Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Þriðjudagur 24. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Eru þetta
okkar jól?
Rauðsokkar i Reykjavik efndu til mótmæla i gær
gegn jólaæði þvi sem jafnan gripur landsmenn I
desembermánuði. Stóð hópur þeirra við Otvegs-
bankann i Austurstræti, dreifði fjölrituðu ávarpi og
hélt á lofti mynd af húsmóður, sem hengd hafði
verið á jólatré. Texti Rauðsokkaávarpsins var
þessi:
Eru þetta okkar jól?
Sjaldan er gerð harðari hrið að domgreind
kvenna en um jólin. Kvennadálkar og heimilisþætt-
ir fjölmiðla narra okkur út i gengdarlausan köku-
bakstur, gardinusaum, skúringar og skreytingar.
Lævisar auglýsingar telja okkur á innkaup langt
um efni og þarfir fram.
Við spyrjum i einlægni:
Eru petta okkar jól, eða erum við einnig i þessu að
þjóna þeim öflum, sem hagnast á ósjálfstæði og for
heimskun kvenna?
Þrettán sóttu
um starf leiklistar- og tónlistarstjóra
Umsóknarfrestur um
starf leiklistarstjóra og
tónlistarstjóra rikisút-
varpsins rann út 20 þ.m.
Um fyrra starfið eru niu
umsækjendur og um hið
siðara fjórir.
Um starf leiklistarstjóra sóttu:
Erlingur Gislason, leikari, Geir-
laug Þorvaldsdóttir, leikari, Hall-
dór Þorsteinsson, bókavörður,
Hrafn Gunnlaugsson fil. kand.,
Jónas Jónasson, dagskrárfulltrúi,
Klemenz Jónsson leikari, Magnús
Jónsson, leikstjóri, Stefán Bald-
ursson, leikstjóri og Ævar R.
Kvaran, leikari.
Um starf tónlistarstjóra sóttu:
Atli Heimir Sveinsson, tónskáld,
Guömundur Gilsson, dagskrár-
fulltrúi, Guömundur Jónsson
framkv.stjóri og Þorsteinn H.
Hannesson, dagskrárfulltnii.
Bithöfundar semja
Samningar hafa tekist
milli rithöfunda og
Rikisútvarpsins. Samn-
ingar voru undirritaðir i
gærmorgun, og verða
brátt sendir til félags-
manna Rithöfundasam-
bandsins.
Þjóðviljinn ræddi i gær viö
Sigurð A. Magnússon, einn úr
samninganefnd rithöfunda, og
var hann ánægðúr með samning-
inn.
Hækkanir á greiðslum til rit-
höfunda eru mismunandi eftir
tegund efnis, t.d. mun hækkunin
til leikritahöfunda vera einna
mest, þar eð þeir voru orðnir
mjög langt á eftir i launagreiðsl-
um, sé miðað viið almennan
vinnumarkað. Sigurður taldi, að
væri litið á heildina, mætti segja
að meðaltalshækkunin á la'unum
til rithöfunda væri um 100%.
Samningar rithöfunda og Rikis-
útvarpsins höfðu verið lausir frá
1. mars 1972, en nýi samningurinn
gildir frá 1. janúar 1975.
Hækkun á greiðslum til leik-
ritahöfunda er þónokkur, þannig
að nú geta höfundar búist við að
fá greitt ámóta háa upphæð fyrir
leikrit og leikstjóri fær fyrir að
leikstýra þvl — kannski aðeins
meira, sagði Sigurður. Veruleg
hækkun er á greiðslum fyrir flutt
ljóð og reyndár fleira efni, en þótt
hækkanir á launum til rithöfunda
verði að teljast háar i prósentum
talið, verður að taka með i reikn-
inginn, hve langt á eftir öðrum
launum ritlaunin voru.
— GG
Rithöfundar og útvarpsmenn við samningaboroið.
Barnamatur
í Blómasal
Barnamatseðil kaila þeir á
Hótel Loftleiðum nýjung, sem
þeir kynna nú um jólin. Börn eru
stór hluti gestanna sem hótelið
heimsækja, eða koma f matsali
hótelsins og þvi hefur verið settur
saman sérstakur matseðill fyrir
börn yngri en 12 ára.
Matseðill þessi er samansettur
af „réttum sem reynslan sýnir að
börnum fellur sérstaklega vel i
geð", sagði Erling Aspelund,
hótelstjóri, er hann kynnti blaða-
mönnum nýjungina, og það er
rétt að telja upp þær krásir sem
börnum er sérstaklega bent á,
fari þau ut að borða með foreldr-
um sinum. Það er i Blómasal
Loftleiða sem  börnunum  býðst
heit samloka með skinku, osti og
strákartöflum, hamborgari, fisk-
borgari með frönskum kartöflum
og hrásalati o.fl. o.fl. og matseðil-
inn fá börnin gefins, en hann er
útbúinn sem kúnstug grima.
— GG
Auglýsingasíminn
er 17500
mOÐVIUINN
\
Hvað er í JRDPICMUT?
Engum sykri er
bætt í
TROPICANA®
Engum rotvarnar-
efnum er bætt í
JRDPICANA
Engum bragðefn-
um er bætt í
JRDPICANA
Engum litarefnum
er bætt í
JRDPICANA
JRDPICANA
er hreinn
appelsínusafi
og í hverju
IflP
|í,g|||f|f glasi (200 grömm)
dfy^tf af JROPICAHf
er:
A-vftamfn            400 ae
Bx-vftamfn (Thiamfn)  0,18 mg
B2-vftamfn (Riboflavfn) 0,02 —
B-vftamfnið Niacin     0.7 —
C-vftamfn             90 —
Járn                 0,2 —
Natrfum               2 —
Kalfum              373 —
Calcfum              18 —
Fosfór                 32 —
Eggjahv.efni (protein) 1,4 g
Kolvetni              22 —
Orka                 90 he
Fékkst þú Mr TRDPICANf
i morgunr
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24