, sem jafn-
vei Jökull fær ekki stöðvað.
Metsumar í sögulestri
Við heyrum í dagskránni, að
það er alltal veriö að lesa sögur
í útvarpinu, það er miðdegis-
saga, síðdegissaga, útvarpssaga
og kvöldsaga. Þetta er líklega
eitthvert mesta sðgulestrarsum-
ar, sem komið hefcr yfir út-
varpið. Um sögurnar, sem lesn-
ar eru um nón og miðaftan, veit
ég ekki neitt. Útvarpssöguna, þá
sem lesin er klukkan hálftíu,
hlusta ég venjulega á.
Sigurður Gunnarsson las sögu
fyrripart sumars, sem nefndist
Sigur í ósigri, að mörgu leyti
athygliverð saga, en frámuna-
lega langdregin og orðmörg,
enda mjög illa flutt.
Nýlega lauk Ágústa Björns-
dóttir við að lesa Helreiðina,
eftir Selmu Lagerlöf. Ágústa
hefur oft tekið saman þætti um
þ.ióðleg efni og dularfull fyrir-
bæri og flutt í útvarp. Hún
virðist hafa sérhæft sig á þessu
sviði, enda gerði hún Helreið-
inni mjög góð skil.
Þættimir Landslag og leiðir
virðast vera fluttir svo sem eins
og í þjónustuskyni við ferða-
fólk. Raunar er ekki fyrir það
synjandi, að hinir, sem ekki
ferðast, hafi þeirra nokkur not,
og að sumir þeirra auki nokkru
við þá landafræðiþekkingu, sem
fyrir kann að hafa verið hjá
hlustendum. Má sem dæmi
nefna þátt Þorsteins Matthías-
sonar um Strandir og bætti
Gests Guðfinnssonar um Snæ-
fellsnes.
Á sumarvökunum hefur Þor-
steinn frá Hamri haldið ' um
b.ióðsögubíttum áfram frá vetr-
inum síðasta. enda mun seint
verða þurrausinn brunmir is-
lenzkra þióðsagna og þjóðhátta.
I ii*ínuJí»"siim
-"íno-arieik
Það sumar, sem nú er aðtelja
út, hefur öðrurn sumrum frem-
ur verið sumar ferðalaga, ráð-
stefna, íþrótta og lista. Að
minnsta kcsti hafa þassi fyrir-
bæri og önnur skyld sett svip
sinn á fréttir útvarpsins, inn-
lendar. Fréttamenn útvarpsins
hafa snúizt um sjálfa sig, hring
eftir hring, f linnulausum elt-
ingarleik við þessi fyrirbæri. I
almennum fréttum hafa þau
hlotið meira rúm en aðrir þættir
þ.ióðlífsins. Þeir sem hafa setið
ráðstefnurnar, heima eða er-
lendis, þeir sem haifa unnið eitt-
hvað á vegum listarinnar, þeir
sem hafa fylgt óheppnum
íþróttamönnum að heiman og
heim, þeir sem hafa verið á
snærum ferðamálanna, allir
hafa verið teknir tali. Ven.iu-
lega heJfur svd ekkert verið á
þessu að græða, hlustandinn
hefur verið litlu nær, enda eru
fréttamenn útvarpsins yfirleitt
fremur klaufalegir spyrjendur.
Þó gengur þeim, af skiljanleg-
um ástæðum, bezt í sfnum
heimahögum. Fari þeir út á
land og taki að grennslast fyrir
um hina eiginlegu atvinnuvegi
þjóðarinnar, spyrja þeir oft eins
og þöm.                '
Stundum kemur það fyrir, að
þessir menn eru sendir út á
land og hitta að máli frystihús-
stjóra og sveitarst.ióra. Þeir
spyrja að vísu atf fullkominni
samvizkusemi og skyldurækni
við þá stofnun, er sendi þá út
af örkinni. En þeir hafa ekki
minnsta áhuga fyrir því sem
beir eru að spyrja um. Út í
sveitirnar hætta þeir sér yfir-
leitt efcfci, nema hvað . einn
beirra hitti Gunnar í Glaumbæ
að máli. Suðurland er þó und-
antekning. Það er þeirra heima-
land Reykvíkinganna, sem safna
fréttum útvarpsins, enda kemur
varla svo ofan í fllekk þar syðra,
að útvarpið segi ekki frá því.
Þegar fólk úr Reykjavík var
á ferð hér um Strandir í sumar
og sá, hvemig túnin voru út-
leikin, brann því alltaf sama
spurningm á vörum: Hvemig
stendur á því að það hefur
ekfcert verið sagt frá þessu í út-
varpinu?
Málefnaskortur
leiðarahöfunda
Ég furðaði mig oft á þvf í
sumar, hve leiðarahöfundar
dagblaðanna þjáðust mikið af
málefnaskorti. Þetta gekfc jafn-
vel svo langt, að þeir urðu að
skrifa um síðhærða stráfca.
Vísir hefur nokkra sérstöðu
meðal dagblaðanna. Hann tekur
sér að vísu túra og skammar
póhtíska andstæðinga. En bess
á milli flytur hann heimspeki-
legar, jafnvel háspekilegar hug-
leiðingar um ágæti auðvalds-
stefnunnar, oft býsna ísimieygi-
legar og laglega saman settar.
Leiðarahöfundur Vísis virðist
vera hugmyndasérfræðingur
Sjálfstæðisflokksins.     Verka-
skipting íhaldsblaðanna virðist
vera með þeim hætti, að leiðar-
ar Vísis eru ætlaðir hinum gáf-
uðu, en Morgunblaðið miðar
sína leiðara við þanfir og þroska
hinna, sem heimskari eru.
Svolítið líf færðist í blöðin
um það leyti sem kosningamar
komust á dagskrá, en svo datt
allt f dúnalogn aftur, um leið
og kosningabólan hjaðnaði.
Aftur færðist svo líf í tusk-
urnar í byrjun september, begar
búvöruverðið hækkaði. Okkur
bændunum skildist, að til þess
væri ætlazt af okkur, að við
stöðvuðum skrúfu verðbólgunn-
ar. Og við fundum til sektar og
samvizkubits, sökum þess að
við reyndumst ekki færir um
að gera þetta lítilræði fyrir hitt
fólkið í landinu.
t.oí«  Seni revnai mætti
Ég hefi mikið um það hugsað
undanfamar vikur, með hvaða
hætti yrði hægt að losa bændur
við þetta déskotans st/igl og
nudd, sem er orðið árvisst fyr-
irbæri og á þeim dynur um
hverjar haustnætur. Og ég hefi
komizt að þeirri niðurstöðu, að
reyna mætti þá leið, að fá neyt-
endum sjálfum, eða nánar til-
tekið fuUtrúum þeirra, þetta
vald í hendur.
En til þess að raunhæfur
grundyöllur feng:,--t fyrir slíkri
verðlagningu, yrðu fulltrúar
neytenda að vita, hvað þeir
væru að gera. Slíka vitneskju
gætu þeir éinungis öðlazt með
því að reka sjálfir bú, fyrir
eigin reikning og áeigin ábyrgð.
Mætti hugsa sér, að slífcum'
neytendabúum yrði dreift um
landið, t. d. eitt í hverju kjör-
dæmi, að undanskildum Reykja-
víkur- og Reykjaneskjördæm-
um.
Jafnframt hefi ég verið að
svipast um eftir mönnum, sem
að ætla mætti, að neytendur
gætu borið fullt traust til. Að
athuguðu máli hafa mér litizt
eftirtaldir einna álitlegastir, séð
frá s.iónarmiði neytenda.
Fyrir     Vestfjarðakjördæmi
yrði það vitanlega Hannibal
Valdimarsson. Hann hefur sem
kunnugt. er nokkra búskapar-
reynslu, hefur auk þess verið
sýndur í sjónvarpi spariklædd-
ur uppi á dráttarvél. En eftir
að hann færi að búa fyrir neyt-
endur, yrði hann vitanlega að
helga sig starfinu eingöngu. Bú-
skapurinn í Selárdal yrði að
vera alvörubúskapur.
I Norðurlandskjördæmi vestra
myndi ég vilja hafa Magnús
Kjartansson, og koma honum
fyrir einhversstaðar á Vatnsnes-
Inu. Þar er víða gott undir bú
og ég vil vita hann á viðkunn-
nnlegum stað og ekki mjö°
langt frá mér.
I Norðurlandskiördæmi evstr-
er .sjálfsagt að setja Gylfa Þ
Gfslason. Myndi Njáll beirrn
Framsóknarmanna. Gísli Guð-
mundsson, reynast honum inn-
an handar með að útvega hon-
Magnús Kjartansson
Steingrímiur Aðalsteíncson
Hannibal Valdimaxsson
um notalegt kot til ábúðar á
Melrakkasléttunni. Gæti hann
þá jafnhliða búskapnum notið
næðis til að hugsa upp nýja
stefnu fyrir landbúnaðinn.
1 Austfjarðakjördæmi er
sjálfsagt að setja frú Auði Auð-
uns, dómsmálaráðherra. Behé-
dikt frá Hofteigi getur án efa
bent henni á góða sauðjörð á
Jökuldalnum, svo að henni ætti
að reynast auðvelt að framleiða
ódýrt kjöt fyrir konumar á
Eskifirði.
Ölafi Jóhannessyni, formanni
Framsóknarflokksins, ætla ég
þann hlutinn, sem heztur er,
Suðurlandskjördæmi. Jafnfraimt
mælist ég til þess við biskup,
herra Sigurbjörn Einarsson, að
hann byggi, honum Skálholt og
reynist honum innan handar
við búrefcsturinn um allt það er
lýtur að stjómun, vinnuhagræð-
ingu og framleiðni. Þegar svo
þar við bætist sú Guðsblessun,
sem hlýtur að fylgja búrekstri
á slíkum stað, verður að vænta
þess, að framleiðsluverð búvar-
anna frá Skálholti verði mjög
neytendum í hag.
Þá eru fulltrúar neytenda frá
öllum stjórnmálaflokkum upp
taldjr, en eftir er enn eitt kjör-
dæmi, Vesturlandskjördæmi.
Það er mitt ráð, að formaður
Sósíalistafélags Reykjavíkur,
Steingrímur Aðalsteihsson, og
formaður Fylkingar íslenzkra
sósíalista, sem ég því miður
hekki ekki nafn á. .leggi land
¦ mdir fót, ásamt fríðu, föruneyti
i'ir Sósíalistafélaginu; og Fylk-
;naunni, haldi vestur á Snæ-
•^llsnes og stofni þar og reki
^myrkiubú. að rússneskri fyr-
'rmynd.            i
7. til 10. október 1970.
Skúli Guðjónsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16