Þjóðviljinn - 24.09.1974, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24. september 1974.
Rabbað við
Elsu E.
Guðjónsson,
safnvörð um
norrænt
samstarf á
sviði textíl-
rannsókna
Norrænir textilfræöingar skoöa útsaumsverk I Forsbacka. Frá vinstri Anna-Maja Nylén, Nordiska Museet, Agnes Geijer, sænska
þjóöminjasafninu, Marta Hoffmann, Folkmuseet Oslo, Elsa E. Guö jónsson, Þjóöminjasafni tslands, og Toini-Inkeri Kaukonen,
Þjóöminjasafninu Heisinki. (Mynd úr „Dagens Nyheter”).
SÉRSTÆÐ ARFLEIFÐ
í ÍSLENSKUM MIÐALDA TEXTÍLUM
Mörgum, sem i sumar sáu listasýninguna að
Kjarvalsstöðum i tilefni þjóðhátiðar, kom á
óvart sá skerfur sem þar var að finna frá fyrri
tið, fenginn á sýninguna frá Þjóðminjasafninu
og úr söfnum erlendis, tréskurður og — ekki
sist — stórfengleg útsaumsverk.
En hvort sem það var nú minnimáttarkennd
eða þekkingarleysi að láta sér koma slikt á
óvart, kemur i ljós, þegar nánar er grennslast,
að hér á landi hafa bæði varðveist og verið unn-
ir miklir dýrgripir á þessu sviði,og islensk arf-
leifð i textil þolir fyllilega samanburð við ná-
grannaþjóðirnar, að þvi er fram kom i rabbi
við Elsu E. Guðjónsson safnvörð og eina
menntaða textilfræðinginn á landinu.
Elsa viðurkennir þó, að þess-
um hlutum hafi kannski ekki al-
mennt veriö nægilegur gaumur
gefinn hér á landi eöa þeir ekki
metnir sem skyldi. En útlend-
ingar hafa sannarlega kunnað
aö meta þá, t.d. danir, sem eiga
margt af þessu tagi frá tslandi i
þjóðminjasafni sinu, enda segir
Elsa, aö þegar prófessor hennar
frá Bandarikjunum fór aö skoða
söfn i Danmörku hafi honum
orðið að orði: 1 hvert skipti sem
ég sé eitthvert mikið listaverk i
útsaumi hér, þá reynist það
vera frá Islandi.
Þarmeð er ekki sagt, aö þessi
verk séu öll unnin hér á landi, en
þau hafa varðveist hér. Þannig
er eitt af allra ffnustu stykkjum
þjóðminjasafnsins danska i
perlusaumi héðan komið. Sam-
gönguleysi virðist sannarlega
ekki hafa háð islendingum eða
aftrað þeim frá aö eignast ýmsa
dyrgripi erlendis frá einsog td.
hökulkross i Skálholti, enskan
frá siðari hluta 14. aldar, eða
gull- og silkisaumaöan messu-
skrúða frá Hólum, höfuðlin,
handlin og stólu, sem ekki er
vitað hvaðan kemur, en er'frá
fyrrihluta 13. aldar og greini-
lega pantaður sérstaklega til ts-
lands, þvi á handlíninu eru
myndir af Jóni ögmundssyni og
Þorláki helga.
Sjálf lslensku verkin, þau sem
unnin voru hér heima, vilja út-
lendingar dæma „provincial”,
einskonar sveitamannalist.
Sum þeirra sáum við á
Kjarvalsstaðasýningunni. Á
þeim er ekki þessi fina yfirlegu-
vinna, sem sést i svo mörgum
erlendum kirkjumunum; hér er
þetta frekar stórgert og þarf að
njóta sin i dálitilli fjarlægð og
gerir það svo sannarlega, þótt
ekki hafi verið nostrað við smá-
atriöin.
Þessa hluti tilnefnir Elsa þeg-
ar spurt er um stöðu íslands i
fyrritimatextilvinnu i saman-
burði viö hin Norðurlöndin i til-
efni af þvi, að hún er nýkomin
heim af fyrsta sameiginlega
fundi norrænna textilfræðinga,
sem haldinn var i Forsbacka i
námunda við GMvle i Sviþjóð.
— Það kom rétt einu sinni
fram á sýningunni á Kjarvals-
stöðum, fannst mér, hve refil-
saumuðu altarisklæðin eru
áberandi stór þáttur i okkar
framlagi til miðalda útsaums,
segir hún. Það er vitað um
ellefu islensk refilsaumuð klæði
frá miðöldum, en varla eru til
meira alls en um 20 útsaums-
verk frá þessum tima.
Og þessi klæði virðast vera
sérislensk fyrirbrigði. Saum-
geröin, refilsaumurinn, eins og
hann hefur verið kallaður hér,
þekkist að visu annarsstaðar, er
td. sama saumgerð og i Bayeux-
reflinum fræga frá 11. öld og
finnst i silkisaumi viða erlendis,
en þá notuð á annan hátt og
sjaldnast I grófum ullarsaumi
nema hér. Nokkur glitsaumuð
Islensk altarisklæði hafa lika
varöveist, og segist Elsa ekki
þekkja til sambærilegrar notk-
unar á þeirri saumgerð annars-
staöar.
Flest af þvi sem hér hefur
varðveist af textilum frá
miööldum eru kirkjumunir, og
við eigum lítið af veraldlegum
munum frá þeim tima, segir
hún. Liklega hefur allt slikt
verið notaö upp til agna, dúkar,
rúmteppi og annað. Eða hlutirn-
ir hafa varðveist betur i kirkj-
unum en i heimahúsum. Þó
hefur það verið upp og ofan, td.
er þess getið i visitasiu, að i
kirkju nokkurri hafi altaris-
klæðið veriö „sundurétið af fer-
fættum dýrum”. Prófasturinn
hefur verið eitthvað feiminn við
að kalla hlutina sinu rétta nafni
og tala um músétið. En þrátt
fyrir tiltölulega góða varðveislu
i kirkjunum má ætla, að sitt-
hvað hafi farið forgörðum um
siðaskiptin, einnig hafa kirkj-
urnar brunnið og fokiö. En af
refilsaumuðu klæðunum sem
varöveist hafa eru fiest að norö-
an og leitar hugurinn þá ósjálf-
rátt til Hólastóls og Reynistaöa-
klausturs, segir Elsa.
Af mynd- eða munsturvefnaði
frá miðöldum segir hún hins-
vegarnær ekkert til, sem óyggj-
andi sé hægt að telja islenskt: —
það eina, sem ég get bent á sem
islenskan útvefnað frá þeim
tima er spjaldvefnaður, t.a.m.
útofnir ullarborðar á altaris-
klæði frá Höfða.
En það var fundurinn i Fors-
backa og nortæn samvinna á
sviði textilfræða, sem viö ætluð-
um að ræða. Það var Nordiska
Museet I Stokkhólmi, sem beitti
sér fyrir fundinum og til hans
komu um 25 manns, allt fólk
sem vinnur við textilrannsóknir
á söfnum á Norðurlöndum, þar-
af aðeins einn karlmaður.
Hversvegna? Er þetta einhver
sérstakur kvennakúltúr, sem
karlar hafa ekki áhuga á?
— Nei, svarar Elsa, en þetta
hefur einhvernveginn hist þann-
ig á á Norðurlöndunum, að þar
eru það helst konur, sem fást við
þessi fræði. I Þýskalandi, Eng-
landi og Frakklandi t.d. eru það
ekkert siður karlar sem vinna
að þessu. Fólk sem starfar við
textilrannsóknir á söfnum er
sumt upprunalega textillært,
t.d. vefnaðarkennarar og þá oft-
ast fremur konur, en aðrir hafa
tekið fyrir textilfræði i tengslum
við listasögu eða þjóðhátta-
fræði.
Þaö voru heldur ekki siður
karlar en konur, sem unnu
verkin á sinum tima, þessi
vinna var viða iön og unnin á
verkstæðum, en ekki bara
heimilisiðnaður eins og hér.
Einn frægasti meistari Sviþjóð-
ar i þessari grein var t.d. karl-
maður, Albertus Pictor, uppi á
s. hl. 15. aldar. Þetta var unnið
bæöi af iðnlærðu fólki, I klaustr-
um og á efnaheimilum.
Það kemur fram, að lengi
hefur verið áhugi á að ná saman
fundi norrænna textilfræðinga,
en fulltrúar Skandinaviuland-
anna þriggja komu saman 1959
og ákváðu þá að gefa út norrænt
textflorðasafn, sem hluta af
alþjóðlegu orðasafni af sama
toga, sem CIETA, alþjóöasam-
band textilfræðinga vinnur að.
Elisabeth Strömberg var aðal-
ritstjóri orðasafnsins, sem var
sænskt/norskt/danskt og kom
út 1967, en siðan var ákveðið að
færa út kvíarnar og gefa út nýtt
safn, sem næði einnig til Finn-
lands og íslands. Tók Elsa E.
Guðjónsson að sér að sjá um ís-
lenska hlutann en Toini-Inkeri
Kaukonen þann finnska. Bókin
kom út I sumar, eins og sagt
hefur verið nánar frá i frétt hér i
Þjóðviljanum ( . . ./9) og þá var
einnig notað tækifærið til að
efna til langþráðs fundar og
krækja honum aftani fund
norrænna safnvarða, sem hald-
inn var i Helsinki i ágúst.
A fundinum var stofnaöur
formlega Norrænn starfshópur
textil- og búningafræðinga og
ákveöið aðbinda hópinn ekki við
fræðin sem slik eða stofnanirn-
ar, heldur fræöingana, þ.e.a.s.
fólkið, sem vinnur við þetta á
söfnum eða hliðstæðum stofnun-
um. Engin stjórn var formlega
kosin og ákveðið að hafa þetta
allt sem einfaldast i sniðum, en
hinsvegar voru þátttakendur
frá hverju landi tilnefndir i
nokkra efnishópa. Á einn hópur-
inn t.d. að undirbúa samantekt
orðasafna, en þar á nú að koma
á eftir textilorðasafninu um
vefnað safn búningaheita og
siðan útsaumsspora. Annar
hópur ætlar að vinna að kynn-
ingu og þýðingum á norrænum
textilritum, sem til þessa hafa
yfirleitt verið óaðgengileg
textilfræöingum og áhugafóiki
utan Norðurlandanna, jafnvel
þótt útdrættir á ensku eða þýsku
hafi fylgt sumum þeirra. Eins
er ætlunin að tina til ritgerðir úr
árbókum ýmsum o.þ.h. ritum
og gefa út saman i þýðingum.
Og einn hópur mun taka saman
samnorrænar ritskrár á þessu
sviði, og kom reyndar i ljós á
fundinum að slikt hafa flestir
verið að reyna að vinna fyrir sig
og sitt safn, t.d. hefur Elsa
smám saman sett saman skrá
um Islensk rit og ritgerðir uppá
fjórar þéttvélritaðar siður.
Ýmsir hafa verið með fjölritað-
ar skrár, en nú á að samræma
og sameina þetta allt saman.
Allt er þetta gifurleg vinna, en
mikill áhugi var rikjandi á fund-
inum, svo þess er vænst að
árangur verði talsverður. Mest
verður verkið sennilega fyrir
Elsu, sem verður að starfa af
tslands hálfu i öllum hópunum,
ef ekki bætast bráðum fleiri I
textllfræðin.
■ — Ég veit ekki til, að neinn sé
nú að nema þetta sérstaklega,
sagöi hún, en ég vildi óska, að
svo yröi. Það er dálitið af fólki I
námi I þjóðháttafræði; hvort
einhver hefur áhuga á textil i
þvi sambandi, veit ég ekki.
Hugsanlega gæti fólk lika komið
úr handavinnukennslu og sliku
með þvi að bæta við sig háskóla-
námi. Fólksfæð i faginu er
reyndar álika vandamál að
verða I Danmörku, og vildu
dönsku fulltrúarnir á fundinum
kenna um, að i þjóðháttafræði-
náminu nú væri lögö svo miklu
meiri áhersla á umhverfi en
hluti, — þvi vildu fáir stúdera
textfl, sem eru jú hlutir.
Það kom mér á óvart, að fólk
hefði ekki lengur áhuga á að
iæra um og rannsaka hluti, þvi
þessir gömlu munir eru svo stór
þáttur umhverfis sins tima og
segja oft svo mikla sögu, að
margt hlýtur að tapast ef þeim
er ekki veitt eðlileg athygli.
—vh