Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						4 SÍÐA — ÍÞJióÐVILjJENN — ÞirtsaguiáagöT 3, tíSverríSeir 1971.
DIMINN
— Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Útgefandi:       Útgáfufélag Þjóðvilians.
Framkv.stjóri:     Eiður Borgmann.
Ritstjórar:       Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.).
Auglýsingastjóri:  Heimir Ingimarsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — LausasöluvorS kr. 12,00.
ÞINGSJA ÞJOÐVILJANS
Undiriægjuháttur eðu reisn
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna eru
mörg athyglisverð ákvæði, — eitt þeirra er á-
kvæðið uim brottflutning hersins á kjörtímabil-
inu. Þetta ákvæði hefur til þessa orðið valdur
meiri umræðna en önnur atriði yfirlýsingarinnar,
en því miður hefur yfirgnæfandi hluti þessara ný-
legu umræðna ekki verið á því vitsmunastigi að
leiði til skynsamlegra ályktana eða viðbragða.
Hef ur Morgunblaðið haft forustu um sefasýkis-
skrif, en í kjölfarið hafa svo komið önnur mál'-
gögn Sjálfstæðisflokksins.
Ví ákvæði ríkisstjórnarsamningsins um brott-
flutning hersins eru skoðuð ofsitækislaust má
hverjum manni ljóst vera að meginbreytingin sem
ákvæðið hefur í för tmeð sér, er það, að núverandi
ríkisstjórn ætlar að taka upp sjáfstæða, þjóðlega,
íslenzka utanríkisstefnu. Jafnframt hefur ríkis-
stj órnin ákveðið að umræður um utanríkismál skuli
fára þannig fram að fulltrúar allra fiokka sem
aðild eiga að ríkisstjórninni skuli eiga aðgang
að athugunum málsins. Þannig er ljós.t að í nú-
verandi stjórnarsamstarfi er engin tilhneiging til
bess að útiloka stóran hluta þjóðarinnar frá at-
hugunum og vitneskju um gang mála. Sjálfstæð-
isflokkurinn krefst þess hins vegar að kjósendur
Alþýðubandalagsins og Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna komi sem allra minnst og helzt
ekkert nálægt umræðum um utanríkismál. Þessi
krafa Morgunblaðsins ber merki fasismans og er
algerlega andstæð öllum lýðræðislegum viðhorf-
um.
fslendingar voru orðnir þreyttir á undirlægju-
hætti Sjálfstæðisflokksins gagnvart erlendu
valdi. Sá undirlægjuháttur kom meðal annars
fram í Kínamálinu. Afstaða Sjálfstæðisflokksins
til viðræðna við Bandaríkjastórn nú um endur-
skoðun hernámssamningsins yrði brennd sama
marki og afstaða íhaldsins til Kínamálsins — e'f
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins væru settir við
samningaborð gegn Bandaríkjamönnum jafngilti
það því að gefa Bandarík]amönnum bandamann
í íslenzku viðræðunefndinni — svo hundtryggir
eru pótentátar Sjálfstæðisflokksins yfirmönnum
sínum í Washington. Forusta Sjálfstæðisflokksins
hefur ekkert lært, ekkert skilið og ekkert endur-
metið. Hún er frosin í skel kalda stríðsins. Nú-
verandi ríkisstjórn ætlar að rífa þjóðina upp ýr
þessari niðurlægingu og tryggja íslendingum og
íslandi þá mynd á alþjóðavettvangi og þá reisn,
sem er í samræmi við þjóðleg viðhorf okkar og
arfleifð. — sv.
Svava Jakobsdóttir flytur frumvarp um
JÁFNLAUN
TIL TRYGGINGAR LAUNAJAFNRÉTTI KYNJANNA
Lagt var fram í neðri deild Al-
þingis i gcer, frumvarfi til laga
um jafnlaunadóm. Flutningsmað-
ur er Svava Jakobsdóttir. Er frum-
varpið b'nt í heild hér á eftir, en
í greinargerð með því segir flutn-
ingsmaður m.a., að þessu frum-
varpi um jafnlaunadám, ef það
verði að lögum, sé cetlað það hlut-
verk, að tryggja framkvcemd laga
um jafnrétti kynjanna í atvinnu-
lífinu. Reynsla undanfarinna ára
og áratuga sýni, að lagasetning
ein nægi ekki, til að fullkomið
jafnrétti sé tryggt í þessum efn-
um.
Sú staðreynd blasir við, að þau
störf sem konur vinni í þjóðfélag-
inu séu merin til lágra launa. ÞaS
sé því full ástasða til að ætla, að
hvorki vinnuveitendur né það
starfsmat sem fram fer í Iand-
inu taki nægilegt tillit til jafnrétt-
issjónarmiða við launaákvörðun.
Þá þekkist og mörg dæmi um^
misrétti á vinnustað, „sömu" störf
séu iðulega nefnd mismunandi
starfsheirum, eftir því hvort karl
eða kona gegnir þeim og þar að
auki gæti ríkrar tilhneigingar til
að ganga framhjá konum við
hækkun í starfi. Þá segir flutn-
ingsmaður að þeirrar tilhneiging-
ar gæti, að beina konum í lág-
launaðar stöður, algerlega án til-
lits til menntunar þeirra eða
hæfni, en'hér sé um að ræSa víta-
hring, sem samfélaginu beri að
rjúfa. Það er skoðun flutnings-
manns að stofnun jafnlaunadóms
sé raunhæf lausn að þessti marki.
Fer frumvarpið hér á eftir:
1. gr.
Konum og körlum skulu greidd
jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.
2. gr.
Atvinnurekendum er óheimilt
að mismuna starfsfólki eftir kyn-
ferði. Gildir þetta ekki aðeins um
Iaunagreiðslur, heldur um hvers
konar greinarmun, útilokun eða
forréttindi vegna kynferðis.
Bannað er með öllu að skerða
jafnrétti kynjanna til atvinnu-
ráðningar, hlunninda, vinnuskil-
yrða og hækkunar í starfi.
3- gr.
Setja skal á stofn dómstól, er
nefnist   Jafnlaunadómur.   Skal
hann sitja í Reykjavík og vera
fyrir allt landið.
Jafnlaunadómur skal skipaður
5 dómendum til þriggja ára í
senn og skulu þeir ásamt jafn-
mörgum varadómendum skipaðir
þannig: einn skipaður af Hæsta-
rétti og er hann formaður dóms-
ins, einn skipaður af félagsmála-
ráðherra, einn skipaður af Banda-
lagi starfsmanna ríkis og bæja, og
skulu þessir þrír ásamt varamönn-
um hafa lokið embættisprófi í
Iögum, einn skipaður af Alþýðu-
sambandi íslands og einn skipað-
ur af Vinnuveitendasambandi ís-
lands, og skulu þessir tveir ásamt
varamönnum vera 20 ára eða
eldrí.
Málsmeðferð fyrir Jafnlauna- ,
dómi skal lúta reglum laga um
meðferð einkamála í héraði, nr.
85/1936.
Kostnaður við Jafnlaunadóm
greiðist úr ríkissjóði.
4. gr.
Verkefni Jafnlaunadóms er að
dæma í málum, er rísa út af kær-
um um brot á lögum þesstim.
í úrskurðum sínum skal Jafn-
Iaunadómur byggja, jafnframt
þessum Iögum, á lagastefnu þeirri,
sem fram kemur í 3. gr. in fine
Iaga nr. 38/1945, um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna, í
fullgildingu íslands á sam-
þykkt Alþjóðavinnumálastofnun-
arinnar frá 29. júní 1951, nr.
12/1958, og í lögum nr 60/1961,
um launajöfnuð kvenna og karla.
Jafnframt ber Jafnlaunadómi að
hafa að engu mismunandi nafn-
giftir í sama starfi, sem uppi eru
í því skyni að mismuna kynjum
í launakjörum.
5- gr.
Kærendur og sóknaraðilar máls
fyrir jafnlaunadómi geta verið: 1)
einstaklingur, sem telur brot á
lögum þessum beinast gegn sér,
og 2) starfshópar eða félagssam-
tök, sem telja atvinnurekanda
hafa brotið gegn ákvæðum þess-
aralaga.
6. gr.
Dómur Jafnlaunadóms í kæru-
máli einstaklings er bindandi sem
ráðningarsamningur milli aðila og
verður honum ekki skotið til
æðri dóms. Sama gildir um á-
kvörðun Jafnlaunadóms um máls-
kostnað.
Jafnlaunadómur getur dæmt at-
vinnurekanda til greiðslu sekta í
ríkissjóð vegna brota á lögum
þessxun.  Hámark  sekta  er  kr.
m
Svava Jakobsdóttir
240 000.00. Atvinnurekandi getur
áfrýjað sektardómi Jafnlaunadóms
til æðri dóms eftir almennura
reglum.
7. gr.
FélagsmálaráSherra setur nárt-
ari reglur um framkvæmd þessara
laga í reghigerð.
8. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
FLUTTl JÓMFRÚRÆBU SÍNA í GÆR
Eins og getið var um hér á síð-
unni fyrir nokkrum dö'gum, lagði
Skúli Alexandersson fyrw neðri
deild tillögu til þingsályktunar-
um endurskipulagningu sérleyfis-
leiða. í gcer mœlti svo Skúli fyrir
tillögu sinni og var það jómfrúr-
rceða hans ct Alþingi.
Auk þess sem áður er fram
komið um þessa tillögu hér á síð-
unni, lagði flutningsmaður nú á-
herzlu á, að einn aðal ókostur
skipulags sérleyfisleiSa nú, væri
samgöngurnar innan byggðarlag-
anna sjálfra. Bæta þyrfti þetta
skipulag og væri til þess rétti
tíminn nú, þar eð sérleyfi rynnu
út á næsta ári.
Þá v,ék flutningsmaður aS sínu
kjördæmi og rakti nokkuS ástand^
þessara mála þar. Kom þar m.a.
fram, aS Akranes væri mjög slitið
úr þessu Ieiðakerfi og þyrftu þeir
sem þangaS æduSu helzt aS kom-
ast á puttunum frá vegamótum.
Þetta ástand væri þó ennþá baga-
legra er KtiS væri til þess, aS á
Akranesi væri öflugt atvinnulíf,
fjölbreyttur iSnaður, ver2lun og
mjög góS heilhrigðisþjónusta, sem
margur hefði hug á að njóta. Sú
:':    i     j%&         $$$$%$%%
iiiw»w^W»
Skúli Alexandersson.
bót væri þó á, að þrátt fyrir þetta
samgönguleysi, héfðu t.d. læknar
á Akranesi yeitt mikla hjálp til
næriiggjandi byggð^arlaga...v^^
Þá' benti flutningsmaður á að
ríkjandi skipulag væri ekki í anda
þeirrar stefnu sem rhS ríkti valSS-
andi byggðaþróun almennt. Þá
sagði flutningsmaður, að gagnirýni
sínni væri ekki beint til handhafa
umræddra sérleyfa, sem yfirleitt
ynnu fórnfust starf.
Að lokum rakti hann svo í
grófum dráttum tillögur að
skipulagi er mætti verða til bóta,
og lagði þar mikla áherzlu á að
nýting bílakosts væri betri en nú
ér.
ÍBÚÐ ÓSKAST
Ung hjón óska eftir tveggja til þriggja
herbergja íbúð.
Upplýsingar í síma 14839 eftir kl. 3.
SANDVIK
snjónaglar
|   SANDVÍK SNJÓNAGLAR veifa öryggi í
I snjó og hálku. Látið okkur athuga gomlu
hjdlbarðana yðar og negla þó upp.
I             Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða.
Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 ril kl. 22,
GÚMMIVNNUSTOFAN HF.
SKIPHOLTI 35  REYKJAVÍK SÍMI 31055
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12