Þjóðviljinn - 08.07.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.07.1973, Blaðsíða 8
8 StÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júlf 1973. Kristinn Ástgeirsson, nær átt- ræður Eyjabúi, segir frá nokkrum atriðum i ævi sinni, en hann heldur um þessar mundir sina fyrstu mál- verkasýningu að Hallveigarstöð- um. l>cUa var liiisiA hans Kristins. ÞaA stóA rétt viA Skansinn,en fór undir liraun. Hannes LóAs á heimsiglingu. Kristinn Ástgeirsson heitir hann, 78 ára gamall Eyjamaður, föðurbróðir Ása í Bæ. Þetta er snai; unglegur karl, iðandi af lífsf jöri. Hann opnaði í gær málverkasýningu á Hall- veigarstöðum, sína fyrstu sjálfstæðu sýningu, en áður tók hann þátt í samsýningu alþýðumálara, sem haldin varáveguri ListasafnsASÍ Myndirhans eru sannar og einlægar, og hand- bragðið gott. Hann gerði sína fyrstu stóru mynd árið 1952 en það var ekki fyrr en hann hætti vinnu á 75. aldursári að hann tók að gefa sig óskiptan að því að gera myndir. Hans mótív eru Eyjarnar fyrr og nú. Stíllinn í dag er sá sami og hann gerði sína fyrstu stóru mynd. Ási í Bæ ók með mig til Kristins og við settumst niður hjá honum á heimili sonar hans og tengda- dóttur, það er að segja skátaheimilinu í Hafnar- firði, en þar er f jölskyldan nú stödd eftir hörm- ungarnar í Eyjum. í spjallinu við Kristin kemur fram sama ein- lægnin og í myndum hans. Ég spyr fyrst um ætt og uppruna: Kristinn: Kllin ergóA ef maAur hefur eitthvaA aA starfa og ef skemmti- legt fólk er i kringum mann. Og svo kom hann Eyjólfur Eyfells... Viðtal og myndir: Sigurjón Jóhannsson — Eg er fæddur i Vestmanna- eyjum 6. ágúst 1894. Foreldrar minir voru Kristin Magnúsdóttir frá Berjanesi i Landeyjum og Astgeir Guðmundsson skipa- smiður frá Auraseli i Rangár- vallasýslu. Þau fluttust til Eyja 1885 og fengu þar litiö býli, sem var kallað Litli-Bær. Svo byggði faðir minn annað hús rétt upp úr aldamótum og það hélt sama nafni og heldur þvi enn . Þaö er uppistandandi, en á þvi hafa verið gerðar breytingarog endurbætur. Þaö er kaupmaður heima sem á húsið núna. — Hvað voruð þið mörg syst- kinin? — Við vorum átta; fimm bræður og þrjár systur. Núna erum við bara tveir bræöur og ein systir á lifi. Ég var sjötti i röðinni og viö þrjú yngstu erum á á lifi. — Þú sagðir áðan að þú hefðir verið þrjá vetur i barnaskóla og það hafi verið öll skólagangan... — Já, mikil ósköp, eftir það var það bara vinna og aftur vinna, mest við sjávarstörf. 15 ára gamall byrjaði ég að róa að sumarlagi. 18 ára gamall byrjaði ég á vetrarvertið — var sein- þroska, en 19 ára gamall var ég oröinn formaður á árabát, að sumarlagi þó. Ég var nokkrar vetrarvertiðir á árabátum, en svo breyttist þetta, ég var nokkurn tima á vélbátum, eignaðist svo litinn vélbát og var með hann nokkuð lengi. Það gekk ljómandi vel. Enda upplifði ég almesta fiskiri sem Vestmannaeyingar muna — á árunum 1929 til 1935. Þá lá við að það væri meiri vandi að fiska ekki en að fiska. Þetta var mest þorskur, þá vildi enginn sjá ýsunaj hún borgaði rétt saltið. — Var alltaf hægt að taka á móti afla hjá ykkur? — Já, aldrei urðum við nú stopp fyrir það, en það söfnuðust kasir fyrir hjá þeim sem verkuöu fiskinn. Svo komu nú frátök i þetta annað kastið, þvi að þetta voru litlir bátar. Eignaðist 10 drengi — Efnaðistu sæmilega á þessum árum? — Ég hafði þungt heimili, eignaðist nú 9 drengi, og reyndar 10, þvi að ég eignaðist son áður en ég giftist. Heimilið var þvi fljót- lega nokkuð þungt, en eftir aö ég eignaðist trillubátinn var ég aldrei i vandræöum að hafa til hnifs og skeiöar. Það var aldrei hugsað hátt, og það var ekki fyrr en’42,aðég kaupi hús. En ég var alveg skuldlaus um leiö og ég flutti inn i húsið. Konan min var færeysk, hét Jensina Nilsen, frá Kvivik i Fær- eyjum. Ég missti hana 1947. Núna eru fjórir synir minir á lifi, tveir fórust af slysförum, en hinir dóu á sóttarsæng. — Hvað ertu garnall þegar þú hættir á sjónum? — Ég fór i land vegna heilsu- bilunar árið 1949. Ég fékk svo oft brjósthimnubólgu og vinstra lungað var orðið fast vegna sam- gróninga. Fram að þessum tima hafði ég alltaf stundað sjó á vetrarvertiðum, utan tvær vertiðir. Þá vann ég annan veturinn i skipasmiðastöð, en hinn veturinn i ýmsu snatti. Að sumarlagi var ég oft við fugla- veiðar. Lengi vel var eina afla- björgin hér i Vestmannaeyjum aö ná i fisk og fugl. Ég var upplagður i þetta, eins og menn voru á þeim árum. Við byrjuöum á þessu strax strákar,aö fara i fjöllin og síga.bæði eftir eggjum og fugli. Það var góöur stuðningur hjá mér með þetta stórt heimili að ég var lögskipaður vigtarmaður frá 1918 fram til 1968, er ég hætti alveg að geta unniö. Ég sat oft fyrir með vinnu þegar skip voru að koma með kol og salt. Ég taldi lika i þeim oliutunnur, fiskpakka og allt svona. Ekki eins og aðrir krakkar... Hvenær fannstu fyrir þeirri löngun að mála myndir? — Ég fann strax fyrir þeirri löngun drengur á barnaskóla- aldri. Ég sat hjá Arna Finnboga- syni og við höfðum báðir gaman af aö teikna — frihendis — ekki eins og aðrir krakkar, sem teikn- uðu gegnum kalkipappir. Viö vildum það ekki. Hann Árni á nú Sunnudagur 8. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 heima hér i Reykjavik og hann teiknar ljómandi fallegar blýantsmyndir og hefur haft sýningar á þeim. Það er hann sem útvegaði mér plássið á Hall- veigarstöðum. Hann Árni var fjöldamörg ár formaður á mótor- bátum, en þegar heilsan bilaði hjá honum fór hann i land. Hann sagöi mér á sunnudaginn, að hann hefði ekki þráð annað frekar en vera áfram á sjónum. Já, já. — Þú málar þessa stóru mynd 1952. Hvernig stóð á þvi að þú geröist svo djarfur að ráðast i að gera svona stóra mynd? Svo kom Eyjólfur Eyfells — Ég get sagt þér tildrögin að þvi. Svoleiðis var, að meðan ég var vigtarmaður teiknaði ég og málaði oft litlar myndir af bátum handa strákum, sem komu til min þegar ég var að vigta. Fyrst teiknaði ég með blýanti, en svo bað ég einu sinni son minn að koma með úr Reykjavik öskju af vel góðum vatnslitum og góða pensla. Það væri ekki sama hvernig þeir væru og ég benti honum á að kaupa þá í Mál- aranum. Jú, þetta kemur hvort- tveggja, alveg það bezta sem hægteraðfá, og ég held áfram að mála litlar bátamyndir handa strákunum. Svo kemur þarna þekktur málari, hann Eyjólfur Eyfells. Hann var að mála sama mótiv og er á minni fyrstu mynd. Hann. bað mig um aö geyma myndina fyrir sig i útihúsi, en ég hélt nú að hann gæti komið með myndina inn, og ég fór með hana i ágætt herbergi uppi á lofti. Þegar hann var búinn aö drekka hjá mér kaffi og farinn, fór ég að virða myndina fyrir mér. Og ég hugsaði; ári væri nú gaman að vita hvort ég geti ekki rissað upp eitthvað i likingu við þetta. Ég hafði lika klettinn fyrir augunum út um gluggann og þetta urðu til- drögin að minni fyrstu stóru mynd. Eftir þetta kom Eyjólfur aldrei svo til Eyja að hann kæmi ekki heim að skoða hjá mér og mála fyrir utan hjá mér, en hans uppáhaldsmótiv voru austur- eyjarnar og Eyjafjallajökullinn. — Sagöi hann þér eitthvað til? — Nei, en hann bauð mér að koma til sin eitt haust og vera hjá sér. En ég hafði ekki ástæður til þess... það var ekki hægt. Þegar ég hætti vinnu á 75,ári, fer mér að leiðast svo mikið að hafa ekkert fyrir stafni og þá gaf ég mig meira að þessu. — Fannstu ekki vaxandi ánægjukennd? — Ég! Vissi varla hvað timanum leið þegar ég var i þessu stundum. Það segi ég alveg satt. Enda sagöi einn listmálari við mig: Þú hefur auðsjáanlega gaman af að mála. Af hverju merkiröu það, spyr ég. — Ég sé bara handbragðiö, sagði hann. Mér leið illa á nýársnótt — Fannstu nokkuö á þér að gos væri i nánd? — Nei. Ekki fann ég það. Alls ekki að mér dytti svona lagaö nokkuð i hug. En ég get ekki neitað þvi að mér leið svo illa siöastliðna nýársnótt, að ég ætla ekki að lýsa þvi fyrir neinum, og ég bjóst við að mér yrði eitthvað mótdrægt á þessu ári ... ekki fyrir fjandann, eða eitthvað þannig. Nei, mig hefur aldrei dreymt fyrir neinu, sizt að ég muni það. — Hvernig finnst þér ellin? — Hún er góð, ef maöur hefði bara eitthvað að starfa. Ef fólk er skemmtilegt i kringum mann þá er hægt að taka ellinni eins og öðri. — Lestu mikið? — Já, ég hef lesið óhemju mikið i vetur. Það er eina sem ég hef gert siöan ég fór að heiman að lesa — ég hef ekki dregið blýants- strik. — Er ekki hugurinn heima i Eyjum? — Eg læt þaö allt vera... já, ekkert mikið. En auövitað óska ég eftir þvi að allt væri eins og Framhald á bls. 15. Bráðskemmtileg mynd frá gömlum tima I Evium. Sumarsýning opnuö í myndlistarhúsinu Þar er til sýnis einkasafn dr. Gunnlaugs Þórðarsonar á verkum Gunnlaugs Schevings, alls 32 verk I dag kl. 4 verður opnuð i myndlistarhúsinu á Miklatúni sumarsýning á verkum málar- anna Finns Jónssonar (5 verk,ný og gömul), Steinþórs Sigurðsson- ar (5 verk er hann kallar öll málverk), Guðmundu Andrésdóttur (fjögur verk sem hún kallar málverk), Braga Ásgeirssonar (6 verk, mjög mis- munandi útfærð), Hjörleifs Sigurðssonar (4 verk sérkennileg hvað snertir litameðferð), örlygs Sigurðssonar (10 verk, þar á meðal framúrskarandi teikning- ar af Árna Pálssyni og Steini Steinarr), Þorvalds Skúlasonar (5 verk, öll nýleg), Ragnheiðar Jónsdóttur Ream (5 verk, sem skera sig nokkuð úr hvað snertir form og liti) og Hrólfs Sigurðs- sonar (3 verk, sem öl) eru i einka- eign). Stærsti hluti sýningarinnar eru verk eftir Gunnlaug Ó. Schewing sem öll eru úr einkasafni dr. Gunnlaugs Þórðarsonar og konu hans Herdisar Þorvaldsdóttur. Þær myndir eru alls 32, málverk, vatnslitamyndir og kliþpmyndir. Á sýningunni eru 14 höggmynd- ir eftir Sigurjón Ólafsson, Guðmund Benediktsson, Jón Benediktsson, Hallstein Sigurðs- son og Sigrúnu Guömundsdóttur, sem hefur verið við nám lengstaf i Noregi. Margar myndanna eru til sölu. Sýningin verður opin daglega frá 4 — 10, fram til mánaðamóta, en lokað verður á mánudögum. SJ llerdis og Gunnlaugur við fyrstu myndina sem Gunnlaugur keypti af nal'na sinum Gunnlaugi Scheving áriö 1942. Myndin kostaði 300 krónur. Gunnlaugur hélt siðan áfram að safna verkum eftir Gunnlaug Scheving, keypti stundum tvær til þrjár myndir á ári. A þessum árum seldi Gunnlaugur Scheving litið, en nú eru myndir hans mjög eftirsótt- ar að vonum. Nokkrir lislamannanna sem eiga verk á sýningunni ■■■■ Mánudagsmyndin í Háskólabíói er japönsk LÍFVÖRÐURINN YOJIMBO (IJfvörAurinn) Leikstjóri: Akira Kurosawa Aðalhlutverk: Toskiro Mifume — Seizaburo Kawa/.u lsuzu Yamda — Eijiro Tono Um miðja átjándu öld ríkti öng- þveiti i Japan. Silkiræktin stóð að visu i blóma og hún gaf mikið fé i aðra hönd, eu i kjölfar gróðans jókst injög fjárhættuspil i laiul- inu. Þessi ófögnuður æddi yfir eins og farsótt. Spilafiknin heltók fjöldann, bæði i stórborgunum og sveitaþorpunum. Bændur scldu jarðir sinar til þess að gela velt sér i alls konar lystiseindum og cyðslu i borgunum, þó að gjálifið stæði sjaldnast lengi. Morð voru daglcgir viðburðir og inannslifið yfirleitt ekki metið hátt. Dag nokkurn gerðist sá atburð- ur, að til borgar einnar kemur gestur, sem á eftir að vekja mikla athygli. Maður þessi heitir Sanjuro, kallaður hinn sterki, enda rammur að afli. Kraftar hans eru lika það eina sem hann á, að viðbættri mikilli kænsku og ,,sumarai”-sverði hans, sem hann skilur aldrei við sig. Sanjuro er i atvinnuleit, og ekki liður á löngu að hann fái tilboð um að gerast lifvörður eða Yojibo, eins og það nefnist á japönsku, það er að segja verndari hinna nýriku. Spurning, sem Sanjuro þarf að ráða fram úr er aðeins sú, hverj- um hinna nýriku hann eigi að láta þjónustu sina i té. I smáborg þeirri, sem Sanjuro er komin til, i þvi augnamiði að fá atvinnu, eru tveir andstæðinga- flokkar, hvor með sinn fyrirliða, sem herja hvor á annan i sifellu. Eftir lævisleg svik og pretti af hálfu Sanjuros fer allt i bál og brand milli flokkanna og skulu nú sakirnar gerðar upp til fulls. En brátt vitnast, að það hafi verið Sanjuro hinn sterki, sem uppnáminu olli með þvi, einn og óstuddur, að drepa lifvörðinn og alla hans aðstoðarmenn, bjarga siðan konunni úr fangelsinu og koma henni undan. Fyrir þetta er Sanjuro tekinn höndum og honum misþyrmt hroðalega. Hann sleppur þó úr höndum böðlanna og heldur lifi. Með hjálp þeirra fáu vina sem hann hefur eignast i borginui, leynist hann i húsi einu og þar hressist hann, safnar kröftum á ný og öðlast sinn fyrri þrótt. Þegar Sanjuro hefur náð sér aftur, ákveður hann að hreinsa duglega til i borginni og nú hefst úrslitaorrustan. Hann leggur að velli með sinu þunga „sumaraj”- sverði, alla sem eru honum i vegi og vilja hefta för hans. Friður er aftur kominn á i borginni og Sanjuro hin sterki leggur af stað með ,,sumaraj"-sverð sitt i leit að nýjum ævintýrum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.