Þjóðviljinn - 15.06.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.06.1976, Blaðsíða 1
MOWIUINN Þriðjudagur 15. júni 1976 —41. árg. —128 tbi. Löndunarstrið í Vestmannaeyjum: Nokkrar áhafnir neita að landa Bókun 6: Klárt í vikulokin í gær ræddu fulltrúar íslands við embættismenn Efnahagsbandalagsins í Brussel um bókun sex. Á fundinum kom fram að Efnahagsbandalagið hyggst tilkynna fyrir lok vikunnar, að bókun sex taki gildi 1. júlí. Þá munu tollar lækka á þeim sjávaraf urðum sem bókunin tekur til. Ekkert hef ur verið sagt opinberlega enn um hvort hún tekur nú endanlegt gildi, eða aðeins þar til samningarnir við breta renna út í desember. Verkalýðsfé lagið œtlar að koma á löndunarflokkum Nú virðist ljóst, að sjómenn i Vestmannaeyjum muni vinna deilu þá sem þeir standa I við út- gerðarmenn um löndun á fiski úr togbátum. Þegar bátar komu úr róðri sl. föstudag neituöu áhafnir nokk- urra báta að eiga við löndun fyrir 820 kr. fyrir hvert tonn, þar sem landverkamenn fá 1500 kr. fyrir hvert tonn. Og nú hefur verka- Iýðsfélagið I Vestmannaeyjum á- kveðið að stofna löndunarflokka og sagði Sigurgeir Jónsson, stjórn.maður i sjómannafélaginu að hann gæti ekki imyndað sér að sjómenn færu að vinna við hlið landverkamanna fyrir 820 kr. þegar hinir fengju 1500 kr. Útgerðarmenn héldu fund um þetta mál um siðustu helgi og á- kváðu að hunsa málið algerlega i þeirri von að sjómenn guggnuðu á að landa ekki. Sjómannafélagið hefur svo ákveðið aö halda fund um málið meö sjómönnum i næsta helgarfrii og skýra það og sagðist Sigurgeir viss um að sjó- menn myndu vinna sigur i deil- unni, kannski ekki á einu sumri, en þá bara næsta sumar. —S.dór. „Hjörtun slóguítakt99 við söng Giselu Gisela May kom sá og sigraöi í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöldið. Túlkun hennar á söngv- um Brechts við lög nán- ustu samstarfsmanna sinna var með slikum yfirburðarhætti að lengi verður minnisstætt þeim sem á hlýddu. Fagnað- arlátunum ætlaði aldrei að linna i Þjóöleikhúsinu og urðu Gisela og Kurt Henry Krtschill, að f lytja aukalög. „Hjörtun slógu í takt við söng hennar," sagði Thor Vil- hjálmsson, sem kynnti dagskrána skemmti- lega. Á siðu 5 og 9 eru um- sagnir um atburði Lista- hátíðar um helgina. J>að er ekkí verið að glápa héma megin’ — Nei vinur, það er sko engin bæjarvinna hérna megin, þú sérð að við erum ekkert að glápa á hverja einustu gang- stéttarhellu áður en við leggjum hana, sagði hressilegt fólk sem i gær lagði gangstéttarhellur meðfram Skólavörðustignum, beint fyrir utan húsnæði Þjóð- viljans. Viö tókum þar eftir röskum stúlkum á fullri ferð við hellulagninguna og þvi er ekki að neita að ennþá finnst manni það dálitið sniðugt og eiginlega hressandi að sjá konur keppast i slikri vinnu. — Nú, þetta er ágætt svona á sumrin að vinna úti i hreina loft- inu og stæla skrokkinn svolitið, sagði Auður Konráðsdóttir.'sem þarna vann ásamt dóttur sinni, eiginmanni og fleirum úr fjöl- skyldunni. — Annars er þetta bölvað puð að vinna i þessum hellum hérna, þær eru óvenju stórar og þungar. — En þú varst samt að reyna? — Já, þú sást nú llka hvernig fór. Ég ræð ekki við hvað sem er þótt viljinn sé fyrir hendi. Verktækni heitir fyrirtækið sem sér um gangstéttarlagning- una við Skólavöröustig og það sendi á vettvang harðsnúið fjöl- skyldulið sem sést að hluta til á þessari mynd. Sigurður Stefánsson (pabbinn) krýpur fyrir miðju, Auður Konráðsdótt- ir (mamman) sést lika ásamt dóttur þeirra Konný og bróður pabbans Mynd: Einar. Smáhumardrápið stoppað t gær gaf sjávarútvegsráðu- neytið út tilkynningu, þar sem bann er lagt við humarveiði á dýpra vatni en 90 föðmum á Breiðamerkurdjúpiog 80 föðmum á Skeiöarárdjúpi, eftir tillögu frá Hafrannsóknarstofnuninni, en við könnun hennar á afla báta sem Það bar til tiðinda þegar skemmtiatriði sjómannadagsins stóðu sem hæst á Þingeyri við Dýrafjörð sl. sunnudagskvöld að breski togarinn Northern Gift frá Grimsby kom til hafnar og eftir- litsskipið Hausa fylgdi honum inn þarna hafa veitt kom I ljós ó- hemja af undirmálshumri. — Sjómenn hér hafa haft við orð að þarna væri verið aö drepa smáhumar, og það eru einkum bátar frá Suðurlandi sem þarna hafa veitt og ég veit að menn hér fagna þessu banni, sagði Þor- á fjörðinn. Astæðan fyrir þvi að togarinn kom til hafnar var að skipverji um borð hafði slasast, mun hafa beinbrotnaö við að fá bobbing á sig, og var hann lagður inn á sjúkrahúsið á Þingeyri. steinn Þorsteinsson fréttaritari Þjóðviljans er við spurðum hann um álit þeirra hornfirðinga á banninu. Þorsteinn sagði að bátar frá Höfn hefðu stundað veiðar mun austar, enda sæktust þeir eftir 1. Framhald á 14. siðu. Þetta er fyrsti breski togarinn sem kemur til Islenskrar hafnar eftir að þorskastriðinu aluk. Ekki vakti koma hans mikla athygli á Þingeyri og engin móttökunefnd var til staöar, enda stóðu skemmtiatriöi sjómannadagsins sem hæst þegar togarinn kom inn. —Guömundur Friðgeir. Júdó- deilan r Iþróttaráð Sovét- ríkjanna: „Tómur mis- skilningur hjá ísl. júdó- mönnunum” Júdósamband Islands: „Málið komið á enn alvarlegra stig99 Sjá síðu 13. Hitakerfi skemmast á Seltjarnarnesi Sjá baksíðu Helsinki samþykktin Texti lokasamþykktar Hel- sinki-sáttmálans hefur nú ver- ið þýddur á islensku fyrir til- stilii utanrikisráðuneytisins. Þetta er gert i samræmi við á- kvæöi i samþykktinni, að text- ann eigi að gefa út i hverju þátttökuriki og kynna hann þar og dreifa á eins viðtækan hátt og hægt er. Utanríkis- ráðuneytið hefur ákveðið að dreifa þessu riti allviða, svo sem til ailra bókasafna, ým- issa félagasamtaka, til ráðu- neyta og ýmissa rikisstofn- ana. Þeir sem þess óska geta fengið eintak af ritinu i upp- lýsingadeild ráðuneytisins. Engar fréttir af Guðmundi Engar fréttir hafa borist af skákmótinu á Kúbu þar sem Guðmundur Sigurjónsson var i efsta sæti áöur en kapallinn frá Stóra Norræna simafélag- inu hætti enn einu sinni að þjóna okkur hér á íslandi. Skákmótinu mun vera lokið en Guðmundur var ekki kominn til landsins i gærkvöldi og ekki vitaö hvenær von væri á hon- um. — gsp. Óvœnt uppákoma á sjómannadaginn: Breskur togari til Þingeyrar Fyrsti breski togarinn sem kemur til islenskrar hafnar eftir þorskastríðið Alþýðubandalagsferðin 27. júní. Sjá bls. 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.