Þjóðviljinn - 04.03.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Eðvarð Sigurðsson á fundi Alþýðubandalagsins á Hótel Borg á sunnudag:
V erkalýðshreyfingin tygi
sig til átaka og verkfalla
þyngri en sl. ár, bæði útsvörin og
tekjuskatturinn. Svör rlkis-
stjórnarinnar hafa verið mjög al-
menn og óljós: sagt að skattar
lækki kannski um 700 milj. kr. En
á sama tlma og þessar viðræður
standa sem hæst gerir rikis-
stjórnin ráöstafanir til að þyngja
skattana stórum og miklu meira
en þessari upphæð nemur. Þannig
hefur skattheimta rikissjóðs með
hækkunum á tóbaki og áfengi
aukist um 300 milj. kr., og siðan
bætist við dæmalaus hækkun á
söluskatti um 1%’ hækkun sem
var fráleit og algerlega óþörf.
Svo er gengið fellt á ný sem ég
tel að muni valda um 10% hækkun
framfærslukostnaðar þegar allt
kemur til alls.
í þessu ástandi hafa engin til-
boð komið frá atvinnurekendum
varðandi kaupgjaldið og hafa að-
geröir rikisstjórnarinnar mjög
truflaö samningaviðræður.
Miklu meiri
kjarðaskerðing
Fyrir viku var samningavið-
ræðum slitið og var þá málið
fengið sáttasemjara. Hófust við-
ræöur fyrst á laugardag á nýjan
leik, enn er fundur I dag og siðan
hefur Alþýðusambandið boðað til
ráðstefnu um kjaramálin á morg-
un, mánudag.
Ég minnti áðan á að fram-
færsluvisitalan hefði hækkað um
25%, en I rauninni er kjaraskerð-
ingin orðin miklu meiri i tölum
Rakin ræða
Eðvarðs
Sigurðssonar
talin. Engar verölagsbætur á laun
hafa komið frá 1 . mars i fyrra, og
þá varð kaupgjaldsvisitalan
106,18 stig. Nú er þessi visitala
enn 106,18 stig, en þyrfti að hækka
i 155 stig eða um 46% til þess að
jafna muninn. Krafa verkalýðs-
hreyfingarinnar nú er um að
samningarnir frá i fyrra fái að
halda gildi sinu.
Kaup verkamanna er nú komið
niöur fyrir það sem var meðaltal-
ið árið 1971, og liklega þarf að
fara allt aftur til ársins 1959 til
þess að finna sama kaupmátt.
Samningsstaðan nú
Samningsstaðan nú er i stuttu
máli þannig: Rikisstjómin hefur
lagt fram tillögur um „launajöfn-
unarbætur”. Miðast þær við að
greiddar verði 3.600 kr. á dag-
vinnukaup sem væri allt að 60
þúsund krónum á mánuði. Al-
mennir taxtar verkafólks eru svo
lágir að fólk verður að fleyta sér
áfram á yfirvinnunni, en launin
fyrir hana hafa verið einskonar
umframgreiðssla. Yrði fallist á
þessar tillögur stjórnarinnar um
að dagvinnutekjur undir 60 þús.
kr. á mánuði hækkuðu um 3.600
kr. en yfirvinnan ekkert myndi
það hafa i för með sér lækkun á-
lags á yfirvinnu úr 40 i 29% og
lækkun álags á nætur- og helgi-
dagavinnu úr 80 i 65%. Er miðað
við 6. taxta Dagsbrúnar.
En hvað eru þessar bætur mið-
að við það sem er að skella yfir,
svo hinu sé sleppt sem áður hefur
gerst?
Landbúnaðarvörur munu
hækka um 10%, það hækkar fram
færsluvisitölu um 2%. Söluskatts-
hækkunin hækkar f-visitölu um
0,7%, hitaveita og rafmagn
hækka heildarframfærslukostn-
aðinn um 1% og gengisfellingin
hækkar framfærslukostnað um
5%, að minnsta kosti fram að 1.
mai. tJt úr þessu koma 9% fram
til 1. mai eða mun meira en það
sem rikisstjórnin er að tala um
sem dýrtiðarbætur.
Bráðabirgða-
samningar
A sáttafundinum i gær kom
ekkert fram, en I dag er haldinn
fundur i rikisstjórninni og siðan
annar samningafundur. Málin
snúast nú um bráðabirgðasam-
komulag til þriggja mánaða eða
út maimánuð. Fundurinn I gær
bar engan árangur, atvinnurek-
endur stóðu i nákvæmlega sömu
sporunum og rikisstjórnin hafði
ekki enn gert upp við sig hvenær
og hvernig hún ætti að hafa af-
skipti af kjaradeilunni. Hafði
raunar áður komið fram hjá
henni aö áður en hún kæmi fram
með sínar hugmyndir yrði að
sjást hvort „aðilar vinnumarkað-
arins” gætu komist að samkomu-
lagi. Ég reikna ekki með miklum
breytingum á samningafundinum
I dag.
A morgun kemur kjaramála-
ráöstefna ASÍ saman til fundar.
Ég sé ekki betur en að óbreyttu
ástandi verði verkalýðshreyfing-
in að fara að tygja sig til átaka og
til undirbúnings verkfalla. Það er
enguni ljúft að taka svona
ákvörðun þegar kjörum launa-
fólks er komið svo sem raun ber
vitni um, en það er alveg útiiokað
að verkalýöshreyfingin geti leng-
ur frestað þvi að efna til aðgerða.
Kristinn Jón Jónsson, vegaverkstjóri:
Svar til Indriða á Skjaldfönn
Eðvarð Sigurðsson var fyrstur
ræðumanna á fundinum á Hótel
Borg. Verður ræða hans rakin hér
á eftir efnislega.
Öllu velt yfir
á launafólk
Verkalýðsstéttin er ekki óvön
þvi að að henni sé ráðist og þrengt
sé að hennar kjörum. Er I þvi
sambandi skemmst að minnast
viöreisnartimans með látlausum
árásum á lifskjörin. En engin rik-
isstjórn hefur þó gengið lengra en
núverandi rikisstjórn I þvi að
skerða lifskjör verkafólks og sú
sem nú er við völd. Mörg „rök”
hafa verið flutt um nauðsyn þess
aö skerða lifskjörin og enginn
neitar þvi að viðskiptakjörin hafa
versnað. En rikisstjórnin hefur æ
ofan i æ gripið til þess einfalda
ráðs að svara þessum vanda með
þvi að velta öllum byrðunum yfir
á herðar almennings. Hefur nú á
stuttum tima átt sér stað meiri
skerðing en dæmi eru til um áður.
Þvi auk beins niðurskurðar kaup-
máttar launanna hefur átt sér
staö stórfelldur samdráttur I at-
vinnunni. Og atvinnuleysi virðist
fyrirsjáanlegt eftir nýjustu sam-
dráttaraðgerðir bankakerfisins,
stöðvun útlánaaukningar og auk-
innar bindingar hjá Seðlabankan-
um. Þessar aðgerðir koma vafa-
laust hart niður á byggingariðn-
aðinum. Slikt hlýtur að leiða til
atvinnuleysis.
Það sem hefur gerst
Frá þvi að núverandi rikis-
stjórn kom til valda hefur visitala
framfærslukostnaðar hækkað um
25%, en visitala brýnustu lifs-
nauösynja, matvörunnar, hefur
hækkað um 42%. Einu bæturnar
sem hafa komið á móti þessum
glfurlegu hækkunum eru svokall-
aðar launajöfnunarbætur. Með
þeim hefur lægsta mánaðarkaup,
undir 50.000 kr., hækkað um 3.500
kr. en það þýðir um 10% á lægstu
taxta verkafólks.
Lausir samningar
Siðan rikisstjórnin felldi gengið
i fyrra skiptið hafa verkalýðsfé-
lögin verið með lausa samninga.
Viðræður hafa nú staðið yfir I 2
mánuði og hafa þær verið tviþætt-
ar. í fyrsta lagi við atvinnurek-
endur um kaupið og i annan stað
viö rikisstjórnina um félagsleg
úrræði sem meta mætti til kaups.
1 siðarnefnda þættinum hefur
verið rætt um skattamálin og
húsnæðismál. Og hefur þó aðal-
lega verið rætt um skattamálin,
þvi skattabyrðin i ár verður
í Þjóðviljanum 14. febrúars.l.
ritar Indriði Aðalsteinsson
Skjaldfönn pistil um ýmis mál
er angra ibúa norðan Djúps.
Meðal annars vetrarsamgöngur
á landi. Þar er vegaverkstjórinn
Jón Kristinn Jónsson borinn
þungum sökum, og kennt um
„mistök i vegagerð” eins og það
er orðað.
Undirrituðum finnst sennilegt
að átt sé við sig i umræddri
grein, og gerir þvi nokkrar
athugasemdir.
I fyrsta lagi hef ég ekki annað
en tillögurétt um staðarval og
legu vega á þessu svæði. Og i
öðru lagi var ég hættur vega-
verkstjórn þegar umrætt verk
var unnið, þó svo ég hefði
umsjón með þessu verki.
Ef ég þrátt fyrir þetta á að
taka umrædda ádeilu til min þá
vil ég byrja á þvi að mótmæla
að um nokkur mistök hafi verið
að ræða, og bæði undirbúningur,
staöarval vegarins og fram-
kvæmd verksins, fyllilega i
samræmi við þær hugmyndir
sem ég hafði gert mér um þetta
mál.
Svo hagar til að vegurinn
liggur þarna undir hjalla, en
uppi á hjallanum er vegslóöi
sem I einstaka árum er opinn
vegna snjóa nokkrum vikum
lengur en aðalvegurinn, en eins
og fram kemur i grein Indriða
lokast hann lika, og við þvi er
þvi miöur litið hægt að gera.
Töluverður kostnaður yrði við
breytingar, á brekkunum þar
sem farið er upp á hjallann og
niður af honum aftur, og undir
hælinn lagt, hvort þær breyt-
ingar yrðu að gagni.
Við athugun úm hvað hægt
væri að gera fyrir vetrarveginn
kom i ljós að Rafveita Snæfjalla
(Indriði er i stjórn rafveitunnar,
i hreppsnefnd m.m.) var nýlega
búinn að leggja raflinu eftir
hjallanum, og var staurastööin
á eina svæðinu sem hægt hefði
verið að gera tilraun með að fá
vetrarfæran veg á.
Ef nú hefði átt að fara eftir
tillögum um að eyða þessu fjár-
magni i „tilraunaveg” (fjár-
veitingin var kr. 1.000.000,-),
hefði orðið að áætla verulegan
kostnað við flutning raf-
linunnar, og eftirstöðvar fjár-
magnsins orðnar það litlar að
ekki tæki þvi að fara með verk-
færi á staðinn, hvað þá að hæ^t
væri að gera þarna vetrarfæran
veg fyrir afganginn.
Eftir stæði þjóðvegurinn
óhreifður, mjór, með tvær
blindhæðir, krappar beygjur, og
ræsalaus, en „miljónin” hefði
horfið þarna i hjallann, engum
til gagns.
Ef þetta hefði verið gert, væri
hægt að tala um mistök i vega-
gerð.
Kristinn Jón Jónsson
frá Vonarlandi
Jón M. Baldvinsson
sýnir að
Kjarvalsstöðum
Jón M. Baldvinsson opnaði
máiverkasýningu að Kjarvals-
stöðum 1. mars og stendur hún
til 11. mars. Sýningin er opin frá
kiukkan 4 á daginn til 10 á
kvöldin. Sýnir Jón 91 verk.
Jón M. Baldvinsson listmálari
erfæddur 1927 i Reykjavik. Arið
1945 fluttist hann til Kaup-
mannahafnar til náms og dval-
ar og bjó hjá móður sinni, sem
þar er búsett. 1 upphafi lagði
hann stund á söngnám hjá
Immanuel Franksen, og siðar
hér heima hjá ýmsum söng-
kennurum, — ennfremur nam
hann teikningu.
Jón hætti siðan söngnámi en
héltáfram myndlistariðkunum i
fristundum. Málaði hann aðal-
lega oliumyndir.
Arið 1971 hóf hann nám við
Myndsýn og naut aðallega
kennslu Einars Hákonarsonar.
Einnig fór hann námsferðir til
Hollands og Frakklands. Árið
1972 hóf Jón nám við Det Jyske
Kunstakademi i Arósum og
lagði þar einkum stund á model-
teikningu.
Fyrsta sýningu sina hélt Jón
M. Baldvinsson hjá Guðmundi á
Mokka skömmu eftir opnun
þess staðar.
Siðan varð hlé á sýningum
fram til ársins 1972 að Jón hélt
Jón M. Baldvinsson franian viö eitt verk sitt
sýningu i húsi Guðspekifélags
tslands við Ingólfsstræti. Þá
hélt Jón sýningu 1973 i sýningar-
sal bókasafnsins i Horsens og
hlaut þar góða dóma.
Jón á nú nokkur verk á sam-
sýningu jóskra íistmálara, sem
haldin er á vegum danskra
fræðsluyfirvalda.