Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 6. apríl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 neitar þó að vera eitthvað einstök að þvi leyti: ....einhver svona vitleysa — Ég hef að visu ekki verið er- lendis siðan ég var við nám og þarafleiðandi ekki i snertingu við útlenda keramik nema gegnum fagbækur sem ég hef keypt, en það kennir vissulega margra grasa i erlendri leirmótun. Nú, og hér heima hefur keramik lika verið notuð dálítið á annan hátt en þennan hefðbundna, einkum i sambandi við arkitektúr. Ragnar Kjartansson hefur t.d. unnið veggskreytingar i leir. Möguleikarnir i leirkerasmiði skiptast núorðið svolitið i tvennt. Annarsvegar er hönnun fyrir iðn- að og hinsvegar einhver svona vitleysa einsog ég er að fást við. Það er ekki sami grundvöllur fyr- ir fagið einsog það var rekið fyrir hundrað árum með framleiðslu á brúkshlutum fyrir augum fyrst og fremst, vegna þess að verk- smiðjuframleiðslan hefur tekið við. Leirkerasmiðir eru þvi eigin- lega milli tveggja elda og við vit- um varla i hvora löppina við eig- um að stiga. Það tekur þvi varla að framleiða nytjahluti þvi að iðnaðurinn gerir það að sumu leyti miklu betur, þótt handgerðir hlutir hafi náttúrlega alltaf sitt aðdráttarafl. En staðlaða fram- leiðslu er hægt að vinna á miklu fullkomnari hátt i verksmiðju með góðum hönnuði heldur en að einstaklingar séu að renna og renna endalaust. — Samt sem áður gerir þú mik- ið af vösum þótt þeim sé kannski ekki beinlinis ætlað að notast sem slikir. — Það má nota þá! Þarsem ég hef lært leirkerasmiði er ég bund- in af þessu gamla pottaformi, þessari gömlu hefð frá nýstein- öld, sem við byggjum á. — Þú ert þó greinilega að brjótast talsvert útúr þessu formi. — Ja, ekki hef ég gert uppreisn gegn þvi. En vissulega hættir þvi til að vera á kostnað notagildisins þegar ég fer að vinna þessa vit- leysu sem mér dettur i hug. Möguleikarnir með leirinn eru nær ótakmarkaðir. Reynir að miðla áhrifunum — Hvað ertu að reyna að tjá? — Það er flókið að svara þvi. Ætli ég sé ekki fyrst og fremst að reyna að miðla einhverju af þeim fegurðaráhrifum sem ég verð fyrir. Og þau eru mjög mikið i sambandi við náttúruupplifun. Td. urðu sum verkin hér til eftir hringferð um Jökul, — einhvers- Þessi vasi varð til eftir göngu uppmeð Glym. Fyrir aftan sést ein vegg- konar áhrif frá landslaginu kring- myndanna. Linur, form og hrynjandi — það er það sem Steinunn vill fá fram f veggmyndum sfnum Ur lelr um Snæfellsjökul. Þetta voru fyrstu verkin af þessari tegund, en ég geri ráð fyrir, að i verkum á undan þeim séu óbein náttúruá- hrif. Ég hef ósjálfrátt orðið fyrir áhrifum, mest af fjöllum, en lika gróðri og það kemur sennilega fram, en með jöklamyndunum byrja ég virkilega að reyna að tjá landslagsáhrif markvisst og hef siðan haldið þvi áfram, t.d. varð vasinn með fossamyndunum til eftir göngu upp i Halfjaröarbotn, uppmeð fossinum Glym. — Er ekki erfitt að koma þess- um áhrifum fram i þinu efni, leirnum? Amk. er óvenjulegU að sjá hann notaðan á þennan hátt. — Ég nota auðvitað leirinn af þvi að það er min tækni, efni sem ég þekki og treysti mér til að ná betri árangri með en einhverju öðru sem ég hef ekki unnið með, einsog t.d. ollulitum. Það er aö visu flóknara mál að vinna mark- visst listrænt I leir en að mála beint með pensli á striga, þvi þá er það ekki aðeins handverkfærið sem er milliliður milli manns og verks, heldur verður að fá eina höfuðskepnuna eldinn til liðs við sig lika og þá geta alltaf orðið ein- hver blæbrigði sem ekki var reiknað með. Þetta er lika spenn- andi þvi þótt maður þykist vera búinn að ná tökum á tækninni og þekkja efnið geta komið fyrir til- viljanir sem hægt er að nýta eftir- á og finna nýjar og nýjar leiðir út- frá þvi óvænta. Andlit höfða til min — Með veggmyndunum ertu ó- neitanlega komin svolitið nálægt málverkinu, — hefur ekkert freistað þin að reyna við það? — Afskaplega litið. Ég snerti það aðeins á skólaárunum, en hef aldrei haft neina ástriðu til oliu- lita sem slikra. Hinsvegar hef ég gripið i að teikna — of litið að visu — hefði ég ekki brotið á mér löpp- ina hefði ég gert meira af þvi i sumar. Þess i stað fór ég úti portrett og tók fyrir hana Þóru, einn af meðlimum fjölskyldunnar og gæti trúað að ég ætti eftir að gera meira af sliku. Andlit höfða til min myndrænt. — Hefur það haft áhrif á verk- efnavál þitt að flytjast úr Reykja- vik i Mosfellssveitina? — Já. Umhverfið hefur alltaf áhrif og hér er ég tvimælalaust miklu nær náttúrunni. Ég horfi á Esjuna daglega og á Úlfarsfellið og mikið af þessum myndum sem ég er með núna hafa verið ortar útfrá Esjunni vegna þess hve hún er nærtækt efni, alltaf fyrir utan gluggann hjá mér, en sibreytileg samt. Það er ógurleg breyting að flytja úr bænum i þetta frjálsa umhverfi og vera svona mikið úti á sumrin, rækta blóm i garðinum o.s.frv. Maður kemst i jarðsam- band, tengslin verða nánari, enda má sjálfsagt segja, að það sé svo- litil náttúrurómantik i þessu hjá mér. Steinunn tekur fram, að þótt hún sé nú farin að gera vegg- myndír úr leir sé hún siður en svo að likja eftir málverki né slægjast ursemi” notað neikvætt. Jafnvel handverkið hefur goldið þessa og verið gert að einhverskonar ó- æskilegum kvenleika. „Finlegt handverk” er neikvæður dómur og sé talað um „skreytilist” er það i mjög niðrandi merkingu. Nú vil ég ætla, að konur hafi meiri tilhneigingu en karlar til skreytilistar i verkum sinum. En I listaskólum hafa konur yfirleitt verið undir handleiðslu karl- manna og ég held, að þá hafi oft verið bælt með þeim það sem hefði átt að njóta sin, þetta kven- lega, og þær þvi ekki orðið eins einlægar i verkum sinum. Auðvit- að eru allir eiginleikar einstak- lingsbundir, en samt held ég að það sé nokkur munur á milli kynj- anna að þessu leyti og að hann sé eðlislægur. Þetta er mjög greini- legt þegar maður fæst við teikni- kennslu og ég held, að það gefi svolitla visbendingu. En konur sem hafa farið útá listabrautina hafa gjarnan hneigst til að bæla þetta niður vegna þess að það hef- ur ekki verið i tisku eða ekki verið viðurkennt sem hin „rétta” list. Ég held að við þurfum að gera okkur ljóst, þessar konur sem fást við myndlist, að við þurfum ekki endilega að reyna að vera einsog karlmennirnir, — við þurfum að átta okkur á að við erum það ekki, enfá samt viðurkenningu á okkar eðli og einkennum til jafns. Við vitum að visu ekki nákvæmlega hver hinn sjálfræðilegi munur er, en við vitum, að hann er einhver. Undirrótin er náttúrlega að konur hafa ekki notið sin á hvaða sviði þjóðfélagsins sem er ma vegna þess að konur hafa alltaf verið fátækar. Þegar jafnrétti er náð, fjárhagslegu og annarskon- ar, hlýtur annað að koma á eftir, Þóra — fyrsta portrettiö, og fyrirmyndin, Þóra Guönadóttir. eftir þeim áhrifum sem þar koma til greina. — Þegar ég vinn Esjuna t.d. skynja ég hana mest sem linur, form og hrynjandi, en birtu- og fjarlægðaráhrif sem fram kæmu i málverkinu höfða ekki svo mikið til min. Ofdýrkun karlmennskunnar Hún segist vinna myndir sinar á dekorativan hátt og i sambandi við það hefur hún ákveðnar skoð- anir á þeim mun sem sé á list kvenna og karla og mat á mynd- list eftir þvi hvort hún er kvenleg eða karlmannleg. Er þá erfiðara fyrir listamenn á Islandi að vera kvenkyns? — Ég held, að það hafi yfirleitt verið erfiðara fyrir konur að fást við listir að þvi marki, að við höf- um svo litla kvenlega hefð. Það er einsog einhver yfirdrifinn maskúlinismi hafi tröllriðið list- um a.m.k. á þessari öld og það á ekki fremur við um ísland en önn- ur lönd. Ég er ekki svo vel að mér i listasögu að ég treysti mér til að segja hvenær þetta byrjaði, en kannski á það eitthvað skylt við þýsku „ubermensch” kenninguna eða expressjónismann, a.m.k. er hún mjög áberandi allt frá timum expressjónistanna þessi ofdýrkun karlmennskunnar og þá ekki endilega getumikillar karl- mennsku, heldur fer þetta stund- um út i hrottaskap. A sama tima eru kvenlegir eiginleikar útskúf- aðir, einsog mýkt og finleiki. Það er mikið hól i myndlistargagnrýni þegar sagt er um mynd, að hún sé „sterk” eða „kraftalega unnin”, en hinsvegar er orð einsog „nost- en á undanförnum árum hefur svo mikil áhersla verið lögð á að komast á sama plan og karlmenn, að hitt hefur kannski svolitið gleymt, að við eigum eitthvað fyrir okkur, eitthvað sérstakt, sem við eigum heimtingu á að sé viðurkennt. Er hún einlæg? — Skynjar þú sjálf verk eftir konur örðuvisi en verk karla og hefurðu á tilfinningunni, að konur meti þin verk kannski fremur en karlmenn? — Ég veit það ekki almenni- lega. En siðan ég fór að hugleiða þessi mál spyr ég sjálfa mig ó- sjálfrátt þegar ég skoða verk eftir konu: Er hún einlæg eða hefur hún alveg fylgt karlmannaskól- anum? Það er alltaf persónu- bundið hvaða verk maður metur, en sem dæmi um konu sem mér finnst hafa komist framhjá þessu og tekist að vera einlæg get ég nefnt Barböru Árnason. Hingað til hef ég ekki rekist á neina algilda kenningu um mynd- list, en kannski er það eins góð kennisetning og hver önnur, að öll mikil list sé dekorativ. Séu þeir eiginleikar ekki til i myndverki, ef það er ekki myndrænt og höfð- ar ekki til manns gegnum augað fellur það um sjálft sig. Þarmeð hef ég ekkert á móti innihaldi i myndverkum, siður en svo, hvorki táknrænu né pólitisku eða hverju sem er. En vanti hið myndræna finnst mér verkið vera vindhögg og ver farið en heima setið. __vh Ljósmyndir: A.K.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.