Þjóðviljinn - 22.10.1971, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.10.1971, Blaðsíða 6
£ SlÐA — ÞJÓÐVTLJTNN — Fostudagur 22. októ'ber 1971. Eitt mesta hneyksli í sögu KSÍ í uppsiglingu Samþykkir stjórn KSÍ gerðir formannsins? Eitt mesta hneyksli í allri sögu KSÍ virðist vera í upp- siglingu og er þar átt við samninga þá er formaðurKSÍ, Albert Guðmundsson, hefur gert fyrir hönd KSÍ, um leik- ina við Bclga og Hollcndinga um að Islendingar leiki báða leikina við þessar þjóðir í undankeppni næstu HM ytra. Og ekki nóg með það, heldur eru allar líkur á að sögn Al- berts, að reynt verði að ná samskonar samningum við Norðmenn, en þessar 3 þjóðir eru með okkur í riðli í und- ankcppni næstu heimsmcist- arakeppni í knattspymu. Mönntun hefur þótt nóg um framkomu félagsliðanna okkar þegar þau hafa verið að leika báða leiki sína ytra í Evrópukeppninni í knatt- spymu og hafa þau veriðfyr- ir það harðlcga gagnrýnd. En þegar sjálft Knattspymusam- band Islands tekur til við að gera þetta er mælirinn fuUur. Spyrja má, og knattspymu- unnendur ætlast til þess að fá svar við þessari spurningu, TIE HVERS VAR VERIÐ AO TAKA ÞATT í HM FYRST SVONA ER FRIÐ AÐ? Hvaða tilgangi þjónar það að til- kynna þátttöku í heimsmeist- arakeppni og gera sig svo að viðundri út um víða veröld með þvi að bjóðast til að leika báða leikina við hverja þjóð á útivclli? Ekki eitt ein- asta land í veröldinni nema ísland gerir þetta og sá sem léti sér þetta til hugar koma meðal alvöru knattspyrnuþjóða yrði sér til athlægis. gn £or- maður KSl getur gert svotít- ið úr sjálfum sér, KSl og landi sínu að fara á fund forráðamanna þeirra þjóða er við eigum að leika við í HM og bjóðast til að Ieika báða lcikina ytra-, bara e£ við fáum PENINGA fyrir það, nógu mikla peninga. Það er du- lítið annað, Albert Guðmunds- son, að reka cýgið fyrirtæki með gróðasjónarmið í huga — eða að reka og stjórna Knatt- spyrnusambandi Islands, sem byggir tilveru sína á að hinir fjölmörgu knattspyrnuáhuga- menn komi á leiki, hvort heldur er leiki félagsliða eða landsleiki. En þcgar svikizter aftan að því fólki, sem gerir það mögulegt að leilca knatt- spymu á Islandi og þar af Iciðandi að taka þátt í IIM, er farið út á svo alvarlega braut að hætta er á ferðum. Nú er eina von manna að stjórn KSÍ, en hún er skipuð mörgum ungum og dugandi mönnum, taki fram fyrir hendur formannsins og sam- þykki ekki þetta hneyksli. Ég veit að ég tala fyrir hönd þúsunda íslenzkra knatt- spymuaðdáenda á íslandi þeg- ar ég skora á þá Hörð Felix- son, Helga Daníclsson, Frið- jón Friðjónsson, Jón Magn- ússon, Ingvar N. Pálsson og Hafstein Guðmundsson, en þetta em stjórnarmenn KSI, að samþykkja aldrei þessa firm, sem Albert Guðmundss. hefur verið að koma í kring síðustu daga. — S.diór. Handknattleikur Walur Reykjavíkurmeistari Eftir sigurinn yfir Fram 11:6 en á þó einum leik ólokið □ Þrátt fyrir það að Valur á eftir að mæta KR í Reykjavíkurmótinu í handknattleik, er fé- lagið orðið Reykjavíkurmeistari eftir signrinn yfir Fram 11:6 sl. miðvikudagskvöld. Hefur Vals- liðið unnið alla sína leiki til þessa eða 5 og er því komið með 10 stig. Fram kemur næst með 7 stig og á einn leik eftir. Yfirburðir Vals í leikn- um við Fram voru algerir, sama hvort heldur var í vöm eða sókn og má sem dæmi nefna að Fram skoraði aðeins tvö mörk í síðari hálfleik, sem mun vera einsdæmi þegar hið fræga Fram- lið á í hlut. Valur hefur leikið 6 leiki írá því keppnistíma-bilið hófst, þar af einn gegn FH og unnið alla þessa leikii mieð mjögmikl- um yfirburðum nema leiikinn gegn IR í Reykj avíkurmótinu, þar var aðeins um edns marlcs sigur að ræða. Sóknarleikur Vals-liðsins er mjög góður, semnilega sá bezti hjá íslenzku liði í dag, en það sem færir Valsmönnum þá ylirburði er þeir hafa yiDir önnur lið <sr hin margfræga vörn liðsins. Ég hygg að það sé ekiki o£ stórt tíi orða tekið þóitit sagt sé að ekkert ísienzkt lið hali noikkru sinni leiikið annan eins vamar- leik og Vals-liðið gerir nú. Það var tailað um góðan vamarleik liðsins í fyrra, en hann var ekki hálÆt eins góður þá og nú. Það verður mjög garnan að fá að sjá liðið leika gegn góðu erlendu liði og það fá menn raunar þegar liðið mætir Ar- hus KFUM í næsta mánuði er það kemur hingað til lands í boði Vals. En nóg urn það og snúum okkur þá að gangi Ieiksdns. Framarar reyndu, eins og öll önnur lið er mætt hafa Val í hausí, að halda boltanum eins lengi og mö'gulegt var og má í því samibandi neflna semdæmi að eftir 12 mínútur af leiik var staðan orðin 2:1 Vai í vil og af þessum 12 mínútumhafði Fram verið með þoltann í 10 míinútur og skorað eitt mark, en valur haifði haft boltann í 2 og skorað 2 mörk. Þessi svæfingaraðferð, sem Fram notaði, er gamalkunn og kann- ast sjálfsiagt engdr betur við hana en Framarar, því að þetta var notað og einmdtt af Vals- mönnum gegn Fram þegar lið- ið var uppá sitt bezta, en Val- ur lakari aðilinn. Einu sinni var leyfilegt að tefja leikinn en síðan voru sett lög er böoin- uðu tafir, en því miður vdrðast dómarar okkar lítið skipta sér af því hvort leifcmenn tefja eða ekki, í það minnsta létu þeir er dæmdu þessar ledk- tafir Pramara afskiptal ausar. I leikUléi var staöan 5:4 Vals- mönnum í vil og stafaði þessi rnunur einigöngu af því hve Pramömum leyfðisj að tefja. I síðari hálfleik byrjaði Gísli Blöndal, bezti maður Valsliðs- ins í leiknum, á því að skora 6. mark Vals. Þá reyndu Pramarar að auka hraðann og það var einmitt það sem þeir sízt þoidu. Þetta var það sem Valur beið eftir og þegar hrað- inn var komirm upp var eífitir- leitourinn þeim léttur og stór- sigur 11:6 varð veruleiki. Þann- ig að Pram náði aðeins að skora 2 mörk í síðari hálfileik. Þótt ég segí að Gísli Blöndal hafi verið beztur Valsmanna í leiiknum er það eiginlegia 6- sanngjannít, hví að hðið er svo jafnt að allir sem einn eiga þessa einkunn skilið. En Gísli.^ var attovæðamestur og léite að Framhald á 7. síðu. : Reykjavíkurmeistarar Vals fremri röð frá vinstri: Jón Karlsson, Stefán Gunnarsson, Jón Breiðfjörð, Ólafur Benediktsson, Bergur Guðnasou og Gunnsteinn Skúlason fyrirliði. Aftari röð frá vinstri: Reynir Ólafsson þjálfari, Gísli Blöndal, Ólafur H. Jóns- son, Jón Ágústsson; Ágúst Ögmundsson, Torfi Ásgeirsson, Gunnar Ólafsson og Guðmundur Þ. Harðarson er aðstoðað hefur við þrekþjáJfun liðsins. Gísli Blöndal bezti maður Vals-Iiðsins í leiknum við Fram brýzt í gegn og skorar. Það er ekki óalgengt að sjá einn eða tvo and- stæðinga hans hanga svona í honum en oftast gagnar það lítið gegn þessum stóra og sterka leikmanni. ísienzkir borðtenaisleikarar á Norðurlandameistaramót Ákveðið hefur verið af borðtennisnefnd ISI, að senda 6 íslenzka borðtennisleikara til þátttöku í Norðurlandameist- aramótinu í borðtennis, sem fram fer í Osló dagana 6. og 7. nóvember n.k. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenzkir borðtennisleikarar mynda landslið og keppa erlendis sem slíkir. Því að bæði verð- ur þarna um einleik og tvi- liðaleik að ræða og svo mynd- air hópurinn landslið. Og þetta fyrsta íslcnzka borðtennislið Islcndinga verður þannigskip- að: Jóhann Sigurjónsson Bjöm Finnbjörnsson fyrirliði Jósep Gunnarsson Ólafur H. Ólafsson. Þá vcrða tveir keppendur í unglingaflokki og keppa þar: Hjálmar Aðalsteinsson og Elvar Elísson. AHir keppend urnir em frá Reykjavík nema Elvar hann er frá Akranesi. Þess má geta til gamr.ns að ísland varö að fá undanþágu hjá Alþjóða borðtennissam- bandinu til að iaka þátt í- N oröurla ndamótinu vegna Framhald á 7. síðu. Björn Finnbjörnsson íslands- meistarinn í einliðaieik i borðtennis verður fyrirliði fj- lenzku borðtennisleikmannanna sem fara á NM i 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.