Þjóðviljinn - 11.10.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur. 11. október. 1974. M6ÐV»! IINN — 81DA 3
Stjórnarkjör
í ABR:
Þröstur
Olafsson
formaður
Aöalfundur Alþýöubanda-
lagsins I Reykjavlk var hald-
inn i gærkvöldi I Lindarbæ.
Kjörin var ný stjórn fyrir
féiagiö og er Þröstur ólafsson
hagfræöingur formaöur
hennar.
Aörir I stjórn voru kjörin:
Erlingur Viggósson skipa-
smiöur, Erna Egilsdóttir
skrifstofumaður, Guömundur
J. Guömundsson varafor-
maöur Dagsbrúnar, Gyifi Páll
Hersir háskólanemi, Halldór
Guömundsson auglýsinga-
stjóri, Leó Ingólfsson
simvirki, Ragna ólafsdóttir
kennari og Þórhallur
Eiriksson trésmiöur.
Varamenn i stjórn voru
kjörin: Vilberg Sigurjónsson
iönnemi, Anna Hróö-
marsdóttir iönverkakona,
Sigurmar Albertsson fulltrúi,
Guömundur Þ. Jónsson vara-
formaöur Iöju og Svavar
Gestsson ritstjóri.
Þessa mynd af „safnaranum” sendi GK, sem er ungur piltur, Þjóöviljanum i gær. Myndin skýrir sig
sjálf, og ber vott um þann sess, sem hinn æruveröugi Hreggviöur Jónsson hefur áunniö sér I hugum
margra, yngri sem eldri.
Hreggviður Jónsson:
Gcf um ekkert upp
Tíu hafa látið innsigla tæki vegna lokunar kanans
Okkur langaði að vita hvernig
þeim sem skýla sér að baki nafns-
ins Frjáls menning, gengi við að
safna nöfnum á bænarskjalið um
kanasjónvarp. Þvi hringdum við
og náöum tali af Hreggviði Jóns-
syni „atvinnuundirskriftasafn-
ara.”
— Hvernig gengur söfnunin?
— Hún gengur vel.
— Hvaö hafið þið fengið mörg
nöfn?
— Það get ég ekki gefiö upp.
Það verður ekki gefið upp við
neinn fjölmiðil strax, en söfnun-
inni á að ljúka 27. þessa mánaðar.
— Hvað eru margir listar I
gangi?
— Það get ég heldur ekki gefið
upp.
Og meira var ekki upp úr
Hreggviöi að hafa.
Eins og þeir sem lesa Visi og
Alþýðublaðið kannast við hafa
þessi blöö birt viðtöl við menn
sem eru stórorðir i garö yfirvalda
vegna lokunar kanans og segjast
ætla að láta innsigla hjá sér sjón-
varpstækin. Við könnuðum það
hjá innheimtu rlkisútvarpsins
hversu margir hefðu staðið við
slikar yfirlýsingar.
Axel Ólafsson varð fyrir svör-
um og upplýsti hann aö það væru i
mesta lagi tiu tæki sem hefðu ver-
ið innsigluð að beiðni eigenda
vegna lokunar kanans. 1 sumum
tilvikum gæti legið eitthvað ann-
að að baki bætti hann við.
— Okkur finnst þetta ekki mik-
ið, sagði Axel, ef haft er til hlið-
sjónar að sjónvarpsnotendur á
landinu eru um 49 þúsund talsins
og stærsti hlutinn hér á Suðvest-
urlandinu.
Við spurðum að þvi hvort
lokunarmenn rækjust á mikið af
óskráðum tækjum sem komin
væru af Keflavn?urflugvelli. Ekki
kvaö hann svo vera. — Það eru
einkum blessaðir bátasjómenn-
irnir okkar sem koma með tæki 1
lestum skipa sinna inn I landiö á
ólöglegan hátt. —ÞH
Norræna eldfjallastöðin:
Opnuð í gær
Norræna eldfjallastööin var
formlega tekin i notkun i gær.
Stööin hefur reyndar starfaö frá i
október I fyrra, en I gær og fram
aö helgi veröur fyrirlestrahald og
seminar i jaröfræöi I tengslum viö
opnun stöövarinnar.
Eldfjallastöðin er til húsa i
gamla Atvinnudeildarhúsi Há-
skólans, þar sem einnig eru til-
raunastofur fyrir jarðfræðideild
Háskólans.
Dr. Guðmundur Sigvaldason er
forstöðumaður stofnunarinnar,
en auk hans starfa við stofnunina
dr. Karl Grönvald, tveir að-
stoöarmenn og skrifstofustjóri.
Stofnunin er fjármögnuð af
Norðurlöndunum i sameiningu og
er ætlunin að við hana starfi jafn-
an visindamenn af hinum
Noröurlöndunum.
Land og þjóð
í1100 ár
Hreinn appelsínusaf i
í Tropicana er ekki blandað sykri, rotvarnar- eða bragðefnum.
Tropicana er hreinn safi úr Flórída appelsínum.
Verðið á Tropicana þolir allan samanburð.
sólargeislinn frá Florida
JROPICANA
kr.106,-
til kr.121,-
21A kg. appelsínur
kr. 310,-
til kr.390,-
Sögusýning að Kjarvalsstöðum
Scgusýning, sem ber heitið is-
land — islendingar, var i gær
opnuö boðsgestum áö Kjarvals-
stöðum.
Fyrirfólk borgarinnar gekk við
utan við Kjarvalsstaði, og heitir
verkið „Land og fólk”.
Inni I sýningarhúsinu eru fleiri
málverk, máluð út frá ákveðnum
atburðum úr islandssögunni, svo
Vlkingaskip á sýningunnl
I F4 7
jpp,'y:-jrr rzpsrMM j
ÍM
lúðraþyt og söng til sýningar, sem
Þjóðhátiöarnefnd 1974 gekkst fyr-
ir. Sýning þessi á að gefa fólki
nokkra mynd af sambýli lands og
þjóðar 11100 ár, og segja frá ýmsu
markverðu úr frelsis- og menn-
ingarbaráttu íslendinga.
Einar Hákonarson, listmálari
annaðist hönnun og umsjón sýn-
ingarinnar, og eftir hann er mál-
verk, sem komið hefur veriö fyrir
sem „Grlmur geitskór velur
þingstað”, eftir Jóhannes Jó-
hannesson og „Tyrkjaránið” eftir
Þorvald Skúlason, sem málað var
vegna sölusýningar 1944.
A sýningunni gefur að llta
nokkra merka muni úr söfnum,
litskyggnur af landslagi, eftirtök-
ur úr bókum, handrit og upp-
skriftir.
hreinn
appeisínu
safi
JRDPICANA
argus