Þjóðviljinn - 02.07.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.07.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 2. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 JAKOBÍNA SIGURÐARDÓTTIR Frjálsir, lifandi menn í frjálsu lifandi manna landi Eftirfarandi ávarp f lutti Jakobína Sigurðardóttir á útifundi Baráttusamtaka launafólks á Akureyri 8. júní sl. Ávarpið birtist í Al- þýðubandalagsblaðinu ný- lega, en Þjóðviljinn leyfir sér að birta þetta ávarp enda kemur Jakobína þar inn á fjölmörg atriði sem nauðsynlegt er að fleiri geti kynnt sér. Góðir félagar. Ég ætla að byrja á þvi að þakka ykkur fyrir að gefa mér tækifæri til að hitta ykkur hér og fá að ræða ofurlitið við ykkur. Þegar talað var við mig og mér boðið að koma til fundar við ykk- ur, nefndi viðmælandi minn sér- staklega sem umræðuefni bar- áttumál kvenna með tilliti til kvennaársins, en gaf mér þó frjálsar hendur, hvað ég ætla að notfæra mér. Þetta orð, kvenna- ár, hefir snortið mig fremur illa, engu siður en þjóðhátiðarárið i fyrra. Ég lit á þá baráttu, sem nú er einkum kennd við konur, ekki aðeins baráttu fyrir jafnrétti kvenna við karlmenn, heldur einnig baráttu fyrir jafnrétti karla við konur, það er: fullu jafnrétti kynja á öllum sviðum. Fimmtán ára piltur ræddi við mig i vetur um þær viðbárur karla- samfélagsins gegn atvinnujafn- rétti kynjanna, að konur gætu for- fallast einu sinni i mánuði einn til tvo daga vegna kynferðis sins — og i framhaldi af þvi i nokkra mánuði af ævinni vegna barn- eigna. Honum fannst þetta fárán- leg röksemdafærsla, þvi vissu- lega gætu karlar forfallast annað eins af öðrum ástæðum, enda væru þeim viðast hvar heimilaðir veikindadagar i hverjum mánuði samkvæmt vinnulöggjöf eftir að hafa unnið vissan tima að sama starfi. Og þar sem þessi rök at- vinnuveitenda gegn atvinnujafn- rétti kynja eru ekki haldbetri en svo, að unglingur getur af eigin umhugsun hrakið þau, fæ ég ekki séð að okkur, sem eldri erum, ætti að reynast ofviða að hrekja alla þá fordóma, sem beitt er af full- kominni ósvifni gegn þessum þætti mannréttindabaráttu kynj- „Hann hafði það mikla rænu, að hann sá það, eða hélt sig hafa séð það. Þeir skutu konu.” ,Karlar ver^ða að taka við sínum hluta hins margumrædda móðurhlutverks með meiru.” vegna þess, að félagar hans skutu konuna, tættu hana sundur með skotum. Hann hafði það mikla rænu, að hann sá það, eða hélt sig hafa séð það. Þeir skutu konu. Mér fannst þetta mjög svo ein- kennandi fyrir vel uppalinn karl- mann i karlasamfélagi, það er, ef svo vel tekst til, að hann ruglast i fyrstu lotu átaka við skæruliða- flokk samsettan körlum og kon- um með sömu skyldur, sömu á- byrgð og sömu réttindi. Þessi ör- kumlamaður myndi áreiðanlega taka undir við grátmennasóninn um helgi móðurhlutverksins, sem við svo oft höfum heyrt I vetur leið i sambandi við fóstureyð- ingafrumvarpið. En svo framar- lega sem konur og karlar vilja i alvöru ná jafnrétti kynja, þá verður konan að taka á sig þær skyldur og þá ábyrgð, sem rétt- indunum fylgja, og karlar að taka við sinum hluta hins margum- rædda móðurhlutverks með meiru, svo að einnig þeir geti orð- ið ábyrgir fyrir lifi og framtið mannkynsins. Það eru hlægilegir karlmenn, sem kvaka gráti nær frammi fyrir alþjóð i fjölmiðlum um dýrð móðurhlutverksins og þá óhæfu að til skuli vera konur, sem heldur vilja láta eyða fóstri sinu en fæða það óvelkomið af ýmsum ástæðum, en láta sem þeir viti ekki að á sama tima hóta kyn- bræður þeirra um viða veröld heimseyðingu i fæðingargjöf þessum sömu fóstrum. Þær kon- ur, sem amena undir þessa feðra- sálma, hvort heldur er i fjölmiðl- um eða heimahúsum, híjóta að vera svo rækilega heilaþvegnar með forheimskunarþvottalegi karlasamfélagsins, að það er hvorki hægt að hlæja að þeim né vorkenna þeim. Ég vorkenni börnum þeirra, það er að segja, þeim sem fæðast, þvi slikar konur láta engu siður en aðrar eyða ó- velkomnum fóstrum. En mér finnst trúlegt að þær grétu I al- vöru yfir hrakfarasögu amerik- anans, sem tók svona ógnarlega nærri sér, að sjá óvin sinn skotinn i tætlur, vegna þess að óvinurinn var kona. Vera má að ég sé ein um það, að finnast óbragð að orðinu kvenna- „Eg minntist verkfallsins á Selfossi, andmæla fjölda verkalýðsfélaga gegn linku forustusauða sinna...fólkið er farið að segja forystumönnum sínum fyrir verkum.’ »» ÁVARP FLUTT Á ÚTIFUNDI B.S.L. 8. JÚNI S.L. ár. Og vonandi orkar það svo vel á hugi annarra, að af þvi hljótist nokkur vinningur, þó ekki væri annað en almennari umhugsun og umræða um mannréttindi. Fólkið er farið að segja forystumönn- unum fyrir verkum Þó er mér annað enn ofar I huga þessa stundina, þótt segja megi að um likt sé að ræða: mannrétt- indi. Nú er framundan hörð bar- átta vinnandi fólks fyrir lifsrétt- indum sinum. Þegar hafa átt sér stað átök milli valdhafa og verka- fólks. Ég minnist verkfallsins á Selfossi, andmæla fjölda verka- lýðsfélaga gegn linku forystu- sauða sinna i ASI og nú síðast hveru bráðabirgðalög rikisvalds- ins gegn verkamönnum rikis- verksmiðjanna voru hundsuð og brotin á bak aftur. Slikir atburðir vekja vonir og glæða trúna á nýj- an dag i lifi islenskrar alþýðu. Allt i einu heyrir maður að fólkið er farið að segja forystumönnum sinum fyrir verkum. Og gömul kona eins og ég hugsar með gleði- klökkva: Þið eruð þá hérna enn. Þið hafið ekki farist i sjónhverf- ingaflóðinu, i glingurskriðunni, á- róðursvaðlinum. Og ég segi við ykkur: Litið til fuglanna i loftinu, hvernig þeir létta sér langflugið með oddafluginu, þar sem allir verða að gegna forystuhlutverk- inu um stund, allir að vera færir um að fljúga i fararbroddi. Gegn slikri samfylkingu vinnandi manna stenst ekkert ofbeldis- vald. Slik alþýða er fær um að kveða niður alla fordóma gegn mannréttindum og ójöfnuð. Ég tala hvorki af tilfinningasemi né þvi, sem oft er i háðstóni nefnt aldamótarómantik. Lifsreynsla min og minnar samtiðar hefir staðfest þessi alþýðlegu sannindi. Og aldrei hefir verið brýnni nauð- syn en nú fyrir hverja vinnandi manneskju þessa lands, að haida vöku sinni og vera búin við þvi, að þurfa að berjast af fullri einurð og alvöru fyrir lifsréttindum sinum. Einn ráðherra núverandi rikis- stjórnar kvað hafa látið að þvi liggja, að til mála kæmi að láta vinna gegn vilja og kröfum laun- þega undir lögregluvernd. Við vitum hver teikn eru á lofti, þegar svo langt er gengið að jafnvel á- byrgir valdsmenn voga sér að standa frammi fyrir alþjóð i fjöl- miðlum og láta sér slik orð um munn fara. Það mun verða reynt að etja saman bændum og þétt- býlisfólki, sú refskák hefir verið leikin áður. Og þá reynir á mann- dóm og sjálfstæða hugsun vinn- andi fólks, hvar sem það hefir bú- setu á þessu landi og að hverju sem það starfar. Við verðum öll að hugsa og starfa sem einstakl- ingar heildar með sameiginlega hagsmuni. Þvi hagsmunir sveita- og þéttbýlisfólks eru svo nátengd- ir, að hvorugt getur án hins verið. Og án samstöðu okkar allra er forysta verkafólks einskis virði. Við verðum að ákveða hvernig og fyrir hverju verður barist. Ef við berum gæfu til að láta þann nýja tón, sem ég sagði áðan, að hefði vakið mér von og gleði i atburð- um siðustu mánaða, hljóma með vaxandi styrk æ fleiri radda, þá er sigurinn vis vinnandi fólki þessa lands. Það fólk mun verða fært um að reka af höndum sér á- sælnierlendrar stóriðju, erlendan her og ofriki peningavaldsins. Takist slikt eigum við skilið að heita menn. Menn með full mann- réttindi, sem þeir sjálfir hafa á- unnið sér. Og þótt orðið maður sé karlkyns, þá minnist þess, að það nær einnig yfir konur i islensku máli. Við konur munum reyna að standa undir þvi. Og ekki biðjast neinnar ivilnunar vegna kynferð- is okkar. Ég heiti á allt vinnandi fólk þessa lands: komum menn úr þeirri baráttu, sem nú biður við dyr okkar allra. Menn sem vit- andi vits taka á sig þá ábyrgð og skyldur, sem fylgja baráttunni fyrir réttinum til að standa undir þvi að heita og vera menn. Frjálsir, lifandi menn i frjálsu, lifandi manna landi. Kvennaráðstefna SÞ Aætlun afgreidd í flaustri Mannréttindabaráttan hefur margar hliðar En þessi mannréttindabarátta hefir margar hliðar. Fyrir nokkru var mér sögð saga um amerikana, sem var sendur til Viet Nam. Þar varð hann fyrir þvi, að ung kona i flokki skæruliða sendi honum byssukúlu i hausinn. Lifi hans varð bjargað, en hann náði ekki fyrri sönsum og hataðist við landa sina vegna — ja — vegna hvers haldið þið? Ekki vegna örkumla sinna né óréttlæt- is styrjaldar amerikana i Viet Nam, heldur fyrst og fremst Mexico City 30/6 reuter — Full- trúar á kvennaársráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna tóku sér fri um helgina en i morgun hófst siðasta lota ráðstefnunnar. Ilenni á að ijúka á miðvikudag. Vegna timaskorts var tiu ára áætlun SÞ um aðgerðir til að auka réttindi og möguleika kvenna i heiminum afgreidd án mikillar umræöu á föstudag. Starfsmenn SÞ hafa látið i ljós vonbrigði með þá fljótfærnisafgreiðslu sem áætlunin fékk. Benda þeir ma. á að ekki er gert ráð fyrir neinum aðila sem hafa á eftirlit með þvi að ákvæði áætlunarinnar séu haldin i hinum einstöku ríkjum þvi sé rikisstjórnum i lófa lagið að hundsa þau ákvæði sem þeim mislikar. Þeim dögum sem eftir eru verður ráðstafað i umræður og afgreiðslu pólitiskrar yfirlýsing- ar ráðstefnunnar. 90 þróunarriki hafa komið sér saman um drög að yfirlýsingu þar sem megin- áhersla er lögð á kröfu um grund- vallarbreytingu á efnahagsskip- an heimsins hinum fátækari rikj- um i vil og hún tengd réttinda- málum kvenna. Bandarikin, Vestur-Þýskaland og Bretland hafa einnig samið drög að yfirlýs- ingu þar sem höfuðáherslan er lögö á vandamál kvenna en full- trúar þessara rikja telja ekki mikla von til þess að hún nái fram að ganga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.