Þjóðviljinn - 20.11.1975, Síða 3
■ Fimmtudagur 20.nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Enn er vegið að námsfólki
Greiðsla til jöfnunar námskostnaðar lœkkuð úr 110
miljónum í 104,5 milj. kr. í fjárlagafrumvarpinu
Ríkisstjórnin lætur
skammt stórra högga á
milli i meðferð sinni á
skólafólki. Allir vita hvern-
ig farið hefur verið með þá
sem njóta eiga námslána.
Nú hefur stjórnin látið sig
hafa það/ að lækka á f jár-
lögum greiðslu til jöfnunar
námskostnaðar úr 110
miljónum króna niður í
104,5 miljónir kr.
Það var vinstri stjórnin sem
kom á þvi kerfi að aðstoða fólk
útá landsbyggðinni við menntun
barna sinna með þvi að koma á
jöfnum námskostnaði. Þetta kom
fyrst til framkvæmda skólaárið
1972/73 og siðan hafa um 3000
nemendur útá landi notið þessara
landsbyggðarstyrkja. t fyrra var
ÞAR FAUK
KAUP-
HÆKKUNIN
OG VELÞAÐ
Búið er að reikna út
hversu mikla kauphækk-
un launafólk á að fá í
þessu landi þann 1.
desember. Ekki hafði út-
reikningurinn fyrr verið
birtur en ríkisstjórnin
ákvað allt að 40% hækkun .
á unnum kjötvörum og
18,2% á húskyndingar-
oliu. Launahækkunin,
sem landslýður fær er
hins vegar 0,6%, svo hún
Unnar kjötvörur
hækka um 40%
Olía til fiskiskipa hœkkar um 69%
er þar með að engu orðin
og áfram er gengið í þá
átt að rýra kaupmátt
launanna.
Hvert kiló af vinarpylsum
hækkar úr 448 krónum i 509
krónur. Hækkun 61 króna,
13,6%.
Kjötfars hækkar úr 295 krón-
um kilóið i 300 krónur. Hækkun 5
krónur, 1,7%.
Hvert kiló af kindabjúgum
hækkar úr 380 kr. i 529 kr.
Hækkun 149 krónur kilóið,
39,2%.
Kilóið af kindakæfu hækkar úr
545 krónum i 759 kr. Hækkun 214
krónur 39,2 %.
Þá hefur rikisstjórnin leyft
oliufélögunum sinum að hækka
diseloliuna i verði. Oiia til hús-
hitunar hækkar úr 20,20 kr. i
24,20 kr„ 18,18%.
Olia til fiskiskipa hækkar úr
5,80 kr. literinn i 9,80 eða um
69%.
Olia til annarra nota hækkar
úr 24 krónum literinn i 29 krónur
og til bifreiða frá dælu bensin-
stöðvanna hækkar literinn úr 26
krónum i 32 krónur. —úþ.
felld á alþingi tillaga frá Helga
Seljan og Karvel Pálmasyni um
hækkun á þessum greiðslum og
var þá ákveðið að þær skyldu
verða 110 milj. kr. þetta ár.
1 þvi fjárlagafrumvarpi sem nú
liggur fyrir er gert ráð fyrir þvi
að greiðslurnar lækki niður i 104,5
miljóúir kr. þrátt fyrir það að tal-
an 110 milj. hafi reynst of lág og
miðað við varðlagsþróun hefði
talan á þessum fjárlögum þurft
að vera 170 milj. kr. Það fer þvi
vart á milli mála, að hér er um
stórfelldari árás á kjör þess fólks
sem styrkjarins njóta að ræða,
heldur en þeirra sem njóta náms-
lánakerfisins og þótti mörgum sú
árans ærin. —- S.dór
Tillaga
r
Islands um
síldveiði-
bann felld
Tillaga íslands i Norð-aust-
ur-atlanlshafsfiskveiðinefnd-
inni um algjört bann við sild-
veiðum i Norðursjó á næsta
ári var felld á fundi nefndar-
innar, sem nú stendur yfir i
Lundúnum með 10 atkvæðuni
gegn þremur. islendingar, v-
þjóðverjar og pólverjar
greiddu tillögunni atkvæði.
Bókaspjall Finnboga á
Gutenbergssýningunni
Næsti fyrirlestur á Gutenbergs-
sýningunni að Kjarvalsstöðum
verður i kvöld, en þá mun Finn-
bogi Guðmundsson landsbóka-
vörður flytja fyrirlcstur sem
hann nefnir -bókaspjall-. Mun
liann ræða um bækur, allt frá
fornu fari á islandi og rifjar upp
nokkur kunn og sum ef til vill
miður kunn dæmi er lýsa viðhorfi
islendinga til bóka. Finnbogi mun
einnig ræða um sitthvað fleira
viðkomandi bókum og bókagerð.
Þess má að lokum geta, að
dregið hefur verið i gestahapp-
drætti sýningarinnar og kom upp
númerið 1182 sem gefur bókina —
Islenskir þjóðhættir — eftir Jónas
frá Hrafnagili og númer 1037, sem
gefur bókina — I túninu heima —
eftir Halldór Laxnes. — S.dór.
Umsjónar-
kennari
með
umferðar-
frœðslu
Mörg undanfarin ár hefir verið
unnið skipulega að umferða-
fræðslu i skólurn á skyldunáins-
stigi. Hikisútgáfa námsbóka og
fleiri hafa gefið út kennslu- og
leiðbeiningabækur, t.d.: A förn-
um vegi (7—9 ára), Vegfarandinn
(10—12 ára), t umferðinni (ung-
lingastigið) og Kennsluleiðbein-
ingar, handbók fyrir kennara,
fóstrur og lögregluþjóna. Sérstök
vinnublöð og fleiri kennslutæki
hafa verið fyrir hendi. Foreldra-
bréf hafa verið scnd út á haustin
til foreldra þeirra barna, sem
liefja skólagöngu. Arleg spurn-
ingakeppui hefir farið fram i
skólununt.
1 haust var reglugerð um um-
ferðafræðslu i skólum endurskoð-
uð. Reglugerðin ásamt fleiri upp-
lýsinga- og kennslugögnum var
siðan send til allra skyldunáms-
skólanna.
Menntamálaráðuneytið réði frá
1. september sérstakan um-
sjónarkennara með umferðar-
fræðslu i skólum. Hann hefir að-
setur i húskynnum umferðaráðs.
Er lögð sérstök áhersla á sam-
Framhald á bls. 10
Varúð í umferðinni
Gangandi vegfarendur eiga oft erfitt um vik i umferðinni að vetrarlagi.
ökumönnum ber þvi að vera vel á verði og sýna þeim fyllstu tillitssemi.
Dökkur klæðnaður vegfarenda á siðkvöldum á vetrarlagi gerir það að
verkum að þeir sjást illa úr bilum. Þessvegna er ástæða til þess a
brýna það fyrir ungum sem öldnum að bera ávallt endurskinsmerki á
yfirhöfnum sinum.
Fara um dansandi
og bjóða sígaréttur
Einn af sigarcttuinnflytjend-
um landsins hefur fundið upp
nýja aðferð við að auglýsa vöru
sina, en sem kunnugt cr, er
bannað að auglýsa tóbak i fjöl-
miðlum hér á landi. Þessi nýja
aðfcrð er fólgin i þvi að flokkur
frá einum dansskólanum hér i
borg fer um veitingahúsin og
sýnir dansa og cr hópurinn
klæddur búningum sem auglýsa
þess ákveðnu sigarettutegund
og siðan gengur hann um salinn
og býður fólki að reykja. Með
liópnum er svo einn kunnur
skemmtikraftur sent kynnir.
Þessir skemmtikraftar kosta
veitingahúsin ekki neitt, banda-
riski tóbaksframleiðandinn
borgar brúsann.
Við spurðumst fyrir um það
hjá dómsmálaráðuneytinu
hvort þessi auglýsingaherferð
væri lögleg, þar sem bannað er
að auglýsa tóbak hér á landi. Þá
kom i ljós, að bannið við tóbaks-
auglýsingum nær aðeins til
fjölmiðla og eins er bannað að
Ný aðferð við
að auglýsa
tóbak
hér á landi
hengja upp auglýsingar utan-
húss.
Allar tóbaksauglýsingar inn-
anhúss eru þvi löglegar, hvorl
sem er i formi eins og þessu eða
auglýsingaskilti. — S.dór