Þjóðviljinn - 27.10.1970, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.10.1970, Blaðsíða 14
J/J SlÐA — ÞJÓÐVIL,TINN — Þriðjudaigur 27. ofctóber 1970. Harper Lee: Að granda söngfugll 1 FYRSTI HLUTI. 1. Þegar Jem bróðir minn var nærri þrettán ára, handleggs- braut hann sig um olnibogann, og það var nú verri sagan. Þegar Jem batnaði í handleggnum og hann þurfti ekki lengur að ótt- ast að hann gæti efcki framar leifcið fótbolta, þá hugsaði hann efcki meira um þetta brot, jafn- vel þótt vinstri handleggurinn haifi alltaf síðan verið ögn styttri en sá hægri. Þegar hann stóð kyrr eða gekfc, myndaði höndin á honum rétt tom við fcroppinn og þumalfingurinn lá samsíða lærinu. Honum stóð hjartanlega á sama um það, fyrst hann gat sparkað bolta og rennt honum eftir vellinum. Þegar liðin voru svo mörg ár, að atburðirnir voru komnir í haefilega fjarlægð, röbbuðum við stundum saman um atvikin sem enduðu í þessu óhappi. Ég er beirrar skoðunar að EweUsfólkið hafi átt upptöfcin, en Jem, sem er fjórum árum eldri en ég, sagði að það hefði byrjað löngu fyrir þann tíma. Hann sagði að bað hefði byrjað sumarið sem Oill birtist í bænum ofckar og bað hefði verið Dill sem átti hugmyndina að því, að við skyldum reyna að lokka Boo Radley útúr fylgsni sínu. Þá sagði ég, að fyrst hann. endilega vildi hafa allt saman með, þá hefði það byrjað með Andrew Jackson. Ef Jackson hershöfðingi hefði ekki rekið rireek-indíánana á flótta, hefði Símön Finch aldrei siglt upp i HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó augav. 188 III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslfu- og snyrtistofa Jar'ðastræti 21 SÍMl 33-9-68. Alabama í eintrjáningi sínum, og hvað hefði þá orðið um okfcur? Við vorum orðin alltof gömul til að leysa deilumái með hnefunum, svo að við bárum þetta undir Atticus. Atticus er faðir okar og hann sagði að við hefðum bæði á réttu að standa. Af því að við vorum Suður- ríkjabúar, þótti ýmsum í fjöl- skyldunni það skammariegt, að ekki var hægt að rekja ættina okfcar til orustunnar við Hast- ings. Eini maðurinn sem við gát- um státað af, var Símon Finch, sem eitt sinn hafði verið apótek- ari í Comwall og varð síðar loðskinnasali í Ameríku, maöur sem bar kápuna á báðum öxlum. Heima í Englandi hafði Símoni gramizt það. að trúflokkur sem nefndist meþódistar skyldi verða fyrir ofsóknum frjálslyndra trú- bræðra, og þar sem Símon bless- aður áleit sjálfan sig meþódista, þá hélt hann yfir Atlanzhaf til Filadelfíu, þaðan til Jamaica, þá til Mobile og loks til Saint Stephens. Hann hafði ekki gleymt áminningum Joihns Wes- leys um orðmarga kaupmennsku og hann vann sér inn drjúgan skilding sem læknir, en meðan á því stóð var hann býsna niður- dreginn yfir því, að hann skyldi vinna verfc sem ekki væru guöi þóknanleg og safna sér fjársjóð- um sem mölur og ryð fengju grandað. En þar kom í lokin, að Símon gleymdi algerlega kenn- in-gu meistara síns um fjársjóð á jörðu, og hann keypti meira að segja þrjá þræla og með að- stoð þeirra reisti hann sér hús á bökkum Alabamafljóts, svo sem sextíu kílómetrum ofar en Saint Stephens. Hann kom að- eins einu sinni enn til þess bæjar, til að leita sér að konu, — hana fann hann og lagði grundvöllinn að ætt sem moraöi af dætrum. Símon dó í hán-i elli sem vellauðugur maður. Það var orðin hefði, að kari- mennirnir í ættinni byggju á gamla landssetrinu hansSímonar. Findh Landing, og lifðu á bóm- ullarræfct. Búgarðurinn var sjálf- um sér nógur; hann var ekfci stór í sniðum miðað við kon- ungsríkin umhverfis, en gaf þó af sér allt sem þurfti til lífs- framfæris, að undantefcnum ís, hveiti og vefnaðarvöru, sem flutt var með fljótabátum frá Mobile. Deilumar milli norðurikjanna og suðumífcjanna höfðu vakið ofsareiði Símonar, vegna þess að bargarastyrjöldin hafði það í för með sér, að affcomendur hans töpuðu öllum eignum sínum nema landinu sjállflu, en samt sem áöur hélzt hin gamla hefð fram á tuttugustu öldina, þegar faðir minn,. Atticus Finch, varð fyrstur af karlmönnum ættarinnar til að afsala sér jörðdnni og hann hélt til Montgomery til að læra lögfræði, en yngri bróðir hans lagði leið sína til Boston til að lesa læknisfræði. Það var Alexandra systir þeirra sem varð um kyrrt á Finch Landing: hún giftist talfáum manni, sem lifði lífinu að mestu í hengirúmi nið- ur við fljótið og velti fyrir sér hvort silungamir myndu bráð- um bíta á. Þegar faðir minn hafði lokið embættisprófi, hélt hann heim til Maycomb og opnaði lögfræði- skrifstofu. Maycomb er svo sem þrjátíu kílómetrum fyrir austan Finoh Landing og er kaupstaður- inn í Maycomb-sýslu. Skrifstofa Atticusar var í þinghúsinu og þar inni var lítið annað en fatahengi, hrákadallur, manntafl og lagasafn, sem lítið sá á. Tveir fyrstu skjólstæðingar hans voru síðustu mennirnir sem hengdir vora í fangelsinsu í Maycomb. Atticus hafði ráðlagt þeim að treysta mildi hins opin- bera, játa sig seka um morð og fá þannig að hálda lífinu, en þeir vora báðir af Haverford- ættinni, og það táknar í Maycomb hið sama og að vera fS(5L Haver- fordarnir tveir höfðu orðið að bana bezta járnsmiðnum í May- comb, vegna smáósamkomulags sem orðið hafði, þegar hann hafði þverskallazt við að af- henda hryssu, sem hann var búinn að jáma; þeir höfðu meira að segja verið svo óvarkárir að fremja verkið í viðurvist ekfci færri en þriggja sjónarvotta og höfðu loks lýst því yfir, að „náunginn gæti sjálfum sér um kennt“ og það væri eina vörnin sem þeir þyrftu á að halda. Þeir staðhæfðu blákalt að þeir væra ekki sekir um morð, svo að Atticus gat harla lítið gert fyrir skjólstæðinga sína tvo, annað en Vera viðstaddur þegar þeir yfir- gáfu þennan heim, og sennilega hefur það verið upphaflega or- jsökin ti.1 andúðar föður míns á öllu því sem tengt var refsilög- gjöfinni. Fyrstu fimm árin í Maycomb sinnti Atticus einkum fjármála- þrætum og árum saman varði -hann miklum hluta tekna sinna til menntunar bróðurins. Jack Hale Finch var tíu áram yngri en faðir minn og valdi sér það hlutskipti að lasa læknisfræði, á þeim tímum þegar bómullarrækt svaraði ekki kostnaði, en þegar Jack frændi var kominn vel á veg, var Atticus farinn að hafa töluvert uppúr lögfræðistörfum. Hann kunni vel við sig í May- comb þar sem hann var bæði fæddur og uppalinn, hér þefcfcti hann fólkið og fólkið þekkti hann og fyrir tilstilli atorku Símonar FinCh í hjónasænginni, var Atticus skyldur eða tengdur næstum hverjum einasta bæjar- búa. Maycomb var gamall bær, og þegar ég kynntist honum var hann þreyttur gamall bær. Þegar rigning var, breyttust götumar í rauðleitar forairvilpur, gras óx á gangstéttunum, þinglhúsið grotnaði niður á torginu. Ein- hverra hluta vegna var hlýrra í þá daga; svartur hundur átti býsna bágt á heitum sumardegi, grindhorað múldýr, sem spennt vora fyrir hrörlegar kerrar, slógu hölunum í flugumar í steikjandi hitanum undir gömlu eikartrján- um á torginu; sterkjan var horfin úr flihbum karlmannanna klukk- an 9 á morgnana; konum þófcn- aðist að fara í bað fyrir hádegi og aftur að lokinni hádegishvíld- inni, og þegar skyggja tók, vora þær orðnar eins og mjúfcar te- bo-llur, þaktar örsmáum svita- perlum og ilmandi af talfcúm- dufti. Þegar veðrið var þanniig, fóra allir sér hægt. Fólkið gefck hægt og rólega yfir torgið, rölti ínn og út um búðirnar umhverfis það og allir gáfu sér góðan tíma til alls. Sólarhringurinn var að sjáifsögðu tuttugu og fjórar stundir, en virtist lengri. Engum lá á, því að ekfcert var hægt að fara, ekkert hægt að kaupa og engir peningar til að kaupa fyrir og hreint ekkert að sjá utan landamerkja Maycomb-sýslu. Þó einkenndist tímabilið af ó- ljósri bjartsýni hvað suma snerti: Maycomb-sýsla hafði nýlega fengið að vita, að ekkert væri að óttast nema óttann sjálfan. Við áttum heima í bezta hverf- inu í bænum — Atticus, Jem og ég og Calpurnía, eldabuskan Okkar. Við Jem voram ósköp ánægð með föður ofckar, hann lék við okkur, las upphátt fyrir okfcur og var kurteis og jafn- lyndur í framkomu sinni við okkur. Um Calpumíu gegndi allt öðra máli. Hún var eikkert ann- að en bein og horn, hún var nærsýn, hún var tileygð; höndin á henni var eins og rúmfjöl að stærð og alveg jafnhörð. Hún rak mig alltaf út úr eldhúsinu og spurði, hvers vegna ég gæti ekki verið eins þæg og Jemmi, þótt hún vissi, að hann var eldrf en ég og það var alltaf kallað á mig inn löngu áður en ég var búin að fá nægju mína af útivistinni. Orasturnar sem við háðum hvor við aðra, vora stór- kostlegar, en einhliða. Það var alltaf Calpurnía sem gpkk með sigur af hólmi. Einkum þó vegna þess, að Atticus var ævinlega á hennar bandi. Hún hafði verið hjá okfcur frá því að Jem fæddist og ég mundi eftir ráðriki henn- ar eins lengi og ég mundi eftir sjálfri mér. Kaupum hreinar léreftstuskur PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS GLUGGATJALDASTANGIR FORNVERZLUN og GARDÍNUBRAUTIR Laugavegi 133 — Síml 20745. Allt á að seljast Gerið góð kaup í buffefefeápum, blómasulum, klukkum, rokkum og ýmsum öðrum húsgögnum og húsmunum, í mörgum tilfellutn með góðum greiðsluskilmálum. Fomverzlun og Ga rdin ubrautir Laugavegi 133 — sími 20745. FYRIR SKÓLAFÓLKH): Buxur, skyrtur. peysur, úlpur, nærföt. sokkar og margt fleira. — Fjölbreytt og fallegt úrval. PÓSTSENDUM. O.L. — Laugavegi 71 — sími 20141. SÖLO-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. V ARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og Htla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069 Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið 'fengið AXMINSTER 'teppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — annað ekkL 1 í w m ¥, íi 1 M ANNAÐ EKKI Grensásvegi 8 — sími 30676. Laugavegi 45 B — sími 26280. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTI — HURÐIR — VÉLALOH og GEYMSLULOK á Volkswagen i allflestum litum. — Skiptuim á einum degi með dagsfyrirv-ara fyrlr ákveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25. — Síml 19099 og 20988. UNCUNGAR OSKAST til sendiferða hálfan eða allan daginn. Þuría að hafa hjól. BÍLASKOÐUbl & STILLING Skúlanötu 32. ^ MÓTORSTILLINGAR HJÚLASTILLINGAfi IJOSASTILLINGAR Simi Látið stilla í tíma. Æ 1-1 n n Fljót og örugg þjónusta. 1 qj i-| U II Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVIIJINN Látíð ekkf skemmdar kartöflnr koma yður 5 ^otíð COLMAMS-kartöfluduft

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.