Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						4 Sft>A — WÓÐVTLJINN — >riðrjudagiu!r 12. ofctxSbeir 1971.
— Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis -
Cltgefandi:        Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjóri:     Eiður Bergmann.
Ritstjórar:        Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri:  Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsihgar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Simi 17500
(5 límir). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00,
A/þifígi kemur sam&n
[ tíð fyrrverandi stjórnarflokka mátti greinilega
merkja vaxandi tilhneigingu til þess að gera
alþingi að ósjálfstæðri afgreiðslustofnun, þar sem
þingmenn lögðu formlega blessun sína yfir imál,
frumvörp eða tillögur, sem komu framreidd til
alþingis frá sérfræðingum, embættismönnum og
ríkisstjóm. Slík vinnubrögð á alþingi stafa af ýms-
um ástæðum en þau hafa í.för með sér ýmsa
háskalega galla á starfsemi alþingis. Ein megin-
ástæðan fyrir þeirri neikvæðu þróun sem hefur
átt sér stað er sú tilhneiging meirihluta þess sem
að ríkisstjórninni hefur staðið að einoka allar
helztu valdastofnanir innan þingsins sjálfs. Þann-
ig hefur meirihlutinn tekið hana sér alla forseta-
stóla alþingis og þannig hefur hann, eftir að hafa
tekið allt stjórnkerfi þingsins í sínar hendur, get-
að ráðið vinnubrögðum á þinginu í öllum megin-
atriðum. Forsetar haga dagskrá og> annarri skipu-
lagningu þingvinhu í samræmi við óskir ríkis-
stjórnarinnar hverju sinni.- Við þetta- bætist það
að stjórnarflokkarnir hér hafa yfirleitt tekið sér í
hendur öll völd í nefndum þingsins. Með því móti
hafa nefndir alþingis haft miklu minna hlutverki
að gegna en víða annars staðar í þjóðþinguim. Hér
e-r um mjög alvarlegt atriði að ræða sem núverandi
ríkisstjórh hefur væntanlega forustu um að lag-
færa.
fslendingar eru eítt smæsta þjóðfélag í víðri ver-
öld. í slíku samfélagi ættu tengsl þings og þjóð-
ar að vera betri, nánari og lífrænni en gerist í
stórum þjóðfélögum þar sem bilið milli þjóðar og
þings verður æ lengra. Þess vegna ættu íslenzk-
ir alþingismenn að leggja sérstaka rækt við sam-
bandið við þjóðina — þeir eru þegar allt kemur
til alls kosnir af henni og eiga að standa henni
reikningsskap gerðá sinna. Nú þegar margir nýir
alþingismenn koma til þings í fyrsta sinn ætti
kannski að vera meiri von til þess en áður að þing-
menn lokuðu ekki að.sér innan bergmálslausra
múra; heldur tækju þeir upp vinnubrögð innan
þings jafnt sem út á við sem tryggi gagnkvæman
skilning milli þingsins og þjóðarinnar.
þjóðviljinn óskar nýsettu alþingi velfarnaðar í
störfiim þess. Það þing sem nú er nýlega hafið
getur orðið eitt hið merkasta sem komið hefur
saman — ef þeir alþingismenn sem' í vor voru
kosnir til þess að fara með umboð þjóðarinnar
gera sér grein fyrir skyldum sínum við fólkið í
landinu. — sv.
Er alþingi hafði veríð sett í gær efndu þingflokkarnir til funda. Þessi mynd er tekin á þingflokksfundi Alþýðubandalagsins. en
á myndina vantar einn þingmanna flokksins, Magnús Kjartansson. Á myndinni eru talið frá vinstri: Svava Jakobsdóttir, land-
kjörinn þingmaður, Eðvarð Sigurðsson, þingmaður Reykvíkinga, Skúli Alexandersson, þingmaður fyrir Vesturland (vaiamaður
Jónasar Árnasonar), þá Helgi Seljan, landskjörinn þingmaður, en Helgi er ritari þingflokksins. Fyrir borðsendanum er nýkjörinn
formaður þingflokksins, Kagnar Arnalds, þá varaformaður þingflokksins Xúðvík Jósepsson, Gils Guðmundsson, Reykjanes, Garð-
ar Sigurðsson, Suðurland, Geir Gunnarsson, Reykjanes. - Mynd AK.
Alþingis bíða nú sem jáfnan fyrr
mörg og vandasöm úríausnarefni
B Þjóðviljinn birtir hér í
heild- ræðu þá sem forseti
íslands, dr. Kristján Eld-
járn, flutti við setningu al-
þingis í gær.
Á þessu ári eru talin 1041 ár
síðan Islendingar stofnuðu Al-
þingi á Þingvölium við Öxará.
Eg kom til Þingvalla fyrir nokkr-
um dögum í haustfegurð. Mér
varð hugsað til hins forna þing-
haids og um leið til setningar
Aiþingis, sem í vændum var. Fá-
um mun nú finnast annað en að
rétt hafi verið ráðið, að endur-
reistu Alþingi var valinn staður
í Reykjavík á sínum tíma, og
flestir munu telja sjálfsagt, að
löggjafarsamkundan vinni störf
sín í höfuðborg landsins. Sögu-
legir staðir, sem misst hafa lif-
andi hlutverk sitt vegna breyttra
þjóðlífshátta, verða trauðlega
kvaddir aftur til fyrra hlutverks
vegna sögulegra minninga einna
saman. Um Þingvelli má þó með
sanni segja, að þeir hafa ekki
með öllu rofnað úr tengslum við
sitt forna hlutverk. Síðan þing
fluttist þaðan, hefur margt gerzt
þar, sem hátt ber í sögu landsins.
Það gæti enn hæglega átt eftir
að koma til umræðu, hvort Al-
þingi þjóðarinnar gæti ekki sér
til ávinnings tengt starf sitt á
einhvern hátt þessum stað, svo
skammt frá höfuðborginni. Jón-
as Hallgrímsson hugsaði sér, í
frægu kvasði til Jóns Sigurðssonar
að hann sækti þangað sálubót og
aleflingu við hjarta landsins, áð-
ur en hann tæki til við þing-
störfin. Sú hugsun er enn í
góðu gildi.
En Alþingi á nú orðið langa
söguhefð í þessari borg og raun-
ar í þessu húsi. Það eru nú 126
ár síðan Alþingi var endurreist
og kom saman hér í Reykjavík
eftir að hafa legið niðri nær
hálfri öld. Frá þeim tímamótum
er þetta 106. samkoma þess, en
hin 92. síðan Alþingi fékk lög-
gjafarvald árið 1874, þar af 74.
aðalþing.
Þessi upprifjun örfárra minn-
isverðra ártala við setningu Al-
þingis minnir á straum tímans
og samhengi sögunnar, á líf
þjóðar vorrar og þátt Alþingis í
sögu hennar á liðinni tíð. Þetta
Hannibal Valdimarsson ráð-
herra er elztur alþingismainna
og samikvæmt venjunni stjórn-
aði hann þvi þingfundi í gær
og gerir unz forsetar alþingis
hafa verið kjðrnír.
er elzta og mesta stofnun þjóð-
arinnar, gömul, en þó sífellt ný,
eins og þjóðin sjálf og barátta
hennar fyrir lífi sínu og tilveru.
í dag býð ég velkomna til
starfa nýkjörna alþingismenn og
nýlega skipaða ríkisstjórn og
þakka um leið störf fyrra þings
og fyrri ríkisstjórnar. í þessum
þingsölum sitja nú sem fyrr
margir alþingismenn með langa
þingreynslu að baki, menn sem
endurkjörnir hafa verið til sinna
ábyrgðarstarfa, en við hlið þeirra
óvenjulega margir nýir menn,
sem nú koma hingað í fyrsta
sinn. Maður kemur mannsístað,
en stofnunin er hin sáma. ís-
lenzka þjóðin mun nú sem ætíð
fylgjast með störfum hennar.
Það er óhætt að fullyrða, að hing-
að beinist athygli þjóðárinnar
hvert sinn sem þing er sett og
hún bíður með eftirvæntingu ár-"
angurs af störfum þess. Þ.jóðin
hefur, með almennri þátttöku,
kjörið yður til að fara með mik-
ilvægustu málefni sín. Hún lít-
ur til Alþingis og þeirrar ríkis-
stjórnar sem ábyrgð ber fyrir
því, til varðstöðu tirri það sem
helgast er, frelsi landsins og
virðingu meðal þjóða, og hún set-
nr traust sitt á yður til gifmsam-
legra úrræða í . hinum mörgu
þjóðfélagsmálum, sem kenna má
v við líðandi stund og úrlausnar
krefjast
Oft er til þess vitnað að sagt
er um fornan höfðingja, að hann
kviði nálega engu nema Alþingi
og imbrudögum. Með þeim orð-
um er meira verið að lýsa manni
en stofnun, manni, semN kenriír
sín, þegar hann finnur hina
mestu ábyrgð kalla að.sét, <og
vill standa við hana. En það er
engin tilviljun að Alþingi ér
nefnt í þessu sambandi. Þar var
það, og þar er það enn, sem fá-
ir verða að taka ákvarðanir fynr
marga, ákvarðanir sem varða
alla, oft um langa framtíð.
Þessa þings bíða nú eins og
jafnan mörg vandásöm úr.lausn-
arefni. ' Það liggur í hlutarins
eðli og gengur enginn að því
gruflandi. Alþingismenn þekkja
ábyrgð sína og því er fulltreyst-
andi að allir hafa þeir góðan
vilja til að efla hag og ham-
ingju þjóðarinnar og heiður og
traust landsins. Sú er ósk mín
og von, að sá góði vilji verði
sigursælí.
Að svo mæltu bið ég alþingis-
menn að minnast fósturjarðar-
innar með því að rísa úr sætum.
A myndinni eru ráðherrar Alþýðubandalagsins þeir  Magnús  Kjartansson  og  Lúðvík  Jósepsson.
Myndin er tekin við þingsetninguná í gaer.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12