Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓDVILJINN Þriðjudagur 1». marz 1074. Islandsmótiö í blaki: UMFB varð íslands- meistari UMF Biskupstungna varö íslandsmeistari í blaki eins og flestir bjuggust við, en liðið hefur verið í nokkrum sérflokki í því móti sem lauk sl. sunnudagskvöld. Liðið er skipað nemendum frá iþróttakennaraskólanum á Laugarvatni, sem keppa undir merki UMFB. Helstu andstæðingar þeirra voru einnig frá Laugarvatni, UMF Langdæia, en það lið er að mestu skipað kennurum frá skólunum á Laugarvatni og má segja að þessi tvö lið séu nær ósigrandi fyrir önnur blak- lið hér á landi, en í uppgjörinu þeirra á milli varð UMFB sterkara. Um siðustu helgi fóru siðustu 5 leikir mótsins fram. Á laugar- Aðalfundur Víkverja Ungmennafélagið Vikverji heldur aðalfund sinn að Hótel Esju sunnudaginn 24. mars n.k. og hefst hann kl. 14. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður rætt um starf- semina á þjóðhátiðarárinu. daginn sigraði UMF Biskups- tungna UMS Eyjafjarðar 3:1. Hrinurnar fóru 15:2 — 15:1 — 21:23 og 15:0. Þá sigraði UMF Laugdæla ÍMA einnig 3:1, hrin- urnar fóru 15:11 — 15:12 — 14:16 og 15:12. Siðustu 3 leikirnir voru svo leiknir i Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld. í fyrsta leiknum sigraði UMF Laugdæla UMS Eyjafj. 3:1; 8:15 — 15:2 — 15:2 og 15:6. Þá var komið að leik 1S og Vikings um 3. sætið i mótinu. Þetta varð all sögulegur leikur sem stóð i nær 2 tima, enda eins jafn og frekast má verða. 1S tryggði sér 3ja sætið með þvi að sigra 3:2. Hrinurnar fóru þannig: 15:4 — 15:7 — 11:15 — 10:15 en úrslitahrinuna vann svo 1S 15:13. Siðasti leikur mótsins var á milli UMF Biskupstungna og IMA. UMFB varð að vinna þennan leik til að hreppa íslands- meistaratitilinn. UMFL hefði unnið mótið ef UMFB hefði tapað leiknum. En iþróttakennaraefnin gáfu ekkert eftir og menntaskóla- piltarnir frá Akureyri áttu aldrei neina möguleika. UMFB sigraði 3:0, 15:9 — 15:9 og 15:10,og þar með var Islandsmeistarastyttan komin i þeirra hendur og verður geymd næsta árið i iþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni. Röðin i mótinu varð þvi þessi: 1. UMF Biskupstungna. 2. UMF Laugdæla. 3. 1S 4. Vikingur. 5. ÍMA 6. UMS Eyjafjarðar. Fram oröið meistari í mfl. kvenna gerði jafntefli við Víking 10:10 og það dugði Fram-stúlkunum til sigurs í mótinu Fram varð íslandsmeistari i mfl. kvenna sl. sunnudag með þvi að gera jafntefli við Viking 10:10 en Fram þurfti aðeins eitt stig úr þeim tveim leikjum sem liðið átti eftir fyrir þcnnan leik til að hreppa titilinn. Siðasti leikur mótsins milli Fram og Vals skiptir þvi engu máli en þessi tvö lið liafa barist um íslandsmeistaratitilinn sl. 5 ár og eru og hafa verið í algerum sérflokki i kvennaboltanum. Fram-liðið var greinilega þrúgað af taugaspennu i þessum leik, enda mikið i húfi. i fyrstu gekk þó allt vel og útlit fyrir stórsigur. Til að mynda var staðan í leikhléi 8:3 Fram i vil. En i slðari hálfleik gekk allt á afturfótunum og leiknum lauk með jafntefli 10:10. Fram skoraði þvi ekki nema 2 mörk allan siðari hálfleikinn. En þetta dugði og Fram er orðið islandsmeistari i mfl. kvenna. Annar leikur fór fram i mfl. kvenna á sunnudaginn en þá sigraði Valur FH með miklum yfirburðum cða 17:6 cftir að hafa haft yfir i leikhléi 8:3. islandsmeistarar UMFB i blaki * i lf 2. deild í handknattleik: I Þróttur og Grótta leika til úrslita Þróttur tryggði sér úrslitaleik með því að sigra KR 24:16 Það verður aukaleikur milli Þróttar og Gróttu um það hvort liðið leikur i 1. deild i handknattleik næsta vetur. Þróttur sá til þess sl. sunnu- dag með þvi að sigra KR með miklum yfirburðum eða 24:16 i siðasta leik þessara liða i 2. deildarkeppninni. Úrslita- leikurinn milli Gróttu og Þróttar fer fram á laugardag- inn kemur. Leikur Þróttar og KR á sunnudaginn var allan timann heldur ójafn, Þróttarar höfðu nær allan timann yfir, enda höfðu þeir allt að vinna en KR ekki neitt, og einkenndi það leik KR-inga nokkuð. i leikhléi hafði Þróttur yfir 8:6 cn KR tókst að jafna snemma isiðari hálfleik 10:10. Uppúr þvi tók Þróttur öll völd á vellinum og komst i 17:10 og þar incð var ekki lengur spurning um hvort liðið myndi sigra heldur hve stór sigur Þróttar yrði og hann varð eins og áður segir 24:16 Það verður áreiðanlega skemmtilegur leikur þegar Grótta og Þróttur leika til úr- slita um hvort heldur áfram upp i 1. deild. Þessi lið hafa leikið saman tvisvar i vetur og unnið sinn hvorn leikinn. Þróttur sigraði Gróttu á Sel- tjarnarncsinu. en Grótta sigraði hinsvegar þegar liðin mættust i Laugardalshöllinni. Þetta er i 3ja sinn á 5 árum sem Grótta stendur við inn- ganginn i 1. dcild cn aldrei hefur liðinu tekist að komast innfyrir. Hinsvegar hefur Þróttur ekki komist svona nærri 1. deild frá þvi liðið féll niður á sínum tima. Oft hefur þó Þrótti verið spáð sigri í 2. deild og svo var einnig nú og kannski er loks komið að þvi að Þróttur standi við fyrir- heitið. —S.dór Svcinlaugur Guðmundsson skorar hér eitt af mörkum Þróttar I leiknum gegn KR á sunnudaginn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.