Þjóðviljinn - 04.05.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.05.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. mal 1975. [ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 NÍELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST Tréstungur frá Kína Stórveldasýningar á grafiklist eru orðnar næsta tfðar i menning- arlifi höfuðborgarinnar, Banda- rikin Frakkland og Sovétrfkin hafa i vetur kynnt islendingum kUnst og tækni myndlistamanna sinna, og i kjölfar þeirra státar nú Kinverska Alþýðulýðveldið af fjölbreyttri tréstungulist I sölum Kjarvalsstaða. Vafalaust eru þessar sendingar stórþjóðanna liður i viðtækum menningarsam- skiptum, þar sem arfleifð og ný- sköpun tengjast saman. Sumir telja þetta brölt eitt og lúmskan áróöur, þátt i viðleitni valda- manna til að sölsa undir sig heim- inn, en aðrir álita allri menningu hollt að kynnast sem flestum sviðum lifshátta og lista annarra þjóða á heimavigstöðvum svo sjá megi hvernig smáþjóðamenning- in tekur sig út i samanburðinum. En hvað sem öllum vangaveltum liður þá er ljóst að „ágengni” risaveldanna hefur haft litil áhrif, frá listrænum sjónarhóli séð, sýn- ingarnar hafa i mestu verið stað- festing á þvi sem áður var vitað. Hvað kinversku sýningunni við- kemur er þessu öðruvisi farið, is- lendingarhafa helst kynnst mynd- list Kina i ferðasögum eða af sundurlausum myndbrotum og kvikmyndum. Sérstök menning Kina, frábrugðin menningu vest- urlanda, hefur á sér dularblæ i vitund manna, hún er ævintýrið I fjarlægðinni, hið ósnertanlega i einangruninni. Hræringar sam- timans og sffelld breyting og um- bylting i myndlist Evrópu m.a. hefur að mestu sneitt hjá Kfna, hinir óliklegustu straumar hafa skollið saman fjarri þessu mikla landi, endalausar vangaveltur, andstæöar hugmyndir og afbrigði listarinnar hafa hrærst i deiglu hinna stóru torga striðs og storma. Vestræn myndlist hefur öldum saman verið miðsvæðis, hrifsað til sin eitt, gefið annað. Hún hefur þróast um langan ald- ur f hvers kyns sundurleitum stefnum, hugmyndum og rökræð- um. Hún hefur ánetjast töfra- og trúarlegum formum úr myrkviði Afriku, fengið að láni niðurskipan flata f egypskum veggmálverk- um og skurð myndinnihalds hjá jaðönskum. Þjóðfélagshræringar hvers lands eða álfu eru undan- fari eða ómandi myndlistarinnar, skapendur verkanna eru börn Vorregn á ánni Li eftir Hsu Pei-Hung. Hjálpum stríðshrjáóum íIndókína Gíró 90002 20002 RAUÐIKROSS ÍSLANDS HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Vetrarsáning á hæöunum eftir Chen Tien-Jan. sins tfma og ber að horfast i augu við veruleikann. Það er ljóst að kinverjar gera sér grein fyrir skaðsemi einangr- unar, og að vaxandi skilningur er hjá þeim um nauðsyn nánari samskipta við aðrar þjóðir. 1 sýningarskrá segir meðal annars: „Kinversk graffklist á sér langa sögu og ber með sér sterk þjóðleg einkenni. Bæði at- vinnulistamenn og áhugalista- menn úr röðum verkamanna, bænda og hermanna hafa skapað listaverk með nýju innihaldi og nýjum stfl og eru þau reist á arf- leifð og þróun fágaðrar þjóðlegr- ar listhefðar. 1 verkum þessum koma þessir listamenn fram sem ötulir boðberar þeirrar bók- mennta- og listastefnu Maós for- manns að „láta hundrað blóm- jurtir blómstra, sem eldri blóm hafa látið vaxa, svo þær megi nýjar af sér gefa” og „láta fortíð- ina þjóna nútiðinni og Kina not- færi sér það sem erlent er.” Þótt þessi verk séu enn ófullkomin að listgæðum, endurspegla þau samt sem áður þau afrek, sem kin- verskir listamenn hafa unnið á þessu sviði vegna hinnar miklu reynslu, er þeir hafa öðlast með þvi að skyggnast inn i lifshætti verkamanna, bænda og her- manna. Listfræðingar skipta þróunar- vferli myndlistar i þrjú aðalstig, sem eru nátengd hinum alþekktu skeiðum ævinnar: fæðingu, lifi og dauða. Fyrst þreifa menn fyrir sér um tjáningarform, mynd- byggingin er stif og stundum ó- hlutlæg, einföld og skrautlaus. Uppúr þessu þróast jafnvægi myndefnis og listrænnar úr- vinnslu, allt er yfirvegað og akkú- rat, fagurt (eða ljótt) með ró- sömu yfirbragði. Loks er svo of- hlaðið og dramatiskar ástriður, myndin verður mestmegnis handverk og bragðlaus eftirlik- ing. Ef miðað er við verkin á kin- versku sýningunni er greinilegt að myndlistin þar hefur gengið i gegnum öl! þessi stig, hér virðist þó ekkert Sýnishorn vera af fyrsta stigi og fá af öðru! Hér birtist i ægidýrð ljósmyndaleg nákvæmni og ofurmannleg tækni, — þessu bjargar aðeins bylting! Efni myndanna er sótt i daglegt lif fólksins: vinnu i stálsmiðjum og öðrum iðjuverum, hjúkrunar- störf, húsverk, kennslustundir, hermennsku. Myndlistamennirn- ir þekkja sitt heimafólk, eru öll- um hnútum kunnugir og hafa sterkara jarðsamband en flestir aðrir,lýsing þeirra á atvikum eru túlkuð eins og þau gerast, likt og öllu skipti að ná sem nákvæmast hverjum drætti. En hér má einnig lita hástemmda lofgjörð um hinn hversdagslega i hversdagsleikn- um, bóndann, verkakonuna og striðshetjuna. A sýningunni eru 127 tréstungumyndir og skiptast þær I þrjá aðalflokka, samkvæmt þvi sem i sýningarskrá stendur: Nýjárstréskurðarmyndir, Tré- stunguprentanir og Nútimatré- stungur. Fyrst nefndi flokkurinn samanstendur af myndum ætluð- um til skreytingar á vorhátiðum, litirnir eru bjartir og hreinir, myndirnar sakleysislega skraut- legar með blómafléttum og fjöl- þættu munstri, tæknin er einföld og skyggir ekki á innihaldið. Þrátt fyrir létt yfirbragð þá eru þessar myndir litil listaverk. Tré- stunguprentun er nokkurs konar yfirfærsla myndar eða eftirliking, þaö er reynt að endurskapa frum- myndina með þeirri tækni sem tiltæk er, þannig að ekkert raskist og frummyndin geti dreifsti stóru upplagi ferskari heldur en i þeirri eftirprentunargerð sem þekkist á vesturlöndum. Mynd nr. 23 (Vor- regn á ánni Li) er af þessum toga, feykilega vel unnin mynd, næst- um fljótandi á pappirnum! Einn- ig er mynd nr. 22 (Pandabjörn) athyglisverð, i myndbyggingu er hún framar flestum öðrum verk- um sýningarinnar. Þriðji flokkur- inn og sá viðamesti eru Nútima- tréstungurnar. 1 þessum mynd- um kemur glögglega i ljós hvert tæknin getur leitt menn afvega: fyrirmyndin er nákvæml. stæld, stundum er erfitt að sjá hvort þetta er ljósmynd eða ekki! Lit- irnir eru hráir og óþægilegir og yfirkeyra myndefnið. Hér er mik- il hamingja á ferðum, stór bros i stritinu, tilgangur listamannanna viröist helst sá að auglýsa þessa stórkostlegu vinnugleði uppbygg- ingu Alþýðuveldisins til dýrðar. Mynd nr. 39 (Hartsótt eftir stáli) kemst næst þvi að hafa listrænt gildi, einnig er mynd nr. 94 (Nýr nemandi) sannverðug. am Dálitill galli er það á svona yf- irlitssýningu, sem spannar aldir, að hafa ekki timasetningu á myndunum, væri þá hægt að fá betri yfirsýn á verkin. Þetta er einkum nefnt hér vegna tveggja mynda sem hafa slæðst með (?) i þessari sendingu. Myndir nr. 69 (Vetrarsáning á hæðunum) og nr. 111 (Blóm) eru örugglega úr myndasjóði mikillar listar, þokkafull verk sem fengur væri að sjá með öðrum álika, — þá sýndist viðleitni kinverja til kynningar á listaverkum sinum verða einhvers virði hér á torgi allsnægtanna. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavikur tekur til starfa um mánaðarmótin mai—júni n.k. og starfar til 1. ágúst. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1960 og 1961 þ.e. nemendur sem eru i 7. og 8 bekk skyldunámsins i skólum Reykja- vikurborgar skólaárið 1974—1975. Gert er ráð fyrir 4 stunda vinnudegi hjá yngri nemendunum en 8 stunda vinnudegi hjá þeim eldri. Umsóknareyðublöð fást i Ráðningarstofu Reykjavikurborgar Hafnarbúðum við Tryggvagötu og skal umsóknum skilað þangað eigi siðar en 23. mai n.k. óskað er eftir að umsækjendur hafi með sér nafnskirteini. Ráðningarstofa Reykjavikurborgar. Við þökkum innilega öllum þeim sem hafa vottaö okkur samúð og vináttu við andlát Einars Andréssonar, Jófriöur Guðmundsdóttir Anna Einarsdóttir Halldór Jónsson Einar Halldórsson Jón S. Halldórsson Gunnar Þ. Halldórsson Friður M. Halldórsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.