Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN  Laugardagur 5. júni 1976.
Laus staða
Starf forstöðumanns félagsmiðstöðvar i
Bústaðasókn er laust til umsóknar og veit-
ist frá 1. ágúst.
Gert er ráð fyrir hálfu starfi i fyrstu.Laun
skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna.
Umsóknareyðublöð ásamt starfslýsingu
og menntunarkröfum fást á skrifstofu
æskulýðsráðs, Frikirkjuvegi 11, simi
15937. Umsóknarfrestur er til 15. júni.
ÆSKULÝOSRÁO
REYKJAVÍKUR
SÍMI 15937            _____
æskulýðsráðHI
Leikári Þjóðleikhúss er að Ijúka
Frá Flensborgarskóla
Umsóknir um skólavist næsta vetur þurfa
að hafa borist skólanum i siðasta lagi 10.
júni.
Skólameistari
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN
YFIP^ÆKNIR Staða yfirlæknis á
brjóstnolsaðgerðadeild spitalans er
laus til umsóknar frá 1. september
1976. Umsóknir er greini aldur,
námsf eril og fyrri störf ber að senda
stjórnarnefnd rikisspitalanna,
Eiriksgötu 5, fyrir 5. júli n.k.
AÐSTOÐARLYFJAFRÆÐINGUR
óskast i hálft starf i lyf jabúri rikis-
spitalanna. Æskilegt er að hann geti
unnið fyllt starf i mánaðartima i
sumar vegna afleysinga.
Upplýsingar veitir lyf jafræðingur á
Landspitala simi 24160.
HJtJKRUNARFRÆÐINGAR Óskast
nú þegar eða eftir samkomulagi til
afleysinga og i fast starf. Vinna
hluta úr fullu starfi kemur til
greina. Upplýsingar veitir forstöðu-
kona simi 24160.
KÓPAVOGSHÆLIÐ
SALFRÆDINGUR óskast til starfa
frá 15. júni n.k. Starfsreynsla og
viðbótarmenntun er nýtist i starfi
nauðsynleg. Nánari upplýsingar
veitir f orstöðumaðurinn.
Umsóknum, er greini aldur,
menntun og fyrri störf ber að senda
Skrifstofu rikisspitalanna, fyrir 1.
júli n.k.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA
BÓKARI óskast til starfa i launa-
deild hið fyrsta i fast starf.
Upplýsingar veitir starfsmanna-
stjóri.
Reykjavik, 4. júni 1976.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
V EIRÍKSGÖTÚ 5,SÍM111765
Leikári Þjóðleikhússins er senn aö ljúka. Ef frá eru taldar þær  sýningar, sem sérstaklega eru
tengdar Listahátfð, eru aðeins eftir öríáar sýningar. Síðustu sýningar á ímyndunarveikinni verða nú
um lelgina, mánudag (annan i hvitasunnu) og miövikudag, en siðan verður farið i leikför með
þennan sigilda gamanleik um Austur- og Norðurland.Fyrstasýningin verðurþegar hinn 11. júniá Höfn i
Hornafirði. Þá er aðeins eftir ein sýning á Litlu flugunni i Leikhúskjallaranum og verður Sigfús
Halldórsson á þeirri sýningu, sem er á þriðjudag  8. júni.— Myndin er úr ímyndunarveikinni.
Sjötugur:
Jón Kr. Guðjónsson
verkamaður, Eskifirði
Mér er tjáð að hann Jón frá
Hólum eins og mér er enn tamt að
kalla hann, sé sjötugur i dag.
Þessum siunga baráttufélaga er
mér ljúft að senda bestu
árnaðaróskir á; þessum merku
timamótum. Jón hefur um dag-
ana verið verkamaður, bóndi og
sjómaður. Hann hefur borið þau
starfsheiti, sem hæst ber jafnan i
huga mér. Maður starfa og strits,
sem hvergi hlifði sér i daglegri
baráttu fyrir stórri f jölskyldu. En
brauðstritið hefur aldrei
smækkað hann, hann hefur einnig
verið maður baráttunnar á hug-
sjónasviðinu.
Ungur hreifst hann af kenning-
um sósialismans, enn á hann
ófölskvaða trú sina á islenskan
sósialisma og sigur hans. Slika
menn er gott að þekkja, gott til
þeirra að leita og hljóta af lær-
dóm og enn betra að eiga vináttu
þeirra og samfylgd i baráttunni.
Eskif jörður var fyrr á árum ein-
hver merkasti staður á landinu i
baráttusögu islensks sósialisma.
Hvergi mun hlutfallslega jafn
stór hópur hafa skipað sér undir
merki sósialismans i skugga
kreppunnar i einu byggðarlagi á
fslandi og þar. Kommúnista-
flokkurinn var þar forystuafl
fyrir rétti hins fátæka og snauða,
foringinn var hinn snjalli og
gáfaði menntamaður, Arnfinnur
Jónsson skólastjóri og honum
fylgdu að málum öflug og harð-
snúin sveit verkafólks og sjó-
manna, stéttvist fólk sem ótrautt
stefndi framá við»ruddi brautina
fram til betra lifs. Verðugt væri
það góðum fræðimanni að gera
hinni pólitisku sögu Eskifjarðar á
kreppuárunum skil, þótt minna
megi á ágætan eskifirðingaþátt
Jóns Rafnssonar i þeirri hollu
bók ,,Vori i verum".
Jón Kr. var ekki lengi i vafa,
hann skildi og gegndi timans kalli
og jafnan siðan hefur hann verið
hinn ötuli og trausti liðsmaður
sósialismans á hverjum þeim
vettvangi sem baráttan hefur
verið háð. Hann var um tima i
hreppsnefnd á Eskifiröi, þegar
átökin stóðu þar sem hæst og
afturhaidið þar reyndi að kné-
setja hin róttæku öfl með hvers-
kyns bolabrögðum. bannig var
og er Jön ætið tilbúinn, án þess
nokkurntimann að ota sinum tota.
Slika liðsmenn á hugsjónin
marga, þar er Jón i minum huga i
fremstu röð. Þar kemur hvoru-
tveggja til, ágæt greind og
skilningur og ódrepandi baráttu-
seigla. Þar hefur hans indæla
eiginkona, ÞóraSnædal, hvergi
verið eftirbátur manns sins og fá-
titt mun það, að öll börn þeirra
hjóna skuli svo einlægir liðsmenn
hugsjónarinnar sem raun ber
vitni.
Kynni okkar Jóns eru orðin
býsna iöng. Hann var bóndi á
Hólmum i Reyðarfirði, þegar ég
kynntis honum fyrst og öll þau
kynni er mér ljúft og skylt að
þakka. Barnahópurinn var stór,
en fjölskyldan dugleg og samhent
og bú átti Jón ágætt er hann varð
að hætta og fara aftur út á Eski-
fjörð og hefur starfað þar siðan.
Minnisstæðastar eru mér heim-
sóknir þeirra hjóna fyrir
kosningar. Eldlegur áhugi þeirra
fyrir málefninu, sigurvissan á
hverju sem gekk og þó var meira
um að finna þa glaðværu hlýju og
gamassemi sem ætið voru ofar-
lega i þeim hjónum báðum.
Trausta vináttu þeirra met ég
mikils og sonur minn naut pess
ósvikið i fyrra að þar skipar
hjartahlýjan öndvegi og hann
biður um sérstaka afmæliskveðju
til Jóns nú.
Helstu atriðin úr lifshlaupi hans
skulu hér stuttlega tiunduð.
Fæddur er hann 5. júni 1906 að
Kolmúla við Reyðarfjörð. For-
eldrar hans voru hjónin Kristin
Jónsdóttir og Guðjón Jónsson út-
vegsbóndi þar og viðar. Á barns-
aldri flyst Jón til Eskifjarðar og
fer fljótlega að stunda sjó með
föður sinum og sjómennskan er
svo hans aðalstarf fram um 1940
er verður fyrir þvi óhappi að fót-
brotna illa. Þá hafði hann með
dugnaði sinum komist yfir bát og
hefur án efa þótt það hart að
þurfa að leggja sjómennskuna á
hilluna fyrir fullt og allt, svo mjög
sem hún var honum hugleikin. Þá
er það sem hann bregður á það
ráð að gerast bóndi og flyst að
Hólmum i Reyðarfirði og þar býr
hann i 25 ár, frá 1942 tii 1967 að
hann flyst aftur á Eskifjörð eins
og áður sagði. Arið 1929 giftist
hann Þóru Snædal Jónsdóttur frá
Eskifirði. Börn þeirra urðu alls
12, tvö munu hafa dáið i fæðingu,
en einn son misstu þau 7 ára
gamlan. Þrjár dætur og sex syni
eiga þau á lifi, Ragnhildi, hús-
móður i Reykjavik, Guðjón
kennara á Akureyri, Jón húsa-
smiðameistara á Sauðárkróki,
Gisla starfsmann Verkalýðsfél.
Vopnafjarðar, Guðna Þór hús-
gagnasmiðameistara á Eskifirði,
hann var alinn upp af systur Jóns
og manni hennar, Selmu hús-
móður i Reykjavik, Auðberg
lækni á Djúpavogi, Þorvald véla-
mann á Reyðarfirði og Helgu hús-
móður á Reyðarfirði.
Allt er þetta hið mannvænleg-
asta greindar- og dugnaðarfólk.
Barnabörnin munu nú komin
eitthvað á fjórða tuginn. Ekki get
ég svo skilist hér við að ég minn-
ist ekki á þá laundrjúgu glettni
sem Jón lumar jafnan á og i kjöl-
far hennar fylgir hin ágætasta
hagmælska, enda var Jón ólafs-
son, ritstjóri og skáld, langafi
hans svo ekki er langt að leita i
þeim efnum.
Ég skal ekki þreyta afmælis-
barnið á frekara rausi, en að lok-
um vil ég færa honum minar
bestu þakkir fyrir langa og góða
viðkynningu, senda honum ein-
lægustu afmæliskveðjur og
árnaðaróskir með framtiðina um
leið og Alþýðubandalagið á
Austurlandi þakkar einum sinum
besta félaga og óskar honum allra
heilla. Og þér, Þóra min, óska ég
til hamingju með að eiga þennan
siunga eiginmann, og ykkur
báðum óska ég farsældar á
ókomnum árum.
Helgi Seljan.
Nýlagnir,   bieytingar
hita\ í>ituten^ingar.
Simi :)65)29 (milli kl.
12 og l og eftir kl.
7 á kvöldin).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20