Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.05.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. mai 1974. UOEMUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: Otgáfu'félag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson Kitstjórn, afgreiösla. auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. ÞAÐ ER HÆTTA TIL HÆGRI Það neikvæða við kosningaúrslitin er fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur nú meirihluta atkvæða i samanlögð- um kaupstöðum landsins. Það er hætta til hægri. Efling ihaldsins varð á kostnað Al- þýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna; fylgi þessara aðila bókstaf- lega hrundi i rústir. Láta vinstrimenn sér ófarir þeirra Gylfa og Hannibals og Bjarna Guðnasonar vonandi að kenningu verða nú þessa dagana þegar verið er að koma saman framboðslistum vegna al- þingiskosninganna 30. júní. En i þvi hafróti sem nokkrir einstakling- ar hafa komið af stað að undanförnu og i- haldið hagnaðist á i kosningunum stendur upp úr einn flokkur, Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið bætti við sig borgar- fulltrúa í Reykjavik, bæjarfulltrúa i bæjarstjórnir Hafnarfjarðar og Akureyr- ar, og i Neskaupstað er meirihluti Alþýðu- bandalagsins traustari en nokkru sinni fyrr, sex menn af niu i bæjarstjórninni. Alþýðubandalagið bætti við sig fulltrúum í 5 bæjarstjórnir en tapaði einum, og er þá miðað við þá staði þar sem voru G-listar á vegum flokksins. í kauptúnunum varð viða einnig mjög ánægjuleg útkoma. Má i þvi sambandi minna á Borgarnes, Egils- staði, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Grund- arfjörð, svo eitthvað sé nefnt. Úrslitin i Kópavogi voru einnig mjög ánægjuleg. Alþýðubandalagið hefur sannað i þess- um sveitastjórnarkosningum að það er traust og samstætt afl. Þar er um að ræða ótvirætt forustuafl vinstrimanna i stjórn- málaátökunum. Vinstrimenn verða að gera sér ljóst að andspænis þeirri hægri- hættu sem hér er um að ræða samkvæmt kosningaúrslitunum dugir ekkert ábyrgðarleysi, eða glannaskapur. Hið raunverulega sameiningarmál er sameining fólksins sjálfs um Alþýðu- bandalagið. Leikaraskapur einstaklinga leysir ekki vanda fólksins. Þjóðviljinn vill i þessari fyrstu forustu- grein eftir kosningarnar vara við þeirri hættu sem efling ihaldsins getur haft í för með sér. Þjóðviljinn mun á næstu dögum gera þeirri hættu nánari skil, en hún er ekki einungis fólgin i atkvæðamagni, held- ur þvi VALDI sem atkvæðamagnið veitir Sjálfstæðisflokknum. Hér skal minnt á viðreisnarárin, á niðingsárásir við- reisnarstjórnarinnar á kjör fólksins, á at- vinnuleysið, á landflóttann. Takist ihald- inu að fylgja í Alþingiskosningunum eftir kosningasigri sinum frá í fyrradag er háski á ferðum fyrir kjör almennings. Þjóðviljinn heitir þvi á alla landsmenn að hugsa sig nú vel um. Áróöur andstæðinganna um óeiningu með jafnaðarmönnum vegna borgarstjórnar- framboðsins eru tilhæfulaus.- Alger samstaða um J-listann Andstj-öingar pfiuAjrnuuna i Reykja- vik <ir Jrt einkum or sér i lagi oigaoflin tii vinstri of, ha-Rri. kMnmúnistar or Sj.'ilisl röismrnn — hafa rui á siöuslu dógum knsmngj ba rál I u nna r reyni aö breiöa út þann orfiróm. aö ekki sé samstaöa meöal reyk- viskra jafnaöarmanna uni J-iistann. sameiRin- Irgan fram boöslista Alþýönf Jokksins og SaioLaka frjáLslyndra og vinsri manna Hafa þeir Utib aö þvi liggja. aö ýtnsir nafngreindir fnrysturoenn fkÁkanna annaö hvort styöji listann ckki röa f>eri þaö treg- lega. Þessar sögusagnir eru algerlega ur lausu lofti gnpnar. Satt er þaö. aö forysluroenn Alþýöu- flokksins og Samtakanna greinir a uin landsmilin og framboö til Alþingis kosninga En I þeirra hópi ekki svo mikiö scm vacri. Milli þeirra er ekkl og hefur ekki veriö neinn ágreiningur um borgar- málin né heldur um fram- boösniálin til borgar- stjórnarkosninganna. Milgögn beggja flokkanna — Alþýóu- blaöióog Þjóömál - hafa lýst yfir eindregnum stuöningl vHi J-IUlann og slyója þaö framboö af ráöum og dáö. Forystumrnn keggja flokkanna. baröi Alþýöullokksins og SFV. hafa margitrrkaö fullan stuóning sinn vió J- listann biról I blööura og útvarpi. Ilafa þrir eindrrgió bvatt flokksfólk silt Ul þrs* aó slyöja J- listann b»öi mrö alkvröi sinu og mrö slarli fyrir bann. I Alþvöuhlaóinu f dag rr t.d. birl sllk áskorun frá Eggrrt G. Þorstrinssyni, svo af þessu má sjá. aö þaö rru hrrin ósannindi. aö vafi leikl á SFV. Möðruvellingar og Samtök jatnaöarmanna: HÉi Alþýöublaöinu hcfur framboö jafnaöar- borisl svohljóöandi manna — J-listann ” ’ - *-■* *>* Miir hlaöinu Allt í molum Hrakfarir J-listans þrátt fyrir marga stuðningshópa Hin margklofnu flokksbrot Alþýðuflokksins, SFV og Framsóknarf lokksins guldu mikið afhroð í kosn- ingunum. i siðustu borgar- stjórnarkosningum fengu listar Alþýðuflokksins og SFV samtals 7.797 atkvæði í Reykjavík (og 8.485 í al- þingiskosningunum 1971). Núna fékk sameiginlegur iisti krata og SFV aðeins 3.034 atkvæði/ og hafa þeir því tapað 4/763 atkvæðum. Samt var þessi listi ekki aðeins studdur af Gylfa og Hannibal og áhangendum þeirra, heldur lika af svokölluðum „Samtökum jafn- aðarmanna”, Magnúsar Torfa- arminum i SFV og af „Möðru- vallahreyfingunni”. Mátti sjá um þetta yfirlýsingar i Alþýðublað- inu s.l. laugardag. bessar sögulegu hrakfarir sýna að vinstrisinnaðir kjósendur hafa ótrú á framagosum ofangreindra brotahópa og hrossakaupum þeirra. Viðbrögð vinstrisinnaðra kjósenda hljóta að vera þau að efla enn betur hinn eina málefna- lega sameiningarflokk vinstri manna, Alþýðubandalagið. BLAÐBERAR óskast í Reykjavík Þjóðviljinn, simi 17500. ÓLAFSFJÖRÐ UR: Ætla að auglýsa eftir bæjarstjóra ihaldið tapaði meirihluta sfnum á Ólafsfirði. Viö ræddum viö Braga Halldórsson, fulltrúa AB á H-listanum, sem fór meö sigur af hólmi, og sagöi hann aö úrslitin hefðu ekki komiö á úvart. Þó mætti segja aö þau hafi verið heldur betri en menn áttu von á. Fylgið virðist halda sér nokkurn veginn miöaö viö siöustu kosning- ar, en þá buðu Framsóknarfiokk- urinn, Aiþýöuflokkurinn og Al- þýöubandalagið fram sitt i hverju lagi. — Hvað er framundan hjá ykk- ur núna? — Við þurfum aö útvega okkur bæjarstjóra og höfum i hyggju aö auglýsa starfiö laust til umsókn- ar. — Hvernig fannst þér úrslit kosninganna i heild? — Ég varðfyrir vonbrigðum og fannst útkoman mjög slæm svona á heildina litiö. Gengi Sjálfstæðis- flokksins er furðulegt, en skýr- ingin er aðallega sú hve vinstri öflin vöru klofin. —sj HANDLEIÐSLA Fieiri konur en karlar eru á kjörskrá i Reykjavfk og þess vegna ekki óeðliiegt þó aö meira beri á þeim á kjörstað. Hér sjást nokkrar reykviskar konur feta sig eftir kosningaeinstiginu við Austurbæjarskólann undir öruggri handleiðsiu lögregiunnar (Ljósm. S.dór).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.