Þjóðviljinn - 19.09.1971, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.09.1971, Blaðsíða 9
Surunudagur 19. septemiber 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA ^ frœðslumál ; t 11 lt i I staðinn fyrir núverandi skóla með öllum sínum föstu formum og prófaumstangi, ætti að skipu- leggja fræðslustöðvar Á undanförnum árum hefur margt verið rætt og ritað um svokölluð menntunarvandamál dreifbýlisins og misjafna aðstöðu íslenzkra barna og unglinga til að komast í skóla. Þessi umræða hefur einkennzt af sömu uppdráttar- sýkinni og aðrar umræður um íslenzk skójamál og raunar önnur félagsleg vandamál, þær hafa löngum staðnæmzt við ytri form en aldrei er komið að kjarna málanna. Þannig er oftast látið nægja að tönnlast á því að byggja þurfi fleiri skólahús, mennta fleiri kennara o. s. frv. Hitt er löngum feimnismál, sem ekki er talið heyra undir umræðu á opinberum vettvangi, hvers konar kennsla á að fara fram innan veggja skólanna, hvernig kennara eigi að mennta, hvert sé hlutverk uppeldis og uppalenda í þjóðfélagi okkar og hver eigi að ala uppalandann upp. Okkur hefur því fundizt tímabært að snúa beint til sveitafólks í leit að svörum í þessum málum, og þar bar okkur niður hjá Þorgrími Starra og Jakobínu Sigurðardóttur í Garði, Mývatnssveit. Mývatnsbændur hafa þegar veitt einni tegund ágengrar föðurlegrar umhyggju sér- fræðingavaldsins svar sem ekki verður misskilið, og vera má að þeir hafi sitthvað sjálfstætt til málanna að leggja á fleiri sviðum. Jakobína Sigurðardóttlr Þorgrímur Starri LYKILORÐ: ALHLIÐA ENNTUN — Viðtal við Þorgrím Starra og Jakobínu um menntamál dreifbýlisins Þorgrímur Starri: Menntun er ek!ki að vera tiltölulega f jöl- íróður um einíiverja hluti — þaðan af síður að vera sérfróð- ur. Hún er ekkert annað en það að hafa sem víðastan sjón- deildarhring, sem víðastan skilning á sjálfum sér og um- hverfi sínu og kunna að koma fram í umhverfi sínu. Sá sem hefur fjöida prófa á bak við, sig og óralanga skólagöngu get- ur verið alveg ómenntaður mað- ur. Þau dæmi eru alls staðar fyrir augum manni. Hin dæmin eru einnig alls staðar fyrir augum manni — ef menin vilja gá að því — að til er mjög menntað fólk án þess að hafa nokkurn tíma á skóla komið umfram það að læra að skrifa nafnið sitt næstum því að segja. Ég held að þessi skólamál séu í eins miklu öngþveiti og eins snarvitlaus og hugsazt getur. Og ef eitthvað á að gera í þeim þá þarf að bylta þar gjörsamlega öllu frá grunni. Ég vil láta leggja niður alla skóia eins og þeir eru kallaðir í dag. >að þarf að vísu að hafa visst aðhald að námi bama til þess að þau nái á unga aldri á- kveðnu stigi sem opnar þeim möguieika til áframhaldandi menntunar, sóu vei læs og skrifandi og vel kunnandi í móðurmáli sínu og hafi undir- stöðu í reikndngi. Jakcbína: Það hafa verið gerðar tilraunir með frjálsa skóla, þar som enginn er skyld- ugur til þess að vera í skóla, ekki einu sinni á barnsaldri, ekki einu sinni til að læra að lesa. Reynslan af þessum tilraun- um hefur leitt í ljós að það kemur alltaf að því hjá hverj- um eimstaklingi að hánn vill læra eitthvað. Þorgrímur Starri: Það ætti að leggja niður prófin, þau eru að minni hyggju til bölvunar á öllum sviðum og segja etakert til um það hver kunnátta fólks er í raun og veru, auk þess eru þau oft á tiðurn beinlínis mann- skemmandi. Það er þessi keppni við náumgann, þetta brjálaða kapp og metnaður, sem hleypur 1 menn, og margir hafa ekki náð heilsu eftir vitleysislegt próf- kapp. Einhver lokaprófun á starfsþekkingu manna er auð- vitað nauðsynleg, en það þýðir ekki að nauðsynlegt sé að vera að ganga undir próf liinnulaust allan skólatímann. f staðinn fyrir þessa núverandi skóla með öllum sínum föstu formum og prófumstangi ætti að skipuleggja fræðslustöðvar þar sem hver og einn getur komið eftir löngun og sínum vilja til náms á hvaða skeiði ævinnar sem er. Jakobína: Menntun á ekld fyrst og fremst að gera mann- inn að vinnudýri einihverjum hluta atvinnuiveganna, heldur á hún að gera hann færan til að vera maður og þá efcki síður að njóta þeirra frístunda sem hann getur haft. Það á aðstytta vinnudáginn svo að maðurinn geti fengið meiri tíma til að vera maður, sem ekki er að vinna neitt sérstakt sem gefur af sér arð í venjulegum skilin- ingi. Það sem gefur lífinu gildi þegar maður er orðinn fullorð- inn og fer að líta til baka yfir ævina eru ákveðnir púnktar í lífi manna, sem standa upp úr eða út úr og gera lífið þess virði að hafa lifað þvi og það er sjaldnast það sem hefur gef- ið af sér ednhvern arð í venju- legum skilningi. Annars álít ég stærstu gall- ana á skólakerfinu og þeim kennslubókum, sem lagðar eru til grundvallar í námi, að þetta byggist á alls konar venjum og fordómum sem við þurfum að losna við en er þess í stað við- haldið af skólakerfinu. Þorgrímur Starri: Menntun á að miðast við það að maðurinn sé sem upplýstastur alltaf leit- andi, alltaf að þroskast; hún á ekki að vera sniðin að því að maður setjist á skólabekk til að öðlast sérhæfni. sem hann getur síðan haft betri tekjur af en sá sem ekki hefur sér- hæft sig á skólabeikk á ein- hvcrju vissu sviði. En við þetta miðar rikjandi skólakerfi, og þaðain kemur allur sá fjöldi af tossum og lýð sem ekkert hef- ur í skóla að gera og engan vilja eða löngun hefur til að læra og er ekki rekinn áfram af öðru en þessari hugsjón: ég skal verða læknir, ég skal verða prestur, ég skal verða lögfræð- ingur, af því að það eru betri tekjur af þvi heldur en að vera sjómaður eða bóndi. Þessir menn koma áreiðanlega verr menntaðir út úr skóluinum hátt á þrítugsaldri heldur en þeir menn eru sem hann vill forðast að deila kjörum með, sjómaður- inn, bóndinn og verkamaður- inn. 1 fræðslustöðvunum ætti að kenna með allt öðrum hætti en nú er gert í skólunum. Það á að kenna minna eftir stöðn- uðum bókaskræðum og taka nú- tímatækni í þjónustu sína, seg- ulbönd, lcvikmyndir. Og það á að leggja yfirheyslurnar nið- ur og kenna með fyrirlestum og umfram allt viðræðum. Eins og ágætur rrfaður hefur sagt þá á að strika þessi tvö orð út úr motkun, skóli og kennari. Þau eru búin að ganga sér til húðar og merkja það sem raun- verulega ætti að tilheyra for- tíðinni og ekki ætti að tala eða skrifa um nema sem víti til varn- aðar, og til að lýsa þvi hve við stóðum áður á lágu menningar- stigi. Nútímafræðari á að glæöa skilning og námsvilja nemenda með samtölum. Blaðamaður: Hénna stöndum við frammi fyrir þeim gamla vanda: hvemig á að byrja? Það verður líka að ala uppal- andann upp. Kennaramir hafa líka mótazt í gömlu skólunum og eru margir staðnaðir í vinnuhrögðum sínum. Hér vei'ð- ur einhvern veginin að róta upp og koma fólki á einhverja hreyfingu. Þorgrímur Starri: Það mætti byrja á því að stofna nokkrar einstakar fræðslumiðstöðvar og vanda vel til vals á stnrfs- kröftum þangað og sjá síðan til hvort bóndasonurinn, bónda- dóttirin, verkamaðurinn og sjó- mennirnir, þegar þeir geta tek- ið sér einhivem tíma til þess, munu ekki koma á öilum aldri til að sækja slikt fræðslusetur heim. Þama gæti fólk gemgið út og inn eins og því sýndist. Nú er verið að lengja skóla- tímann. Nú á að taka umgling- ana sem fama í gagnfræðaskóla og slengja þedm á skólaibekkinn 25. september í stað 1. október í stað þess að það hefði verið spor í rétta átt að stytta skóla- árið þanmig að unglingar gætu unrndð nauðsynleg störf á okkar stutta sumri lengur en tíðk- ast í dag. Meðan skólakerfinu er ekki breytt skiptir efcki máli hvort unglingarnir sitja lengur eða skemur á skólabokk. Ef skólaárið væri stytt fengjuung- lingarnir þó ekki eins mikla andstyggð á niáminu og það yrði minni kergja í þeim þegar þeir setjast á skólabeJdc á haustin, Það mætti tíka stytta skóla- árið talsvert með því að afnema prófin. Jakobína: Það eru margir kennarar sem em óánægðir með stöðnuniina í skólakerfinu og starfskraftar þessara manma nýtast illa. Ég átít að innan kennarastéttarinnar væri hægt að finna nóg af fólki til að .starfa í fræðslumiðstöðvum á nýjan og freskan hátt. Annars ætti einnig að nýta sjónvarpið mikiu meira í þágu kerinslu en gert er. Blaðamaður: Starri minntist á að fræðslumiðstöðvamar ætti að opna fólki á öllum aldri og nefndi . þar einkum verkamenn. og sjómenm, Það er sennilega ekki líklegt að slíkar fræðslu- stöðvar yrðu mikið sóttar af háskólagengnu fólki. Væri ekki nauðsynlegt að byggja upp við hlið slíkra fræðslustöðva fræðslu annarrar tegundar fyrir fólk sem hefur lokið löngu skólanámi og sérhæft sig á þröngum sviðum? Þarf ekki að gefa þessu fólki tækifæri til að komast eitthvað víðar út í þjóð- félagið og komast í ednhverja snertingu við þau störf sem þar eru unnin almennt? Héma rekum við ofckur auðvitað á það vandamál að maður sem hefur lokið löngu skólanámi og sérhæft sig á þröngu starfssviði og hefur kannski hærri laun en almennt gerist, hefur ták- markaðan áhuga á því að ganga inn f störf verkamanna. sjó- manna, bænda o.s.frv., ef fjár- von er það eina sem örvar menn til starfa í þessu þjóðfé- lagi. Jakobína: Héma rekumst við aftur á það að umbyltingu fræðslukerfisins verður að fylgja breyting á þjóðfélags- skipuninni sjálfri. Þorgrímur Starri: Það ermik- ið rétt, en breytingar á fræðslu- kerfinu stuðla einnig að því að breyta þjóðfélagsskipuninni í rétta átt. En því skyldu há- skólamenntaðir menn etaki viija deilda kjörum með verkamamni og sjómanni, ef þeir ættu í upp- vexti sínum allt undir atvinnu- veguinum, ynnu sem unglingar þau störf sem þedm tilheyra, hefðu einhvern tírna á ævinni deilt kjörum með þvi fólki sem vinnur í umidirstöðugreinunum og setið með því við sama borð? Þvf skyldu þeir þá ekki vilja koma þangað aftur? I fiæðslu- miðstöðvunum gætu einnig starfað þeir menn úr hópi bænda, sjómanna, verkamanna og iðnaðarmanna, sem hafa hæfileika til að fræða aðra á lifandi hátt. Slíkir memm gætu flutt fýrirlestra um störf sín og hætti sinna stétta. Umfram allt ættu fræðslustöðvar ekki að vera í neinum blýföstum stöðn- uðum skorðum heldur ætti að nýta hvern möguleika til fjöl- hæfari fræðslu hvernig sem hún er fengin og hver sem starfar hverju sinni sem fræðari. Það getur meira að segja verið stór- kostleg memmtum í því ef menn gefa sér nógu oft tíma til þess að setjast niöur og læra saman. Innan samtalsformsins getur hver miðlað öðrum og þar er kannski enginn öðrum spakari í heildina teltíð en kannski í einni grein fremur en annarri þó. í samtölum er hægt að skoða mál frá sem ílestum hlið- um og það er undirstaða þess að við getum skapað þjóðfélag sem einhver vitglóra er í og mönnum sæmandi að búa við. Alhliða menntun: Það er lykilorðið. Það er eins og Lenín sagði í gamla daga, að bver vinnukona verður að vera fær um að stjórna ríkiimi. Mennta- málin eru lykillinn til að breyta þjóðfélaginu og leiðin til að fá almúgann til þátttöku í því að hugsa þau mái sem brjóta þarf til mergjar og þátttötau í að stjórna þassu samfélagi. Við megum ekki láta stjóma þessu ofan frá og þaðan af síður ef þeir sem stjóma eru sérhæfðir langskólamenn sem hafa etaki hugmynd um hvað snýr fram eða aftur á skepnunni ef að því kemur að taka ákvarðarnir um þa undirstöðu sem allt hvílir á, hinn stritandi maður sem erjar jörðina og hennar gæði, hvort sem það er innan eða utan landsteina. Jakobína: Ég hefði ektaert á mótl því að leggja húsmæðra- stéttina niður í því formi sem hún nú er, vegna þess að hún er eiginlega ófrjó. Hún hafði á Framhald á 10. sdðu. STARRI: Ég vil láta leggja niður alla skóla eins og þeir eru kallaðir í dag JAKOBÍNA: Það kemur alltaf að því hjá hverjum ein- staklingi að hann vill læra eitthvað. STARRI: Það á að strika út úr notkun orðin skóli og kennari. Þau eru búin að ganga sér til húðar og ekki ætti að tala þau eða skrifa nema sem viti til varnaðar, og til að lýsa þvi hve við stóðum áður á lágu menningarstigi. JAKOBÍNA: Það sem gefur lífinu gildi þegar maður er orðinn fullorðinn og fer að líta til baka yfir ævina eru ákveðnir punktar í lífi manns, sem standa upp úr eða út úr og gera lífið þess virði að hafa lifað því og það er sjaldnast það, sem hefur gefið af sér arð í venjulegum skilningi. STARRI: Alhliða menntun það er lykilorðið. Það er eins og Lenín sagði í gamla daga, að hver vinnukona verður að vera fær um að stjórna ríkinu. Menntamálin eru lykillinn til að breyta þjóðfélaginu ... JAKOBÍNA: Ég hefi ekkert á móti því að leggja hús- mæðrastéttina niður í því formi sem hún nú er ...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.