Þjóðviljinn - 08.01.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN ÞriOjudagur 8. janúar 1974
Jón Pálsson
Jón Kristinsson
Ólafur Magnússon
Ingvar Asmundsson
Björn Sigurjónsson
TJNNLENDU R ANNÁLL 1973
Fyrsti merkisviöburöurinn á
árinu var skákþing Reykjavfkur.
I meistaraflokki tefldu 30 manns.
Fyrst voru tefldar 9 umferðir
eftir Monradkerfi. Mótiö var aö
mörgu leyti mjög skemmtilegt.
Það var þó aldrei neinn vafi á
hver mundi sigra. Jón Pálsson
byrjaði á þvi aö vinna 5 fyrstu
skákirnar og varð efstur með 7,5
v. Næstur varö Jón Kristinsson
meö 6,5 v. I 3.-6. sæti urðu Július
Friðjónsson, Björn Halldórsson,
Jón borsteinsson og Benóný
Benediktsson meö 6 v. Þessir 6
menn tefldu siöan innbyröis og
aftur varð Jón Pálsson efstur en
að þessu sinni varð nafni hans
Kristinsson jafn honum, báðir
hlutu 4 v. úr 5 skákum.
Jón Pálsson er búsettur i
Kópavogi og þvi varð Jón
Kristinsson Skákmeistari
Reykjavikur 1973, enda sigraði
hann i einvigi milli þeirra kapp-
anna.
Menntaskólinn við Hamrahlið
sigraði i skákkeppni framhalds-
skólanna 1973. Sveitin hlaut 50,5v.
i 56 skákum. Hver sveit var
skipuð 8 skákmönnum. 5 efstu
menn sveitarinnar tóku siðan þátt
i Norrænni skákkeppni fram-
haldsskóla, þarsem sigurvegarar
hver lands tóku þátt, og sigruðu
þar einnig örugglega.
Skákþing tslands var aö venju
háð um páskana. Mótið var nú i
fyrsta sinn haldiö i húsakynnum
skákhreyfingarinnar að Grensás-
vegi 46 R. Nokkra af bestu skák-
mönnum landsins vantaði, en
engu að siður var landsliðs-
flokkur vel skipaður, og sjaldan
hefur keppnin verið skemmti-
legri. Kom þar tvennt til. Bar-
áttan um efsta sætið var mjög.
hörð og að lokum urðu tveir efstir
og jafnir. Þá var það einnig að
nýliðarnir'i landsliðsflokki stóðu
sig mun betur en oft áöur og einn
þeirra náði 3ja sæti i mótinu.
Orslitin urðu þau að Ingvar
Asmundsson og Ólafur
Magnússon uröu efstir með 8 v. úr
11 skákum. Þeir tefldu siðan ein-
vigi um titilinn og gekk þar á
ýmsu en Ólafur sigraði með 4 v.
gegn 2. Hann varð þvi skák-
meistari Islands 1973. 1 3ja sæti
varð Július Friðjónsson með 7,5
v., og kom hann mest á óvart
allra keppenda. Magnús Sól-
mundarson varö fjórði með 6,5 og
halda þessir fjórir þvi landsliðs-
réttindum sinum. I meistara-
Umsjón Jón Briem
flokki sigraði Þórir Ólafsson með
7.5 v. úr 9 skákum. Næstir urðu
Leifur Jósteinsson og Sævar
Bjarnason með 7 v., og munu þeir
tefla einvigi um hvor þeirra fái að
tefla i landsliði 1974. t I. flokki
sigraði Askell Kárason með 11 v. i
11 skákum. t II. flokki hlutu
Ólafur Asgrimsson og Hannes
Ólafsson 7 v. i 9 skákum. t ung-
lingaflokki tefldu 36 og sigur-
vegari varð Þór örn Jónsson með
8.5 v. i 9 skákum.
Útvegsbankinn sigraði i skák-
keppni stofnana 1973 með 21 v. úr
28 skákum. Búnaðarbankinn
hiaut 20,5 v. og Stjórnarráðið 18 v.
1 B-flokki sigraði Tryggingamið-
stöðin með 19,5 v. Þátttökusveitir
voru alls 54, 22 i A og 32 i B-flokki.
Hver sveit mátti senda 4 aðal-
menn og tvo varamenn og er þá
auðreiknað hver fjöldi þátttak-
enda hefur verið.
Skákþing Kópavogs var háð i
febrúar. Keppnin i meistaraflokki
var afar jöfn og að lokum úrðu
þeir Ingvar Asmundsson og Björn
Sigurjónsson efstir með 6 v. i 8
skákum. Freysteinnn Þorbergs-
son og Jóhann Þórir Jónsson
komu næstir með 5 v. Björn er
Kópavogsbúi en Ingvar ekki og
varð hann þvi skákmeistari
Kópavogs 1973. Þeir Ingvar og
Björn tefldu þó 4 skáka einvigi
um landsliðsréttindi og sigraði
Ingvar með 2,5 v. gegn 1,5 v.
Hann vann sér þvi þátttökurétt-
indi i landsliðsflokki 1973 og eins
og fyrr er getið varð hann þar i 1.-
2. sæti.
Um mánaðamótin ágúst-sept-
ember fékk Taflfélag Reykja-
vikur heimsókn frá tékkneska
skákklúbbnum Slavoj Vysehrad.
1 þeim hópi voru 8 skákmenn.
Tékkarnir kepptu við Taflfélagiö
tvöfalda umferð og sigraði TR i
báðum, i þeirri fyrri með 6 v.
gegn 2 og þeirri siðari með 5,5 v.
gegn 2,5 v. Þeir Taflfélagsmenn
munu margir hafa talið þennan
glæsta sigur enn eina sönnun þess
að TR hafi á að skipa einhverju
sterkasta félagsliði i heimi.
Haustmót Taflfélags Reykja-
vikur hófst i september.
Meistara- og I. flokkur tefldu
saman, alls 60 manns. Tefldar
voru 11 umferðir eftir Monrad
kerfi. Meðal margra góðra skák-
manna var Ingi R. Jóhannsson og
sigraði hann glæsilega i mótinu
með 9 v. i 11 skákum. Þó að hann
yrði ekki nema hálfum v. fyrir
ofan næstu menn var sigur hans
ekki i neinni hættu enda tefldi
hann langbest allra keppenda. 1
2.-3. sæti urðu Jón Kristinsson og.
Kristján Guðmundsson með 8,5 v.
Jón tefldi traustlega eins og hann
er vanur en Kristján náði þessum
árangri með hörku sinni og bar-
áttuvilja.
Skákfélag Akureyrar fór i
skákferðalag til Færeyja á s.l.
ári. Þeir tefldu á nokkrum
stöðum i Færeyjum og i aðal-
keppninni, sem fór fram i
Þórshöfn, sigruðu þeir Havnar
Tevlingarfélag með 7v. gegn 6.
Sævar Bjarnason varö efstur á
Boðsmóti TR 1973, hlaut 6 v. úr 7
skákum. Næstir komu Guð-
mundur Sigurjónsson og
Jóhannes Lúðviksson meö 5,5 v.
Ekki má svo gleyma skákþingi
Noröurlands. Þar kepptu 12 skák-
menn um titilinn skákmeistari
TILKYNNING
til rafverktaka á Suðurlandi
Rafveitur á Suðurlandi, Rafmagnsveitur
rikisins, Rafveita Selfoss, Rafveita
Hveragerðis, Rafveita Stokkseyrar og
Rafveita Eyrarbakka tilkynna:
Frá og með 15. janúar 1974 taka gildi regl-
ur um rafverktakaleyfi.
Starfandi rafverktökum á Suðurlandi er
bent á að kynna sér skilyrði og skilmála,
til að öðlast rafverktakaleyfi við rafveitur
á Suðurlandi.
Upplýsingar varðandi rafverktakaleyfin
eru veittar hjá Rafmagnsveitum rikisins,
eftir 15.01.1974, er óheimilt að taka að sér
raflagnavinnu á framanskráðu orkuveitu-
svæði, nema samkvæmt rafverktakaleyfi.
Norðurlands 1973. Sigurvegari
varð Freysteinn Þorbergsson
sem hlaut 10 v. i 11 skákum.
Næstir urðu Jónas Halldórsson og
Hjörleifur Halldórsson með 7 v.
Þá er komið að þátttöku
tslendinga i skákmótum erlendis.
Norðurlandamótið var haldið i
Grenaa á Jótlandi að þessu sinni.
Keppendur i meistaraflokki voru
111 og 87 i almenna flokknum.
Tefldar vou 11 umferðir og
sigraöi Bent Larsen örugglega
með 9 v.Siðan komu 7 menn með 8
v. Bestur tslendinga var Halldór
Jónsson með 7,5 v. Siðan komu
Þórir Ólafsson með 7 v. og
Magnús Sólmundarson með 6,5.
tslendingarnir i þessum flokki
voru 14 og i almenna flokknum
tefldu 3.
Á siðasta ári tóku tslendingar i
fyrsta sinn þátt i sexlandakeppn-
inni, sem haidin var i Ribe á
Jótlandi. Auk islensku sveitar-
innar voru sveitir frá Danmörku,
Sviþjóð, V-Þýskalandi, Finnlandi Ingi R. Jóhannsson
og Noregi i keppninni. Hver sveit
var skipuð 6 keppendum, 4 meist-
urum, einum unglingi og einum
kvenmanni. tslenska sveitin var
þannig skipuð: Friðrik Ólafsson,
Jón Kristinsson, Ingi R. Jóhanns-
son, Ingvar Ásmundsson, Július
Friðjónsson og Guðlaug Þor-
steinsdóttir. Danirsigruðu örugg-
lega i keppninni, hlutu 20,5 v. i 30
skákum. Sviar hlutu 17 v., Norð-
menn 16 v., V-bjóðverjar 15,
tslendingar 11,5 v. og Finnar 10.
Arangurinn varð þvi ekki glæsi-
legur en auðveltá að vera að bæta
hann. Ingi stóð sig best og fékk 4
v. i 5 skákum.
Þá er að lokum komið að Guð-
mundar þætti Sigurjónssonar. 14.
okt. hófst skákmót i Randers i
Danmörku.
Keppendur voru 30 frá 6
löndum. Guðmundur varð efstur
ásamt Jakob öst með 5,5 v. i 7
skákum. Sömmu siðar fréttist af
honum i Bandarikjunum i keppni
við 11 meistara, þar af var einn
stórmeistari. Sigurvegari varð R.
Weinstein með 8 v. en Guö- Freysteinn Þorbergsson
mundur varð i öðru sæti með 7,5
v. Hann vann 5 skákir, gerði 5
jafntefli og tapaði einni skák.
Hér lýkur þessari upprifjun
innlendra skákviðburða siðasta
árs. Hún er að sjálfsögðu ekki
tæmandi, heldur aðeins stiklað á
þvi sem markverðast er talið.
Eins og sjá má gerast flestir
merkustu skákviðburðirnir i
Reykjavik, en þó ekki nærri þvi
allir. Til dæmis má nefna skák-
þing Akureyrar og fleiri kaup-
staða sem oft eru vel skipuð. En
hógværð forráðamanna skák-
félaganna kemur i veg fyrir að
fréttir berist af þessum mótum.
Ég vil þvi enn einu sinni hvetja þá
til að senda fréttir af helstu við-
burðum.þvi að það er fjöldi fólks
sem hefur áhuga á að fylgjast
með skák, þótt ekki sé það beinir
þátttakendur. Ég þakka þeim er
sent hafa fréttir á liðnu ári og
vona að fleiri bætist i þann hóp á
nýbyrjuðu ári.
JónG.Briem Guömundur Sigurjónsson