Þjóðviljinn - 07.07.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.07.1974, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. júli 1974 Rómanskur síðgotungur Annar hinna svo nefndu Grundarstóla, sem varö- veist hafa og gerður var handa hústrú Þórunni á Grund í Eyjafirði, Jóns- dóttur Arasonar biskups. Smiðurinn og skurð- meistarinn, Benedikt Narfason, er ókunnur nema að nafninu til. Stóll- inn er með rómönsku lagi, lágurog breiður með kistu- sæti og eins er útskurður- inn allur í fornum stíl. Drekamyndir eru á bak- stólpum, drekamynd og kynjadýr á bakf jölinni, en framan á eru tólf hring- reitir með mánaðarmerkj- um. Ýmis annar skurður er á stólnum og allur mjög haglegur. Áletranir eru rúnir á íslensku, latínu og dönsku. Stóllinn getur ekki verið yngri en frá 1550. tJr Þjóðminjasafni íslands. íslensk myndlist í1100 ár Utskorið hvalbeins- spjald frá Skarði á Landi Spjaldið er samsett úr tveim meginhlutum með fjórum pílárum á milli. í efri fletinum, frá hægri til vinstri er sýnd fæðing Krists, umskurn hans og skírn í ánni Jórdan. I neðri fletinum er Kristur sýndur blessa börnin, en til hægri er barn sýnt skírt í skírnar- sá. Á pílárunum eru frá vinstri til hægri, Heródes með veisluföng, Salome að dansa með hljóðfæri í höndum, Jóhannes skírari hálshöggvinn og loks Salome með höfuð Jó- hannesar á fati. Að ofan og neðan við efstu myndirnar eru áletrunin: Jesú Kristí fæðingar umskurður og hans skírnar fígúrur. Á neðra spjaldinu stendur: Þá færðu þeir ungbörn til hans að hann legði höndur yfir þaug. Til vinstri á spjaldinu stendur með smærra letri: Þessi fígúra heyrir til Lúk. 18. Hval- beinsspjaldið sem og tvö önnur Ifk eru eftir Brynjólf Jónsson sem var bóndi á Skarði um 1600 og framan af 17. öld. Ártalið 1606 er neðst í hægra horni og kemur hinn barokk- kenndi blær myndanna sem og búningur með pípu- krögum og víðum dregla- buxum mjög vel heim við þann stíl sem þá ríkti í álf- unni. Úr Þjóöminjasafni fslands, safnskrá 10911. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýningin — íslensk myndlist i 1100 ár. Það er mál fróðra manna að þessi sýning sé ein sú besta sem sett hefur verið upp hér á landi i langan tima. 1 sýningarskrá segir að aldrei fyrr hafi verið sett upp jafnviðamikil yfirlitssýning á islenskri myndlist frá landnámsöld til vorra daga og er það sist ofsagt. í formála fyrir mjög svo vandaðri sýningar- skrá, sem Björn Th. Björnsson listfræðingur hefur séð um, segir Dr. Kristján Eldjárn for- seti íslands m.a. ..En það er eðli sýninga sem þessarar að þær eru úrval og ágrip, Þær eru samþjöppun. Það sem spannar vitt i tima og rúmi er látið birtast eins og i hnotskurn á einum afmörkuðum stað, á einni afmældri stund. Slik sýning er smáheimur, sem speglar stóran heim. Þannig er þessi islenska myndlistarsýning sem sett hefur verið saman á þjóðhátiðarári. í úrvali og ágripi speglar hún þátt myndlistar i islensku lifi, menningarþátt sem aldrei hefur slitnað. Hún sýnir hinar djúpu rætur og ekki siður hinn f jölskrúðuga blóma, sem listin hefur borið i nútimanum. Sá þroski sem islensk myndlist hefur náð á vorri öld er áreiðanlega eitt skýrasta dæmi þess, hvernig þjóðin hefur brotist úr viðjum. Þetta er eitt af ævin- týrunum, sem vér höfum orðið áhorfendur að. Um þau ævintýri á þessi sýning að vekja hugboð, ekki siður en jarðvegurinn sem þáu eru vaxin úr... Þetta eru orð dr. Kristjáns Eldjárns forseta, en nú skulum við lita á nokkrar myndir af munum á sýningunni og þá skýringu sem gefin er á hverjum grip i sýningarskránni. MYNDIR OG TEXTI S.DÓR Sunnudagur 7. júli 1974 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Sagan um Ijónið og riddarann Valþjófsstaðahuröin, mesta myndskurðarverk Islendinga f rá f yrri öldum. Hurðin er sýnilega mjög sterk, og fylgdi henni sú saga gamalla manna á Fljótsdal, er hún var flutt til Danmerkur árið 1852, að á henni hefðu f yrrum verið þrír kringlóttir skurðreitir. Ef ri myndreiturinn sem nú er, sýnir hina fornu og al- kunnu sögu um riddarann sem bjargar Ijóni úr klóm mikils dreka. í neðri helm- ingi reitsins má sjá riddar- ann ríða að drekanum, reka hann í gegn og bjarga þannig Ijóninu sem hann hafði hremmt. Þrir ungar drekans horfa á úr hellis- munna. í efri helmingnum másjá riddarann (konung- inn) ríða heim að afrekinu unnu og fylgir Ijónið hon- um sem tryggur förunaut- ur. Riddarinn heldur á drekakló í hendi en haukur hans situr á makka hests- ins. Loks er sýnt hvar Ijón- ið liggur syrgjandi og að dauða komið á gröf líf- gjafa síns. Kross er á leið- inu og hús, e.t.v. kirkja f yrir aftan. Á legsteininum er rúnaletur á þessa leið: Sjá inn ríka konung — hér grafinn — er vá dreka þenna. — í neðri hring- reitnum eru fjórir vængj- aðir drekar fléttaðir sam- an og bítur hver þeirra í sporð sér, en klær allar vita inn að miðju. Litaleif- ar hafa fundist i skurðin- um, sem benda eindregið til, að hann hafi upphaf- lega verið málaður með ýmsum litum. Valþjófs- staðahurðin er talin f rá því um 1200 eða fyrri hluta 13. aldar, en skurðverk hennar er i hreinum rómönskum stíl. Þjóðminjasafn tslands, safnskrá 11009. Ilurðin cr sýnd I steyptri og málaðri eftirmynd. Hinn máttki áss Mannsmynd úr bronsi, sitjandi á stól, 6,7 sm. há. Myndin er talin sýna guð- inn Þór og hluturinn sem hann styður f ram á kné sér er hamarinn Mjölnir. Slik- ur ,,öfugur kross'/ eða hamar með þremur sköll- um og vargshaus á lengsta stilknum hefur fundist og er talinn Þórshamar. Smá- mynd þessi er að likindum það sem kallað er ,,hlutur" i fornsögum, þ.e. lítil helgimynd sem menn báru á sér og blótuðu til á ferð- um og fjarri hofum. Hins- vegar er full ástæða til að ætla, að myndin sýni hvernig hinar stærri guða- myndir hafa verið, sem sátu á stöllum blóthof- anna. Myndgerðin og hin samanþjöppuðu form benda og til þess að stíllinn eigi til tréskurðarlikneskja að telja. Úr Þjóðminjasafni íslands, safn- skrá 10880. Eftirsteypa frum- myndarinnar gerð af Bárði Jó- hannessyni. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON SKÁLD Striðið þekkir þögnin ein þeirra, er fram i dauða hertu við afl og hvesstu við stein höfuðgjaldið rauða. En hver sem kvæðakempan var, kristin eðá heiðin,- sigur, sem hún úr býtum bar, bragar um týndu leiðin. Stöðugri bogum standa hám stefin fornu og ungu, kölluð i hæðir og hvisluð i strám hljótt á skirri tungu. Guð mun spara þessa þjóð, þó að eldi rigni, meðan ort er islenzkt ljóð af anda, kynngi og skyggni. Þorsteinn Valdimarsson. JÓN FRÁ PÁLMHOLTI: STEFNA hernámssinnar ihladsmenn framagosar Ég stefni ykkur kerfisnjósnarar þjóðvillingar mömmudrengir Ég stefni ykkur auðvaldsþý tölvuþjónar votergeitvixlarar Ég stefni ykkur landssölumenn fasistar huglausu dátar Ég stefni ykkur hundflati skrælingjalýður Ég stefni þér fyrir dómstól framtiðarinnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.