Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.01.1974, Blaðsíða 16
t wmi/mi Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöld-, nætur- og helgarvarsla lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 11.—17. janúar er i Borgarapóteki og Reykjavikurapóteki. Kvöldsimi hlaðamanna er 17504 Laugardagur 12. janúar 1974 eitir klukkan 20:00. Slysavarðstofa Borgarspítalans ,er opin allan sólarhringinn. 'Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Sýning myndverka í eigu borgarinnar 1 dag verður opnuð að Kjar- Reykjavikurborgar. Sýningin valsstöðum sýning mynd- verður opnuð klukkan 15 og verka i eigu Listasafns stendur til 27. janúar. t austursal hússins eru ein- göngu sýndar myndir eftir Jóhannes S. Kjarval en i vestursal eru myndir eftir ýmsa listamenn. A sýningunni eru alls 106 listaverk, þar af 11 höggmyndir. Myndin, sem fylgir, er af málverkinu „Fyrsti sonur Maríu” eftir Hörð Agústsson, — málað 1950. Sölumetin fjúka hjá togurunum Togararnir islensku setja nú daglega sölu- met við isfisksölur i er- lendum höfnum og standa metin yfirleitt ekki nema sólarhring eða svo. Nýjasta metið setti Svalbakur, en hann seldi í Grinisby i gær 72,3 tonn fyrir 29.718 pund, eða 5,7 miljónir og meðalverð á kiló varð 79 krónur og 12 aurar. Þessar upplýsingar fékk blaöið hjá Ingi- mar Einarssyni, en hann aftur beint frá skipverjum. Mun þetta vera hæsta meðalverð hjá togara, bæði i islenskum krónum og einn- ig talið i breskri mynt. Það er nokkur urgur i útgerðar- mönnum yfir þvi, að tollur skuli vera 12% af isfiski, en ef allt hefði verið með felldu i Efnahags- bandalaginu þá hefði tollur af is- fiski verið 6% nú samkvæmt samningum þeim sem Island gerði við bandalagið, en það hing- að til neitað að staðfesta. Hvert kitt af afla Svalbaks var selt á 26 sterlingspund, en það þótti góð sala 1960 ef kittið fór á 4,5 sterlingspund. Enginn af úthafstogurum Breta mun vera væntanl. til þess lands fyrstu þrjá dagana i næstu viku, en hins vegar verða þrir is- lenskir togarar þar þá daga, einn á hverjum degi, svo búast má við, að hið nýja sölumet Svalbaks standi ekki lengi. Þeir togarar sem selja i byrjun næstu viku i Bretlandi eru Narfi, Sólbakur og Arnar. _úþ Loðnuvertíð í Noregi OSLO 11/2 — Loönuveiðar hefjast í Noregi á þriöju- daginn. Stjórnvöld gefa út ýtarlegar leiðbeiningar um veiðarnar og er bæði tekið fram um hámarksveiðina og hámarksafla á skip. Alls hafa 472 skip tilkynnt sig til loðnuveiða við Noreg. Leyft verð- ur að veiða alls 7 miljónir hektó- litra, en það er liklega ekki fjarri þvi að vera 700 þúsund tonn. Til neyslu og frystingar fara 600 þús- und hektólitrar, en hitt i bræðslu. Af bræðsluloðnunni fá togarar að veiða 1 miljón hektólitra, en hringnótabátar 5,4 miljónir. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Tryggvi Ragnar Akranes Alþýðubandalagiö á Akranesi boðar til al- menns fundar um raforkumál I dag kl. 14 I fé- lagsheimilinu Rein. — Frummælandi verður Tryggvi Sigurbjarnarson. Stjórnmálafundir á Norðurlandi Ragnar Arnalds hefur verið á ferð i Norður- landskjördæmi vestra að undanförnu og haldiö almenna stjórnmálafundi á Sauðárkróki, Hofs- ósi og Siglufirði. Nú um helgina heldur hann fundi á Blönduósi kl. 41 dag, laugardag, Skagaströnd kl. 4 á morg- un og á Hvammstanga á mánudagskvöld kl. 9. Oeðlilegur gróði hjá olmfélögum KAUPMANNAHÖFN 11/1 — Sandinaviska flugfélagiö SAS I- hugar beiðni til rikisstjórna Norð- urlanda þess efnis, aö þau hafi meiri hemil á oliufélögunum og gæti þess að þau hækki ekki verð- ið óeðlilega mikið. Þau verði skylduð til að láta næga oliu I té á flugvöllunum. Einn af framkvæmdastjórum SAS sagði beinum orðum að oliu- félögin græddu á tá og fingri vegna oliukreppunnar. Vegna oliuhækkunarinnar hafa IATA-flugfélögin orðið ásátt um að hækka fargjöld um 7% og kem- ur það til viðbótar við nýlega 6%- hækkun. Hins vegar þyrfti far- gjaldahækkunin að vera 20% til að fá fullar bætur fyrir þá oliu- hækkun sem orðin er. Meira orðaskak, minna vopnaskak 11/1 — Eitthvað virðist hermála- ráðherra Bandaríkjanna, Schles- inger, hafa dregið i land varðandi striðshótanir sinar við Araba. Segir hann nú, að hernaöarihiut- un i Austurlöndum nær sé ólikleg, en hann kvað fastar að orði I fyrri viku. Þau ummæli leiddu til þess, að yfirvöld I fleiri en einu Araba- riki kváðust mundu kveikja I oliu- brunnum, ef Bandarikjamenn réðust á þau. Hins vegar er Ijóst, að Banda- rikin vilja með einhverjum ráð- um koma Arabarikjunum á kné vegna stefnu þeirra i oliumálum. Boðar Nixon nú til ráðstefnu með 8helstu iðnaðarveldum auðvalds- heimsins, en þau neyta 80% þeirr- OSLO 11/1 — Sett hefur verið upp oliumálaráð á vegum norska rikisins og á það að samhæfa að- gerðir stjórnvalda, oliufélaga og stærstu oliuneytendanna. Felld var á þingi tillaga sósialista þess efnis, að oliufélögin sjálf skyldu engan fulltrúa hafa i ráði þessu, enda skyldi ráðið hafa eftirlit með fjárreiðum oliufélaganna. ar oliu sem seld er á heimsmark- aði. Japanska stjórnin hefur riðið á vaðið með aö lýsa yfir þátttöku i ráðstefnunni sem á að hefjast 11. febrúar. Sagt er, að hún óttist mjög vaxandi samkeppni iðnað- arþjóðanna við oliukaup, þar sem þau geti leitt til verðhækkana og „öngþveitis”. Á1 fer upp 11/1 — Norskar fréttir herma að verð á hrááli hafi hækkað um 50—100% sl. ár en verðlag á hálf- unnum vörum hafi ekki stigið samsvarandi. Eftirspurnin eftir áli sé mikil og bendi ekkert til þess að hún réni i Evrópu. Hugsanlegt sé að orku- kreppan komi norskum framleið- endum vel, þar sem eitthvað muni vist verða dregið úr fram- leiðslu áls i Bandarikjunum,, Bretlandi og Japan. Skammt er siðan mikil lægð var I álframleiðslu, og kvartað er yfir rekstrartapi. ASKORUN frá Happdrœtti Þjóðviljans Dregið var i happdrætti Þjóðviljans á Þor- láksmessu eins og venja er til, en þar sem upp- gjöri var ekki lokið voru vinningsnúmerin inn- sigluð hjá borgarfótega. Unnið er nú að þvi að kappi að ljúka uppgjöri um þessa helgi svo að hægt verði að birta númerin i næstu viku. Er þvi eindregið skorað á umboðsmenn og alla þá sem fengið hafa senda miða að ljúka uppgjöri nú um helgina. Skrifstofa happdrættisins að Grettisgötu 3 er opin allan daginn í dag og á morgun kl. 13 til 18. Léttið störfin og ljúkið uppgjöri strax i dag. Happdrætti Þjóóviljans 1973. Happdrætti Þjóóviljans . 1973 Happdrætti Þjóóviljans . 1971

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.