Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 24. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Rauðsokkar i Reykjavik efndu til mótmæla i gær gegn jólaæði þvi sem jafnan gripur landsmenn I desembermánuði. Stóð hópur þeirra við Útvegs- bankann i Austurstræti, dreifði fjölrituðu ávarpi og hélt á lofti mynd af húsmóður, sem hengd hafði verið á jólatré. Texti Rauðsokkaávarpsins var þessi: Eru þetta okkar jól? Sjaldan er gerð harðari hrið að dómgreind kvenna en um jólin. Kvennadálkar og heimilisþætt- ir fjölmiðla narra okkur út i gengdarlausan köku- bakstur, gardínusaum, skúringar og skreytingar. Lævisar auglýsingar telja okkur á innkaup langt um efni og þarfir fram. Við spyrjum i einlægni: Eru þetta okkar jól, eða erum við einnig i þessu að þjóna þeim öflum, sem hagnast á ósjálfstæði og for heimskun kvenna? Eru þetta okkar jól? Þrettán sóttu um starf leiklistar Umsóknarfrestur um starf leiklistarstjóra og tónlistarstjóra rikisút- varpsins rann út 20 þ.m. Um fyrra starfið eru niu umsækjendur og um hið siðara fjórir. Um starf leiklistarstjóra sóttu: Erlingur Gislason, leikari, Geir- laug Þorvaldsdóttir, leikari, Hall- og tónlistarstjóra dór Þorsteinsson, bókavörður, Hrafn Gunnlaugsson fil. kand., Jónas Jónasson, dagskrárfulltriii, Klemenz Jónsson leikari, Magnús Jónsson, leikstjóri, Stefán Bald- ursson, leikstjóri og Ævar R. Kvaran, leikari. Um starf tónlistarstjóra sóttu: Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, Guðmundur Gilsson, dagskrár- fulltrúi, Guðmundur Jónsson framkv.stjóri og Þorsteinn H. Hannesson, dagskrárfulltrúi. Rithöfundar semja Rithöfundar og íitvarpsmenn við samningaborðið. Barnamatur í Blómasal Samningar hafa tekist milli rithöfunda og Ríkisútvarpsins. Samn- ingar voru undirritaðir i gærmorgun, og verða brátt sendir til félags- manna Rithöfundasam- bandsins. Þjóðviljinn ræddi i gær við Sigurö A. Magnússon, einn úr samninganefnd rithöfunda, og var hann ánægður með samning- inn. Hækkanir á greiöslum til rit- höfunda eru mismunandi eftir tegund efnis, t.d. mun hækkunin til leikritahöfunda vera einna mest, þar eð þeir voru orðnir mjög langt á eftir i launagreiðsl- um, sé miðað viið almennan vinnumarkað. Sigurður taldi, að væri litið á heildina, mætti segja aö meðaltaishækkunin á launum til rithöfunda væri um 100%. Samningar rithöfunda og Rikis- útvarpsins höfðu verið lausir frá 1. mars 1972, en nýi samningurinn gildir frá 1. janúar 1975. Hækkun á greiðslum til leik- ritahöfunda er þónokkur, þannig að nú geta höfundar búist við að fá greitt ámóta háa upphæð fyrir leikrit og leikstjóri fær fyrir að leikstýra þvi — kannski aðeins meira, sagði Sigurður. Veruleg hækkun er á greiðslum fyrir flutt ljóð og reyndar fleira efni, en þótt hækkanir á launum til rithöfunda verði að teljast háar i prósentum talið, verður að taka með i reikn- inginn, hve langt á eftir öðrum launum ritlaunin voru. — GG Barnamatseðil kalla þeir á Hótel Loftleiðum nýjung, sem þeir kynna nú um jólin. Börn eru stór hluti gestanna sem hótelið heimsækja, eða koma í matsali hótelsins og þvi hefur verið settur saman sérstakur matseðill fyrir börn yngri en 12 ára. Matseðill þessi er samansettur af „réttum sem reynslan sýnir að börnum fellur sérstaklega vel i geð”, sagði Erling Aspelund, hótelstjóri, er hann kynnti blaða- mönnum nýjungina, og það er rétt að telja upp þær krásir sem börnum er sérstaklega bent á, fari þau út að borða með foreldr- um sinum. Það er i Blómasal Loftleiða sem börnunum býðst heit samloka með skinku, osti og strákartöflum, hamborgari, fisk- borgari með frönskum kartöflum og hrásalati o.fl. o.fl. og matseðil- inn fá börnin gefins, en hann er útbúinn sem kúnstug grima. ____________________— GG Auglýsingasíminn er 17500 Hvað er í JROPICANA ? JRDPICANA JROPICANA er hreinn appelsínusafi og í hverju glasi (200 grömm) af JROPICANA er: A-vitamfn 400 ae Bi-vitamin (Thiamin) 0,18 mg B2-vltam(n (Riboflavin) 0,02 — B-vitaminið Niacin 0,7 — C-v(tam(n 90 — Járn 0,2 — Natrium 2 — Kalium 373 — Calclum 18 — Fosfór 32 — Eggjahv.efni (protein) 1,4 g Kolvetni 22 — Orka 90 he Engum sykri er bætt í JROPICANA Engum rotvarnar- efnum er bætt í JROPICANA Engum bragðefn- um er bætt í JROPICANA Engum litarefnum er bætt í Fékkst þú í morgun?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.