Þjóðviljinn - 20.10.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.10.1973, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Biskupsnef nd: Réttar fósturs- ins ekki gætt í lagafrv. um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir — að öðru leyti sammála mörgu í frumvarpinu Nefnd, sem að beiðni biskups islands hefur tekið saman um- sögn um frv. til iaga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlff og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, álitur að i greinargerð með frumvarpinu sé ekki gætt réttar fóstursins. Mótar það álit umsögn nefndar- innar, sem að öðru leyti er að miklu leyti samþykk áliti nefndar þeirrar, sem endurskoðaði lögin, einkum að þvi er snertir varnað- arstarf, ráðgjöf og fræðslu, fé- lagslega aðstoð við foreldra og börn og að fórureyðing sé neyðar- úrræði. Þá kemur fram i umsögn biskupsnefndar, sem að meiri- hluta er skipuð prestum, að henni finnst i greinargerð með frum- varpinu ekki tekið nægilegt tillit til skoðana þeirra, sem af trúar- og siðferðislegum ástæðum eru gegn fóstureyðingum, við- komandi konu eða hjúkrunar- og heilsugæsluliðs. Ennfremur er gagnrýnt, að endurskoðunarnefndin skuli ekki gera grein fyrir þeim. kostnaði, sem uppbygging varnaðarstarfs mundi hafa i för með sér. Þá efast biskupsnefnd um að ráðgjöf fyrir umsækjendur um fóstureyðingu, eins og gert er ráð fyrir i lagafrumvarpinu, þ.e. við- töl um málið frá heilsufarslegu, félagslegu og tilfinningalegu sjónarmiði við félagsráðgjafa og lækni, geti verið hlutlaus. Álitur nefndin, að kröfunni um óhlut- dræga ráðgjöf væri betur borgið i höndum teymis, sem skipað væri lækni, félagsráðgjafa, hjúkrunar- konu og presti. Alyktunarorð umsagnarinnar, sem er of löng til að birtast i heild i dagblaði, eru eftirfarandi: ,,Allt fram á vora daga hefur fóstureyðingarlöggjöf endur- speglað það grundvallarsjónar- mið, að þjóðfélaginu beri skylda til að standa vörð um rétt fósturs- ins. Þessi réttur hefur verið talinn vera i órofa tengslum við helgi mannlegs lifs. Með réttu hefur fóstureyðing verið talin algjört neyðarúrræði. En nú horfir svo við, þegar stefnt er að þvi að ganga eins langt og unnt er við rýmkun löggjafar um fóstureyð- ingar, svo notuð séu orð nefndar- innar sjálfrar um hennar eigin verk, að þessi óvéfengjanlegi réttur fóstursins er virtur að vett- ugi. öll afstaða vor til þessa máls, eins og hún hefur verið reifuð hér að framan, byggist á þeirri sann- færingu, að litilsvirðing á rétti þess lifs, sem kviknað hefur i móðurkviði, marki ekki spor i átt til aukins frelsis og bættra mann- réttinda. Þvert á móti álitum vér að með litilsvirðingu á rétti fóst- ursins til lifs sé gengið Iengra til móts við öfl, er vilja svipta ein- stakling og þjóðfélag þeirri ábyrgð, sem gefur lifinu gildi”. I nefndinni, sem tók saman um- sögnina að beiðni biskups, voru prestarnir dr. Björn Björnsson formaður, og sr. Sveinbjörn Bjarnason og Sævar Guðbergsson félagsráðgjafi, en nefndinni til ráðuneytis prestarnir sr. Arn- grimur Jónsson, sr. Halldór S. Gröndal, sr. Jónas Gislason og sr. Lárus Halldórsson. —vh KLUKKU STREN GIR Eftir Jökul Jakobsson — Frumsýning í Þjóðleikhúsinu um mánaðamótin Um næstu mánaðamót verður frumsýning hjá Þjóðleikhúsinu á hinu nýja leikriti Jökuls Jakobs- sonar, Klukkustrengjum. Þetta er i fyrsta skipti, sem leikrit eftir Jökul er sýnt i Þjóðleikhúsinu. Leikritið Klukkustrengir var frumflutt hjá Leikfélagi Akur- eyrar á liðnum vetri. Leikendur i leiknum eru alls sjö en þeir eru: Róbert Arnfinns- son Kristbjörg Kjeld, Bessi Bjarnason, Sigrún Björnsdóttir, Jón Júliusson, Randver Þorláks- son og Þóra Lovisa F'riðleifs- dóttir. Leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir, en leikmyndir og búninga- teikningar eru teiknaðir af Þor- björgu Höskuldsdóttur og Gunnari Bjarnasyni. Eins og kunnugt er hafa all- mörg leikrit verið sýnd eftir Jökul hjá Leikfélagi Reykja- vikur, og hafa þau öll náð þar miklum vinsældum. Alls mun L.R. hafa sýnt fimm leikrit efti* hann, og eru þau þessi: Pókók, JökuII Jakobsson. Hart I bak, Sjóleiðin til Bagdad. Sumarið ’37 og siðast Dóminó, sem sýnt var þar á liðnu leikári. Ennfremur hefur Jökull skrifað leikrit fyrir fltvarp og sjónvarp. Sourander lausan! Stokkhólmi 18/10. — Ríkis- stjórnir 3ja Norðurlanda, Danmerkur, Noregs og Svi- þjóðar, skoruðu I dag á herfor- ingjastjórnina i Chile að láta sænska blaðamanninn Bobi Sourandcr lausan, en hann hefur verið I haldi á iþrótta- leikvanginum i Santiago á aðra viku. Chilensk yfirvöld segja aö þessi fréttaritari stórblaðanna f höfuðborgum Norðurlanda veröi dreginn fyrir herrétt. Kohoutek er stjörnufrœðingur í Hamborg, en nafn hans hefur fœrst yfir á halastjörnuna sem hann fann á útmánuðum Teiknari sænska blaðsins Dagens Nyheter telur að svona sjáist Kohoutek vel i vetur. Dagsetningarnar eiga að sýna afstöðu halastjörnunnar til stjörnumerkjanna á þeim tima, þegar hún sjáist best. Uppdrátturinn er sennilega miðaður við Stokkhólm sem liggur nokkur hundruð kilómetrum sunnar, en Iteykjavik. Þess vegna passar uppdrátturinn væntanlega ekki alveg við okkar afstöðu til himin- tunglanna. Hvað boðar halastjarnan KOHOUTEK? Fyrr á tiö þótti þaö illur fyrirboði/ þegar menn sáu halastjörnur geysast um himin- hvolfiö. Þótti þá víst að hallæri, hungur, strið eða drepsóttir fylgdu i kjölfarið. I þá daga vissu menn ekki fyrirfram um það, hvenær von væri á hala- stjörnum, eða öllu held- ur hvenær þess væri von að þær sæjust berum augum. En nú hafa menn um hálfs árs skeið vitaðað Kohoutek væri á leiðinni og mundi fara að setja svip sinn á himinhvolfið um ára- mót. Risastjarnan Kohoutek með hala svo mikinn að hann er talinn munu hylja einn sjötta hluta af hinum sýnilega himni i janúar næstkomandi hefur nú með 30 kilómetra hraða á sekúndu sveigt inn á þær brautir kringum sólu sem Júpiter og Mars eru á og er i um 300 miljón kilómetra fjar- lægð frá jörðu. Hali hennar verður æ bjartari og sést orðið i stjörnukiki. Um áramótin verður hægt að virða alla halastjörnuna fyrir sér með berum augum, enda verður hún þá að næturþeli bjartasti ljósberi himinsins að tunglingu undanskildu. Halastjarna þessi er sem sé á ferð fram hjá jörðu og sólu áleiðis á vit óþekktra örlaga. Hún sést æ betur með hverri kiukkustund sem liður. Það stafar ekki aðeins af þvi að hún nálgast jörðu allar götur fram að áramótum, heldur einnig af þeim orsökum að hún glóir meir eftir þvi sem hún kemur nær sólu. Eftir þeim fyrirfram út- reikningum, sem enn liggja fyrir er haus stjörnunnar 80 kilömetrar á breidd, en halinn sjálfur gæti verið allt að 200 miljón kilómetrar að lengd. Halinn á að verða okkur best sýnilegur i janúarmánuði þegar stjarnan er komin á bak við sólu frá jörðu séð. Mikill undirbúningur hefur verið i stjörnuathugunar- stöðvum um allan heim til að Kohoutek verði rannsakaður sem best þá fjóra mánuði sem hann verður i nágrenni jarðarinnar á vegferð sinni um geiminn, þ.e. frá næstu mánaðamótum fram til febrúarloka. Bandarikjamenn hafa betri tækifæri til að skoða Kohoutek en allir aðrir, og það stafar af þvi að mannað geimfar, Skylab fjórði, verður á braut umhverfis jörðu á besta at- hugunartima, 11. nóvember til 10. janúar. Ættu þá geimfararnir Carr, Gibson og Porgue, að geta gaumgæft Kohoutek án truflandi áhrifa andrúmsloftsins. Það er þvi hægt að segja að bandarisku geimfararnir sitji i fyrsta bekk á neðri svölum þegar hin mikla leiksýning fer fram. Á það að geta haft mikla visindalega þýðingu, þvi að i raun og veru vita menn ekki alltof vel hvað halastjörnur Þjóðviljinn hafði saniband við dr. Þorstein Sæmundsson stjörnufræðing h j á Ita un v is i nda s tof n un Há- skólans og innti hann eftír fregnum af halastjörnunni Kohoutek. Þorsteinn sagði að það kynni nú að vera ýmislegt of mælt hjá hinu sænska heimildargagni Þjóðviljans um halastjörnu þcssa. Það væri afar varhugavert að spá nokkru fyrirfram um hegðun og útlit halastjarna. Það væri enn allsendis óvlst, hvað Kohoutek yrði bjartur. Ekki gæti hann lofað þvi að liala- stjarnan mundi sjást hér ber- um augum. Þorstcinn kvað sér ekki vcra kunnugt um það, hvort Kohoutek væri farin að sjást I sjónaukum, enda væru þeir.hér ekki fyrir hendi til slikra at- hugana. „En við erum að fá kíki núna bráðlega.” Þorsteinn Sæmundsson hef- ur ritað grein um hala- stjörnuna Kohoutek I Almanak Þjóðvinafélagsins sem kcniur út á næstunni. eru. Menn telja að aðalefni halastjörnu sé rykagnir, en i henni séu einnig gastegundir ellegargufa eftir þvi hvað hún er nálægt hitagjafanum mikla, sólinni. Léttasta frum- efnið, vetni, er i halastjörn- um, einnig helium, sem er nærri þvi eins létt. Það verða lika sendar upp ómannaðar athugunarstöðvar og er talið öruggt að Sovét- menn verði mjög drjúgir við rannsóknir, sem byggjast á slikum geimknöttum. Bandarikjamenn senda Mariner-skeyti inn á við i sól- kerfinu, á móts við Venus og lengra til þeirrar reikistjörnu sem innst er i hringnum, Merkúr. Þeir senda einnig Pioneer-8-skeyti áleiðis til ytri brauta sólkerfisins, og það mun skila til jarðar boð- um gegnum halann á Kohoutek, og verður þannig reynt að átta sig á sam- setningu hans. Dagens Nyheter 13. okt. Hvernig verður Kohoutek? Kannski ein stœrsta halastjarnan, kannski varla sýnileg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.