Þjóðviljinn - 12.10.1971, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.10.1971, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. október 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5 New York, 6. október 1971. Þó að fulltrúar Þriðja heimsins hér á Alls- herjarþinginu séu margir hvassyrtir í garð . þeirra ofríkisafla, sem tröllríða heiminum, er hiti vandlætingarinnar hvað mestur í málflutningi Afríkumanna. Hér eru glefsur úr ræðum þriggja slíkra. Ef allt sýður upp úr þar sem hvítu kúg- ararnir fara enn sínu fram á meginlandi þeiirra, þá verður þessum mönnum að minnsta kosti ekki um kennt að þeir hafi ekki varað við háskanum af fullri einurð og hreinskilni. Það er ekkert rósamál að finna hjá þeim þessum. Takið til að mynda eftir því hvað afstaða þeirra í Kínamálinu er ákveðin, hrein og klár. Kveðja, — Jónas. Frá Allsherjarþinginu: EKKERT ROSAMAL Kaflar úr ræðum þriggja fulltrúa Afríkuríkja Kaflar úr ræðu Mungai ut- anríkisráðherra Kénya: í Suður-Afríku eru Afriku- búar látnir sæta kúgun og nið- lægingu af hinu versta tagi. Þeim er neitað um einföldustu mannréttindi. Menningararf- leifð þeirra er eyðilögð á kerf- isbundinn hátt með lögum, og lögreglukúgun. Öll réttindi til fundarihalda og til umkvörtun- ar hafa verið þurrkuð út fyrir löngu. — Harðstjóm apartheid- kerfisins hefur ákveðið að hlutskipti þeirra skuli . vera þrældómur og eyðilegging. Það er engim vonarglæta í þeirri nótt örvæntingar, sem hefur lagzt yfir þá. Við slíkar að- stæður er beiðni um skynsemi og írtisKÚhn hróp í eyðimörk. Minnihlutastjóm hvítra kyn- þáttakúgara hefur eyðilagt all- ar tilraunir -til að berjast fyr- ir réttindum yfirgnæfandi meirihluta svartra Afríkubúa á löglegan hótt. Þetta ástand hlýtur að springa einn dag og leysa þá úr læðingi kyniþátta- styrjöld meiri en sagan kann frá að segja. Stjómin í Pret- oríu mun ein eiga sök á þess- ari óæskilegu þróun. Afríku- menn munu ekki eiga annarra kosta völ vegna hörku og skilndngsleysis hvítra manna I Suður-Afríku. Sagan sýnir að ekkert vopnavald hefur getað brotið niður frelsisvilja þjóðar. Barátta okkar Kenyabúa sjálfra gegn Bretum er næg á- stæða fyri-r oktkur til að trúa á frelsun Afrítoubúa í Suður- Afríku. (. . .) Okfcur skilst að Bretar haldi áfram samningaviðræðum við Smith og kynþéttakúgara þá, sem styðja hann (í Ródesíu). Við gætum ekki fallizt á neina samninga í Ródesíu nema þeir —------------------------------- Laus staða Staða forstöðumanns bifreiðaéftirlits ríkisins er laus tjl umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 11. nóvember 1971. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 11. október 1971. B. S A. B. Fyrirhuguð eru eigendaskipti á fjögurra herbergja íbúð í 3ja byggingarflokki félagsins. Þeir félags- menn sem neyta vilja forkaupsréttar, snúi sér til skrifstofunnar, Síðumúla 34, sími 33509 og 33699 fyrir mánudaginn 18. okt. n.k. B.s.f. atvinnubifreiðastjéra. Starfsmaður óskast Mann vansn búskap vantar á kúabú í Garða- hreppi strax. Upplýsingar í síma 42816 milli kl. 6 og 7 síðdegis. Skrifstofa ríkisspítalanna. feli í sér eftirfarandi atríði: Ekkert sjálfstæði án meiri- hlutastjórnar Afrítoubúa. Af- nám allra laga, sem gera Af- ríkubúum lægra undir höfði., Fpll þátttaka Afríkubúa í öll- um aðgerðum sem miða að því að ákveða örlög Zimbaþwe og tryggja varanlegan og réttlátan frið. 1 þessu felst einnig rétt- ur þeirra Afríkubúa sem nú eru í fangelsum Smitíhs, til að taka þátt í umræðum um framtíð landsins. (. . .) Eitt mikilvíígasta vandamálið nú er eftirlit með mengun í hafi, ám og lofti og vöm gegn mengun Þetta vandamál er miklu víðtækara en landamæri hvers einstaks ríkis og það þarf sameiginleg átök til að leysa það. Mengunarvaldar í öllum myndum, hvort sem þeir stafa af iðnaði eða hemaði éru mikil cign við mamnkynið í heild. Þeir hafa eyðileggjandi áhrif á lífið í ' sjónum. Þeir stefna mannlegu lífi í voðá. Þeir hafa álirif á efmahag landa, einikum á ferðamennsfcu, þegar þaðstrandir verða ónot- hæfar vegna olíumengiunar. Ef eitúrefnum, geislavirkum og öðrum skaðlegum efnum er kastað í hafið getur það haft varanleg skaðleg á'hrif á lífið í sjónum. Þess vegna þyrfti að nema þurt þessa hættu. sem gæti þreytt jafnvægi náttúr- unnar, með sameiginlegu al- þjóðlegu framlagi. Hver þjóð verður að fylgja ströngum lög- um gegn mengun. Það þarf að stemma stigu við þessari hættu með alþjóðlegum reiglugerðum og rannsóknum áður en það er of seint. Þróunarlönd verða að sjá til þess að iðnaði, sem veldur mengun, sé ekki komið upp á landsvæði þeirra án þess að gerðar séu ráðstafajnir tiO. að draga úr mengunarhættu. Kaflar úr ræðu fulltrúans frá Tanzaníu, Elinewinga: Á tuttugasta og fimmta þingi sínu staðfesti Allsherjarþiinigið enn einu sinni fordæmingu sína á nýlendustefnu í hvaða mynd sem hún birtist og for- dæmdi hina grimmu apartheid- stefhu sem glæp gegn sam- vizku og virðingu mainnkyns- ins. Menn fögnuðu samþykkt starfsáætlunarinnar sem frek- ari meriki um að samtökin væru ákveðin í að heyja ftull- komið stríð við émennsku . manna gagnvart meðbræðrum sínum. Þrátt fyrir þetta halda allir þeir, sem hafa gert sig seka um þessa glæpi, áfram harð- stjóm og kúguin máljóna sak- lausra manna. Þótt Suður-Af- ríkubúar lýsi því yfir að þeir Dr. Njoroge Mungai. utanríkisráðherra Kenia. ætli að lifa í friði við önnur Afríkuríki herða þeir samt á kúgunarólum sínum gagnvart þeldökkum mönnum síns eig- in lands. 1 þessu ógæfu- sama landi eru fleiri menn hengdir árlega en nokkurs staðar annars staðar í heimin- um. Tala þeirra sem gista fangelsi landsins er hlutfalls- lega hærri en í nokkru öðru landi. Fjöldahandtökur, niður- rif húsa, nauðungarflutningar og pyndingar af verstu tegund eru orðnar daglegt brauð í landinu. Við getum í rauninni aðeins sagt að kynþáttahatarar Suður-Afríku eru ekki lengur skyni gæddar mannverur. (. . .) Þótt ég eigi á hættu að end- urtaka það sem áður hefur verið sagt vil ég benda á að Portúgal er lítið og fátækt Ev-<5> rópuriki, og ef þeir hefðu ekki fengið stuðning bandamanna sinna hefðu Portúgalir orðið að veita nýlendum sínum frelsi fyrir löngu — ekki af fúsum vilja heldur af því að þeir hefðu beðið fullkominn ósig- ur fyrir þeim, sem barizt hafa gegn portúgalskri kúgun í meir en tíu ár Ástæðan fyrir því að þetta hefur efcki gerzt er ekki sú að frelsisvinirnir séu ekki eins kjarkmiklir og þeir ættu að vera, heldur stafar það af því að þeir eiga ekiki í höggi við Portúgali eina héldur þann gífurlega styrk, sem banda- menn Portúgala £ NATO veita þeim. Seindinefnd mín vonarað það verði ákveðið í eitt skipti fyrir öll á þessu AUsherjarþingi að veita kínverska alþýðulýðveld- inu öll þau réttindi sem því bera. Ég vildi nota þetta tæki- færi til þess að taka það skýrt fram að luMsstjóm. mín hafinar algerlega hinni svokölluðu „tveggja Kina stefnu“. Það sem liggur fyrir Allsherj arþinginu er niú eins og jafnan áður að ákveða hverjir eigi að vera fulltrúar hinna 800 miljóna Kínverja í Sameinuðu þjóðun- um. Það hefiur aldrei verið á dag- sfcrá að tafcai inn nýjan félaiga í Sameinuðu þjóðimar eða vísa burt félaga. Taiwan erhéraðúr Kína, og um leið og réttir full- trúar kínversku þjóðarinmar taka sæti í stofnunum Samein- uðu þjóðanna getur ekkert rúm verið fyrir þá, sem hingað til hafa talið sig fiulltrúa Kíoa. Kaflar úr ræðu Pratts utan- ríkisráðherra Sierra Leone. Um leið og við hdndum emdi á útlegð kínverska aiiþýðulýð- veldisins verðum við að varast það að skapa frékari Kína- vandamál á þessu stigi málsins, eins og t.d, tvö Kína eða eitt Kína og eitt Taivan. Árum saman hafa niðurstöður at- kvæðagreiðslna á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna sýnt að félagar samtakanma hafa verið hlynntir þeirri reglu að til sé aðeins eitt Kína. Ríkis- stjórn Lýðveddisdns Kína á Tai- van hefur á sama tíma alltaf haldið því fram' að hún vaéri hinn sanni fudltrúi kíraversku þjóðarinnar. Á sama hátt hef- ur stjóm kínverska alþýðulýð- veldisins haldið því fram að hún væri fulltrúi alls Kína og Tadvan væri aðedms hérað í landinu. Hvorugur aðilinn virð- ist hafa breytt þeirri skoðun sinni að til sé aðédns eitt Kma. Stefna ríidsstjómarinnar í Sierra Leone getur þiví aðeins ’verið sú að viöurkenna einung- is eitt Kína, en gera sér þó grein fyrir því a<J tvær ríkis- stjómir hafa deilt um yfirráð yfir þessu Kína. Við, sem erurn hlutlaus þjóð, lítum svo á að það myndi vera afskipti af inn- anrikásmálum vinalands að fara að halda því fram a> til séu tvö Kína annað ó meginlandinu og hitt á Taivan. Meðan önnur hvor rikisstjómin eða báðar breyta ekfci um skoðun á þessu máli, getum við ekki séð með hvaða rétti utanaðkomandi ríki, eða Sameinuðu þjóðimar, geta boðað þá kenningu að til séu tvö Kína. Eftir mdMa ihugun, hefur ríkisstjóm Siema Leone tekið upp þá steflnu að viður- kenna ríkisstjóm kínverska al- þýðulýðveldisins sem ríkis- stjóm alls Kína de jure, og þess végna immufti við fylgja því að ríkisstjómin í Peking taki sæti Kína á Allsherjar- þinginu, í öryggisráðinu og hverri annarri stofnun Samein- uðu þjóðanna. Rfkisstjórn lýðveldisins Kína hefur fengið að sitja í þessari stofnun sem ríkisstjórn Kína undanfarin 25 ár. Nú er það . skoðum ríkisstjómar Sierra Leone — og, að við teljum, mikils hluta meðlimanna hér — að ríkisstjóm lýðveldisins Kína hafi éikki lengur rétt til þess að sitja hér sém de jure ríkis- stjóm alls þess lands, sem nefnt er Kínia, og hefur viss réttindi samkvæmt stoifinskrá Sameinuðu þjóðamna. I slíkum kringumstæðum er það von ofckar að fulltrúar stjómar lýð- veldisins Kína viiji fallast á aö draga ság í hlé. Ef þeir neita að draga sdg í hlé friðsamlega verðux að vísa þeim á burt (..) Við höfium jafinam miklar á- hyggjur af þeirri aðstoð sem NATO ríkin veita Portúgal og Suður-Afirfku méð því að veita þeim vopn, semi síðam enu not- uð tál að kúga Afríkubúa og ráðast á Affíkuríki að ósekju. Þótt aðildarríki NATOs hafi neitað þessu er það vitað að vopn, sem eru ætluð til vemd- ar Vestur-Evrópu eru notuð í Afrífcu umddr því fáránleganyfír-- sfcymi portúgölsfcu stjómarimmar að styrjaldimar séu áframhatld á vömum Portúgials og Vestur- Evrópu gegn heimskommún- ismanum. Vinningur Út hefur verið dreginn hjá borgarfógeta vinningur í merkjahappdrsetti Berklava-mardags 1971. Vinningurinn, sem er Útsýmsferð fyrir tvo tíl Costa del Sol, kotn á númer Eigandi merkis með ofangreindu númeri framvísi því í skrifetofu vorri, Bræðraborgarstíg 9. S. L B. S. Ritstjóri — Framkvæmdastjóri Stúdentaráð Háskóla íslands óskar að ráða mann til ritstjómarstarfa að nýju sfcúdentablaði, frá og með 15. október. Einnig framkvæ’aidast'jóra frá og með 10. desem- ber. Hvort tveggja hálfe dags vinna. Hugsanlegt er að sami maður gegni báðum störf- unurn. Skriflegar umsóknir leggist inn á afgreiðslu blaðs- ins merktar: RITSTJÓRI. 1 t t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.